Morgunblaðið - 01.06.2016, Side 13

Morgunblaðið - 01.06.2016, Side 13
Ljósmynd/Getty Images rætur í bændasamfélaginu þegar fólk átti mörg börn og þurfti sífellt stærra land til að sjá fjölskyldunni farboða. Í seinni tíð hafa verktakar svo haft nokkur áhrif, sem og furðulegar reglur sem til dæmis kveða á um að þótt menn hafi tvö- faldan bílskúr verði þeir líka að byggja geymslu af tiltekinni stærð.“ Þorpari inn við beinið Guðmundur Jónas er menntað- ur leikari, leikstjóri og kvikmynda- gerðarmaður en starfar sem upp- eldis- og meðferðarfulltrúi hjá Reykjavíkurborg. Hann er sann- færður um að börn hefðu gott af að alast upp í smáhúsaþorpi, þar sem samvinna íbúanna væri í fyrirrúmi. „Það þarf heilt þorp til að ala upp barn eins og þar stendur,“ segir hann. Upp úr dúrnum kemur að hann er svolítill þorpari inn við beinið. Að minnsta kosti sér hann fyrir sér þyrpingu smáheimila þar sem allir væru vinir, boðnir og bún- ir að rétta hver öðrum hjálparhönd og byggðu og rækju í sameiningu samkomuhús; „stórt smáhús“, sundlaug og heita potta. Jafnvel túristabúð. „Einnig mætti hugsa sér að þorpið væri sjálfbært að einhverju marki, með lífræna ræktun og sitt- hvað fleira,“ heldur hann áfram og segir möguleikana óþrjótandi. Ekki þurfa allir að eiga bor Svo langt er skipulagningin þó ekki komin á teikniborði HÁS. Guð- mundur Jónas bendir á að mikið hagræði felist í að tíu til fimmtíu manns byggðu jafnmörg hús á sama tíma og ynnu saman að bygg- ingunum. „Með því móti mætti gera hagstæðari innkaup en ella, fá af- slátt og samnýta verkfæri. Það þurfa ekki allir að eiga bor.“ Þegar ýjað er að útópíu bendir Guðmundur Jónas á að þegar hann var táningur í sveit hafi jafnan tíu manns komið til aðstoðar ef einhver þurfti til dæmis að setja þakplötur á húsið sitt. „Og því ætti slíkt ekki að vera hægt núna?“ spyr hann. „HÁS hverfist um þá hugsjón að við nýtum vel úrræðin sem standa okkur mannfólkinu til boða á þess- ari síminnkandi plánetu. Við þurf- um að spara peninga og rými, hemja okkur í neyslunni og lifa í sátt við jörðina. Ég býst ekki við að settar verði stífar reglur um stærð húsanna, barnafjölskyldur þurfa væntanlega stærri hús en ein- staklingur og þeir sem vilja byggja 200 fermetra hús eru líklegri til að byggja sér hús í Garðabæ. Aðal- atriðið er að fólki líði vel á heim- ilum sínum og sé sátt í nægjusemi sinni.“ Blöskrar ástandið á leigumarkaðnum Sjálfur á Guðmundur Jónas sér draum um 60 fermetra smáheimili með vinnustofu sem jafnframt væri stofa á neðri hæðinni og svefnpláss á efri. Hann er trúlega ekki einn um að blöskra ástandið á leigu- markaðnum. Fyrir tveimur árum vann hann í grunnskólanum í Vog- um á Vatnsleysuströnd, þar sem hann leigði lítið einbýlishús og undi sér ljómandi vel. „Þar býr yndislegt fólk í frið- sælu samfélagi,“ segir hann. „Ég var búinn að búa þarna í tvö ár þegar Íbúðalánasjóður, eigandi hússins, hringdi einn fagran vordag og tilkynnti 50% hækkun á leig- unni. Ekki bauðst annað húsnæði í Vogum þannig að ég leitaði fyrir mér í Reykjavík og þótti heppinn að fá herbergi, sem þurfti að dytta heilmikið að, með sameiginlegum aðgangi að eldhúsi, þvottahúsi og baði. Leiga á lítilli íbúð í Reykjavík, sem ekki eru á hverju strái, reynd- ist hærri en hálf mánaðarlaun venjulegs manns.“ Að sögn Guðmundar Jónasar hefur fólk á öllum aldri sýnt bygg- ingu smáheimila mikinn áhuga. Meðalaldurinn sé þó líklega 30 til 40 ára. En hvernig sér hann húsin fyrir sér og hver væri hentugasti staðurinn? „Minn draumastaður væri land skammt frá Reykjavík með fjallasýn og útsýni yfir hafið. Byggingarstíllinn væri frjáls, húsin lítil og ósamstæð, ódýr í byggingu og rekstri, byggð í samræmi við óskir og þarfir íbúanna en um leið í sátt og samvinnu við stjórnvöld. Fyrsta skrefið er þó að vinna með þeim að rýmkun reglugerða og fá hjá þeim grænt ljós. Þá fyrst er grundvöllur fyrir því að útfæra hugmyndina nánar með tilliti til vilja væntanlegra íbúa,“ segir hann og bendir áhugasömum á að skrá sig í HÁS-samtökin á vefsíðunni www.smaheimili.is og fylgjast með gangi mála. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2016 www.fr.isSylvía G. Walthersdóttir Löggiltur fasteignasali Salvör Davíðsdóttir Nemi til löggildingar fasteignasala María K. Jónsdóttir Nemi til löggildingar fasteignasala FRÍTT VERÐMAT ENGAR SKULDBINDINGAR HRINGDU NÚNA 820 8081 sylvia@fr.is Sjöfn Ólafsdóttir Skrifstofa Fyrir nokkrum árum reis upp í Bandaríkjun- um hreyfing fólks, Tiny House Movement, sem kaus að búa í mjög litlum húsum og byggja þau jafnvel sjálft. Slíkum húsum hef- ur fjölgað töluvert bæði þar vestra sem og í Evrópu. Fjölmörg samfélög hafa orðið til á netinu þar sem fólk ræður ráðum sínum um útfærslu smáheimila og nýjan og fábrotnari lífsstíl. Ástæður þess að fólk kýs að búa smátt eru efalítið margar. Sumir vilja einfaldlega frekar verja peningunum sínum í annað en stórt hús, viðhald þess og alls konar glingur og innanstokksmuni sem þeir geta vel verið án. Umhverfissjónarmið eða fjárhagur ráða för hjá öðrum. Árið 1978 var meðaleinbýlishús í Bandaríkjunum 165 fermetrar, en 247 fermetrar árið 2013, þegar meðalfjölskyldan var orðin smærri. Skilgreining HÁS á smáheimili fer ekki eftir ákveðnum reglum um fer- metrafjölda en miðar við nægjusemi og jafnvægi milli rýmis og íbúa. Smá- heimili eru yfirleitt hönnuð með það í huga að nýta pláss sem best án þess að skerða þægindi og líf íbúanna. Smáheimili eru hagstæður kostur, þar sem þau geta verið umhverfisvænni og ódýrari bæði við kaup og rekstur. Lífsstíll að búa smátt SMÁHEIMILI Bandaríkin Smáheimili í Olympia í Washington-ríki. Ljósmynd/Wikipedia Góð nýting Smáheimili eru yfir- leitt hönnuð með það í huga að nýta pĺáss sem best án þess að skerða þægindi og líf íbúanna. Sumarlestur Borgarbókasafnsins er lestrarhvetjandi verkefni fyrir börn og fjölskyldur þeirra þar sem mark- miðið er að lesa sem flestar bækur í sumarfríinu. Sumarlesturinn stendur yfir í allt sumar í menningarhúsum Borgarbókasafnsins og fór hann af stað með pompi og prakt í síðustu viku þegar lestrarhesturinn Sleipnir kom í heimsókn og Gunnar Helgason, rithöfundur og leikari las úr hinni margverðlaunuðu bók sinn Mömmu klikk fyrir hóp nemenda úr fjórða bekk Vesturbæjarskóla. Eftir því sem lesnar eru fleiri bæk- ur og þær skráðar til leiks eru meiri möguleikar á að hljóta vinning. Börn- in skrifa titil bókarinnar sem þau lesa á útklipptan fisk, merkja fiskinn með nafni sínu og símanúmeri og stinga honum til sunds í „fiskabúr“, sem verður að finna í öllum söfnunum. Vikulega verður dregið út nafn eins lesanda, sem hlýtur vinning að launum. Að auki fær einn heppinn þátttakandi vegleg verðlaun í lok sumars. Öll grunnskólabörn geta tekið þátt. Sumarlestur Borgarbókasafnsins 2016 Lestur Lestrarhesturinn Sleipnir kom í heimsókn í Borgarbókasafnið og Gunnar Helgason, rithöfundur og leikari, las úr Mömmu klikk. Markmiðið er að lesa sem flest- ar bækur í sumarfríinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.