Morgunblaðið - 01.06.2016, Side 29
DÆGRADVÖL 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ 2016
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Hinn tilfinningalegi titringur sem þú
skynjar er ekki bara í höfðinu á þér. Slakaðu á
því þú getur vel haldið á þínum málstað án
þess að beita þvingunum.
20. apríl - 20. maí
Naut Varastu að dæma hlutina af fyrstu
kynnum því oft ber yfirborðið ekki með sér
hvað undir býr. Þú ættir að verja fé til breyt-
inga á heimilinu eða samverustunda með fjöl-
skyldunni.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Margar forvitnilegar hugmyndir
rekur á fjörur þínar, ekki láta þær úr greipum
ganga. Nöldur og neikvæðni drepa allt fram-
tak, temdu þér jákvæðara hugarfar.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Hikaðu ekki við að segja hug þinn,
hver sem á í hlut. Sýndu þó samstarfs-
mönnum skilning. Félagslífið er á fullu hjá þér
og mikið stuð í ástarmálum.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Leitaðu á vit góðrar bókar eða skemmti-
legrar bíómyndar ef þú ert eitthvað dapur.
Bráðum kemur betri tíð með blóm í haga. Þú
ættir að nýta tækifærið og bjóða vini heim.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Láttu ekki tilfinningarnar blinda þér
sýn í ágreiningi þínum við aðra. Vendu þig á
að svara skilaboðum strax. Það er ekkert
leiðinlegra en fólk sem lætur bíða eftir sér.
23. sept. - 22. okt.
Vog Nú reynir á sveigjanleika í samskiptum
þínum við nákomna. Vertu því ekki of hastur í
máli er þú svarar fyrir þig.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Fylgdu þínum innri manni í dag
til að koma betra skipulagi á líf þitt. Hjálp-
semi vermir hjartaræturnar og leiðir til vellíð-
unar. Taktu hlutunum bara með ró.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Notfærðu þér þann hæfileika
þinn að vera fundvís á missmíðir. Nú er rétti
tíminn til þess að losa sig við efnislega muni
sem trufla sálarró þína.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Með aðstoð frá vinum geturðu
klárað hluti sem hafa dregist á langinn. Þú
þráir ævintýri og spennu, hlustaðu á þinn
innri mann og stökktu af stað.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú hefur verið svo jákvæð/ur
undanfarið að þú verður hissa þegar þröng-
sýni fer í taugarnar á þér. Láttu helgi dagsins
sitja í fyrirrúmi.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það sem kann að vera í gangi núna er
tímabundið. Afbrýðisemi gæti skotið upp
kollinum í ástar- og vinasamböndum, hafðu
varann á.
Ólafur Stefánsson hefur skrifaðskemmtilega pistla á Leirinn,
sem hann kallar Undir Tindum. Hér
kemur sá fyrri: „Það er bæði fróð-
leikur og skemmtun að lesa ævi-
minningar Böðvars á Laugarvatni,
sem hann gaf út 1953, hálfáttræður,
og nefndi Undir Tindum. Þar rekur
hann líf sitt og margra samferða-
manna og lýsir af nákvæmni öllu
markverðu, hvort sem eru vinnu-
brögð, mataræði, byggingar eða
ferðalög.
Ég staldraði við þar sem hann seg-
ir frá því er hann fór fyrst til sjávar
sautján ára gamall. Það var mikil til-
hlökkun hjá ungum mönnum að
hleypa heimdraganum og fara í ver-
ið. Njóta meira frjálsræðis en í for-
eldrahúsum, hafa sína eigin mat-
arskrínu með kæfu, sméri og
hangiketi, kynnast öðru fólki og öðr-
um siðum. Þetta var manndóms-
vígsla.
Í verinu var ekki bara þrældómur
heldur líka reynt að skemmta sér í
landlegum, syngja, kveðast á eða
glíma.
Af Húnvetningi, lagsmanni sínum,
lærði Böðvar t.d. vísurnar
Hér er ekkert hrafnaþing,
hér er enginn tregi.
Farðu vel með Vatnsdæling,
vinur elskulegi.
Og:
Lifnar hagur, hýrnar brá,
hressist bragagjörðin.
Ó, hve fagurt er að sjá,
ofan í Skagafjörðinn.
Seinna komst Böðvar á skútu og
þar var líka kveðið:
Að sigla fleyi og sofa í meyjarfaðmi,
ýtar segja yndi mest
og að teygja vakran hest.
Einnig:
Rigning slær á hauðið hér,
hörund þvær á ýtum;
betra væri að bylta sér
á brúðarlærum hvítum.“
„Var út í Eyju eins og við köllum
það,“ skrifar Höskuldur Búi í Leir-
inn og er þá að tala um Grímsey í
Steingrímsfirði:
Blikar úa út við strönd
elta frúarstélið.
Gæsir fljúga, argar önd
Eyju dúar þelið.
Ingólfur Ómar yrkir af því tilefni
að nú er sumarið að ganga í garð:
Veröld ljómar drungi dvín
daga rómum langa.
Söngvar óma sólin skín
sumarblómin anga.
Ingólfur Ómar horfir út á Faxa-
flóa í kvöldsólinni:
Skartar eldi skýjaslóð
skærum röðulsgljáa.
Hugann fangar hafsins slóð
hrönnin töfrabláa.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Undir Tindum
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„HVERS VEGNA VILDI
HJÚKRUNARKONAN ÞÍN VITA UM
„NÁNUSTU ÆTTINGJA“ MÍNA?“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að veita stuðning
þegar hlutverkin skipta
um hendur.
EITTHVAÐ
ÁHUGAVERT
ÚTI?
EKKI SÍÐAN
ÉG KOM INN
HRÓLFUR VILDI AÐ
ÉG ÞAKKAÐI ÞÉR FYRIR
AÐ TAKA Á ÞIG SKELLINN
FYRIR HANN…
…OG HONUM ÞYKIR
LEITT AÐ HANN GAT
EKKI VERIÐ HÉRNA
Í DAG!¨
HVAR
ER
HANN?
HANN ER AÐ
EYÐA ÞÍNUM HLUTA
RÁNSFENGSINS Á
NÆSTA BAR…
Leiðbeininga-
bæklinga-
þjónustan
Farið inn
til að
fara út
Víkverji fór á mánudagskvöldið aðsjá San Francisco-ballettinn
flytja kafla úr ýmsum verkum í
Hörpu. Það er mikill fengur að heim-
sókn ballettsins. Helgi Tómasson
hefur verið þar við stjórnvölinn í rúm
þrjátíu ár. Ballettinn var í lægð þegar
hann varð listrænn stjórnandi ball-
ettsins en honum tókst fljótlega að
koma honum í fremstu röð og hefur
haldið honum þar síðan. Það er til
marks um hæfileika Helga hversu
lengi hann hefur stjórnað ballett-
inum.
x x x
Áður en Helgi fór til San Franciscoátti hann framúrskarandi 15 ára
feril hjá New York City-ballettinum.
Þegar hann kom fram í síðasta skipti
hjá ballettinum í janúar 1985, þá 42
ára gamall, skrifaði Anna Kisselgoff í
New York Times að hann kveddi með
sömu hógværð og reisn og einkennt
hefði allan feril hans. Þar dansaði
hann hjá einum helsta danshöfundi
20. aldar, George Balanchine. Skrif-
aði hún að með Helga hefði Balanch-
ine loks haft á að skipa nógu hæfi-
leikaríkum dansara til að útfæra
hugmyndir sínar fyrir karldansara í
klassískum dansi. „Með framúrskar-
andi tækni sinni og tign var hr. Tóm-
asson hið fullkomna dæmi um hinn
klassíska karldansara,“ skrifaði Kis-
selgoff.
x x x
Víkverji átti þess aldrei kost að sjáHelga dansa á sviði en fékk tæki-
færi til að sjá San Francisco-
ballettinn þegar hann kom til New
York og sýndi í viku á hans gamla
heimavelli 1991 og aftur í San Franc-
isco tveimur árum síðar.
x x x
Í Hörpu fóru skrif Kisselgoff í gegn-um huga Víkverja. Helgi hefur
ávallt haldið sig við hinn klassíska
ballett og kvöldið bar því vitni. Vík-
verji varð að láta sér nægja að
ímynda sér af hverju hann missti
með því að horfa á dansarana, sem
Helgi hefur mótað samkvæmt hug-
myndum sínum og sannfæringu, fara
á kostum á sviðinu. Þegar sýningunni
lauk steig Helgi á svið og kvað við
dynjandi lófatak. Áhorfendur risu úr
sætum og ætlaði fagnaðarlátunum
aldrei að linna. víkverji@mbl.is
Víkverji
Varpið allri áhyggju ykkar á hann því
að hann ber umhyggju fyrir ykkur.
(Fyrra Pétursbréf 5:7)
Allt fyrir eldhúsið
Allir velkomnir
Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi
Sími 540 3550 | progastro.is
Opið alla virka daga kl. 9–18.
Allt fyrir eldhúsið hjá Progastro
Heildarlausnir fyrir heimilið