Víkurfréttir - 08.05.2003, Blaðsíða 33
m
UÐURKJORDÆMI
Alþingiskosningíir 2003
VIÐ AÐ STANDA SAMAN!
HVERS VEGNA ÉG
STYÐVG
NÚ VERÐUM
✓
n öflugs útflutnings, án
góðra atvinnutækifæra
er til lítils að tala um
peninga til að hjálpa þeim sem
minnst mega sín. Það væru ein-
faldiega engir pening-
ar til að veita. Það eru
ekki aliir sjálfstæðis-
menn uppteknir alia
daga við að hugsa um
þá sem minna mega
sín, slík fullyrðing
væri bull. Því sumir
þeirra eru gagnteknir
af því að efla atvinnu-
tækifærin. En þeir
eru margir okkar sem koma
þannig með einu raunhæfu
lausnirnar í þágu þeirra sem
minnst eiga. Við sköpum at-
vinnutækifæri og við styðjum
þá sem verða undir. Það er sá
Sjálfstæðisflokkur sem ég styð
og það er sá flokkur sem Davíð
Oddsson veitir forystu.
Ég var í hópi þeirra sem hvöttu
Davíð Oddsson í formannsfram-
boð á sínum tíma og því hef ég
aldrei séð eftir. Þau nýju framboð
og stefnumál sýna enn meiri þörf
fyrir að Davíð Oddsson verði
áfram í forystu. Ég hvet ungt fólk
til að sleppa ekki því tækifæri
sem það hefur til að tryggja
áframhaldandi forystu hans í rík-
isstjóm.
Þeir sem tala gegn Sjálfstæðis-
flokknum skella skollaeyrum við
staðreyndum um að allir viður-
kenndir mælikvarðar, sem eiga
að hjálpa okkur að bera saman
stöðuna á milli þjóða, sýna að Is-
land er að komast efst á þessa
mælikvarða, ef það er
ekki þegar komið efst.
Við sem stöndum í
forsvari atvinnumála
hjá Reykjanesbæ finn-
um hvernig lækkun
tekjuskatts á fýrirtæki
hefur aukið áhuga er-
lendra fýrirtækja á að
koma hingað, sbr. stál-
pípuverksmiðjuna í
Helguvík. Bæði Samfýlking og
Vinstri grænir voru ekkert hrifnir.
Frjálslyndir hafa enga skoðun á
þessu, þeir eru bara kvótaand-
stæðingar, sem eru meira að
segja farnir að draga í land að
þeir vilji algerlega afhema kvót-
ann. Þeir em með villandi mál-
flutning.
Hér er kaupmáttur með mesta
móti, skólakerfið gott og almenn
velmegun. Alltaf má betur gera.
En við gerum það ekki með því
að koma á ríkisstjóm sem leggur
bara áherslu á að koma Davíð
Oddssyni frá og reyna síðan að
tjasla saman málefnaskrá.
Vinstri flokkamir em Samfýlk-
ing og Vinstri grænir. Framsókn
er á miðjunni eins og vanalega,
Fijálslyndir em með mjög óljósar
línur en segjast ætla að starfa
með vinstri stjóm. Sjálfstæðis-
flokkurinn spannar litrófið frá
miðjunni og til hægri. Ef þú ert á
þessu bili, þá hvet ég þig til að
kjósa x-D.
I 5. sæti á lista okkar í Suðurkjör-
dæmi er Böðvar Jónsson, for-
maður bæjarráðs Reykjanesbæj-
ar. Ég hef starfað með Böðvari
s.l. 5 ár í bæjarstjórn. Hann er
duglegur og skynsamur. Við
megum fagna því að hann er
reiðubúinn að vinna fýrir okkur
sem alþingismaður, ef hann fær
stuðning til. Styðjum unga fólkið
okkar, sem hefur sýnt að það er
traustsins vert.
Þorsteinn Eriingsson,
skipstjóri og bæjarfulltrúi
Fylgist mcð
kosninga-
íjörinu á
i i. is
- eftir Sævar Bjarnason
Eg gerðist stuðnings-
maður VG fljótlega
eftir stofnun hreyfing-
arinnar enda höfðar hún til
flestra þeirra þátta sem ég
aöhyllist í stjórnmálum.
Mestan áhuga hef
ég á velferðarmál-
um, þ.e. heilbrigðis-
máium og mennta-
máium og tel að
þau eigi að vera að-
gengileg fyrir alla
óháð efnahag og
uppruna. Einnig
jafnrétti kynjanna,
t.d. í iaunamáium,
og þar verðum við að taka
okkur tak því kannanir sýna
þróun til meiri og meiri mis-
skiptingar.
I skattamálum eigum við að
létta byrði af þeim sem lægst
hafa launin. Það er ekki eðli-
legt að verið sé að taka tekju-
skatt af 80-100 þúsund króna
mánaðarlaunum. Síðast en
ekki síst verður að nást sátt í
fiskveiðimálum. Það
er ekkert eðlilegt að
örfáir einstaklingar
sitji að öllum veiði-
kvóta og aðrir komist
þar ekki að vegna
svimandi verðs á
aflaheimildum sem
fiskveiðistjórnunin
hefur leitt af sér.
Höfundur er bæjarstarfs-
maður í Reykjanesbæ og í
18. sæti framboðslista Vinstri
grænna.
Auglýsingasímiim
er 4210000
TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN • WWW.tmhf.iS
ÖRYGGI
Gleðidagur
hjá TM
Þaö er komið sumar og stutt í brosið hjá öllum. Af því tilefni tökum við hjá
TM vel á móti þér og þínum að Hafnargötu 31 í Reykjanesbæ og við
Samkaup í Grindavík, föstudaginn 9. maí kl. 16-19.
Við hjá TM fögnum fjölbreytni og hvetjum þig því til að koma og kynnast öllu
sem við getum gert fyrir þig með TM-Öryggi. Við bjóðum einnig upp á léttar
veitingar, skemmtilegar uppákomur og sannkallaða gleðistemmningu.
Viö erum öðruvísi af því að þið eruð öðruvisi.
VÍKURFRÉTTIR 19.TÖLUBLAÐ FIMMTUDAGUR 8. MA( 2003 33