Morgunblaðið - 31.05.2016, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2016
✝ Magnús HelgiSveinbjörnsson
fæddist á Flögu í
Vatnsdal 25. nóv-
ember 1929. Hann
lést á Sjúkrahúsinu
á Hvammstanga 30.
apríl 2016.
Foreldrar hans
voru Friðbjörg Ís-
aksdóttir frá
Lambanesreykjum
í Fljótum, f. 25.7.
1903, d. 15.3. 1972, og Svein-
björn Þórarinn Tímóteusson frá
Brennistöðum, Borgarhreppi í
Mýrasýslu, f. 26.2. 1899, d. 26.4.
1988.
Bræður Magnúsar sam-
mæðra, Haukur, f. 11.11. 1923,
d. 21.7. 2004, og Benedikt, f.
12.12. 1939, og systkini sam-
feðra, Helga, f. 10.7. 1937, og
Pétur, f. 23.8. 1945.
Magnús kvæntist 8.9. 1955
Vilborgu Jónsdóttur, f. 14.11.
1936, d. 6.3. 2008. Þau eignuðust
sjö börn: 1) Friðbjörg Dröfn, f.
3.1. 1955, gift Birgi Jónssyni. 2)
Jón Heiðar, f. 4.10. 1956, sam-
býliskona Ása Kristín
Knútsdóttir, sonur Jóns er Jón
Frímann, barnsmóðir Jónína
Ragna Sigurbjartsdóttir. 3)
Dóttir, f. 7.4. 1959, d. 8. 4. 1959.
4) Kristín, f. 14.4. 1962, gift
Hilmari Hjartarsyni. 5) Guðrún
Birna, f. 5.4. 1963,
gift Ómari Jóns-
syni, synir þeirra
eru Brynjar Rafn
og Daníel Hafþór.
6) Sveinbjörn Æv-
ar, f. 30.3. 1965,
sambýliskona Ólína
Kristín Austfjörð,
dætur þeirra eru
Ragnheiður Rún og
Kristín Birna. Fyrir
átti Ólína Hauk og
Hörpu. 7) Aðalheiður Lilja, f.
17.7. 1969, sambýlismaður Júl-
íus Bjarki Líndal, börn þeirra
eru Haraldur Holti, Vilborg Jó-
hanna og Friðbjörg Margrét.
Fyrri eiginmaður Aðalheiðar
er Hannes Jónsson og synir
þeirra eru Magnús Ívar og Jón.
Einnig var Bjarki, f. 28.3. 1971,
alinn upp hjá Magnúsi og Vil-
borgu frá 12 ára aldri.
Magnús ólst upp á Flögu í
Vatnsdal og Hrísum í Fitjárdal.
1954 hóf Magnús búskap að
Hrísum í Fitjárdal og bjó þar
ásamt konu sinni og börnum.
1992 fluttu Magnús og Vilborg
að Norðurbraut 13 á Hvamms-
tanga og bjuggu þar til æviloka.
Magnús vann öll hefðbundin
sveitastörf auk þess að vera
landpóstur í mörg ár.
Útför Magnúsar hefur farið
fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Núna er látinn hann afi minn,
Magnús Helgi Sveinbjörnsson.
Hans verður sárt saknað. Stóran
hluta af lífi sínu var afi bóndi á
Hrísum ásamt ömmu Vilborgu
heitinni og voru þau með sauðfé,
þar að auki þá starfaði afi sem
landpóstur í Víðidal og nágrenni
eins lengi og lög leyfðu.
Einnig stundaði afi trjárækt af
miklum móð í smáreit sem afi og
amma áttu og hélt hann þeirri
skógrækt áfram svo lengi sem
heilsan leyfði.
Eins og ég þekkti afa þá sagði
hann yfirleitt ekki mikið, en það
var gaman að heyra það sem
hann sagði, þegar hann talaði um
það sem honum fannst skemmti-
legast, það er ljósmyndir og að
taka ljósmyndir af náttúrunni.
Afi vann einnig eins lengi og
heilsan leyfði.
Síðustu árin vann hann í
Sláturhúsinu á Hvammstanga í
sláturtíðinni.
Ég mun sakna Magnúsar afa
mjög mikið eins og ég saka ömmu
minnar, Vilborgar. Þau voru
bæði stór partur af mínu lífi þeg-
ar ég var barn og lengi fram á
fullorðinsár.
Ég mun ætíð minnast þeirra
fyrir það sem þau kenndu mér
um heiminn.
Ykkar barnabarn,
Jón Frímann
Jónsson.
Við kveðjum þig með einu af
þínum uppáhaldsljóðum:
Hátt uppi á heiðum
hvítir fuglar vaka.
Vængjunum stóru
veifa þeir og blaka.
Það eru álftir,
álftirnar, sem kvaka.
Handan af hafi,
heim í auðnir fjalla,
vordægrin snemma
villta hópinn kalla.
Þá er nú sungið,
sungið fyrir alla.
Hringaðir hálsar
hljóðar taka dýfur.
Árvakur skari
öldufaldinn klýfur.
- Andi guðs friðar
yfir vötnum svífur.
Margs er að minnast.
Margt er enn á seyði.
Leikur er varpinn,
- bærinn minn í eyði.
Syngja þó ennþá
svanir fram á heiði.
(Jóhannes úr Kötlum)
Takk fyrir allar góðu stundirn-
ar í Hrísum á Norðurbrautinni og
í Elliglöpinni.
Við eigum eftir að sakna þess
að skreppa í kaffi og smá spjall á
kvöldin og um helgar.
Kristin og Hilmar.
Magnús Helgi
Sveinbjörnsson
Látin er vinkona
mín, Guðrún Haf-
liðadóttir, alltaf
kölluð Dunna. Við
kynntumst við inn-
ritun í Gaggó Aust haustið 1948
og urðu þetta skemmtileg þrjú ár
hjá okkur unglingunum við lær-
dóminn, skíðaferðir og dansæf-
ingar í skólanum og einnig fóru
mörg á restrasjón á sunnudags-
eftirmiðdögum í Oddfellow við
Tjörnina. Svo fór að koma að al-
vöru lífsins eftir þetta. Unga fólk-
ið fór að finna sér maka og giftast
en þá kynntust Dunna og Rúnar
Guðbjartsson, skólabróðir okkar,
Guðrún Þóra
Hafliðadóttir
✝ Guðrún ÞóraHafliðadóttir
fæddist 6. júlí 1934.
Hún lést 11. maí
2016.
Útför hennar fór
fram 20. maí 2016.
en hann stefndi á
flugið, sem varð síð-
an hans ævistarf.
Þau eignuðust fyrst
dóttur sína og síðan
þrjá syni, en misstu
næstyngsta son sinn
í fjallgöngu í Hi-
malaja-fjöllum, en
hann fannst aldrei.
Þetta varð þeim öll-
um og vinum einnig
mikið áfall. Nú fór
að líða á elliárin en við Dunna
vorum alltaf sömu góðu vinkon-
urnar og áttum hvor aðra en
henni hélt áfram að hraka og
smám saman hætti hún að þekkja
nokkra manneskju. Rúnar var
henni afskaplega skilningsgóður
og hlýr vinur og hann fær bestu
þakkir fyrir það.
Guð blessi ykkur og styðji þau
sem eftir eru í fjölskyldunni.
Magnea Kolbrún Leósdóttir.
Valgerður Krist-
ín eru tvö stór nöfn
og hún Vala mín bar
þau með sóma.
Frá því ég sá hana fyrst fannst
mér hún einstök. Einhvern veg-
inn hafði ég hugsað mér land-
námskonurnar svona. Það fylgdi
henni viss reisn, alltaf svo traust
og vönduð. Það var happ að fá
hana inn í fjölskylduna. Nú er
lokið langri veikindabaráttu sem
Valgerður Kristín
Sigurðardóttir
✝ ValgerðurKristín Sigurð-
ardóttir fæddist 28.
apríl 1956. Hún lést
13. maí 2016.
Útför Valgerðar
fór fram 24. maí
2016.
Vala háði af miklu
æðruleysi. Hún lét
ekkert stöðva sig,
ferðaðist og tók þátt
í lífinu þegar góðar
stundir gáfust.
Safnaði dýrmætum
samverustundum
með sinni fjölskyldu
sem þau geta yljað
sér við í minning-
unni.
Kæri frændi og
fjölskylda, þeir sem eiga mikið
missa líka mikið. Þið hafið stutt
hvert annað í þessari löngu bar-
áttu og það veit ég að þið gerið
áfram. Vel hefur verið tekið á
móti Völu af foreldrum og barna-
barni sem fylgja henni nú um
Sumarlandið. Hafðu þökk fyrir
samfylgdina. Megi Guð gefa ykk-
ur styrk.
Minning þín er mér ei gleymd;
mína sál þú gladdir;
innst í hjarta hún er geymd,
þú heilsaðir mér og kvaddir.
(Káinn)
Halldóra Guðmundsdóttir
(Dóra) og fjölskylda.
Við kveðjum nú okkar kæru
vinkonu sem hefur verið svo stór
hluti af okkar lífi í tugi ára. Upp í
hugann koma minningar um
mikla kjarnakonu. Vináttan og
samkenndin þróaðist með árun-
um eftir því sem aðstæður okkar
breyttust. Í byrjun voru það
skemmtiferðir sem farnar voru í
náttúru Íslands og það þurfti að
skipuleggja og þar var Vala alltaf
fremst í flokki.
Hún var mikil útivistarkona og
sá til þess að við hefðum rétta
fatnaðinn með. Hún lagði á ráðin
um sameiginlegt nesti og hver
ætti að gera hvað. Við gátum svo
hlegið alveg endalaust að því að í
allri skipulagningunni hafði for-
inginn Vala gleymt að taka pyls-
urnar með en það var hennar
hlutverk.
Eftir að við stofnuðum fjöl-
skyldur voru saumaklúbbar látn-
ir duga og eitt og eitt afmæli. Við
vorum afskaplega misduglegar
við hannyrðirnar en Vala var þar
afkastamest og oft göptum við af
aðdáun yfir fallegri og flottri
vinnu og alltaf var hún að gefa.
Það voru ótal margir sem þurftu
á gjöf að halda, frændur, frænkur
og vinir sem Vala vildi gleðja og
þannig var hún til hinsta dags.
Það kom fyrir að við föndruðum
jólaföndur undir handleiðslu Völu
og oft tókst okkur vel upp en
stundum varð það eitthvað sem
við gátum hlegið að í nokkur ár.
Þegar börnin okkar voru komin
vel á legg gátum við farið að halda
árshátíðir saumaklúbbsins með
mökum og þá var nú gaman. Mat-
arveislur með þema voru málið
og stundum farið á veitingahús.
Undirbúningur var nú orðinn
frekar laus í reipum en alltaf
tókst okkur að gera flottar og vel
heppnaðar veislur og mikið var
hlegið. Eina ferð fórum við sam-
an til útlanda og skemmtum okk-
ar konunglega.
Nú sitjum við hnípnar vinkon-
ur í sorg. Minningin lifir um góða
vinkonu sem var okkur mjög
hjartfólgin. Þegar sorgin hefur
fengið sinn tíma mun gleðin taka
við og í huga okkar mun Vala
vera með okkur áfram í þeirri
gleði og kannski hafa áhrif á
skipulagið, hver veit?
Við sendum Pálmari, Sigga,
Sirrí og Ingvari ásamt mökum og
litlu augasteinunum Völu, Kára
Steini og Katrínu Völu, okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Saumósystur,
Ágústa, Dóra, Heiða
og Margrét.
Geiri var að eðl-
isfari frekar fáskipt-
inn, í rauninni
þekkti ég hann lítið
en þó var eins og allir Eyjamenn
hefðu þekkt hann. Norðurgarður
var um það bil hálfa leið úr bæn-
um og suður í Stórhöfða. For-
eldrar Geira ráku smá kúabú-
skap, það kom því í hlut Geira að
annast búskapinn með foreldrum
sínum. Hann gegndi því hlutverki
að færa mjólkina til viðskiptavina
í bænum. Hann notaðist við
kerru með reiðhjólafelgum. Það
var hrein unun að sjá hann með
þessa kerru.
Hann var svo léttur í spori og
fjaðurmagnaður í göngu og hrað-
gengur. Ég tel að fáir mundu
hafa haft við honum á göngunni.
Sigurgeir
Kristinsson
✝ SigurgeirKristinsson
fæddist 6. desem-
ber 1935. Hann lést
18. febrúar 2016.
Útför Sigurgeirs
fór fram 27. febr-
úar 2016.
Það hefði mátt
hugsa sér hann í
ýmsum íþróttum
fyrir það eitt hvað
fjaðurmagnaður og
léttur hann var á
göngunni. Fyrir
gosið í Eyjum vann
hann við kúabúið í
Dölum sem bærinn
stofnaði vegna þess
hve erfitt var um
mjólk á þeim árum.
Í gosinu lenti hann í kúabúi að
Breiðabólstað í Ölfusi. Þar hitti
ég Geira er ég var við málning-
arvinnu og tók hann mér fagn-
andi. Þaðan fór hann í Þorláks-
höfn og var þar í skjóli hjónanna
Laufeyjar og Heimis, sem áður
hefur verið getið um í minning-
argreinum um Geira. Hann lét
sig ekki vanta á bryggjuna þegar
Herjólfur lagði að. Þá tók hann
gjarnan fangalínuna frá Herjólfi.
Ég hitti hann nokkrum sinnum
og átti þá ætíð gott samtal við
hann. Blessuð veri minning Geira
í Norðurgarði.
Gísli Brynjólfsson, málari.
Antík
Antíkhúsgögn og munir í úrvali.
Skoðið heimasíðuna.
Erum á Facebook.
Opið frá kl. 10 til 18 virka daga.
Þórunnartúni 6,
sími 553 0755 – antiksalan.is
Dýrahald
Maltese hvolpar til sölu
3 maltese-rakkar, fæddir 08.04.2016
til sölu. Verða tilbúnir til afhendingar
17. júní 2016. Þeir verða með ættbók
frá HRFÍ, bólusettir, heilsuskoðaðir,
tryggðir hjá VÍS, örmerktir. Startpakki
fylgir einnig með. Fleiri upplýsingar
má fá í síma 8464221 eða e-mail
laudia92@hotmail.com
Hljóðfæri
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Iðnaðarmenn
Bílar
Toyota yaris árg. 2002. Ekinn
173 þús. skoðaður 2017. Verð:
550.000. Uppl.í síma 698-1844.
Húsviðhald
Slípa ryð af
þökum, ryðbletta
og tek að mér ýmis
verk.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Smáauglýsingar
Þjónustu-
auglýsingar
Þarft þú að koma fyrirtækinu
þínu á framfæri
Hafðu samband í síma
569 1100 eða á
augl@mbl.is
og fáðu tilboð