Morgunblaðið - 01.06.2016, Síða 10
Morgunblaðið/RAX
Nokkrar vikur eru síðan niðurrrif
gamla Iðnaðarbankahússins í
Lækjargötu hófst. Það hýsti síðast
starfsemi Íslandsbanka en eftir að
húsið var dæmt ónýtt var ákveðið að
byggja þar að nýju og mun Íslands-
hótel reisa þar nýtt fjögurra stjörnu
hótel.
Þorkell Erlingsson, fulltrúi Ís-
landshótela, segir að verktakafyrir-
tækið Afltak sjái um niðurrifið.
„Þetta gengur hægt og rólega.
Ástæðan er sú að það þarf að byrja á
því að taka allt innan úr húsinu og
flokka það. Timburinnveggjum er
fargað sérstaklega, sem og málm-
hlutum og perum. Allt er flokkað
niður og fargað eftir kúnstarinnar
reglum,“ segir Þorkell. Að sögn hans
er enn beðið eftir leyfi til að brjóta
húsið niður með stærri vinnuvélum.
„Það tekur ekki langan tíma að
taka innan úr húsinu en við erum enn
að bíða eftir leyfi til að fá að rífa
þetta allt saman,“ segir Þorkell.
Að sögn Þorkels er búið að rann-
saka allar minjar sem fundust sunn-
an og norðan við húsið og ákveða
hvernig þær verða varðveittar. „En
húsrifið kemur því ekkert við enda
er það á öðru svæði,“ segir Þorkell.
Að sögn hans gera áætlanir ráð fyrir
því að búið verði að rífa húsið seint á
þessu ári. „Skipulagsferlið tekur
langan tíma. Þetta er vandasamt
verk.“ vidar@mbl.is
Tafsamt niðurrif
húss í Lækjargötu
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2016
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Nýr salur til farangursflokkunar
verður tekinn í gagnið á Keflavík-
urflugvelli á laugardag. Fram að því
mælist Isavia til þess að farþegar
mæti á flugvöllinn um þremur
klukkustundum fyrir flug, en meðan
á umbótunum stendur þarf að hand-
flokka allan þann farangur sem inn-
ritaður er í Leifsstöð.
Guðni Sigurðsson, upplýsinga-
fulltrúi Isavia, segir í samtali við
Morgunblaðið að flokkunargetan
muni tvöfaldast með tilkomu nýja
salarins, en með honum lengist far-
angursfæribandið úr 90 metrum í
tvö hundruð. Salurinn er þó að
mestu leyti gerður vegna nýrra
breiðþotna íslensku flugfélaganna
Icelandair og WOW air.
„Í breiðþotum er notast við far-
angursgáma, þar sem farangrinum
er komið fyrir áður en gámarnir eru
settir inn í vélarnar. Það var einfald-
lega ekki rými til að sinna því í
gamla salnum,“ segir Guðni.
Þrjú þúsund fermetra bygging
Framkvæmdir við nýja salinn hóf-
ust í nóvember á síðasta ári, aðeins
skömmu eftir að flugfélögin höfðu
tilkynnt þá ákvörðun að taka breið-
þoturnar í notkun. Nýbyggingin sem
hýsir salinn er 3.000 fermetrar að
stærð en þar af er nýi salurinn 2.100
fermetrar.
Guðni segir umferð á flugvellinum
fara sífellt vaxandi og sömuleiðis
hlutfall skiptifarþega sem eiga að-
eins leið um Leifsstöð á leið sinni úr
einni flugvél í aðra.
„Þá skiptir máli að flokkunin sé
mjög hröð, svo að farangurinn geti
farið hnökralaust yfir í næstu vél.“
Tæpur áratugur er síðan farangur
var síðast handflokkaður á vellinum,
en 4,8 milljónir farþega áttu leið um
hann á síðasta ári.
Innviðir þurfa að taka mið af
álagstímum flugfélaga
„Samt sem áður held ég að til séu
flugvellir með fjórar til fimm millj-
ónir farþega á ári, þar sem enn er
handflokkað,“ segir Guðni og bendir
á að það skýrist af ójöfnu álagi á
Keflavíkurflugvelli.
„Þar er álaginu dreift meira yfir
sólarhringinn svo það gengur alveg.
En við erum með svo stóra álags-
tíma hér á landi, þar sem Icelandair
og WOW air eru á svipuðum tíma
sólarhringsins. Allir okkar innviðir
þurfa þannig að taka mið af því.“
Flokkunarsalur fyrir
nýju breiðþoturnar
Farangur handflokkaður í fyrsta sinn í tæpan áratug
Ljósmynd/Isavia
Salurinn Framkvæmdir við nýja salinn hófust í nóvember á síðasta ári, aðeins skömmu eftir að flugfélögin höfðu til-
kynnt þá ákvörðun að taka breiðþoturnar í notkun. Handflokka þarf farangur næstu daga, eða fram að helginni.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Á næstu mánuðum á að endurmæla
og -reikna alla punkta í grunn-
stöðvaneti landmælinga á Íslandi og
er það gert til að viðhalda ná-
kvæmni í landshnitakerfinu sem af-
lagast vegna mikilla jarðskorpu-
hreyfinga hér á landi. Verkefni
þessu var formlega ýtt úr vör í gær
þegar þeir Magnús Guðmundsson,
forstjóri Landmælinga Íslands, og
Hreinn Haraldsson vegamálastjóri
settu af stað mælitæki á Valhúsa-
hæð á Seltjarnarnesi, en frá árinu
1904 hefur þar verið einn af grunn-
punktum í mælikerfi landsins. Eftir
nokkra daga ættu að vera komnar
niðurstöður úr þessari einstöku
mælingu.
Landshnitakerfið er undirstaða
stafrænnar kortagerðar, land-
fræðilegra upplýsingakerfa, vökt-
unar og verklegra framkvæmda.
„Þetta er mikilvægt verkefni og nú
er þörf á nýjum upplýsingum, því
svona mælingar höfum við ekki gert
síðan árið 2004,“ segir Magnús
Guðmundsson. Alls verða mældir á
annað hundrað mælipunktar víða
um landið og tekur GPS-mæling á
hverjum þeirra nokkra daga. Þegar
allar tölur eru komnar í hús er veg-
ið meðaltal reiknað út – og allt sett
í samhengi.
Mælingum ljúki í september
„Með þessu eigum við að sjá ná-
kvæmlega hvort land hafi sigið eða
risið eða hvort jarðflekar hafi færst
til,“ segir Magnús. Hann bætir því
við að í reglulegum mælingum
stofnunarinnar sé gott samstarf við
til dæmis tæknimenn sveitarfélaga
og Vegagerðar enda skipti ná-
kvæmar landmælingar miklu máli í
starfi þeirra. Því hafi verið vel við
hæfi að fá Hrein Haraldsson vega-
málastjóra á Valhúsahæðina.
Áætlaður kostnaður við endur-
mælingu hnitakerfisins á komandi
sumri er um 13,5 milljónir og fékkst
sérstök fjárveiting til verkefnisins á
fjárlögum. Mælingum á að ljúka í
september næstkomandi og út-
reikningum verður lokið fyrir árs-
lok.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Mælingar Hreinn Haraldsson vegamálastjóri, t.v., og Magnús Guðmunds-
son, forstjóri Landmælinga Íslands, lásu í landið á Seltjarnarnesi í gær.
Stafrænt Ísland
verður endurmælt
Hófu starfið á Valhúsahæð í gær