Morgunblaðið - 31.05.2016, Síða 55
MENNING 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 31. MAÍ 2016
5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is
Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)
Lau 4/6 kl. 19:30 78.sýn Lau 11/6 kl. 15:00 aukasýn
Sun 5/6 kl. 19:30 79.sýn Lau 11/6 kl. 19:30 Lokasýn
Sýningum lýkur í vor!
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 1/6 kl. 19:30
Ný sýning í hverri viku - Ekkert ákveðið fyrirfram!
Mugison (Kassinn)
Fim 2/6 kl. 20:30 Fös 10/6 kl. 20:30 Sun 19/6 kl. 20:30
Fös 3/6 kl. 20:30 Sun 12/6 kl. 20:30 Fim 23/6 kl. 20:30
Lau 4/6 kl. 20:30 Fim 16/6 kl. 20:30 Fös 24/6 kl. 20:30
Sun 5/6 kl. 20:30 Fös 17/6 kl. 20:30 Lau 25/6 kl. 20:30
Fim 9/6 kl. 20:30 Lau 18/6 kl. 20:30 Sun 26/6 kl. 20:30
Miðasala á mugison.com
Play (Stóra sviðið)
Þri 31/5 kl. 19:30
Listahátíð í Reykjavík
Ekkert að óttast (Kassinn)
Lau 4/6 kl. 19:30
Áhugaleiksýning ársins!
DAVID FARR
MAMMA MIA – „Stórkostlegt“ HA Kastljós.
AUGLÝSING ÁRSINS – ★★★★ – M.G. Fbl.
MAMMA MIA! (Stóra sviðið)
Þri 31/5 kl. 20:00 Sun 12/6 kl. 20:00 Fös 9/9 kl. 20:00
Mið 1/6 kl. 20:00 Mið 15/6 kl. 20:00 Lau 10/9 kl. 20:00
Fim 2/6 kl. 20:00 Fim 16/6 kl. 20:00 Sun 11/9 kl. 20:00
Fös 3/6 kl. 20:00 Lau 18/6 kl. 20:00 Fös 16/9 kl. 20:00
Lau 4/6 kl. 20:00 Sun 19/6 kl. 20:00 Lau 17/9 kl. 20:00
Sun 5/6 kl. 20:00 Þri 21/6 kl. 20:00 Sun 18/9 kl. 20:00
Þri 7/6 kl. 20:00 Mið 22/6 kl. 20:00 Fös 23/9 kl. 20:00
Mið 8/6 kl. 20:00 Fim 23/6 kl. 20:00 Lau 24/9 kl. 20:00
Fim 9/6 kl. 20:00 Fös 24/6 kl. 20:00 Sun 25/9 kl. 20:00
Fös 10/6 kl. 20:00 Lau 25/6 kl. 20:00
Lau 11/6 kl. 20:00 Sun 26/6 kl. 20:00
Uppselt út leikárið! Sýningar haustsins komnar í sölu.
Njála (Stóra sviðið)
Fim 29/9 kl. 20:00 Mið 5/10 kl. 20:00 Mið 12/10 kl. 20:00
Kona virðist sitja nakin áhækjum sér á háu borði,grafkyrr. Höfuðið erbeygt fram, hulið hári
sem nær næstum niður á gólf.
Andspænis henni í annars tómleg-
um salnum stendur stór, opinn
glerskápur en inni í honum liggja
torkennilega samofnir skrokkar
tveir af hrossum. Óhugnaður læð-
ist að áhorfandanum sem laðast
engu að síður að sérstæðri fegurð
þessara umkomulausra skúlptúra.
Um er að ræða sýningu belgíska
myndhöggvarans Berlinde De Bru-
yckere í sal 1 í Listasafni Íslands
og jafnframt viðburð á Listahátíð í
ár.
Sýning De Bruyckere virðist
vitnisburður um að eitthvað skelfi-
legt hafi átt sér stað. Konan reyn-
ist vera sköpuð úr vaxi og ber heit-
ið Inge. Þegar nánar er að gáð
virðist vanta á hana handleggina,
auk þess sem hárið reynist af
hrossi og er það er saumað gróf-
lega á hálsinn. Líkami Inge er
nosturslega útfærður ekki síður en
annar vaxlíkami sem leynist á vegg
þar hjá, á bak við tréplötu. Þar er
afmyndað og höfuðlaust lík karl-
manns. Bláleit slikja leikur um
glæra húðina og það sést móta fyr-
ir undirlagi beina og vefja. Hand-
leggur virðist holur að innan og
það á að hluta til einnig við um-
glansandi, dökkleita hami hross-
anna í skápnum sem hjúpast þann-
ig draugalegum blæ. Sýningin
kveikir hugsanir um pyntingar,
limlestingar, morð. Myrkir afkimar
mannshugans og hvers kyns stríðs-
hörmungar höggva óþægilega
nærri safngestinum.
Annarleika sýningarinnar má
jafnframt rekja til harmþrungins
yfirbragðs sem er öðrum þræði
ljóðrænt og malerískt. Húðin er
einnig umfang sálarinnar. Þetta
undirstrika teikningar listamanns-
ins og vatnslitaverk sem sýnd eru
á veggjum salarins en þar sjást
ógreinilegar verur, sem virðast
hverfa inn í eigin líkama, stundum
í erótískum samruna. Andrúmsloft
fortíðar og fagurfræði ákveðinna
safna – með uppstoppuðum dýrum
í sýningarskápum og stöplum, lík-
amshlutum og fóstrum í formalín-
krukkum, upphengdum beina-
grindum og vaxmyndabrúðum –
svífur yfir vötnum. Og ekki er
laust við að skúlptúrarnir leiði
hugann að vísindaskáldskap ýmis
konar og persónum í bókmenntum
og kvikmyndum. Verk De Bruyc-
kere kallast einnig á við heim lista-
safna og meistaraverk frá tímum
endurreisnar og barokks – en einn-
ig verk ýmissa listamanna 20. ald-
ar sem fengist hafa við sálrænan
óhugnað og mannslíkamann í af-
bakaðri mynd. Slík verk hafa túlk-
að stríðsþjáningar og firringu, sem
og persónuleg átök. Fagurfræðileg
framsetning verka De Bruyckere
orka líkamlega og sálrænt sterkt á
áhorfandann – en styrkur áleitinna
verkanna felst ekki síst í þeim
mörgu skírskotunum sem þau
geyma til sögu og samtíðar.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Draugalegt Dökkleitir hamir hrossa í skáp hjúpast draugalegum blæ í
verkinu „Aan-één“ eftir De Bruyckere sem er frá árinu 2009.
Húð við húð
Listasafn Íslands
Berlinde De Bruyckere
bbbbn
Viðburður á Listahátíð í Reykjavík 2016.
Til 4. september 2016. Opið þri.-su. kl.
11-17. Aðgangur kr. 1.500. 67 ára og
eldri, öryrkjar, námsmenn, hópar 10+ kr.
750. Yngri en 18 ára: ókeypis.
ANNA JÓA
MYNDLIST
„Sýningin gekk mjög vel og miklar
umræður sköpuðust að henni lok-
inni,“ segir Kristín Eysteinsdóttir
borgarleikhússtjóri sem nýkomin er
heim frá Torun í Póllandi þar sem
Borgarleikhúsið sýndi uppfærslu
sína á Mávinum eftir Anton Tsékov
í leikstjórn Yönu Ross á alþjóðlegu
leiklistarhátíðinni Kontakt sem
haldin hefur verið árlega frá árinu
1991.
Ross var á hátíðinni verðlaunuð
fyrir bestu leikstjórn fyrir Mávinn,
en Illíonskviða eftir Hómer í leik-
stjórn Jernej Lorenci sem var sam-
starfsverkefni Þjóðleikhússins og
Borgarleikhússins í Ljubljana í
Slóveníu var valin besta sýning há-
tíðarinnar auk þess sem leikhóp-
urinn var valinn sá besti. Alls voru
11 sýningar sýndar á hátíðinni,
þeirra á meðal Þjóðníðingur eftir
Henrik Ibsen í leikstjórn Thomasar
Ostermeier frá Schaubühne í Berlín.
„Mávurinn hefur fengið mun fleiri
boð á hátíðir en við höfum getað
þegið,“ segir Kristín og tekur fram
að stjórnendur Borgarleikhússins
geti aðeins þegið boð ef enginn
kostnaður hljótist af fyrir leikhúsið.
„Okkar fjármagn þarf að fara í fjár-
mögnun á sýningum hérlendis og
því getum við ekki greitt með okkur
til sýningarhalds erlendis. Við höf-
um þegið boð um að sýna á stórri
hátíð í Tampere í Finnlandi í byrjun
ágúst þar sem hátíðin greiðir allan
kostnað og auk þess erum við þessa
dagana í viðræðum um að sýna á
stórri hátíð í Kína að ári.“
Kristín hefur ráðið Ross til að
leikstýra Sölku Völku eftir Halldór
Laxness sem frumsýnd verður 30.
desember nk. „Verkefnavalsnefnd
leikhússins hefur lengi haft Sölku
Völku til skoðunar, en við vorum
ekki búin að finna rétta leikstjór-
ann. Ég stakk þeirri hugmynd að
Yönu að gaman væri að fá hana til
að takast á við íslenska klassík. Í
framhaldinu las hún Sölku Völku á
rússnesku og heillaðist af þessari
sögu og kom fljótt með hugmynd
að sinni nálgun á verkið sem er
vægast sagt afar spennandi,“ segir
Kristín, en Ross mun sjálf skrifa
leikgerðina í samstarfi við Sölku
Guðmundsdóttur. Þuríður Blær Jó-
hannsdóttir verður í hlutverki
Sölku Völku, Unnur Ösp Stef-
ánsdóttir leikur Sigurlínu, Hilmir
Snær Guðnason leikur Steinþór og
Hilmar Guðjónsson leikur Arnald.
„Leikhópurinn verður að mestu
skipaður sömu leikurum og voru í
Mávinum auk þess sem nokkrir ný-
ir bætast við.“
silja@mbl.is
Ross verðlaun-
uð fyrir Mávinn
Yana
Ross
Yana Ross leikstýrir Sölku Völku
hjá Borgarleikhúsinu á næsta leikári
Kristín
Eysteinsdóttir
Dansverkið Play verður sýnt á
Stóra sviði Þjóðleikhússins í kvöld
kl. 19.30 og er það á dagskrá
Listahátíðar í Reykjavík. Verkið
sömdu indverski dansarinn og
danshöfundurinn Shantala Shival-
ingappa, sem kom fram á hátíðinni
í fyrra, og marokkósk-belgíski
danshöfundurinn Sidi Larbi
Cherkaoui sem mun vera einn
þekktasti danshöfundur samtím-
ans. Shivanligappa sýndi á hátíð-
inni í fyrra kuchipudi, klassískan
indverskan dans sem sameinar lif-
andi tónlist, dans og goðsagnir og
hét það verk Akasha.
Þungamiðja Play er hugmyndin
um leikinn, hvort heldur sem er
hlutverkaleikinn sem fram fer á
leikhúsfjölunum eða þau hlutverk
sem fólk tekur sér í lífinu sjálfu, að
því er fram kemur á vef hátíð-
arinnar, listahatid.is. „Verkið segir
meðal annars sögu samskipta karls
og konu og hvað gerist þegar orku
þeirra lýstur saman. Líkt og börn
að leik setja þau upp grímur og
taka sér þannig nýtt hlutverk.
Þannig sneiða þau hjá ímynd sinni,
sleppa undan nafni sínu, ytra formi
og sögu. En það getur reynst erfitt
að flýja sjálfið og í því ferli kemur
oft fleira í ljós heldur en það sem
reynt er að fela,“ segir þar.
Verkið er sagt gáskafullt og til-
finningaþrungið, tileinkað danshöf-
undinum og frumkvöðlinum heitna
Pinu Bausch sem hvatti til sam-
starfs dansaranna tveggja.
Cherkaoui og Shivalingappa eru
leikstjórar og dansarar Play og
hljómsveit sýningarinnar skipa
Patrizia Bovi, Tsubasa Hori, Gabr-
iele Miracle og Olga Wojcie-
chowska. Sviðsmynd hannaði Filip
Peeters, búninga Lieve Meeussen
og Alexandra Gilbert, lýsing er í
höndum Adam Carrées og um
myndbandsgerð sá Paul Van Cau-
denberg.
Ljósmynd/Koen Broos
Leikur Shantala Shivalingappa og Sidi Larbi Cherkaoui stíga dans.
Hugmyndin um leikinn
Shivalingappa
dansar á Listahá-
tíð í annað sinn