Morgunblaðið - 01.06.2016, Síða 27
Staðarborg og síðan á Jörva þegar
leikskólinn Staðarborg var lagður
niður: „Eineltið hvarf þegar ég kom í
framhaldsskóla enda yfirleitt ekkert
athugavert við nörda á þeim vett-
vangi. Ég held svo að leikskólastarfið
hafi opnað mig aftur. Börnin eru svo
einlæg og hreinskilin og ég naut mín
vel að starfa með þeim og sinna þeim.
Áhuginn á kennslu kviknaði undir lok
grunnskóla, en ég kynntist tölvunum
í framhaldsskóla í árdaga internets-
ins. Það réð miklu um hvað tók við
næstu ár eftir stúdent.“
Björn stundaði kvöldnám í kerfis-
fræði við Rafiðnaðarskólann með-
fram leikskólastarfinu. Hann varð
kerfisstjóri hjá LÍN um skeið og
síðan þjónustufulltrúi hjá Hugviti
1999-2000. Á sama tíma stundaði
hann kennaranám í fjarnámi við KHÍ
og var síðan kennari í stærðfræði,
upplýsingatækni og náttúrufræði við
Foldaskóla í tvö ár.
Björn hætti síðan í kennaranáminu
og kennslunni, fór í fullt nám í tölv-
unarfræði við HÍ og lauk þaðan BSc-
prófi 2008. Hann stundaði framhalds-
nám í tölvunarfræði við Brandeis
University í Waltham í Bandaríkj-
unum frá 2008 og útskrifaðist með
MA-próf þaðan árið 2013.
Björn var hugbúnaðarsérfræð-
ingur hjá Meniga 2013-2014, hjá
Námsmatsstofnun 2014-15 og hefur
verið hugbúnaðarsérfræðingur hjá
Menntamálastofnun frá 2015.
„Ég missti aldrei áhuga á kennslu
og kennslufræði þó að ég hætti í
hvoru tveggja og færi á fullt að læra
hugbúnað. Þvert á móti get ég nú
sameinað þessi áhugamál mín, tölur,
tölvur og kerfisfræðina, og áhuga á
skólamálum og kennslufræði. Hjá
Menntamálastofnun er verið að vinna
að margvíslegum afar spennandi
verkefnum og þróa hugbúnað til að
þjóna nýjum leiðum og markmiðum í
kennslu og kennslufræði. Ég get því
ekki annað sagt en að ég sé alsæll í
mínu starfi.“
Björn hefur verið varaþingmaður
fyrir Pírata frá 2013.
Fjölskylda
Eiginkona Björns er Heiða María
Sigurðardóttir, f. 3.11. 1982, doktor í
taugavísindum og lektor við sál-
fræðideild HÍ. Foreldrar hennar:
Sigurður Hjalti Magnússon, f. 9.11.
1945, gróðurvistfræðingur á Högna-
stöðum á Flúðum, og Ásdís Birna
Stefánsdóttir, f. 30.9. 1951, próf-
arkalesari á Högnastöðum.
Börn Björns og Heiðu Maríu eru
Alexander Arnar Björnsson, f. 17.9.
2009, og Ársól Ísafold Heiðudóttir, f.
2.4. 2015.
Hálfsystkini Björns, samfeðra, eru
Rakel Gunnarsdóttir, f. 29.3. 1989,
viðskiptafræðingur í Reykjavík, og
Lárus Gunnarsson, f. 25.10. 1990,
sílíkontæknir í Reykjavík.
Stjúpbróðir Björns er Þórir Hall
Stefánsson, f. 18.12. 1980, MA í al-
þjóðastjórnmálum, búsettur í
Reykjavík.
Foreldrar Björns eru Gunnar Þor-
steinsson, f. 7.9. 1956, múrarameist-
ari í Reykjavík, og Fanney Gunnars-
dóttir, f. 2.4. 1959, leiðsögumaður og
ferðamálafræðingur.
Stjúpmóðir Björns er Sigurveig
Salvör Hall, f. 19.9. 1956, sölumaður.
Úr frændgarði Björns Levís Gunnarssonar
Björn Leví
Gunnarsson
Þorgerður Björnsdóttir
verslunarm. í Rvík
Einar Kristinn
Vilhjálmsson
bílstjóri og
matsveinn í Rvík
Birna Einarsdóttir
húsfr. og verslunarm. í Rvík
Sigurður Gunnar Bogason
leigubílstjóri í Rvík
Fanney Gunnarsdóttir
ferðamálafr. í Rvík
Hólmfríður Guðmundsdóttir
húsfreyja
Steinunn Emilía Þorsteinsdóttir
forstöðum. í Þorlákshöfn
Rúnar Einarsson
rafvirki í Garðabæ
Sigrún Þorsteinsdóttir
kartöflub. í Þykkvabæ
Gunnar Einarsson
vélstj. í Garðabæ
Benedikt Bogason
verkfr. og alþm. í Rvík
Eyþór Gunnarsson
leigubílstj. í Rvík
Styrmir Dan
Steinunnarson
efnilegur
frjálsíþróttam.
Hildigunnur
Rúnarsdóttir
tónskáld
Hallveig Rúnarsdóttir
söngkona
Jóna Katrín Guðnadóttir
líffræðingur
Birkir Rúnar Gunnarsson
íþróttam. og alhliða snillingur
Rúnar Bjarnason
slökkviliðsstj. í Reykjavík
Eggert Haukdal
alþm. á Bergþórshvoli
Guðrún Bergsdóttir
húsfreyja í Rvík
Þórhildur Þorleifsdóttir
fyrrv. alþm. og leikhússtj. í Rvík
Eggert Þorleifsson
leikari í Rvík
Geirrún Ívarsdóttir
húsfr. í Hveragerði og á Siglufirði
Jóhannes Þorsteinsson
búfr. og oddviti í Ásum í
Hveragerði og mjólkur-
bússtjóri á Siglufirði
Louísa Jóhannesdóttir
húsfr. og verkak. í Þorlákshöfn
Jóhann Þorsteinn Karlsson
verkam. í Þorlákshöfn
Gunnar Þorsteinsson
múraram. í Rvík
Steinunn Emilía
Þorsteinsdóttir
húsfreyja
Karl Georg Guðfinnsson
b. í Fossi í Vesturhópi og víðar í Húnavatns-
sýslu og á Lambastöðum í Hraung.hr.
Bogi Eggertsson
b. í Laugardælum í Flóa og verkstj. í Rvík,
af Waageætt og Skildinganesætt elstu
Bjarni Eggertsson
lögregluþjónn í Rvík
Benedikta Eggertsdóttir
húsfr. í Flatey og á Bergþórshvoli
Rósa Eggertsdóttir
kennari á Siglufirði
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2016
Eggert fæddist á Hálsi íFnjóskadal 1.6. 1894. For-eldrar hans voru Einar Páls-
son, prestur á Hálsi, í Gaulverjabæ í
Flóa og í Reykholti í Reykholtsdal,
síðar skrifstofumaður hjá Söfnunar-
sjóði Íslands í Reykjavík, og Jóhanna
Katrín Kristjana Eggertsdóttir
Briem húsfreyja.
Einar var sonur Páls Jónssonar,
bónda á Glúmsstöðum í Fljótsdals-
hreppi og á Arnórsstöðum á Jökuldal,
og Hróðnýjar Einarsdóttur húsfreyju.
Jóhanna Katrín var dóttir Eggerts
Ólafs Gunnlaugssonar Briem, sýslu-
manns á Melgraseyri við Djúp, á
Espihóli í Eyjafirði og á Reynisstað í
Skagafirði, og k.h., Ingibjargar Ei-
ríksdóttur Briem, f. Sverrisson.
Meðal systkina Jóhönnu Katrínar
voru Gunnlaugur Briem, alþingis-
maður og verslunarstjóri í Hafnar-
firði, Páll Briem amtmaður, afi Sig-
urðar Líndal lagaprófessors, Kristín,
amma Gunnars Thoroddesen for-
sætisráðherra, og Sigríður, móðir
Jóns Tómassonar, borgar- og ríkis-
lögmanns.
Meðal systkina Eggerts voru Val-
gerður Einarsdóttir, húsfreyja í Kal-
manstungu í Hvítársíðu, og Vil-
hjálmur Einar Einarsson, bóndi á
Galtafelli í Hrunamannahreppi og á
Laugarbökkum í Ölfusi.
Eiginkona Eggerts var Magnea
Jónsdóttir húsfreyja og eignuðust
þau sjö börn.
Eggert lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1915 og
embættisprófi í læknisfræði við Há-
skóla Íslands 1921. Hann var aðstoð-
arlæknir hjá Héraðslækninum í
Stykkishólmi 1921-23, starfaði á
sjúkrahúsum í Danmörku 1923-24,
var héraðslæknir á Þórshöfn 1924-41,
héraðslæknir í Borgarnesi 1941-64 og
var héraðslæknir á Kirkjubæj-
arklaustri 1964-71. Þá hafði hann
sinnt læknisþjónustu á landsbyggð-
inni í tæpa hálfa öld.
Eggert var jafnframt póstaf-
greiðslumaður á Þórshöfn meðan
hann var þar, sat um skeið í stjórn
Læknafélags Miðvesturlands frá
stofnun og sat í hreppsnefnd Sauð-
neshrepps í nokkur ár.
Eggert lést 23.8. 1974.
Merkir Íslendingar
Eggert Ó.B.
Einarsson
90 ára
Jóhanna Sigurðardóttir
Jón Hannesson
85 ára
Hrefna Ferdinandsdóttir
Kristján Gunnar
Jóhannsson
80 ára
Andrea Elísabet
Kristjánsdóttir
Guðrún Þorsteinsdóttir
Hugrún Kristjánsdóttir
Jóna Ingibjörg
Þorleifsdóttir
Sveinn Freyr Rögnvaldsson
Vilhjálmur Hjartarson
75 ára
Elsa Skúladóttir
Kristján Guðmundsson
70 ára
Kolbeinn Kristinsson
60 ára
Árni Viðar Árnason
Branislav Jökull Milutinovic
Eiríkur Sigurðsson
Elísabet A. Magnúsdóttir
Elzbieta Ewa Smiech
Hallur Mar Elíson Olsen
Katrín Edda Magnúsdóttir
Kristín Norðdahl
Mrije Rasha
Ólafur Haukur Ólafsson
Reynir Sæmundsson
Sveinn Jónsson
Þóra Magnúsdóttir
Örn Ólafsson
50 ára
Arna Harðardóttir
Atli Dagsson
Árni Þórðarson
Bjarni Kristján Gunnarsson
Ingigerður Maggý
Stefánsdóttir
Kjartan Sigurðsson
Kristbjörg Kía Gísladóttir
Margrét Eyjólfsdóttir
Margrét Gunnarsdóttir
Pétur Vilhjálmsson
Sigrún Hrönn Hauksdóttir
Svanlaug Ida Þráinsdóttir
Vilborg Torfadóttir
Þorsteinn Einarsson
40 ára
Anna Dögg Hermannsdóttir
Anna K. Einarsdóttir
Kaaber
Björn Gíslason
Björn Leví Gunnarsson
Charles Otim
Emil Hjálmtýr Hafsteinsson
Guðmundur Óskarsson
Guðrún Finnsdóttir
Hulda María Stefánsdóttir
Katrín Hulda Úlfarsdóttir
Linda Björk Pálsdóttir
Páll Gauti Pálsson
Rúnar Þór Bjarnason
Sólrún Ingunn Sverrisdóttir
Steinunn Huld
Gunnarsdóttir
Viggó Maríasson
30 ára
Anna Kozlowska
Arnar Elís Ágústsson
Friðbjörg Jensdóttir
Júlíus Ágúst Jóhannesson
Mirela Prenga
Olga Kacianová
Ólafur Þór Ólafsson
Tara Lind Gísladóttir
Til hamingju með daginn
www.veislulist.is
Pinnaborð eru afgreidd í öskjum þar sem kaupand
i sér sjálfur um að raða þeim á föt eða tilbúnir á á b
orð á einnota
veislufötum. Sé veislan 150manna eðameira eru a
llar veitingar afhentar á einnota veislufötum.
Hólshraun 3 · 220Hafnarjörður · Símar: 555-1810, 565-1810
Fax: 565-2367 · Netfang: veislulist@veislulist.is · www.veislulist.isSkútan
PINNAMATUR
FYRIRÖLLTÆKIFÆRI
Þú getur lesið allt um
pinnamat og aðra rétti
á heimasíðu okkar
PINNAMATUR
Við val á veitingum þarf að hafa í huga á hvaða tím
a
dagsmóttakan er og hversu lengi hún á að standa.
Í “standandi” veislum er vinsælt að bjóða upp á t.d
fimm til sjö rétta pinnaborð.
Skoðið verðin á heimasíðu okkar
40 ára Viggó ólst upp á
Skagaströnd, býr á Akur-
eyri og er vélstjóri og
verkstjóri hjá Akureyrar-
bæ.
Maki: Guðmunda Ólöf
Guðmundsdóttir, f. 1977,
hjúkrunarfræðingur.
Börn: Marías Bjarni, f.
1998, og Fanney Krist-
veig, f. 2007.
Foreldrar: Heiðdís Björk
Sigurðardóttir, f. 1958, og
Marías Bjarni Viggósson,
f. 1957.
Viggó
Maríasson
40 ára Rúnar Þór býr í
Kópavogi, lauk kennara-
prófi við KHÍ og kennir við
Salaskóla.
Maki: Ágústa Arnardóttir,
f. 1978, sálfræðingur.
Synir: Tómas Örn, f.
2005; Hjalti Snær, f.
2008, og Kári Steinn, f.
2014.
Foreldrar: Bjarni Ingólfs-
son, f. 1950, fram-
kvæmdastjóri Vöku, og
Þórunn Kristjánsdóttir, f.
1951, læknaritari.
Rúnar Þór
Bjarnason
40 ára Emil ólst upp í
Keflavík, býr í Reykja-
nesbæ og starfar hjá
Toyota í Reykjanesbæ.
Maki: Anna María Jóns-
dóttir, f. 1980, sérfræð-
ingur hjá Amadeus.
Börn: Hafsteinn, f. 2006,
og Arna Dís, f. 2010.
Foreldrar: Hafsteinn Em-
ilsson, f. 1955, bílamál-
arameistari, og Helena
Hjálmtýsdóttir, f. 1957,
húsfreyja. Þau búa í
Reykjanesbæ.
Emil Hjálmtýr
Hafsteinsson