Morgunblaðið - 31.05.2016, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 31.05.2016, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2016 Fyrirtæki og verslanir Sumarleikföng í úrvali www.danco.is Heildsöludreifing 45 cm boltar Flottir á trampólín Boltar Kútar Sápukúlur Vatnsbyssur Fötur YooHoo GRILL Jón Agnar Ólason jonagnar@mbl.is „Það þarf alls ekki að gefa neinn afslátt af fagmennsku við grillið þótt lagt sé upp í langferð,“ segir Sölvi Snær sem nýverið tók við starfi sínu hjá Ellingsen. „Við eigum hér til einkar handhæg ferðagrill sem ein- faldlega má brjóta saman og bera á milli staða eins og ferðatösku. Það verður eiginlega ekki þægilegra,“ bætir hann við. Matur fyrir alla samtímis Sölvi tekur fram að umrædd ferðagasgrill séu fáanleg í tveimur stærðum frá framleiðandanum Campingaz. „Þetta fyrirtæki er sér- fræðingur í ferðagasgrillum, ferða- eldavélum, prímusum og öðru sem þarf til að snara fram heitri máltíð þegar maður er fjarri heimahög- unum. Það þarf alls ekki að sætta sig við lakari möguleika á grillmat þó að maður leggi land undir fót.“ Aðspurður segir hann stærra grillið hafa grillflöt sem rúmar auð- veldlega tíu til tólf hamborgara í senn, eða sem nemur átta vænum steikum. Átta til tíu manns eiga því að geta fengið mat á disk í sömu svif- um. „Alls er flöturinn 32 sinnum 66 sentímetrar. Það ættu því allir að geta fengið að borða á sama tíma, ólíkt því sem þekktist hér í eina tíð þegar ferðagasgrill voru svo smá- gerð að vart gátu fleiri en tveir feng- ið mat á disk í einu.“ Minna grillið er svo með um það bil helmingi minni grillfleti, eða 1.050 fersentimetrar að flatarmáli. Sölvi bætir því við að þótt Camp- ingaz-grillin séu öðru fremur hugsuð fyrir ferðalagið þá kjósi margir að nota þau heima fyrir líka. „Grillunum má pakka þægilega saman og ganga svo frá þeim í geymslunni, þvottahúsinu eða ann- ars staðar og það getur komið sér vel þegar svalirnar eru litlar. Þá þarf ekki að hafa grill þar öllum stundum sem tekur dýrmætt pláss, líka þegar það er ekki í notkun.“ Grillar allan ársins hring Þegar talið berst að grillaranum Sölva Snæ og hans grillvenjum kem- ur í ljós að hann er einbeittur heilsársgrillari sem lætur veðrið ekki stöðva sig ef grillhugurinn leit- ar á annað borð á hann. Aukinheldur er hann yfirlýstur ribeye-maður. „Það er biti sem ég elska. Meyrt ribeye er toppurinn, alveg skugga- lega gott. Mest er ég í nautakjötinu en mér finnst líka fínt að grilla bæði kjúkling og hamborgara. Ég er mik- ill hamborgaramaður.“ Sölvi bætir því við að líkast til muni hann fóðra í sér ferðagrillarann ef hann bregður sér á Landsmót hestamanna sem haldið verður í sumar að Hólum í Hjaltadal. Þar verða Ellingsen auk- inheldur með sýningarbás til að kynna starfsemi og vöruframboð, nokkuð sem nýráðinn markaðs- og þróunarstjóri mun væntanlega þurfa að hafa veg og vanda af. „Svo bregð ég mér mjög reglulega ásamt fjölskyldunni í Skorradalinn en tengdafólkið mitt á þar bústað.“ Hvað fylgihlutina áhrærir verður Sölvi að hafa með sér griptöngina, sem honum finnst ómissandi áhald, spaða fyrir hamborgarana og loks bursta til að hreinsa grindina að grillun lokinni. „Þá er ég með það sem þarf til að grilla jafn-vel og ég geri heima hjá mér,“ segir hann í léttum tón. Grillað af list, að heiman sem heima  Það eru ýmsar kúnstarinnar reglur sem grillarar hafa í heiðri þegar þeir eru á heimavelli  Málið getur vandast þegar lagt er í ferðalag en svo þarf þó alls ekki að vera og grillarar geta iðkað matargerðarlist sína á ferð og flugi, segir Sölvi Snær Magnússon, markaðs- og þróunarstjóri hjá Ellingsen. Morgunblaðið/Eggert Sælkeri Sölvi Snær Magnússon, nýráðinn markaðs- og þróunarstjóri Ellingsen, er einbeittur heilsársgrillari sem lætur veðrið ekki stöðva sig ef grillhugurinn leitar á annað borð á hann. Aukinheldur er hann yfirlýstur ribeye-maður. „Það er biti sem ég elska. Meyrt ribeye er toppurinn, alveg skuggalega gott.“ Morgunblaðið/Eggert Handhægt Þegar svalirnar eru litl- ar er hagræði í því að geta pakkað grillinu saman eftir notkun. Morgunblaðið/Eggert Fylgihlutir Með grillinu þarf hver og einn sínar græjur – Sölvi nefnir grip- töng, hamborgaraspaða og bursta fyrir þrifin. Eins og Sölvi nefnir í spjallinu jafnast fátt á við góða ribeye-grillsteik í hans huga. Og þá er lag að inna hann eftir því hvaða meðlæti hann vill hafa með. „Draumamáltíðin mín er medium-grillað nauta-ribeye, ásamt bakaðri kartöflu og fersku grænmeti. Ég nota örlítið dijon-sinnep með steikinni og set svo smávegis af kryddblöndunni Chili Explosion frá Santa Maria á grænmetið. Þetta er ótrúlega einfalt og alveg hrikalega gott. Ég þarf enga sósu með kjötinu, bara örlítið af góðu dijon-sinnepi og þá er ég al- sæll. Þetta er mitt uppáhald.“ Óskamaturinn hans Sölva Snæs
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.