Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.05.2003, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 08.05.2003, Blaðsíða 2
FRETTIR 12 sektaðir fyrir að hlusta á Davíð! Ríkissjóður á eftir að hagnast talsvert á borgarafundi Sjálf- stæðisflokksins sem fram fór í Stapanum á íostudags- kvöld þar sem lögregla kærði ökumenn 12 bifreiða fyrir ólöglega lagningu bif- reiða sinna í nágrenni við Stapann. Aðalgestur fundar- ins var Davíð Oddsson for- sætisráðherra en um 300 manns voru samankomnir í Stapanum af þessu tilefni. Hunangsfluga handtekin í Keflavík Um fimmleitið á sunnu- dag óskaði stúlka i Keflavík eftir aðstoö lögreglu vegna geitungs sem kominn var inn í stofu hjá henni. Lögreglumenn voru sendir á staðinn og losuðu stúlkuna við hinn óboðna gest, en í ljós kom að gestur- inn var vinaleg hunangs- fluga. Þess ber að geta að ýmsir pöddusérfræðingar hafa spáð því að sumariö verði mikið „pöddusumar” og því ljóst að álag á lög- reglumenn hjá embættinu mun aukast til muna. Ekki eru fréttir af því hvort hin vinalega fluga hafi fengið tiltal frá lögreglunni og hún vinsamlega beðin um að halda sig ffá viðkomandi heimili. 50 landgönguliðar á förum: Fækkun í Varnarliðinu á KeflavíkurfI ugvel I i Landgönguliðar fiotans á Keflavíkurflugvelli sem annast hafa ákveðna þætti öryggisgæslu ó Keflavíkurflugvelli eru á tör- um af landi brott. Að sögn Friðþórs Eydal upplýsinga- fulltrúa Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli eru ástæður þessa breytingar sem orðið hafa á skipulagi öryggisgæslu Varnarliðsins á undanförnum árum. Enn- fremur er um að ræða end- urskipulagningu á iiðsafla landgönguliðs Bandaríkja- flota sem miðar að því að uppfylla kröfur flotans um sveigjanlegri liðsafla fremur en staðbundnar liðssveitir. Liðsmenn landgönguliðsins hafa um allangt skeið verið um 50 talsins á Keflavíkurflugvelli og segir Friðþór að flestir séu þeir einhleypir ungir menn. f sumar munu siðustu land- gönguliðamir hverfa til annarra starfa í Bandaríkjunum. Ör- yggis- og löggæsla á vegum vamarliðsins er áfram í hönd- um öryggislögreglu flotans og flughersins og hefur verið unn- ið að þessu máli í samráði við vamarmálaskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins. Grafið á sunnudegi Það er ekki slegið slöku við hjá verktökunum sem vinna við breikkun Reykjanesbrautarinnar. Á sunnudegi er verið að grafa og hefur verkið gengið mjög vel frá því framkvæmdir hófust í vetur. Nýlega ákvað Vegagerðin að flýta breikkun á 3,5 km. kafla t átt að Vogum, en gert hafði verið ráð fyrir því að sá kafli yrði breikkaður árið 2004. Ferskasta blaðið á Suðurnesjum í sumar! Ungir rauð- magasölumenn í Sandgerði Þau eru ung krakkarnir sem draga kerru á eftir sér um götur Sandgerðis þessa dagana og bjóða íbúum upp á rauðmaga. Viktor, Anna Sif og Pétur Snær draga for- láta kerru á eftir sér sem er full af rauðmaga og þau selja stykkið á 50 krónur. Þeim gekk vel í gærkvöldi en þá seldu þau 30 rauömaga, en salan var ekki eins góð í kvöld. Þau ætla að setja peningana sem þau vinna sér inn með þessu móti í bauk- inn og svo inn á banka. Rauð- magann fá þau frá afa Viktors og voru þau himinlifandi með það. Það er bara vonandi að íbúar Sandgerðis taki vel á móti þess- um ungu athafhamönnum þegar þau banka á dyrnar og bjóða rauðmaga. Mörg umferð- arlagabrot Síðustu daga hefur Lögreglan í Keflavík haft afskipti af mörg- um ökumönnum á Suður- nesjum vegna umferðar- lagabrota. Nokkuð margir ökumenn hafa verið stöðvaðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanes- braut og þó nokkrir yfir 120 km. hraða, en á Reykjanes- braut er 90 km. hámarkshraði. Einnig voru nokkrir kærðir- fyrir að nota ekki bílbelti .og að nota ekki handfrjálsan búnað. Hjálmanotkun hjá börnum ábótavant Dagana 28. og 29. aprfl gerðu lögreglumenn á Suðurnesjum könnun á notkun reiðhjóla- hjálma við þrjá skóla, Sand- gerðisskóla, Holtaskóla og Njarðvíkurskóla. f þessari könnun kom í ljós að 10 börn komu á reiðhjólum í Sandgerðisskóla og voru að- eins 3 með hjálm. 21 barn kom á reiðhjóli í Holtaskóla og voru aðeins 4 þeirra með hjálm. 6 aðilar mættu á reiðhjóli í Njarðvíkurskóla og þar af 1 kennari og 5 nemendur. Kennarinn var með hjálm ásamt einum nemanda. Ljóst er að hjálmanotkun er ekki nægilega mikil en sam- kvæmt ofangreindri könnun voru innan við 25% þeirra sem komu á reiðhjólum í skólann með hjálm sem er alls ekki nógu gott. Nokkrir skoðað húsnæði BYK0 að Fitjum Nokkrir aðilar hafa skoðað húsnæði BYKO að Fitjum í Njarðvík, en starfsemi verk- smiðjunnar var hætt sl. vet- ur. Að sögn Bjarna Jónssonar umsjónarmanns fasteigna BYKO er húsnæðið á sölu og segir hann það vera ljóst að það muni seljast. í janúar sl. var öllum starfsmönnum Glugga- og hurðaverksmiðju BYKO í Njarðvík sagt upp störfum vegna flumings verk- smiðjunnartil Lettlands. KJÓSUM VÍKURFRÉTTIR f HVERRI VIKU! Lyf & heilsa kaupir Apótek Keflavíkur Lyf & heilsa hefur fest kaup á Apóteki Keflavík- ur. Með kaupunum styrkir Lyf & heilsa sig enn frekar í sessi sem leiðandi keðja í smásöluvcrslun með lyf og tengdar vörur. Þá er Ijóst að með þessum kaupum mun hagkvæmni í rekstri aukast enn frekar og neytendur fá enn fjölbreyttara úrval en áður á hagkvæmu verði. Apótek Keflavíkur hóf starfsemi í febrúar árið 1951 og er þekkt fyrir sína persónulegu þjónusm, mikið úrval heimsþekktra snyrti- vömmerkja og gott úrval heilsu- og hjúkrunarvara. Samhliða rekstri Apóteks Kefla- víkur mun Lyf & heilsa reka lyfjaútibú frá apótekinu í Garði, Sandgerði ogVogum. Lyf & heilsa hf. er verslunar- og ráðgjafafyrirtæki sem leggur áherslu á þjónustu við viðskipta- vini á öllum sviðum sem tengjast heilsu, heilbrigði og lífsgæðum. í dag rekur Lyf & heilsa hf. 28 lyfjaverslanir undir vörumerkjun- um Lyf & heilsa og Apótekarinn. Þar af eru 18 á höfuðborgar- svæðinu, 5 á Suðurlandi, 3 á Norðurlandi, 1 á Vesturlandi og 1 á Suðumesjum. 2 VÍKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.