Morgunblaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.06.2016, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2016 Hlökkum til að heyra frá ykkur! Nolta Okkar megin áherslur eru: ◆ Liðsheildarþjálfun ◆ Leiðtogahæfni ◆ Stefnumótun og umbótastarf Sigurjón Þórðarson Sími: 893 1808 • sigurjon.thordarson@nolta.is Friðfinnur Hermannsson Sími: 860 1045 • fridfinnur.hermannsson@nolta.is Ráðgjöf og þjálfun nolta.is Vinnustofur sem styrkja og hreyfa við fólki Frekari upplýsingar á nolta.is Nolta er á Facebook Leiðtoginn á réttum kúrs Self - Navigation er skemmtileg tveggja daga vinnustofa þar sem leiðtoginn stillir af hvert hann stefnir og kemur skipulagi á sín helstu verkefni. Árni Sverrisson Sími: 898 5891 • arni.sverrisson@nolta.is Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Jón Þórisson jonth@mbl.is Kjölfesta, fjárfestingarfélag sem er í eigu fagfjárfesta, þeirra á meðal nokkurra stærstu lífeyrissjóða landsins, undirbýr nú aðkomu sína að eignarhaldi Reiknistofu bank- anna (RB), samkvæmt traustum heimildum Morgunblaðsins. Unnið hefur verið að þessu um nokkra hríð og er vinnan nú komin á lokastig. Búast má við að áform Kjölfestu muni skýrast betur á næstunni. Morgunblaðið hefur einnig heimildir fyrir því að fjárfestingarfélagið Inn- viðir, sem m.a. er í eigu Heiðars Guðjónssonar fjárfestis og 20 lífeyr- issjóða, hafi sýnt áhuga á að koma að breytingum á eignarhaldi RB og hafa átt sér stað viðræður milli aðila á liðnum vikum og mánuðum. Stefnan að vera í minnihluta Kjölfesta var stofnuð árið 2012 og er í eigu 14 fagfjárfesta, þar af eru 12 lífeyrissjóðir. Stærstu eigendur eru Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Sameinaði lífeyrissjóðurinn, Stapi lífeyrissjóður og Lífsverk, lífeyris- sjóður verkfræðinga. Kjölfesta hef- ur þá meginstefnu að vera minni- hlutaeigandi í félögum með sterkum meðfjárfestum. Meðal fjárfestinga eru hlutir í Meniga, Odda á Patreks- firði, Evu sem er móðurfélag Sinn- um og Íslandshótelum. Eins og fram hefur komið í um- fjöllun Morgunblaðsins undanfarið um málefni RB eru 44% hlutafjár viðskiptabankanna í RB til sölu hið minnsta. Sé meðtalinn 7,2% hlutur sem Kvika seldi nýlega og ágrein- ingur er um, er ljóst að yfir helm- ingur hlutafjár gæti skipt um hend- ur á næstunni. Fjárfestingarfélagið Innviðir var stofnað um mitt síðasta ár og hefur það hlutverk að fjárfesta í innviða- verkefnum og innviðafyrirtækjum. Félagið hefur ekki fjárfest enn sem komið er en ýmis verkefni hafa kom- ið til skoðunar, þar á meðal RB. Ágreiningur um forkaupsrétt Svo sem fram kom í Viðskipta- Mogganum í síðustu viku keypti Gísli Heimisson og félag hans, Mentis, 7,2% hlut í RB af Kviku og smærri aðilum. Í kjölfar kaupa hans á hlutnum reis upp ágreiningur um nýtingu forkaupsréttar sem ekki hefur verið til lykta leiddur. Gísli vinnur nú að frekari kaupum í félag- inu, samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins. Greint var frá áhuga Símans á RB í Morgunblaðinu í síðustu viku og að Síminn væri að baki Sparisjóði Höfðhverfinga í tilkalli sparisjóðsins til forkaupsréttar. Fram kom hjá Jóhanni Ingólfssyni, formanni stjórnar sparisjóðsins, að sjóðurinn hefur ekki í hyggju að eiga hlutinn. Fyrir liggi samkomulag við utanað- komandi aðila um að sá kaupi hlut- inn, en hann sé bundinn trúnaði um hver sá aðili sé. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir að um sé að ræða Símann og að áhugi fyrirtækisins tengist meðal annars mögulegu samstarfi RB við Sensa, dótturfélag Símans. Vel er hugsanlegt að einhverjir þessara aðila muni á endanum standa saman að kaupum á fölum hlutum í RB en að hve miklu leyti það gæti orðið er óljóst. Fram hefur komið í samtölum blaðsins við for- svarsmenn viðskiptabankanna að nýverið hafi orðið vart aukins áhuga á hlutum í Reiknistofu bankanna. Fjórir hópar hafa áhuga á RB Morgunblaðið/Eggert RB Áhugasamir hafa rætt við eigendur en það hefur ekki leitt til viðskipta.  Hópar lífeyrissjóða og fjárfestingafélaga þeirra eru meðal áhugasamra  Við- ræður hafa farið fram við eigendur Reiknistofunnar en ekki leitt til niðurstöðu enn Tauganet bankakerfisins » Rekstur og þróun kjarna- kerfa bankanna er meginvið- fangsefni RB. » RB hefur grundvallað skil- virkni bankakerfisins og hag- kvæmni þess. » Hjá RB starfa 180 manns og nam velta 4,3 milljörðum 2014. samtali við mbl.is að hugmyndin sé sú að byggja upp nýtt miðsvæði sem verði í raun annar miðbærinn á höfuðborgarsvæðinu á eftir gamla miðbæ Reykjavíkur. „Það er verið að búa til nútímaborgarhverfi með verslun og þjónustu að hluta til á jarðhæðum,“ segir Ingvi. Í skipulagi svæðisins er gert ráð fyrir 1,1 til 1,2 bílastæðum á hverja reista íbúð. Ingvi segir að stór hluti bílastæðanna sé hugsaður neðan- jarðar en að einhver stæði verði einnig ofanjarðar. Líklegt megi þó teljast að samnýta megi einhvern hluta þeirra stæða sem fyrir séu á svæðinu. Kópavogsbær, fyrirtækið Smára- byggð og fasteignafélagið Reginn hafa undirritað samkomulag um uppbyggingu á svæðinu sunnan Smáralindar. Stefnt er að því að á svæðinu rísi um 620 íbúðir. Þá er einnig gert ráð fyrir húsnæði undir atvinnuhúsnæði. Morgunblaðið hefur áður sagt frá fyrirhugaðri uppbyggingu á svæð- inu en þá var gert ráð fyrir því að á svæðinu myndu rísa um 500 íbúðir. Nú hefur þeim áformum hins vegar verið breytt og aukin áhersla verð- ur lögð á minni og ódýrari íbúðir. Ingvi Jónasson hjá Klasa, sem er þróunaraðili verkefnisins, segir í 620 íbúðir við Smáralind í Kópavogi  Áhersla á minni og ódýrari eignir Smárabyggð Stefnt er að þéttingu byggðarinnar sunnan Smáralindarinnar. ● Aflaverðmæti ís- lenskra skipa nam nær 12,2 millj- örðum í febrúar samanborið við 16,2 milljaðra í fyrra, samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Samdrátt- inn má aðallega rekja til minni uppsjávarafla. Heildaraflaverðmæti frá mars í fyrra til febrúar í ár jókst um 2,3% miðað við sama tímabil ári fyrr. Á tímabilinu jókst aflaverðmæti botnfisks um 10,4% en verðmæti uppsjávarafla dróst saman um 25,6%. Verðmæti uppsjávarafla dróst saman í febrúar Gengisskráning 31. maí 2016 Kaup Sala Mið DOLLARI 124,45 125,05 124,75 STERLINGSPUND 182,02 182,9 182,46 KANADADOLLARI 95,29 95,85 95,57 DÖNSK KRÓNA 18,653 18,763 18,708 NORSK KRÓNA 14,857 14,945 14,901 SÆNSK KRÓNA 14,932 15,02 14,976 SVISSN. FRANKI 125,61 126,31 125,96 JAPANSKT JEN 1,1196 1,1262 1,1229 SDR 174,52 175,56 175,04 EVRA 138,76 139,54 139,15 MEÐALGENGI/VIÐSKIPTAVOG ÞRÖNG 173,3915 Heimild: Seðlabanki Íslands ● Á fyrsta fjórð- ungi ársins voru fluttar út vörur fyr- ir 180 milljarða en inn fyrir 211 millj- arða. Halli varð því á vöruviðskiptum við útlönd sem nam 31 milljarði, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Í fyrra voru vöru- viðskiptin hagstæð um 8,9 milljarða á sama tímabili. Vöruviðskiptajöfnuður- inn er því nær 40 milljörðum lakari á tímabilinu en í fyrra. Á tímabilinu voru iðnaðarvörur nær 51% alls útflutnings en verðmæti þeirra var 26,3% lægra en í fyrra, sem skýrist aðallega af lækkandi álverði. Sjávarafurðir voru rúm 43% útflutnings og verðmæti þeirra 12,8% lægra en á fyrra ári. Inn- flutningur eldsneytis dróst saman en jókst á fjárfestingarvörum og flutninga- tækjum. Halli á vöruviðskiptum við útlönd 31 milljarður Ál Verðlækkun hefur mikil áhrif. STUTTAR FRÉTTIR ... Töluverð umskipti urðu í afkomu 365 miðla í fyrra þegar félagið skilaði 22 milljóna króna hagnaði í samanburði við tæplega 1,4 milljarða tap árið á undan. Í ársreikningi félagsins kem- ur fram að tekjur jukust um tæplega 1,1 milljarð króna, sem meðal annars má rekja til sameiningar við Tal á seinni hluta árs 2014. Eignir 365 námu 12,9 milljörðum króna í lok árs 2015 og höfðu þá auk- ist um tæpa 1,5 milljarða á árinu. Fram kemur í ársreikningi að fram- kvæmt hafi verið virðisrýrnunarpróf á viðskiptavild samstæðunnar og nemur hún 6,0 milljörðum króna. Eigið fé félagsins var 2,8 milljarðar í árslok samanborið við 2,5 milljarða árið á undan. Á síðari hluta ársins var hlutafé í A-flokki aukið með inn- borgun að fjárhæð 550 milljónir en hlutabréf í B-flokki var lækkað um samtals 230 milljónir króna. Skuldir 365 miðla jukust um tæpa 1,2 milljarða í fyrra og stóðu í réttum 10 milljörðum í árslok, en í yfirlýs- ingu stjórnar og forstjóra kemur fram að samið var á síðasta ári um heildarfjármögnun hjá nýjum við- skiptabanka félagsins. Á efnahagsreikningi 365 er bók- færð skatteign sem nemur 703 millj- ónum. Þar af eru 372 milljónir sem félagið hefur þegar greitt á grund- velli úrskurðar Yfirskattanefndar og varðar álagningu viðbótartekju- skatts vegna ófrádráttarbærra vaxtagjalda og nýtingar yfirfæran- legs taps rekstrarárin 2009 til 2011. Félagið hyggst höfða mál gegn rík- inu vegna þessa og í skýringum segir að ef niðurstaða dómstóla verði í samræmi við úrskurð Yfirskatta- nefndar muni það hafa marktæk áhrif á eiginfjárfstöðu félagsins. Skuldir 365 miðla jukust um 1,2 milljarða í fyrra Uppgjör Hagnaður 365 nam 22 milljónum króna á árinu 2015.  Umskipti í rekstrarafkomu milli ára Morgunblaðið/Heiddi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.