Morgunblaðið - Sunnudagur - 05.06.2016, Blaðsíða 41
5.6. 2016 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 41
Það verður mikið um að vera í Al-
þýðuhúsinu á Siglufirði um helgina.
Þar stendur yfir sýning Kristjáns
Guðmundssonar og 4. júní kl. 20
heldur Unnur Malín Sigurðardóttir
sína fyrstu sólótónleika. Á sunnu-
dag kl. 15.30 mun Gunnlaugur
Guðleifsson flytja erindi um ljós-
myndaáhuga sinn.
Jón Óskar opnar myndlistar-
sýninguna Rotman/Reykjavík í
listhúsi Ófeigs á
laugardaginn kl.
15. Jón er málari
stórra flata og
stærð hefur
alltaf verið
órjúfanlegur
hluti af tján-
ingarmáta
hans og
verður
forvitnilegt
að sjá hvern-
ig hann nýtir
rými Ófeigs.
Eilíf endurkoma: Kinkað kolli til
Kjarvals nefnist viðburðaröð á
Kjarvalsstöðum þar sem lista-
menn segja frá og sýna gjörninga
og myndverk. Hún hefst 5. júní
kl. 14 og mun Guðrún Krist-
jánsdóttir deila með gestum
Kjarvalsstaða minningum sínum
um Kjarval frá því að hún var barn.
Einn ástsælasti tónlistarmaður
þjóðarinnar, Mugison, mun leika
lög sín í Kassanum í Þjóðleikhús-
inu í sumar og syngja þau bæði á
íslensku og ensku. Einir slíkir
tónleikar fara fram á sunnudag-
inn, 5. júní, kl. 20.30 og fer
miðasala fram á vef Mugison,
mugison.com.
Listahátíð í Reykjavík lýkur á
sunnudag, 5. júní, og því seinustu
forvöð að sækja viðburði hennar
að undanskildum myndlistarsýn-
ingum sem halda áfram. Einn við-
burða hátíðarinnar er leiksýningin
Sími látins manns sem sýnd
verður í dag, laugardag, kl. 20.30 í
Tjarnarbíói.
MÆLT MEÐ
Grunnur að góðum viðskiptum
Hafsjór af þekkingu
Sérhæfum okkur í sölu:
• Fyrirtækja
• Aflaheimilda
• Skipa og báta
Hamraborg 1 • Kópavogur • Sími 560 0000 • www.safir.is • safir@safir.is
Djassinn mun duna á laugardögum
í sumar á veitingastaðnum Jóm-
frúnni, líkt og verið hefur sl. 20 ár.
Sumarið 2016 er því það tuttugasta
og fyrsta sem Jómfrúin býður þeim
sem heyra vilja upp á ókeypis sum-
artónleika.
Líkt og undanfarin ár sér Sig-
urður Flosason saxófónleikari um
dagskrárgerð tónleikaraðarinnar og
kynningu á henni og verða tón-
leikar haldnir alla laugardaga út
ágúst.
Danska djasssöngkonan Sinne
Eeg ríður á vaðið í dag og heldur
tónleika með tríói skipuðu íslensk-
um tónlistarmönnum sem hefjast
kl. 15. Eeg er af mörgum talin
fremsta djasssöngkona Dana um
þessar mundir, að því er fram kem-
ur í texta frá Sigurði og með henni
leika Eyþór Gunnarsson á píanó,
Þórður Högnason á kontrabassa og
Einar Scheving á trommur. Þau
munu flytja vel valda djassstand-
arda.
„Það fer vel á því að hefja tutt-
ugasta ár tónleikaraðar dansks
veitingahúss í Reykjavík með
dansk-íslensku verkefni,“ segir Sig-
urður um tónleikana sem fara fram
utandyra á Jómfrúartorginu og
verða um tvær klukkustundir að
lengd.
Sinne Eeg er af mörgum talin fremsta
djasssöngkona Dana.
Dansk-
íslensk-
ur djass
Sumardjasstónleikaröð
Jómfrúarinnar hefst
í dag með tónleikum
dönsku söngkonunnar
Sinne Eeg og
íslensks tríós