Morgunblaðið - 31.05.2016, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 31.05.2016, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2016 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is Fjölbreytt úrval kæli- og frystiskápa - Innbyggðir - Frístandandi - Amerískir - Vínkæliskápar Tilboðsdagar 10-25% afsláttur Undirfataverslun Glæsibæ Full búð af glæsilegum vörum frá Sendum frítt um allt land GRILL Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Ný tegund af grillum, Big Green Egg, hafa vakið verðskuldaða at- hygli íslenskra grilláhugamanna eft- ir að þau fóru að verða fáanleg hér á landi. Um er að ræða bandarísk grill sem sameina forna japanska eldunaraðferð og háþróað geimaldarefni til að skapa glænýja möguleika í grilleldamennskunni. Geimskutlukeramík Big Green Egg, Stóra græna egg- ið, er til sölu í verslun Garðheima þar sem Sigurður B. Gíslason er rekstrarstjóri: „Grillið er gert úr mjög sérstöku keramíkefni sem var þróað fyrir hitavarnarhjúpinn utan á geimskutlum NASA. Keramíkið gef- ur grillinu þann eiginleika að geta haldið mjög jöfnu hitastigi inni í egg- inu. Bæði má elda hægt, við lágan en stöðugan hita, eða ná upp miklu meiri hita en í venjulegu grilli,“ út- skýrir Sigurður. „Matreiðslumeist- arinn hjá grillskólanum okkar hefur gert tilraunir með grillið og gat hann meðal annars viðhaldið 65°C hita í grillinu í 36 klukkustundir sam- fleytt, og með sérstökum kolum gat hann farið alla leið upp í 500°C.“ Eins og nafnið gefur til kynna er Stóra græna eggið gert úr egglaga keramíkskel, með skál að neðan en loki að ofan. Neðst á skálinni er loft- op sem má stækka eða minnka. Í stað pressaðra kola eru notuð harð- viðarkol sem hvíla ofan á grind. Kolagrindin liggur í keramíkskál með götum, sem beinir hitanum jafnt upp að matnum sem situr á sjálfri grillgrindinni þar fyrir ofan. Á milli skálarinnar og grillgrind- arinnar eru lagðar gjarðir sem stýra fjarlægð matarins frá hitagjafanum. 50°C á þumal „Hitanum er stjórnað með því að minnka eða stækka loftopið í botni grillsins, og opið sem hleypir reykn- um út, efst á toppi loksins. Þum- alputtareglan er sú að ef opið að neð- an er einn þumalfingur á breidd þá gefi það 50°C hita, tveir þumalputtar 100°C og þannig koll af kolli,“ segir Sigurður. Byggir þessi hönnun á japönskum kamado-ofnum. Þeir vöktu athygli bandarískra hermanna eftir seinna stríð og bárust með þeim vestur um haf. Var það svo árið 1974 að grill- áhugamenn í Georgíuríki stofnuðu fyrirtæki utan um framleiðslu Stóra græna eggsins. Notkunarmöguleikarnir eru nær endalausir að sögn Sigurðar. „Þeir sem komast upp á lagið nota Stóra græna eggið jafnvel fyrir bakst- ur, enda svo auðvelt að halda hitanum jöfnum.“ Heimili og veitinga- staðir Garðheimar selja Stóra græna eggið í þremur stærðum. „Stærsta grillið er mjög þungt og tveggja manna tak að lyfta því, enda keramíkið svo of- boðslega massíft. Minnsta grillið er hins vegar af þeirri stærð að hentar inni á veit- ingahúsum til að elda fyrir 2–3 gesti í senn. Kemur svo lítill reykur upp af grillinu að venjulegur eldunarháfur dugar til að beina reyknum út úr eldhúsum veitingastaðanna,“ segir Sigurður en stærsta grillið kostar um 200.000 kr. „Má segja að þetta sé grill fyrir lengra komna, sem eru búnir að grilla mikið með fínu We- ber-kolagrillunum okkar en vilja prufa eitthvað meira.“ Grill fyrir lengra komna  Stóra græna eggið hefur einstaka eiginleika  Grillið má nota til að hægelda, eða ná upp gríðarlegum hita  Einnig er hægt að baka brauð í þessu grilli enda hægt að halda hitanum mjög jöfnum í langan tíma. Bræðingur Að sögn Sigurðar er sama keramík notað í Stóra græna eggið og fer utan á geimskutlur NASA. Garðheimar selja þrjár stærðir. Kríli Minnsta útgáfan af Stóra græna egginu hent- ar t.d. á veitingastaði. Massíft Stóra græna eggið byggist á fornum japönskum ofn- um en hönnunin er bandarísk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.