Morgunblaðið - 31.05.2016, Page 53
DÆGRADVÖL 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2016
Fyrir helgina heilsaði IngólfurÓmar leirverjum með því að sér
hefði dottið í hug að setja inn hesta-
vísur aðeins svona til að breyta til og
kallaði þær „Blesa“:
Hnarreistur um frónið fer
funar glóð í æðum.
Býsna slyngur Blesi er
búinn snilldar gæðum.
Gæddur hreysti harður er
hefur stál í taugum.
Afar skarpar brúnir ber
blikar fjör í augum.
Og um hryssuna Kolku frá Kolku-
ósi:
Traðir sléttar töltir nett
tiginn þokka ber ’ún,
Oft er sprett úr spori létt
spræk á brokki er ’ún.
Á sunnudagsmorgni skrifaði síðan
Páll Imsland í Leirinn: „Eins og al-
þjóð veit hef ég unnið hörðum huga
og höndum að vexti og viðgangi
sjaldgæfra lita og litmynstra í ís-
lenska hrossastofninum. Í því augna-
miði hef ég haldið hross til rækt-
unar. Nú vildi svo til síðla vetrar að
ég missti tvær hryssur, sína í hvoru
amtinu. Var önnur á fimmta vetri
móbrún arfhrein slettuskjótt og fyl-
full við fölum fola, en hin á sjötta
vetri fífilbleik stjörnótt og litförótt
og gekk að auki með vindóttar erfð-
ir ósýnilegar, glæsigripur á leið í
framhald tamningar.
Eins og við er að búast setti að
mér harma við þetta og hefur mér
nú farið líkt og forföður mínum,
þverum og þrjóskum, Agli Skalla-
grímssyni, að ég hef reynt að yrkja
mig frá sorginni. Það hefur að
nokkru leyti tekist, hvernig sem
gæði skáldskaparins dæmast. Þeir
verða að missa sem eiga, hinir geta
það ekki. Og fer hér á eftir mitt
Meratorrek:“
Átti’ ég hryssu harla góða’ í holdum fínum.
Heytuggur í hægðum sínum
hámaði’ í sig grænum, fínum.
Til snjóa’ og vinda dag einn dró nú dægr-
um saman.
Fennti’ í kaf og hvarf þá daman.
Karli fannst það ekki gaman.
Önnur gekk með fyl og fannst mér frekar
vaxa.
Sá ég þar í framtíð Faxa
fagran klár og góðan lagsa.
Dauð lá merin svo einn morgun mér til
ama.
Þar með varð af frægð og frama
folatetur. Mér ei sama.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Af Blesa, Kolku og lit-
mynstrum í hrossum
Í klípu
„VERTU RÓLEG – EKKI VERÐA BUNDIN
OF MIKLUM TILFINNINGABÖNDUM ÞVÍ
ÞANNIG MEIÐIST ENGINN.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG VEIT AÐ ÞETTA TEKUR MIG LANGAN TÍMA,
EN ÉG ER AÐ REYNA AÐ STEIKJA HANDA ÞÉR
EGG OG SKURNIN ER ALLTAF AÐ BROTNA.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... einhver sem tikkar
í öll boxin þín.
ÉG HEF
SÉÐ ALLT
EF ÞAÐ ER Á
LOFTINU
HVAÐ VILTU
GERA Í DAG?
AF HVERJU
TRÖÐKUM VIÐ EKKI
YFIR EVRÓPU?
ÉG ER Í
MJÖG SLÆMU
FORMI
GÆTUM VIÐ EKKI BARA
GENGIÐ YFIR HANA?
Því að hjá þér er uppspretta lífsins, í
þínu ljósi sjáum vér ljós.
(Sálm 36:10)
Hvað segirðu? Viltu ekki eigagóðan dag?“ sagði af-
greiðslumaðurinn í sjoppunni og
starði í forundran á Víkverja.
Góðan dag? spurði Víkverji
hvumsa. Sagðirðu ekki: Viltu afrit-
ið?
„Nei, ég sagði: Eigðu góðan
dag!“ svaraði afgreiðslumaðurinn.
Jú, auðvitað, sagði Víkverji og
skellti upp úr. Auðvitað vil ég eiga
góðan dag. Helst frábæran, dásam-
legan og stórkostlegan. Þakka þér
kærlega fyrir.
Afgreiðslumaðurinn sýndi lítil
viðbrögð; var bersýnilega ennþá
brugðið. Ugglaust í fyrsta skipti
sem viðskiptavinur tekur svona illa
í kveðju hans.
x x x
Víkverji lifir æsilegu lífi. Ídraumum sínum. Þá er hann
bæði að tala um dagdrauma og þó
einkum náttdrauma.
Fyrir skemmstu var hann per-
sóna í glæpasögu eftir óþekktan ís-
lenskan höfund. Fannst sagan í
fyrstu vera eftir Arnald en fljótt
kom í ljós að það gat ekki passað.
Stíllinn var annar. Í sögu þessari
var Víkverji, sem þó var ekki Vík-
verji, á hröðum flótta undan
ónefndum íslenskum bókasafnara.
Víkverji kom manninum ekki fyrir
sig og sá hann raunar aldrei en
hann var ofboðslega vel haldinn af
bókum. Þær voru upp um alla
veggi á heimili hans. Ekki kom
fram hvers vegna Víkverji var þar
staddur.
x x x
Víkverji var á flótta, mögulegavar sjálft lífið í húfi, og eini
maðurinn sem gat hjálpað honum
var frá Bandaríkjunum, Skip Tuola
að nafni. Á honum vissi Víkverji
engin deili eða hvernig hann ætti
að komast í samband við hann.
Þegar Víkverji hrökk upp með
andfælum um morguninn hafði
hann ekki fundið Skip Tuola en
sem betur fer hafði bókasafnarinn
ekki náð í skottið á honum heldur.
x x x
Víkverji hefur reynt að gúglaSkip Tuola og svo virðist sem
hann sé ekki til. Alltént ekki í þess-
um heimi. víkverji@mbl.is
VíkverjiStjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Mundu að það er hægt að lyfta sér
upp án þess að kosta miklu til. Rökræður
um trúmál og stjórnmál taka sig upp að
nýju og nú ríður á að vera staðfastur.
20. apríl - 20. maí
Naut Það eru oft einföldustu hlutirnir sem
veita manni mesta gleði. Ef einhver vill
slást um molana á gólfinu er best að vera
stórlyndur og leyfa viðkomandi að vinna.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Ræddu um vonir þínar og
drauma við nákominn vin. Einhver gerir at-
hugasemd við atferli þitt. Líttu á þetta
sem hrós og þakklætisvott en haltu þínu
striki.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Þú ert hugsi yfir því hvað þú hefur
verið undir miklu álagi. Farðu varlega.
Hlúðu líka að sjálfum þér og innri friði.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það ætti ekki að vefjast fyrir þér að
ráða fram úr málum þessa dagana. Það
gæti verið að núverandi orrusta virðist erf-
ið en sigurinn er alltaf sætari ef þú þarft
að hafa fyrir honum.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Ef þú veist ekki hvað þú ert að gera
skaltu bara giska. Dagurinn er kjörinn til
samningaviðræðna og undirritunar.
23. sept. - 22. okt.
Vog Dagurinn er fullur af gullnum stund-
um, sem renna þér úr greipum. Ekki hafa
áhyggjur, til að mynda af maka, stjórn-
endum eða foreldrum.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Notaðu daginn til þess að
meta eiginfjárstöðuna, hann er frábær til
þess. Taktu höndum saman við aðra til að
vinna að þessu málefni.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Eitthvað sem þú hefur treyst á
verður ekki og það veldur þér miklum von-
brigðum. Leggðu áherslu á jákvætt hug-
arfar. Kannski hefur þú of margar langanir
sem yfirgnæfa hver aðra.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þú finnur fyrir gremju því for-
eldrar, kennarar, yfirmenn og fyrirmenni af
einhverju tagi leggja stein í götu þína.
Honum fellur dótið sitt vel í geð.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú þarft að sýna fjölskyldu
þinni sérstaka þolinmæði í dag. Leitaðu
hjálpar eða hafðu samband við sérfræðing
svo hlutirnir séu rétt gerðir strax.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er betra að sitja uppi með of
mikið af upplýsingum en of lítið. Reyndu
ekki að brjótast inn í þær lendur hugans.
HAMPFRÆ OG HAMPOLÍA
HAMPFRÆ ERU EIN NÆRINGARRÍKASTA FÆÐA SEM UM
GETUROG SÉRLEGA GÓÐUPPSPRETTA AUÐMELTANLEGRA
PRÓTEINA. ÞAU ERU MJÖG RÍK AF LÍFSNAUÐSYNLEGUM
OMEGA FITUSÝRUM 3, 6 & 9 OGTREFJUM.
ÞAU ERU EINNIG RÍK AF STEINEFNUM EINS OGMAGNESÍUM,
JÁRNI, SINKI OG KALÍUM.
HAMPFRÆERUUPPLÖGÐÚTÁHAFRAGRAUTA, CHIAGRAUTA,
SALÖT, Í HRISTINGA OG EFTIRRÉTTI.
HAMPOLÍA ER UNDRAEFNI FYRIR HÚÐINA, HÚÐÞURRKOG
OF FEITA HÚÐ. 1-2 MATSKEIÐAR DAGLEGA.