Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.06.2016, Blaðsíða 2
Í FÓKUS
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 5.6. 2016
Ritstjórn
Árni Matthíasson arnim@mbl.is Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Fiðringurinn fyrir EM er farinn að gera vart við sig. Nú eru bara örfáirdagar í að keppnin hefjist í Frakklandi og þúsundir Íslendinga ætla aðgera sér ferð þangað til að berja strákana okkar augum.
Afrek íslenska karlalandsliðsins í fótbolta er strax farið að vekja athygli.
Íslendingar sem búa í útlöndum kannast vel við það enda eru aðrar og stærri
fótboltaþjóðir forvitnar um það hvernig þessari litlu þjóð tekst að komast á
stórmót.
Sem fótboltamamma er mér umhugað um fyrirmyndir. Hluti af því að vera
í landsliði er að koma fram fyrir
hönd þjóðar sinnar, bæði fullorðinna
og barna. Fótbolti er vinsæl íþrótt á
Íslandi, bæði hjá stelpum og
strákum. Þessir krakkar þurfa
hetjur, aðrar en bara mömmu og
pabba. Það er því nærtækt fyrir þau
að horfa til landsliðsins, sem nú á
næstu vikum mun vera afar áber-
andi í fjölmiðlum.
Enginn er fullkominn og við meg-
um aldrei setja þá pressu á strákana
okkar að þeir geri allt rétt og stígi
hvergi feilspor. Þetta er líka lær-
dómsför og af mistökunum lærum
við eins og þekkt er.
En við getum gert þá kröfu að
þeir hafi það í huga hversu mörg lítil uppglennt augu stara á þá alla leið.
Krakkarnir munu sitja límdir við skjáinn ekki síður en fullorðna fólkið, og
mörg eru meira að segja sjálf á leiðinni með fjölskyldum sínum á EM í
Frakklandi.
Framkoma íslenska karlalandsliðsins gagnvart þessum hópi – krökkunum
sem horfa á þá með glampa í augum – skiptir ekki síður máli en frammi-
staðan á vellinum. Það er afrek út af fyrir sig að komast á EM í Frakklandi,
þótt auðvitað væri gaman að vinna leiki. En þetta afrek leiðir jafnframt af sér
einstakt tækifæri til að sýna ungum fótboltaaðdáendum hvað íþróttamanns-
leg hegðun þýðir. Íslenska liðinu verður líkt og öðrum liðum á mótinu fylgt
hvert fótmál. Og þá skiptir máli hvar er stigið niður. Vonandi verða strák-
arnir til sóma og hljóta ekkert nema aðdáun fótboltakrakka og foreldra
þeirra.
Krakkarnir horfa á EM með öðrum
hætti en fullorðna fólkið og það þarf
að virða þau sem áhorfendur líka.
Morgunblaðið/Eggert
Hetjuhlutverkið
má ekki gleymast
Pistill
Eyrún
Magnúsdóttir
eyrun@mbl.is
’Við megum aldrei setjaþá pressu á strákanaokkar að þeir geri allt rétt ogstígi hvergi feilspor. En við
getum gert þá kröfu að þeir
hafi það í huga hversu mörg
lítil uppglennt augu stara á
þá alla leið.
Ágústa Kristín Bjarnadóttir
Já, auðvitað. Ég ætla að fylgjast
með leikjunum heima og á Ítalíu.
SPURNING
DAGSINS
Ætlar þú
að fylgjast
með EM?
Sævar Garðarsson
Ég fylgist bara með með öðru aug-
anu.
Atli Ingibjargar Gíslason
Já, ég ætla að fylgjast með heima í
Grímsnesi.
Margrét Finnbogadóttir
Já, ég fer til Frakklands og fer á alla
þrjá leikina til þess að styðja bróður
minn, Alfreð Finnbogason. Ég fer
samt heim fyrir úrslitin.
Ritstjóri Davíð Oddsson
Ritstjóri og framkvæmdastjóri Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Morgunblaðið/Eggert
SIGURBJARTUR STURLA ATLASON
SITUR FYRIR SVÖRUM
Forsíðumyndina tók
Ófeigur
Rapparinn Sturla Atlas er í hljómsveitinni 101 boys. Hún hefur
nýverið gert myndband við lagið Vino af nýjustu mixtape-útgáfu
sinni SEASON 2 sem kemur út í júní. Hljómsveitin mun spila á
Secret Solstice og Þjóðhátíð í Eyjum í sumar.
Af hverju kallið þið ykkur bæði
101 boys og Sturla Atlas?
„Sturla Atlas er stytting á nafninu mínu og er jafn-
framt tónlistarnafnið mitt. 101 boys er nafnið á
hljómsveitinni þó svo að Sturla Atlas hafi kannski
fest meira í fólki og því kallar það oft hljómsveitina
því nafni.“
Hefur þú verið virkur
í rappinu lengi?
„Ég hef verið í þessu í eitt ár núna. Var í rapp-
hljómsveitinni 101 Rapp þegar ég var 8 ára reyndar,
en hún var ekkert gríðarlega langlíf.“
Í nýja myndbandinu ykkar sækið
þið einhvern gaur á Litla-Hrauni,
hver er það og af hverju?
„Við erum að sækja Gumma vin okkar. Við erum að
vinna með myndmál sem fólk verður bara að reyna að
lesa út úr.“
Hver var tilgangurinn með vatnsflöskunni
sem þið sýnduð á Hönnunarmars?
„Við höfum verið að vinna með að stækka útgáfuna okkar, gefa
sem sagt út tónlist, ásamt fötum og öðrum varningi. Þetta var
liður í því.“
Hvað er framundan hjá hljómsveitinni?
„Við erum nýbúin að gefa út þriðja mixtape-ið okkar, SEASON
2, og svo spilum við á tónleikum hér og þar í sumar, Secret Sol-
stice og Þjóðhátíð í Eyjum meðal annars.“
Hvað gerir þú annað en að rappa?
„Ég er að ljúka við leikaranám í Listaháskólanum núna í júní
og svo er maður bara að gera hitt og þetta, er til dæmis að fara
að mála nýju íbúðina hans pabba á eftir.“
Sturla Atlas
rappar og
málar