Morgunblaðið - 01.06.2016, Síða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2016
✝ GunnhildurFreyja
Theodórsdóttir
fæddist á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu á
Akureyri 13. júlí
1961. Hún lést á
Landspítalanum
við Hringbraut í
Reykjavík, 24. maí
2016.
Foreldrar henn-
ar voru Theodór
Kristjánsson, f. Á Ytri-Tjörnum
í Eyjafirði 12. mars 1908, d. 1.
maí 1994, og Guðmunda Finn-
bogadóttir, f. í Krossadal í
Tálknafirði 19. júní 1918, d. 4.
ágúst 1996. Þau giftu sig 22.
desember 1946.
1958. Börn þeirra eru: 1) Sólrún
Ösp Jóhannsdóttir, f. 20. janúar
1991. Eiginmaður hennar er
Jeppe Ask Do 2) Díana Sjöfn Jó-
hannsdóttir, f. 5. maí 1992. 3)
Sigfús Jóhannsson, f. 2. ágúst
1996.
Gunnhildur ólst upp á Tjarn-
arlandi í Eyjafjarðarsveit, fór
síðan ung til náms í Noregi í Ås-
ane-lýðháskólann 1978-1979.
Árið 1983 útskrifaðist hún sem
sjúkraliði frá gagnfræðaskól-
anum á Akureyri, sama ár flutti
hún til Reykjavíkur.
Gunnhildur vann mest alla
sína ævi sem sjúkraliði á hinum
ýmsu stöðum, m.a. úti í Svíþjóð
og á Landspítalanum, auk þess
að vera heimavinnandi húsmóð-
ir fyrstu ár barna sinna. Síðustu
10 árin var hún að vinna í
heimahjúkrun hjá Reykjavík-
urborg.
Útför Gunnhildar fer fram
frá Bústaðakirkju í dag, 1. júní
2016, klukkan 13.
Systkini Gunn-
hildar eru: Díana
Sjöfn Helgadóttir,
f. 1941, Ólafur
Helgi Theodórsson,
f. 1947, Fanney
Theodórsdóttir, f.
1948, Kristján
Theodórsson, f.
1949, Vigdís Helga
Theodórsdóttir, f.
1952, Finnbogi
Helgi Theodórsson,
f. 1955, Auður Theodórsdóttir,
f. 1956, Theodór Theodórsson, f.
1958, Svava Theodórsdóttir, f.
1960.
Gunnhildur Freyja giftist 9.
september 1994 sjómanninum
Jóhanni Sigfússyni, f. 11. maí
Elsku fallega mamma mín, ég
mun sakna þín svo mikið svo lengi
sem ég lifi, ég verð svo ævinlega
þakklátur fyrir allt sem þú hefur
gert fyrir mig.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Sigfús Jóhannsson.
Elsku mamma.
Með sárum söknuði kveðjum
við þig í dag. Þú varst og verður
alltaf mín helsta fyrirmynd. Þú
varst alltaf svo dugleg, hjálpsöm
og heiðarleg. Þú varst algjör
nagli. Ég er stolt af því að geta
kallað þig móður mína. Það er
ekki hægt að ímynda sér betri
mömmu. Ég elska þig, mamma
mín.
Svo lít ég upp og sé við erum
saman þarna tvær
stjörnur á blárri festinguni sem
færast nær og nær.
Ég man þig þegar augu mín eru
opin, hverja stund.
En þegar ég nú legg þau aftur, fer
ég á þinn fund.
(Megas)
Þín dóttir,
Sólrún Ösp.
Elsku mamma, hvernig geri ég
þér góð skil í svo örfáum línum?
Hvernig get ég orðað kveðjuorð
mín til þín þegar ég er engan veg-
inn tilbúin til þess að kveðja þig?
Það var svo margt sem við áttum
ógert saman, svo margar stundir
af okkur stolnar, enda fráfall þitt
svo skyndilegt að ég hef varla náð
áttum almennilega. Við deildum
óteljandi góðum stundum saman,
og það var aldrei neitt eins fyndið
eins og þegar þú hlóst með, en þá
margfaldaðist gleðin og allt varð
þúsundfalt hlægilegra. Ég er svo
gríðarlega þakklát fyrir hafa átt
þig að.
Þú varst bæði góð móðir og ein
besta vinkona sem ég hef átt.
Reyndar alveg hræðilegur væng-
maður í bænum en aftur á móti
einn besti ráðgjafi, ferðafélagi,
skipuleggjari og trúnaðarvinur.
Þó varstu fyrst og fremst mín
helsta stoð og stytta í öllu.
Hið óútreiknanlega líf tekur
stundum frá okkur of fljótt, en
það var bara um daginn sem þú
geystist hér um ganga í gleði-
vímu, hughreystir mig í ástarsorg
og ritaðir skondin skilaboð og mér
finnst á stundum eins og þú munir
skyndilega ganga niður stigann í
Ásgarðinum, segja eitthvað úr
takti við það sem um er rætt,
dansa smá spor og setja upp
spaugilegan svip til að kæta okk-
ur systkinin.
Ég læt fylgja með ljóð sem ég
samdi til þín þegar þú veiktist og
þegar enn var mikil von í hjarta
mér um að þú myndir harka þetta
af þér eins og þín var von og vísa,
en stundum er líkaminn huganum
yfirsterkari þó að þú hafir verið
með einn sterkasta vilja, dugnað
og hug sem ég hef nokkurn tíma
kynnst. Takk mamma, fyrir allt.
Kemur þú ekki til
kæra vina
þar sem þú ert sú eina
sem kannt að halda öllu saman
taka á hlutunum
og taka til í draslinu
í lífi mínu
já komdu!
við skulum fagna tilveru þinni
þú sem skópst mig
og skammaðir
í sefablandinni hörku
en að lokum
umbreyttist í minn kærasta vin
kemur þú ekki?
ég þarf þig
til að draga mig fram undan rúmi
veröldin er svo vond stundum
en þú sýndir að grimmt
getur verið gott
og öfugt
þegar kvölda fer
getum við litið tilbaka
séð sigra og súrar stundir
horft síðan fram á við
grátið og hlegið
fyrir samveru og vonarneista
þakkað fyrir þig
viðurkennt og vottað
að lífið án þín
hér
væri ekki neittneitt.
Þín dóttir,
Díana Sjöfn.
Þær þrjár konur sem hafa ver-
ið mér nánastar í lífinu eru
mamma, Steinunn dóttir mín og
Gunnhildur systir mín.
Nú er Gunnhildur dáin og hér
sit ég og sakna hennar og minn-
ingarnar streyma.
Sem börn vorum við oft eins
klæddar og lékum okkur saman
öllum stundum, enda bara rúmt
ár á milli okkar. Ég dýrkaði
Gunnhildi og dáði og var til í að
gera ýmislegt fyrir hana sem
hefði ekki verið í boði fyrir aðra.
T.d. vorum við tvær einu sinni svo
önnum kafnar í búleik úti í móum
heima á Tjarnalandi að hún mátti
ekki vera að því að pissa sem end-
aði auðvitað með ósköpum. Við
höfum sennilega verið sex og sjö
ára. Gunnhildi þótti þetta slæmt
og grét sáran. Ég vorkenndi
henni mikið og til að sýna sam-
stöðu pissaði ég bara líka í bux-
urnar.
Ég er fædd án lyktarskyns.
Framan af gerði ég mér enga
grein fyrir þessari fötlun minni en
þar kom að ég áttaði mig á að ég
fann aldrei neinn mun þó að fólk
væri að tala um hina og þessa lykt
í kringum mig. Það lá beint við að
leita á náðir Gunnhildar með
þessar vangaveltur mínar um
hvað lykt væri. Hún var nú ekki í
vandræðum með að útskýra það
fyrir mér: „Æi, það er bara svona
fýla.“ Og málið var dautt.
Við brölluðum eitt og annað
saman. Fórum í fjallgöngu með
vinkonu okkar upp á Brattahjalla
og lentum í þoku á niðurleið. Við
prísuðum okkur sælar að hafa
ekki lent í lífshættulegum villum
og ræddum við það í nokkra daga
hve heppnar við hefðum verið. Í
annað skipti vorum við á ferð í
litlum skógarreit. Gunnhildur var
þá svo óheppin að labba inn í
kóngulóarvef og allt í einu sat við-
bjóðsleg, spikfeit, bleik – hennar
lýsing – kónguló á henni og það
skipti engum togum að við hlup-
um organdi heim, ég orgaði að
sjálfsögðu með henni þó ég vissi
eiginlega ekki hvað hefði gerst
fyrr en heim var komið.
Við fórum mýmargar nestis-
ferðir með kleinur í eldspýtu-
stokkum og mjólk í dropaglösum,
en slíkt nesti var í miklu uppá-
haldi hjá okkur á tímabili. Gallinn
við það var að það þýddi ekki að
fara mjög langt vegna þess að
nestið entist stutt og illa og þurfti
iðulega að skreppa eftir meiru og
jafnvel oft í sömu nestisferðinni.
Við vorum bekkjarfélagar,
fyrst í Barnaskólanum á Lauga-
landi og síðan í Hrafnagilsskóla.
Við fermdumst líka saman. Sjálf-
sagt höfum við stundum rifist en
ekki man ég mikið eftir því fyrr en
komið var fram á unglingsár og
sjálfstæðisþörfin fór að segja til
sín.
Þegar grunnskólanum var að
ljúka fór ég í landspróf en Gunn-
hildur tók þriðja og fjórða bekk og
við það skildu leiðir og við hættum
að vera eins mikið saman, eins og
eðlilegt er.
Síðustu árin fór ég stundum til
hennar í húsmæðraorlof og gisti
þá hjá henni og við áttum góðar
stundir saman sem ég er þakklát
fyrir.
Ég get svarið að hefði ég haldið
að það hjálpaði henni í viðureign-
inni við krabbameinið að pissa í
buxurnar fyrir hana þá hefði ég
hiklaust endurtekið leikinn.
Ég verð forsjóninni ævinlega
þakklát fyrir að hafa átt Gunn-
hildi sem systur.
Ég votta Jóa, Sólrúnu, Díönu
og Sigfúsi samúð mína og bið al-
mættið um að styrkja þau í þeirra
missi sem og alla aðra sem þótti
vænt um Gunnhildi.
Svava Theodórsdóttir.
Gunnhildur Freyja, móður-
systir mín, er látin aðeins 54 ára
að aldri. Hún var aðeins 12 árum
eldri en ég og 13 árum yngri en
mamma. Það vildi svo til að við
hófum barneignir á svipuðum
tíma og vorum við því samstíga
með dætur okkar sem vörðu mikl-
um tíma saman þegar þær voru
litlar. Við pössuðum fyrir hvor
aðra og þær eru ófáar stundirnar
sem við sátum og spjölluðum yfir
kaffi um lífið og tilveruna. Eftir
því sem stelpurnar urðu eldri þá
fækkaði þeim stundum en alltaf
var jafnyndislegt að hitta Gunn-
hildi. Hún var einstakur húmor-
isti og gerði óspart grín og greip
oft í svarta húmorinn sem ein-
kennir fjölskylduna okkar.
Í hvert skipti sem við hittumst
var talað um að hittast nú oftar en
í annríki daglegs lífs okkar varð
ekki mikið úr því. Við hittumst
síðast hressar í árlegu fjölskyldu-
boði hjá móður minni fyrir aðeins
rúmum tveimur mánuðum síðan.
Þar fannst mér Gunnhildur líta
svo vel út og ég hlakkaði til að
hitta hana sem fyrst aftur. Rúmri
viku síðar frétti ég að hún hefði
verið lögð inn á sjúkrahús í rann-
sóknir og ég beið eftir því að hún
kæmist heim þar sem ég ætlaði að
heimsækja hana. En sjúkrahúsið
yfirgaf hún ekki og ég náði að
heimsækja hana aðeins nokkrum
dögum áður en hún lést. Og þar
sem hún lá fársjúk tókst henni
samt að grínast lítið eitt. Ég átti
erfitt með að halda aftur af tár-
unum og hún teygði út hönd sína
og strauk mér um vangann til
huggunar og ég þerraði tár henn-
ar. Það er oft sagt að vegir Guðs
séu órannsakanlegir og það á svo
sannarlega við núna.
Systkini Gunnhildar níu talsins
skilja ekki af hverju þau lifa öll
yngstu systurina, hvers vegna
æðri máttarvöld kusu að taka
fyrst þá yngstu og veit ég að sum
hver myndu glöð hafa skipt við
hana ef þau hefðu haft um það val.
Hugur minn er stöðugt hjá fjöl-
skyldu hennar sem nú glímir við
sorg sem enginn ætti að glíma við
en alltof margir þurfa.
Elsku Jói, Sólrún og Jeppe,
Díana og Sigfús, ég sendi ykkur
mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur svo og öllum þeim sem elskuðu
Gunnhildi og eiga um sárt að
binda vegna fráfalls hennar.
Hörpu þinnar, ljúfa lag
lengi finn í muna.
Því ég minnist þín í dag,
þökk fyrir kynninguna.
(Á.K.)
Kolbrún Hlín.
Gunnhildur Freyja
Theodórsdóttir
Fleiri minningargreinar
um Gunnhildi Freyja Theo-
dórsdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu
daga.
✝ Sigríður Fann-ey Jónsdóttir
Ísaksen fæddist á
Stokkseyri 17. sept-
ember 1912. Hún
lést á Blesastöðum
20. maí 2016.
Foreldrar henn-
ar voru Jón Þórir
Ingimundarson tré-
smíðameistari, f.
12. október 1888, d.
24. maí 1967, og
Viktoría Halldórsdóttir, f. 7.
ágúst 1889, d. 29. apríl 1972.
Sigríður var næstelst níu systk-
ina. Þau eru: 1) Jóna Margrét, f.
5. september 1910, d. 15. sept-
ember 1990; 2) Inga Rakel, f. 19.
desember 1914, d. 19. febrúar
2002; 3) Þóra, f. 25. janúar 1917,
d. 1997; 4) Albert, f. 4. nóvember
1919, d. 6. ágúst 2006; 5) Sigríð-
ur Dóra, f. 26. september 1921,
d. 28. ágúst 2007; 6) Dagrún, f.
24. ágúst 1922, d. 16. desember
1922; 7) Njóla, f. 24. ágúst 1922,
d. 30. janúar 2000, og 8) Dag-
bjartur, f. 16. ágúst 1924, d. 2.
febrúar 2009.
Sigríður giftist 1944 Reidari
Ísaksen, f. 20. maí
1915, d. 15. janúar
2003, en hann var
norskur, og eign-
aðist með honum
tvær dætur. Þær
eru: 1) Viktoría, f.
28. júlí 1945, maki
Valdimar Stein-
þórsson. Þau eign-
uðust tvö börn: a)
Sigríði, f. 12. sept-
ember 1963, hún á
þrjú börn, og einnig b) Örn, f.
14. september 1965 en hann á
tvo syni. 2) Vilhelmína, f. 11.
ágúst 1948, maki Erling Guð-
mundsson, f. 1947, en þau eiga
tvo syni: a) Guðmund, f. 25. maí
1968, maki Hildur Guðmunds-
dóttir, f. 29. apríl 1970, þau eiga
þrjár dætur. b Ómar, f. 5. mars
1970, sambýliskona Heiðdís
Búadóttir, f. 19. apríl 1962, hann
á þrjár dætur. Barnabörn Sig-
ríðar eru nú 11 og barnabörnin
eru tvö.
Útför Sigríðar fer fram í dag,
1. júní 2016, frá Fossvogskap-
ellu og hefst athöfnin klukkan
15.
Amma á Blesó sem áður var
amma á Týsgötunni er nú búin að
kveðja okkur 103 ára að aldri og
það á afmælisdegi afa, auðvelt að
trúa að honum hafi þótt kominn
tími á að sækja gömlu.
Í minningunni um ömmu er
margt gott að sækja, alltaf var
hún bara elskan ein.
Við bræðurnir vorum mikið í
heimsókn hjá ömmu á Týsgöt-
unni þar sem hún bjó lengst af
með afa heitnum, þangað var allt-
af gott að koma, amma hafði
gaman af því að laga mat, sér-
staklega var brauðið hennar gott,
enda starfaði hún sem smörre-
brauðsdama á Landspítalanum
Hringbraut í mörg ár og við nut-
um góðs af.
Ef við bræðurnir urðum rúm-
liggjandi heima frá skóla þá tók
amma strætó úr miðbænum til
okkar með þungan poka með öll-
um þeim mat sem var efstur á
lista hjá okkur.
Ferðalögin austur í Fljótshlíð í
sumarbústaðinn með ömmu og
afa eru líka minnisstæð. Það
byrjaði yfirleitt á BSÍ þar sem
rútan var tekin á Hvolsvöll og þar
urðum við að útvega okkur sjálf
far inn í Fljótshlíðina þar sem
rútan fór ekki lengra, þetta
breyttist þegar þau seinna eign-
uðust bíl.
Í Fljótshlíðinni áttum við und-
antekningarlaust góðar stundir
með ömmu og afa. Við bræðurnir
vorum alltaf úti að leika okkur og
komum þá iðulega blautir frá
læknum, amma þurrkaði þá fötin
af okkur við arineldinn því ekkert
rafmagn var í bústaðnum, gaf
okkur heitt kakó og pönnsur sem
voru í uppáhaldi.
Þegar amma svo flutti í
Hraunbæ til margra ára með afa
heitnum þá var hún komin í
heimahverfið okkar og stutt að
heimsækja notalega nærveru
hennar.
Nú og þar sem amma náði svo
háum aldri sem raun ber vitni á
Blesastöðum þá hefur hún verið
kölluð langamma á Blesó hjá okk-
ur og okkar börnum.
Elsku amma, innilegar hlýjar
þakkir fyrir allt og bestu kveðjur
til afa.
Ómar Rósenberg
Erlingsson,
Guðmundur Reidar
Erlingsson.
Sigga amma fékk friðsælt and-
lát á 104. aldursári sínu 20. maí
síðastliðinn, sem var fæðingar-
dagur afa.
Hún flutti frá Stokkseyri að-
eins 17 ára gömul og vann fyrir
sér í Reykjavík við ýmis störf í 15
ár eða þar til hún giftist Reidari
afa 32 ára gömul. Fjölskyldulífið
átti mjög vel við ömmu og komu
dæturnar tvær í heiminn með
þriggja ára millibili. Þegar þær
svo fluttu að heiman fór amma
aftur út á vinnumarkaðinn. Við
barnabörnin nutum síðan góðs af
gestrisni ömmu og afa á Týsgöt-
unni þar sem þau bjuggu lengst
af. Það var alltaf friðsæld og
hlýja í kringum ömmu og hljóðlát
var hún þó mikið gengi á í eldhús-
inu við smurbrauðsgerð og
pönnukökubakstur.
Þó amma væri ekki orðmörg
þá var hún alls ekki skoðanalaus
og var aldrei í vafa um hvað hún
ætlaði að kjósa í alþingiskosning-
um.
Sigga amma var söngelsk, létt-
lynd og kvik á fæti. Hún var sjálf-
stæð íslensk alþýðukona sem
þótti vænt um fólkið sitt. Nú hafa
Sigga amma og Reidar afi sam-
einast á ný og sitja örugglega að
spjalli við vinahjón sín Ellen og
Arne yfir góðum kaffibolla. Ég
kveð ömmu með söknuði og
þakka henni fyrir allt og allt.
Sigríður Valdimarsdóttir.
Margs er að minnast þegar ég
hugsa um hana Sigríði Fanneyju
móðursystur mína, eða Siggu
frænku, eins og ég kallaði hana
alltaf. Fyrstu minningarnar
tengjast því þegar Sigga, ásamt
dætrunum tveimur sem voru á
aldur við mig, kom og dvaldi í eitt
ár með fjölskyldu minni í sveit-
inni.
Þá var oft glatt á hjalla, en
Sigga var gamansöm og hafði svo
einstaklega skemmtilegan húmor
sem okkur krökkunum líkaði vel.
Ég á margar góðar minningar
um góðar samverustundir með
henni og dætrunum.
Sigga og Reidar maðurinn
hennar reistu löngu síðar sumar-
hús í sveitinni sem var eitt af
þeim fyrstu sem reist voru í
Fljótshlíðinni. Þeim tókst að laða
fram einhverja hlýju sem um-
vafði mann alltaf þegar komið var
í heimsókn, sem var æði oft. Allt-
af var gestrisnin söm og gaman
gat verið að orna sér við arineld
hjá þeim Reidari. Sigga og systur
hennar voru góðar söngkonur og
þegar þær hittust var ávallt tekið
lagið og sungið raddað, en þær
höfðu einstaklega fallegar söng-
raddir.
Sigga kveður síðust af systk-
inum sínum. Hún var orðin 103
ára þegar hún kvaddi þennan
heim en ég tel að það hafi verið
góða skapið og húmorinn sem olli
því að hún náði þessum háa aldri.
Dagrún Þórðardóttir.
Sigríður Fanney
Jónsdóttir Ísaksen