Morgunblaðið - 01.06.2016, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 01.06.2016, Qupperneq 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2016 alltaf hjá þér í huga mínum og hjarta. Ástarkveðja frá mömmu. Elín Sigurðardóttir. Einn fallegasti dagur sem af er sumri, glaða sólskin, afastelpa að hjálpa mér að sópa pallinn, grillið tilbúið fyrir hamborgara- veislu í sunnudagshádeginu. Regína mín ekki komin niður, okkur fannst gott að hún svaf lengur, búin að vera dugleg að vinna undanfarið. Allt klárt, fór upp að vekja hana, hún var farin frá okkur, dáin. Allt hrundi, sársaukinn var óbærilegur, dag- urinn breyttist í martröð. Fjöl- skyldan harmi slegin, skildum ekki af hverju hún var tekin frá okkur, allt var svo endanlegt. Hún var alltaf jákvæð og hafði svo mikið að gefa, fjölskyldan var í fyrirrúmi og ást hennar til okkar var óendanleg, hugsun hennar gekk fyrst og fremst út á að við gætum öll verið saman og notið stundarinnar. Hún hafði gengið í gegnum áralöng veik- indi og oft átt mjög erfiða tíma, en með einstökum dugnaði sín- um og jákvæðni, að ógleymdu því frábæra fagfólki sem hjálp- aði okkur og urðu í ferlinu henn- ar bestu vinir, náði hún bata. Hún var full af spenningi fyrir komandi sumri, löngu planað sumarfrí fjölskyldunnar á Ítalíu átti að hefjast eftir tvær vikur og hún var að vinna sem mest til að safna fyrir því. Við fórum sem oftar út í búð að versla seinnipart laugardagsins, hún með allt þrælskipulagt á miða „pabbi þú keyrir körfuna og vel- ur kjötið og ég sé um hitt“. Á leiðinni heim sagði hún: „Pabbi getum við ekki fengið okkur hjólhýsi í sumar og verið dálítið dugleg að ferðast og tekið litlu Regínu með?“ Þannig hugsaði hún alltaf um það fyrst og fremst að við værum saman. Ég held að Regína hafi verið of góð fyrir þennan heim og oft var það henni ofviða að höndla það slæma sem henni mætti því mið- ur oft á stuttri ævi. Öllum vildi hún rétta hjálparhönd sem minna máttu sín, gjafir til okkar frá henni komu á ólíklegustu tímum, að gleðja sína var henn- ar upplifun, umvafin ást og um- hyggju. Takk fyrir að vera ávallt boðin og búin að hjálpa þeim sem minna máttu sín. Takk fyrir að kenna mér að hlusta á óperulög. Takk fyrir fallegu fiðlulögin sem þú spil- aðir. Takk fyrir alla bíltúrana og ferðirnar norður, við tvö með músíkina í botni. Takk fyrir fal- legu barnæskuna þína og allar sundferðirnar okkar. Takk fyrir faðmlögin þín og ástina til okk- ar. Góður Guð tekur nú við þér á æðra tilverustig, þar sem þín bíða stór verkefni. Drottinn gefðu okkur fjölskyldu hennar styrk til að skilja og lifa án hennar. Hvíl í friði elskan, hjartað mitt. Pabbi. Elsku hjartans ljúfan mín. Stoltið mitt. Það ná engin orð yfir þig. Yfir alla ástina, stuðn- inginn, óeigingirnina, gjafmild- ina og gleðina sem þú færðir okkur. Þegar dóttir okkar fædd- ist fyrir nær tveimur árum kom ekkert annað nafn en Regína til greina. Þú vissir ekkert um ákvörðun okkar en húmorinn og hamingjan yfirtók þig. Lítið barn í fjölskylduna! „Já sæll, hvað ég mun sjá um það,“ sagð- ir þú og varðst altekin spenningi þegar ég tilkynnti þér að við ættum von á barni. Ég hélt svo að þú færir endanlega yfir um þegar það kom í ljós að þetta yrði stelpa. Þá fyrst byrjaði fjör- ið og þú tókst að tíunda ágæti þess að skíra hana eftir þér. Listinn var handskrifaður – og langur! Nr. 1. Frí pössun – endalaust. Nr. 2. Erfitt að upp- nefna. Nr. 3. Það þýðir drottn- ing. Nr. 4. Ég heiti Regína – og svona hélt listinn áfram. Svo byrjuðu sendingarnar. Þú varst nýbúin að uppgötva netgíró. Fyrsti pakkinn innihélt smekk með áletruninni „Regína er besta frænka í heimi“. Næst kom samfella með áletruninni „Ég er barn en ekki dvergur!“ Og svona hélt fjörið áfram. Þú varst komin með alklæðnað á litlu frænku áður en við náðum að snúa okkur við. Því þannig varst þú. Gjafmildasta mann- eskja sem ég hef komist í tæri við. Einlæg ást þín á litla barninu okkar Kalla var einstök enda sá hún ekki sólina fyrir þér og heimtaði daglega að fá að hringja í Nínu Sif. Þú varst með fasta daga þar sem þú sóttir hana til dagmömmunnar – óum- beðin. Ást þín var svo mögnuð og einlæg að ég fékk stundum kökk í hálsinn þegar ég um- gekkst þig. Aldrei spör á faðmlög eða hrós. Síðast á þriðjudaginn sagðirðu mér hvað þú værir stolt af mér en það var ég sem var stoltust af þér en kom því ekki í orð þennan dag. Þú blómstraðir sem aldrei fyrr. Stóðst þig vel í skólanum, pass- aðir börn eins og þau væru þín eigin, alltaf boðin og búin að gera eitthvað fyrir okkur fjöl- skylduna, hamaðist í ræktinni og varst nýhætt að reykja því þú vildir vera góð fyrirmynd fyrir litlu frænku. Ég sagði þér það aldrei en þú varst mín helsta fyrirmynd. Krafturinn, dugnað- urinn og þessi hreina bjarta ást til fjölskyldunnar. Síðustu skilaboðin frá þér til mín voru hvort þú mættir ekki bara flytja inn til lillu. Þú sagðir það í gríni en þú vildir helst allt- af vera með litlu frænku og lést ekki rassaköstin eða yfirganginn í henni á þig fá. Þín ást yfirtók allt. Litla barnið mitt missti svo mikið þegar við misstum þig og það er óskaplega sárt að svara því þegar hún spyr eftir Nínu sinni. Ég get aldrei kvatt þig. Þú ert hluti af mér um ókomna tíð og ég mun hafa þína stórkost- legu kosti að leiðarljósi. Ást, um- burðarlyndi, óbilandi trú á það góða, óeigingirni og litagleði. Ég sakna þín svo mikið en þú mátt trúa því að Nína Sif verður part- ur af Regínu litlu og þín gleði og umhyggja í hávegum höfð. Því ber ég höfuðið hátt í dag, ljósið mitt, þakklát fyrir allt sem þú hefur kennt mér og gefið mér. Skær varalitur og öll mín ást munu bera þig hinn hinsta spöl. Ég elska þig að eilífu, elsku litla systir mín. Þorbjörg Alda (Tobban þín). Elsku ljúfa, fallega, klára systir mín. Ég trúi ekki að ég fái ekki að hitta þig aftur. Ég man hvað við deildum herbergi lengi í æsku og hvað við rifumst um hvor ætti stærri helminginn, en hvað ég myndi gefa fyrir að deila með þér núna. Þú ert sterkasta manneskja sem ég hef kynnst og gafst aldrei upp. Þú kenndir mér að maður stjórnar ekki hverju við lendum í, en við stjórnum hvernig við bregðumst við því. Hjarta þitt er svo fallegt og stundum skammaði ég þig fyrir að eyða allri þinni aleigu og ást í fjölskylduna þína en hún var þín dýrmætasta eign. Ég er svo þakklát fyrir allar minningarnar sem við eigum en ég vildi að þær hefðu orðið fleiri, elsku systir. Þú varst bara árinu eldri en ég, samt gekk ég á eftir þér og skammaðist í þér eins og fertug frænka þín, enda sönn pirrandi systir. Við vorum alltaf svo ólíkar í öllu sem við gerðum sem var hin fullkomna vinátta. Ég sakna þín svo mikið og ég trúi ekki að það sé rúm vika síð- an ég reyndi seinast að stela af þér uppáhaldsbolnum þínum og þú með þitt hjarta leyfðir mér alltaf að komast upp með það. Ég var alltaf að reyna siða þig til. Það var seinast í matarboði þegar ég var að skamma þig fyr- ir að vera að pota í matinn. Ég fann alltaf svo sterka tilfinningu að reyna að kenna þér sem mest. Þú varst auðvitað fullkom- in eins og þú varst en ég trúði alltaf svo mikið á þig. Ég var alltaf hörðust við þig því ég vissi að það bjó svo mikið í þér. Ég bannaði þér að fara of mikið í ljós, drekka of mikið kaffi. Tók þig á teppið að gefa ekki stefnu- ljós á hringtorgi. Ég lét ekki svona við neinn annan. Þú vissir alltaf að þetta kæmi frá góðum stað og reifst aldrei í mér til baka, þú bara svaraðir já, ekki málið. Þú leist alltaf upp til mín með svo miklum þroska. Það var eng- in önnur manneskja sem hrósaði mér jafn mikið og þú. Ég er svo ánægð að ég fékk að njóta nær- veru þinnar og hvernig þú komst fram við aðra með ást og umhyggju mun ég alltaf bera áfram. Þú varst fyrirmynd í öllu sem þú gerðir og gafst aldrei upp. Lífið lék þig oft grátt en eins og alltaf stóðstu upp, sterk- ari en áður. Þú munt alltaf vera partur af mér og ég er stolt að kalla þig hetjuna mína. Hvíldu í friði, elsku besta systir mín. Ég elska þig alltaf. Sakna þín að ei- lífu. Þín systir, Rebekka Rut Marinósdóttir. HINSTA KVEÐJA Hún var fallegt blóm hún Regína. Fallegt blóm sem breiddi út blöðin sín móti lífinu. Sveigðist með storm- inum á ströngum dögum en lék sér ljúft þegar blærinn strauk blítt um kinn. Nú blómstrar á völlum sumarlandsins og fallega blómið gleður fugla himins- ins með litbrigðum sínum. Góða ferð, frænka mín. Þórvör Embla Guðmundsdóttir.  Fleiri minningargreinar um Regínu Sif Marinós- dóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. miður sín heim eftir próf og hélt að nú væri fall á leiðinni en við vorum alveg hætt að hlusta á þetta hjá henni því einkunnir voru aldrei undir níu. Það var stórt höggvið þegar systir mín var myrt í september 1986. Ég var í útlöndum og kom heim nokkrum dögum síðar. Ég gleymi aldrei þeirri stund þegar ég kom í Fossvoginn til pabba og mömmu. Þetta fór alveg með þau bæði og hafði mikil áhrif á líf okkar allra. Það var líka erfitt fyrir þau þeg- ar við fluttum á Hvolsvöll en pabbi og mamma voru dugleg að koma til okkar og mættu iðulega með páfa- gauk og kött, það voru alltaf dýr í kringum þau. Börnin okkar bjuggu svo hjá þeim þegar þau fóru í skóla til Reykjavíkur og var það mikill styrkur á báða bóga. Þegar tíminn leið þurftu þau svo meiri aðstoð og þá hlupu þau í skarðið fyrir mig ef ég komst ekki í bæinn. Svo kom að því að þetta var orðið of erfitt og þá fluttu þau til okkar í litla íbúð. Það var gott að hafa þau nálægt til að geta sinnt þeim eins og þurfti. Pabbi varð svo veikari og þá komst hann á Hjúkrunarheimilið Lund þar sem hann er núna í góðu yf- irlæti. Þetta var mikill léttir fyrir mömmu en um leið söknuður yfir að geta ekki haft hann hjá sér. Hún var nýbúin að vera í stuttri hvíld- arinnlögn þar og áttu þau góðar stundir saman þá. Mamma var mjög listræn og fór á alls kyns námskeið þegar hún bjó í Fossvoginum. Það eru mörg lista- verkin eftir hana, teikningar, mál- verk og listaverk úr rekavið. Ekki síst bækurnar sem hún gaf út, Aðr- ar víddir 2008 og Ömmusögur úr Fossvoginum 2015. Minningin lifir um góða konu sem öllum vildi vel. Ég hugsa með þakklæti til mömmu fyrir allt sem hún kenndi mér og að hún var góð móðir. Það er alltaf erfitt að kveðja en ég veit að mömmu líður vel núna. Hún var alltaf fullviss um annað líf og ég veit að hún er núna í góðum hópi og Kristín systir hefur verið fremst í flokki. Blessuð sé minning þín, elsku mamma. Auður Friðgerður. Elsku amma mín. Það er erfitt að kveðja en ég veit að þér líður betur núna í faðmi Kristínar þinnar. Ég á margar góðar minningar með þér og er mér efst í huga allir hjólatúrarnir okkar um Fossvog- inn. Ég var á alltof litlu hjóli og því var stoppað við hvern einasta bekk og tekin hvíld. Við vorum alltaf góðar vinkon- ur þrátt fyrir að við höfðum oft mismunandi skoðanir. Ég hafði á tilfinningunni að ég yrði að hringja og heyra í þér daginn áður en þú fórst. Við áttum gott spjall þar sem þú sagðir mér hvað þú værir stolt af mér og ég sagði þér að ég elskaði þig. Ég mun alltaf búa að þessu spjalli og kveð þig sátt en samt með söknuði. Hvíldu í friði, elsku amma. Þín nafna, Kristín Anna Thorlacius. Fossvogurinn var og er minn griðastaður. Amma og afi bjuggu þarna innan um fjölskrúðugt dýralíf. Óteljandi stundir var ég úti í þessum gróðursæla garði með prik í hönd að leika mér innan um allar kartöflurnar. Skemmti- legt fannst mér þegar ég stóð við stofugluggann 30 árum síðar með ömmu að horfa á strákana mína og amma sagði: „Þeir eru alveg eins og þú, þeir finna sér eitt prik og svo sjáum við þá ekki meira þann daginn.“ Tímarnir þegar við fórum niður í skógrækt og tókum með okkur kerfil til baka og gróðursettum, ári síðar var garðurinn allur und- irlagður í þessu og afi kannski ekki alveg sáttur en mikið rosa- lega höfðum við gaman af því. Þú kenndir mér að synda í lauginni sem þér lá víst svo mikið á að búa til 1978 með mömmu kasólétta, laugin átti svo sannarlega eftir að nýtast. Góðu stundirnar með þér, amma, voru óteljandi þú fórst t.d. reglulega með mig og Sigga í hjó- latúr niður í skógrækt þar sem við borðuðum nesti saman. Þessi sið- ur hélt áfram þegar yngri systkini mín voru á sama aldri. Svo þegar Brynjar Bjarmi, minn elsti, kom þá hélstu áfram að hjóla niður í dal með börnunum, ég er ekki viss um að 80 ára gamalt fólk fari mikið í hjólatúra með barnabarnabörnun- um, en þú varst ótrúleg. Mikið á ég eftir að sakna þín amma. Heimagerðu fiskibollurn- ar, sögurnar og hjólatúrarnir er eitthvað sem mun alltaf lifa í minningunni. En loksins fékkstu að fara og hitta hana Kristínu, eitthvað sem þú ert búin að bíða eftir alltof lengi. Ég bið innilega að heilsa henni með kossum og knúsi. Ef við þekkjum ekki myrkrið, sæjum við ekki sólskinið. (Þórarinn frá Steintúni) Hittumst í blómabrekkunni. Þinn, Halldór Geir. Amma var mér sem besta vin- kona og hún kenndi mér margt. Hvert skipti sem ég kom í Foss- voginn til afa og ömmu bað ég allt- af um að fara í hjólatúr um skóg- ræktina að tína köngla, í lautarferð og gefa öndunum brauð. Ég bjó mér einnig til bú í trján- um í garðinum og bauð ykkur svo í mat, ég man hvað hún hafði gam- an að því. Hvíldu í friði, amma mín, og við sjáumst aftur í Sum- arlandinu. Auður Ebba. Elsku besta amma mín, mikið á ég eftir að sakna þín. Þú ert svo einstök og frábær. Ég er svo heppinn að þú ert amma mín. Þú hefur kennt mér ótal hluti sem ég hef notfært mér og mun halda áfram að gera í gegnum lífið. Það sem einkenndi þig var ást þín gagnvart krökkunum þínum, þú gerðir allt fyrir okkur. Að eiga kröftuga ömmu sem helgaði líf sitt börnunum sínum er ómetanlegt, ég á þannig ömmu. Þakka þér fyr- ir það og þann ótakmarkaða áhuga og stuðning sem þú sýndir mér í einu og öllu. Með þakklæti, ást, tárum og brosi kveð ég þig í bili. Farðu vel með þig, sem þú ert eflaust að gera með kveikt á út- varpinu og að horfa á Leiðarljós. „Faðir vor þú sem ert á himn- um helg … ertu búinn að pissa?“ Hvíldu í friði. Þinn, Rúnar Smári. Elsku langamma. Þú varst besta langamma mín, þú leyfðir mér að sjá bækur um hann pabba minn. Mér fannst sagan um gæsina alveg svakalega fyndin, að pabbi hafi haft hana í bandi eins og hund. Það var líka mjög gaman þegar þú sagðir mér sögur þegar þú varst lítil. Ég elskaði að fara í heimsókn til þín í Fossvoginn, það var svo gaman hjá okkur. Ég ætla að segja litlu systur minni allt um þig. Ég sakna þín rosalega mikið. Nú ertu sofandi. Sofðu rótt, í alla nótt og hafðu það gott. Þinn Arnór Bjarki.  Fleiri minningargreinar um Guðrúnu Önnu Thorla- cius bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, MARTEINN BRYNJÓLFUR HARALDSSON útgerðarmaður, Aðalgötu 15, Siglufirði, lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar þriðjudaginn 24. maí síðastliðinn. Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugardaginn 4. júní klukkan 14. . Álfhildur Stefánsdóttir, Ólafur H. Marteinsson, Ása Árnadóttir, Haraldur Marteinsson, Kolbrún I. Gunnarsdóttir, Rúnar Marteinsson, Sigríður V. Vigfúsdóttir, Steinunn H. Marteinsdóttir, Halldór Hafsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, BRYNJÓLFUR SVEINBERGSSON, fyrrverandi mjólkursamlagsstjóri, Hvammstanga, lést miðvikudaginn 25. maí 2016. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Hollvinasamtök Heilbrigðisstofnunar Vesturlands Hvammstanga. Útförin fer fram frá Hvammstangakirkju þann 3. júní kl. 14. . Brynja Bjarnadóttir Sveinbjörg Brynjólfsdóttir Örn Gylfason Bjarni Ragnar Brynjólfsson Erla Guðrún Magnúsdóttir Hrafnhildur Brynjólfsdóttir Hrafn Margeirsson og barnabörn. Okkar ástkæri, HÉÐINN SKARPHÉÐINSSON húsasmíðameistari, Langholti 2, Reykjanesbæ, andaðist á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 30. maí. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju föstudaginn 3. júní kl. 14. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Reykjadal (reikn. nr. 301-26-53, kt. 630269-0249). . Bergþóra G. Bergsteinsdóttir Kristjana B. Héðinsdóttir Þorsteinn Bjarnason Aðalheiður Héðinsdóttir Eiríkur Hilmarsson Skarphéðinn S. Héðinsson Lynnea Clark barnabörn og barnabarnabörn Elskulegur vinur minn, faðir okkar, afi og bróðir, KRISTJÁN BRYNJÓLFUR KRISTJÁNSSON, lést á hjúkuruarheimilinu á Ási í Hveragerði mánudaginn 16. maí. Útförin fer fram frá Digraneskirkju fimmtudaginn 2. júní kl. 13. . Kristbjörg Jóhannsdóttir, Ingibjörg Brynjólfsdóttir, Benedikt Már Brynjólfsson, Hans-Konrad Kristjánsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.