Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.06.2016, Blaðsíða 34
FERÐALÖG Fæturnir eru mikilvægt farartæki á ferðalögum. Þvígetur verið gott að hafa frískandi fótakrem í töskunni
til að létta á tásunum á borgarrölti.
Berðu á fæturna á flakki
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.6. 2016
Sjá útsölustaði á www.heggis.is
SILKIMJÚKAR
hendur
FYRIR SÆLKERANN Tómt mál
er að tala um að í Svíþjóð sé ein-
ungis hægt að fá síld og kjötbollur
og hefur Stokkhólmur verið meðal
þeirra staða sem verið hafa í far-
arbroddi þegar kemur að hinni
margrómuðu norrænu matargerð. Í
Stokkhólmi má finna afbragðs veit-
ingastaði og þar ægir saman áhrif-
um víðsvegar að. Gildir þá einu
hvort um er að ræða dýra og flotta
veitingastaði eða fljótgerðan göt-
umat, ávallt leggja Stokkhólmsbúar
mikið upp úr hollustunni, jafnvel
þegar um skyndibita er að ræða.
Þeir sem vilja kynnast eldri mat-
arhefðum geta einnig gert það og
að sögn þeirra sem þekkja til má
víða finna á boðstólum einn bjarg-
vætta íslensks efnahagslífs. makríl,
auk kjötbolla og jafnvel hinn al-
ræmda surströmming, eða kæsta
síld sem geymd er í niðursuðudós
mánuðum saman. Hennar er þó
mest neytt í norðurhluta Svíþjóðar
og erfitt er að mæla með neyslu
hennar nema fyrir þá hörðustu.
Nálægðin við sjóinn gefur Svíum
auðvelt aðgengi að fersku sjávar-
fangi og víða um Stokkhólm má
finna afar frambærilega veitinga-
staði sem bjóða upp á fyrsta flokks
fiskmeti. Samhliða því leggja veit-
ingastaðir mikinn metnað í að bjóða
upp á kjöt þar sem viðskiptavinir
geta rakið upprunann og víða hægt
að spyrja þjónustufólk um það frá
hvaða býli viðkomandi kjötmeti
kemur. Um matargerðina í heild er
þó hægt að segja að auðvelt sé að
nálgast ljúffenga, fjölbreytta mat-
argerð og gjarnan er mikið lagt
upp úr framsetningu þeirra rétta
sem eru á boðstólum sem getur
gert góða máltíð enn betri.
LISTIR OG MENNING Hvert sem
litið er má sjá að í Stokkhólmi er
mikið lagt upp úr ásýnd borgar-
innar. Fullkomið jafnvægi er á milli
hins gamla og nýja þegar kemur að
húsagerðarlist. Stokkhólmur er
byggður á 14 eyjum og má segja að
hver þeirra hafi sinn sjarma og
kjarna.
Borgin er miðstöð stjórnmála,
viðskipta og lista og það má sjá á
samspili gamalla voldugra stofn-
anabygginga, spánýrra glerhýsa og
breytilegs arkítektúrs í aldanna
rás. Alltumlykjandi vatnið skapar
þessu umhverfi svo sérstöðu og
engu líkara en að hver eyja eða
tangi hafi sinn byggingarstíl.
Gnótt listasafna má finna í borg-
inni. Þar á meðal eitt stærsta safn
ljósmynda í heiminum, Fotogra-
fiska, Moderna sem hýsir nútíma-
list og hefur m.a. innanborðs klass-
ísk verk eftir Dalí, Picasso og
Matisse í bland við nútímalist, allt
frá poppkúltur til gjörningalistar.
Auk fleiri listasafna má nefna Vasa-
safnið sem er mest sótta safn
Skandinavíu. Þar má líta augum hið
svo til óskaddaða skip, Vasa, sem
sökk í jómfrúferð sinni á 17. öld. Þá
svíkur Nóbelsafnið engan. Þar má
finna fróðleik úr heimi vísindanna
og umfjöllun um Nóbelsverðlauna-
hafa.
Þeim sem hafa áhuga á léttmeti
tengt nútíma poppkúltur er bent á
ABBA-safnið þar sem hægt er að
láta leiða sig í gegnum feril hinnar
goðsagnakenndu hljómsveitar. Við-
komandi er þó bent á það að hann
þarf að finna sér annan ferðafélaga
en þann sem þetta skrifar ef hann
hyggst heimsækja safnið.
BÖRN Ólíkt því sem er í mörgum
öðrum höfuðborgum er algeng sjón
að sjá börn á vappi með foreldrum
sínum. Því er af nógu að taka þegar
kemur að afþreyingu fyrir ungviðið.
Sérstaklega má nefna eyjuna Djur-
Ljósmynd/AFP
Þegar á Stokk-
hólminn er komið
Sagt er að Birger Jarl hafi stofnað Stokkhólm til að vernda þáverandi aðalbæ
Svíaveldis, Sigtuna, og svæðið kringum Löginn frá innrásum og sjórræn-
ingjum. Um 1270 er Stokkhólmur nefndur í heimildum sem borg og mik-
ilvægasti bær Svía. Nú um 850 árum síðar blómstrar höfuðborgin og þar
þrífst iðandi mannlíf og leikur einn að nálgast það sem hugurinn girnist.
Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is
Synd væri að fara til Stokk-
hólms án þess að prófa að kæla
sig að sumri til í einu þeirra
vatna sem umlykja borgina.
Borgin er afar fögur á að líta og
samhliða er auðvelt að komast á
milli staða þar sem almennings-
samgöngur eru góðar auk þess
sem gaman er að rölta um borgina.