Morgunblaðið - 31.05.2016, Síða 20

Morgunblaðið - 31.05.2016, Síða 20
20 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2016 www.isfell.is Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5 200 500 • isfell@isfell.is TE N G IT A U G A R Fallvarnarbúnaður Hafðu samband og kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna Fjölbreytt og gott úrval til á lager Námskeið um fallvarnir fyrir viðskiptavini Skoðanir og eftirlit á fallvarnarbúnaði FA LLB LA K K IR BELTI Varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu sagði í gær að nágrannarnir í norðri væru að undirbúa enn eitt eld- flaugarskotið. „Við greinum merki þess að verið sé að undirbúa eld- flaugarskot í Norður-Kóreu og er herinn í viðbragðsstöðu,“ hefur fréttaveita AFP eftir embættis- manni í ráðuneytinu. Hann vildi ekki gefa upp tegund þeirrar skotflaugar sem um ræðir, en samkvæmt AFP má leiða líkur að því að hún sé lang- eða meðaldræg. Norður-Kóreumenn hafa að undanförnu gert tilraunir með eld- flaug af gerðinni Musudan, sem dregur um það bil 3.000 kílómetra og hugsanlega allt að 4.000 kílómetra. Ráðamenn í Pjongjang gætu því skotið flaug af þessari gerð á Suður- Kóreu, Japan og mögulega á banda- rískar herstöðvar á Gvam í Kyrra- hafi. Musudan aldrei virkað AFP bendir hins vegar á að þrátt fyrir nokkuð tíðar tilraunir hafi Norður-Kóreumönnum aldrei tekist að skjóta Musudan-eldflaug á loft með góðum árangri. khj@mbl.is AFP Leiðtoginn Almenningur í Suður-Kóreu mótmælir oft brölti norðanmanna. Eldflaugarskot undir- búið í Norður-Kóreu Ísraelskar ör- yggissveitir hafa handtekið þrjá Palestínumenn á táningsaldri sem grunaðir eru um að hafa veitt tveimur ísraelsk- um konum stunguáverka. Árásin var gerð fyrr í þessum mán- uði og eru fórnarlömbin bæði á ní- ræðisaldri. Þau eru nú á batavegi. „Þrír ólögráða arabar voru hand- teknir, íbúar í Jabal Mukaber,“ seg- ir í tilkynningu lögreglunnar en hverfi þetta er í Austur-Jerúsalem. Fréttaveita AFP greinir frá því að piltarnir séu á aldrinum 16 til 17 ára og var móðir eins þeirra hand- tekin í síðustu viku fyrir tilraun til hnífaárásar á Vesturbakkanum. Palestínumennirnir eru sagðir hafa setið um konurnar þar sem þær voru á göngu í skóglendi milli vestur- og austurhluta Jerúsalem. Voru tveir þeirra vopnaðir hnífum og einn með exi. Árásin var gerð 10. maí síðastliðinn. khj@mbl.is ÍSRAEL Piltar réðust á tvær eldri konur á göngu Flugmenn franska flug- félagsins Air France hafa sam- þykkt verkfalls- aðgerðir í næsta mánuði. Tals- maður helsta stéttarfélags flugmanna, SNPL, sagði í gær að flugmenn þess hefðu samþykkt að- gerðir með 68% greiddra atkvæða. Var einnig samþykkt í atkvæða- greiðslu að verkfallsaðgerðir myndu standa yfir í minnst sex daga, en með þessu eru flugmenn að mótmæla launaskerðingu. „Verkfallsaðgerðir í júní eru óumflýjanlegar,“ sagði Emmanuel Mistrali, hjá SNPL, án þess þó að nefna nákvæma dagsetningu. Evr- ópumótið í knattspyrnu hefst 10. júní og gæti verkfall flugmanna því haft áhrif á ferðir fólks þangað. FRAKKLAND Flugmenn hjá Air France vilja verkfall Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Hafin er að því er virðist stórsókn íraska hersins gegn vígasveitum Ríkis íslams þar í landi. Markmið þessarar árásar er að ná aftur tökum á borginni Fallujah, sem hefur verið undir stjórn vígamanna síðan 2014, og hafa hermenn þegar náð bænum Karma sem er skammt frá áður- nefndri borg á sitt vald. „Aðgerðin gengur vel hernaðar- lega séð. Það er nú þegar búið að frelsa minnst einn bæ í nágrenni Fallujah úr klóm Ríkis íslams,“ segir Lina Khatib, sérfræðingur í málefn- um Mið-Austurlanda, í samtali við bandarísku fréttastofuna CNN. Khatib bendir hins vegar á að gríðarleg eyðilegging fylgi þessari hernaðaraðgerð og að hún muni óumflýjanlega hafa miklar afleiðing- ar fyrir líf þeirra almennu borgara sem á svæðinu búa. „Karma hefur svo gott sem verið jöfnuð við jörðu í þessari sókn. Þessi mikla eyðilegg- ing mun að líkindum halda áfram eft- ir því sem nær dregur Fallujah.“ Sagðir komnir inn í borgina Fréttaveitan Reuters segir minnst 50.000 almenna borgara búa innan marka Fallujah. Hefur þeim verið meinuð útganga þaðan af víga- mönnum og hefur fólkið því neyðst til þess að lifa við afar bágar aðstæð- ur frá því að vígamenn tóku völdin. Að sögn Reuters hafa íraskir her- menn þegar náð inn fyrir mörk borg- arinnar og hertekið lögreglustöð í suðurhluta hennar. Njóta þessar sveitir liðsinnis bandarískra orrustu- flugvéla sem gera harðar loftárásir á skotmörk tengd vígamönnum. Fréttamenn breska ríkisútvarps- ins (BBC) segja íraska herinn meðal annars notast við stórskotaliðssveit- ir, herþyrlur og -flugvélar, banda- ríska skriðdreka af gerðinni M1 Abrams og brynvarða bíla. AFP Stórskotalið Hermenn fylgjast náið með sprengjuregni sem beint er gegn Ríki íslams innan landamæra Íraks. Stórsókn virðist hafin gegn Ríki íslams í Írak  Íraski herinn ætlar sér að frelsa borgina Fallujah Herdómstóll í Sómalíu hefur dæmt tvo menn til lífstíðarfangelsisvistar fyrir aðild að sprengjutilræði sem framið var 2. febrúar síðastliðinn um borð í farþegaþotu flugfélagsins Da- allo Airlines. Tilræðismaðurinn var sá eini sem lést er hann sprengdi sprengju sína um borð í vélinni, en farþegar voru alls 74 talsins. Mennirnir sem um ræðir heita Abdiweli Mohamud Macow og Areys Hashi Abdi. Hinn fyrrnefndi vann sem öryggisvörður á alþjóðaflugvell- inum í Sómalíu, þaðan sem vélin tók á loft, og er hann sagður hafa skipu- lagt hryðjuverkið. Þeir eru báðir sagðir tengjast samtökunum al- Shebab, en þau hafa tengsl við hin alræmdu vígasamtök al-Qaeda. Sprengjan falin í fartölvu Fréttaveita AFP greinir frá því að tilræðismaðurinn hafi falið sprengi- efni inni í fartölvu og sprengt sig í loft upp skömmu eftir flugtak. Við það kom gat á hægri hlið þotunnar, þar sem vængurinn tengist skrokkn- um og var vélinni nauðlent skömmu síðar án vandræða. khj@mbl.is Ljósmynd/Af Twitter Sprenging Gat kom á þotuna. Dæmdir fyrir til- ræði í vél  Tveir fengu í gær lífstíðardóma

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.