Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.06.2016, Blaðsíða 35
gården í þessu samhengi, sem er
þekkt fyrir margt annað en knatt-
spyrnulið bæjarins sem tapaði fyrir
Fram í Evrópukeppni bikarhafa ár-
ið 1990. Þar eru víða græn svæði
uppfull af spennandi ævintýrum
fyrir krakka.
Þar má meðal annars finna æv-
intýraheim í Junibacken sem er
safn tileinkað barnabókmenntum og
sérstaklega verkum Astrid Lind-
gren. Þar nærri er einnig skemmti-
garðurinn Gröna Lund, sem er ekki
stór en á mjög sérstökum stað þar
sem hann er byggður umhverfis
byggingar sem stóðu þar fyrir. Þar
nærri má einnig finna Skansen sem
er vinsælt safn í bland við dýra-
garð. Skansen var stofnað árið 1891
og sýnir ásýnd Svíþjóðar fyrir
iðnbyltinguna.
SKEMMTANALÍFIÐ Stokkhólmur
iðar af lífi á kvöldin og þar má víða
finna næturklúbba, diskótek, veit-
ingastaði og bari. Heimamenn segja
að ef maður hafi eitt kvöld til þess
að djamma þá ætti maður að sækja
Sturecompagniet. Staðurinn lítur út
eins og einhvers konar veislusalur
frekar en næturklúbbur og er á
þremur hæðum. Ólíkt því sem finna
má á Íslandi er gnótt staða sem
vilja laða til sín efnafólk.
Eins má finna staði heppilega til
að dansa á og Svíar virðast hrifnir
af sinni house-tónlist, eða teknó-
tónlist. Sú var í það minnsta upp-
lifun þessa blaðamanns af skemmt-
analífinu. Af öðrum áhugaverðum
skemmtistöðum má nefna Hells
Kitchen sem er með einhverskonar
dauða-þema og hvarvetna má líta
veggi skreytta beinum og höfuð-
kúpum. Þar má einnig finna bað-
herbergi ætlað báðum kynjum.
Algengt er að ungir Svíar fari
þangað og flottastir af öllum þykja
þeir sem panta sér kampavínsborð.
Einhverjir nýríkir komust þó í
fréttirnar fyrir nokkrum árum þar
sem þeir gerðu sér það að leik að
panta dýrar kampavínsflöskur og
biðja þjóninn að sturta þeim í vask-
inn. Svona eins og maður gerir.
SPENNANDI SAGA Eins og fram
hefur komið á Stokkhólmur sér
langa sögu. Auðvelt er að komast í
hvers kyns ferðir þar sem saga
borgarinnar er kynnt. Samhliða
getur verið afar skemmtilegt að
fara í bátsferð í kringum eyjurnar
og hlaupa yfir það helsta ritað hef-
ur verið í sögubækurnar.
VERSLUN Svíar hafa löngum verið
þekktir fyrir að vera framarlega á
sviði tísku. Auðvelt er að nálgast
helstu merkin en einnig er mikil
gróska í hvers kyns fatahönnun. Í
Stokkhólmi má finna vinsæla inn-
lenda framleiðendur sem eru í far-
arbroddi þegar kemur að henni
tísku gömlu.
ALMENNINGSGARÐAR Ef það
er eitthvað sem einkennir Stokk-
hólm þá eru það græn svæði og
vötn. Auðvelt er að verja degi í
Stokkhólmi án þess að greiða fyrir
það formúu og synd væri að fara
þangað án þess að synda í einu
vatna borgarinnar.
5.6. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 35
Í hugum flestra eru vatnsrennibrautagarðar
hugsaðir sem góð skemmtun í sólinni en Sví-
ar líkt og Íslendingar glíma við langa vetur
og í Västerås ákváðu menn að það væri engin
ástæða til þess að láta veðrið stöðva sig.
Vatnsrennibrautagarðurinn Kokpunkten er
sá eini sinnar tegundar á Norðurlöndum því
hann er innanhúss. Pláss er fyrir allt að 1.200
gesti í garðinum sem er innbyggður í 8 hæða
háa byggingu sem áður hýsti iðnaðarstarf-
semi. Ekki verður hjá því komist að dást að
hugkvæmninni við að nýta bygginguna á
þennan hátt en að sama skapi er nokkuð sér-
stætt að sjá fólk renna sér í salíbunuferðir við
þessar aðstæður. Á ólíkum hæðum má finna
ýmsa afþreyingu. Mest áhersla er lögð á
rennibrautirnar en einnig er hægt að bregða
sér í spa og njóta heitra potta og gufubaðs.
Þá má einnig finna leiksvæði sem hentar
þeim yngstu og þar eru ekki sömu ærslin og
við rennibrautirnar.
HÖFNIN Västerås stendur á bökkum Mäla-
ren sem er stórt stöðuvatn og við höfnina er
búið að byggja upp ferðaþjónustu fyrir þá
sem hafa áhuga á vatnasporti. Af nógu er að
taka fyrir þá sem vilja hraða og bæði er hægt
að fara í ferð á hraðskreiðum RIB-bát auk
þess sem búið er að gera einskonar þrauta-
braut fyrir þá sem vilja reyna sig á sjósleða.
SMÁHÚS Á MIÐJU VATNI Þeir sem vilja
frekar fara hægar um og njóta náttúrufeg-
urðarinnar geta farið í bátsferð um Mälaren
og meðal annars litið augum smágert hús
sem staðsett er á miðju Mälaren-vatni.
Ferðamönnum er boðið að gista í þessu sér-
stæða húsi sem er undir yfirborði vatnsins til
hálfs og að sögn þeirra sem gist hafa í þess-
um aðstæðum er hægt að sjá lífríki vatnsins
úr húsinu í gegnum glugga sem ná allan
hringinn. Eftir innkomu í húsið er farið um
lúgu og niður stiga þar sem aðstaðan er fá-
brotnari en sú sem fólk á að venjast á hót-
elum. Engu að síður er upplifunin engu lík og
flestir fara þaðan með bros á vör.
Vatnsrennibrauta-
garður innanhúss
Í um klukkustundar akstursfjarlægð frá Stokkhólmi er bær-
inn Västerås. Þar búa um 150 þúsund manns og mikill metn-
aður hefur verið lagður í að byggja upp ferðaþjónustuna. Á
svæðinu er auðvelt að komast í kynni við sænska náttúru og
þar má einnig finna vatnsrennibrautagarð innanhúss.
Hægt er að gista í þessu rauða smáhúsi sem
flýtur ofan á Mälaren. Húsið er undir yfirborð-
inu til helminga og hægt er að skoða lífríkið á
meðan maður gistir þar.
Gaman Kokpunkten er innanhúss-vatnsrennibrautagarður í Västerås. Garðurinn er á átta
hæðum og er byggður inni í gömlu iðnaðarhúsnæði.
Skammt frá Västerås má meðal
annars skoða tilkomumikla silfur-
námu í Sala. Náman er talin ein
sú best varðveitta í heiminum en
þar störfuðu námamenn við bág-
ar aðstæður í 400 ár. Sigið er um
150 metra niður í námuna og
þegar þangað er komið er eins
og tíminn standi í stað og allt-
umlykjandi myrkrið og þykkt
bergið gefur skýra innsýn í það
hvernig verið hefur að starfa við
þessar aðstæður. Í seinni tíð hef-
ur náman einnig verið nýtt undir
tónleikahald og blaðamaður
mátti til með að brýna raustina
og láta sönginn um Krumma í
klettagjá fylla einn námusalinn.
Ekki var flutningurinn til útflutn-
ings og leiðsögumaðurinn sem
var reyndar kona sýndi nær-
stöddum hvernig á að gera þetta
þegar hún söng gamalt sænskt
þjóðlag. Einn kimi námunnar hef-
ur einnig verið nýttur sem ráð-
stefnusalur og undir brúðkaup en
í námunni eru tveir salir sem
nýttir hafa verið undir hvers kon-
ar viðburði.
Hótelgisting í námunni
Þá er einnig í boði að gista í
einu skoti námunnar og fá við-
komandi morgunmat auk þess
sem þeir hafa talstöð við hönd-
ina ef eitthvað fer úrskeiðis eða
ef þeir vilja bara spjalla þegar
þeir verða einmana. Ávallt er
manneskja til taks á yfirborðinu
til þess að spjalla við þá sem nýta
gistinguna. Ferðafélagarnir höfðu
á orði að þeir gætu ekki hugsað
sér að gista þarna í myrkrinu
sem einungis er lýst upp með
daufri birtu. Þessi blaðamaður
gat hins vegar ekki annað en
orðið hugfanginn af tilhugsuninni
og hver veit nema hann bjóði
spúsu sinni þangað.
SALA-SILFURNÁMAN ÞYKIR EIN BEST VARÐVEITTA NÁMA HEIMS
Silfurnáman samanstendur af löngum göngum og tilkomumiklum sölum þar sem hljómburður er góður.
Erfitt er að finna sérstæðari gistingu
en í silfurnámunni Sala.
Eins og tíminn standi í stað