Morgunblaðið - 31.05.2016, Qupperneq 54
54 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2016
Fákafeni 9 | 108 Reykjavík | Sími 553 7060 | Opið mánud.-föstud. 11-18 og laugard. 11-16
www.facebook.com/gaborserverslun
Dömuskór
í úrvali
Gæði & glæsileiki
Selhella 13 | 221 Hafnarfjörður | Sími 564 1400 | kerfi@kerfi.is | kerfi.is
Fagleg & persónuleg þjónusta
Dæmi:
KOMO
Frábær kaffivél í
móttökuna
3.900,- án VSK
Þjónusta- & leigugjald á mán.
Drykkjarlausnir fyrir þitt fyrirtæki
Hagkvæmara en þú heldur!
Enska hljómsveitin Simply Red
heldur tónleika í kvöld kl. 20 í
Laugardalshöll en hún hélt tónleika
hér á landi fyrir 30 árum og þá
einnig í höllinni. Kom hún þá fram
með vinsælum hljómsveitum á þeim
tíma: Fine Young Cannibals, Lloyd
Cole and the Commotions og Mad-
ness. Simply Red hafði þá nýverið
gefið út sína fyrstu breiðskífu, Pict-
ure Book, sem naut mikilla vin-
sælda hér á landi sem víðar.
Simply Red hefur selt yfir 60
milljónir platna og mun hún flytja
vinsælustu lög sín á tónleikunum.
Fyrir sveitinni fer sem fyrr söngv-
arinn Mick Hucknall og meðal laga
sem búast má við á efnisskránni eru
smellirnir „If You Don’t Know Me
By Now“, „Money’s Too Tight (To
Mention)“, „Something Got Me
Started“ og „Holding Back The Ye-
ars“. Miðasala fer fram á vefnum
midi.is.
Simply Red Hljómsveitin leikur í Laugardalshöll í kvöld en þar lék hún síð-
ast 16. júní 1986 og voru tónleikarnir á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík.
Simply Red snýr aftur
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
„Ljóðið er einstakt eitt og sér og
engu við það að bæta. Þetta var
því erfitt og krefjandi verkefni að
takast á við,“ segir Kristín Þóra
Haraldsdóttir tónlistarkona, en
tónlistarhópurinn Umbra flytur
nýtt tónleikhúsverk eftir Kristínu,
byggt á ljóðabálki Gerðar Kristn-
ýjar, Blóðhófni, í sviðsetningu
Sögu Sigurðardóttur í Tjarnarbíói
á morgun kl. 20.30.
Gerður Kristný hlaut Íslensku
bókmenntaverðlaunin í flokki
skáldverka árið 2010 fyrir verkið
og það hefur verið þýtt á fjölda
tungumála en Gerður Kristný
vakti strax mikla athygli með
fyrstu ljóðabók sinni, Ísfrétt, og
hefur hlotið margs konar viður-
kenningar fyrir ljóð sín, nú síðast
Ljóðstaf Jóns úr Vör og Ljóða-
verðlaun Guðmundar Böðvars-
sonar.
Dökku hliðar veruleikans
Blóðhófnir byggist á hinum
fornu Skírnismálum sem eru eitt af
eddukvæðum sem finna má í Kon-
ungsbók en hún er talin vera frá
árinu 1270.
„Gerður Kristný, ólíkt höfundi
Skírnismála, segir söguna frá
kvenlægu sjónarhorni jötunmeyj-
arinnar Gerðar Gymisdóttur. Verk-
ið er því ádeila á viðhorf fyrri tíma
en á allt eins við í okkar nútíma-
samfélagi,“ segir Kristín en í
Skírnismálum er Gerður numin á
brot úr Jötunheimum til Goðheima
af Skírni, skósveini goðsins Freys.
Verkið fellur vel að áherslum
Umbru, sem vinnur m.a. með
dekkri hliðar mannlegrar tilveru
og hinn gamla tónlistararf að sögn
Kristínar.
„Þetta er náttúrlega svo einstakt
verk að það er erfitt að bæta það
að nokkru ráði en það fellur vel að
Umbru sem vinnur nokkuð með
tónlist frá miðöldum og eins þjóð-
lagatónlist en einnig rauntónlist og
samtímatónlist.“
Forn nálgun Skírnismála og nú-
tímatök Gerðar í Blóðhófni falla
því einstaklega vel að tónlistar-
hópnum Umbru.
Þekkti vel til verksins
Aðspurð hvernig verkið og sam-
starfið við Umbru kom til segir
Kristín stelpurnar í Umbru hafa
leitað til sín að semja verk úr þess-
um ljóðaflokki.
„Ég var búin að kynna mér
Blóðhófni vel áður og þekkti til
verka Gerðar þegar stelpurnar í
Umbru komu að máli við mig.
Umbra er spennandi hópur og auk
þess að vinna að þessu einstaka
verki fengu þær mig til liðs við sig
sem víóluleikara.“
Umbra notar upprunahljóðfæri
og raddir í tónlistarflutningi sínum
en sýn hópsins felst m.a. í að
skapa nána stemningu á tónleikum,
ná til nýrra áhorfenda, kanna ný
rými og vinna markvisst með þann
hljóðheim sem hlýst af samsetn-
ingu hljóðfæranna og söngs.
„Við notum gömul hljóðfæri eins
og keltneska hörpu, barokkfiðlu og
barokkvíólu og að sjálfsögðu söng-
inn en Lilja Dögg Gunnarsdóttir
söngkona hefur mjög fallega rödd
sem við nýtum okkur á einstakan
hátt í verkinu.“
Tónleikhúsverk
Beðin um að skilgreina verkið
segir Kristín það ekki svo auðvelt
enda blanda tóna og hreyfinga.
Hún þvertekur þó fyrir að hér sé
um dansverk að ræða.
„Þetta er hvort tveggja í senn
tilbúið verk og spuni og hreyfing.
Saga Sigurðardóttir hefur t.d. ver-
ið okkur innan handar að túlka
hreyfinguna. Til að skilgreina
þetta á einhvern hátt myndi ég
kalla þetta tónleikhúsverk.“
Kristín tekur einnig sérstaklega
fram að í verki Umbru er lögð
áhersla á næturnar níu sem Gerð-
ur Gymisdóttir dregur að fara til
goðheima.
„Í Blóðhófni dregur Gerður
Kristný fram þessar níu nætur
sem ekki er minnst á í Skírnis-
málum en á þeim tíma kveður
Gerður Gymisdóttir landið sitt og
móður og við leggjum áherslu á
það í verkinu.“
Kveður í níu nætur
Ljósmynd/Helga Björg Gylfadóttir
Tónverk Tónlistarkonurnar í Umbru segja sögu jötunmeyjarinnar Gerðar
Gymisdóttur í tónleikhúsverki sínu á Listahátíð í Reykjavík á morgun.
Tónlistarhópurinn Umbra flytur verk úr ljóðabálki Gerð-
ar Kristnýjar, Blóðhófni, á Listahátíð í Reykjavík á morgun
Warcraft Ný Ný
X-Men Apocalypse 1 2
Angry Birds The Movie 2 3
Alice Through the Looking Glass Ný Ný
Bad neighbours 2 Sorority rising 5 4
Mother's Day 2016 6 3
Captain America: Civil War 4 5
The Jungle Book 7 7
Keanu 3 2
Zootropolis 9 14
Bíólistinn 27.–29. maí 2016
Nr.
Var
síðast
Vikur
á listaKvikmynd
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
Kvikmyndin Warcraft, sem byggð
er á samnefndum tölvuleikjum sem
eru einhverjir þeir vinsælustu í
sögu tölvuleikja, skilaði mestum
miðasölutekjum af þeim kvikmynd-
um sem sýndar voru um helgina í
bíóhúsum landsins. Um 3.800
manns sáu myndina og voru miða-
sölutekjur tæpar 5,4 milljónir
króna. Teiknimyndin um reiðu
fuglana, Angry Birds: The Movie,
sem einnig er byggð á tölvuleik, var
sú þriðja tekjuhæsta en næst-
tekjuhæst var ofurhetjumyndin X-
Men: Apocalypse sem skilaði tæp-
um þremur millj. kr. í miðasölu.
Bíóaðsókn helgarinnar
3.800 sáu Warcraft
Úr Warcraft Orkar og menn berjast
í vinsælustu mynd síðustu helgar.