Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.05.2003, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 08.05.2003, Blaðsíða 20
••••••••••••••••••••••••••••• Þingsályktunartillögur: Um skipan nefndar til að meta kosti og galla færeyska fiskveiði- stjórnunarkerfisins. Um ferðasjóð íþróttafélaga. Um styrktarsjóð námsmanna. Um skípulagða áfallahjálp í sveitarfélögum. Um flutning starfa Ferðamálaráðs til aðila innan ferðaþjónustunnar. Um áframeldi á þorski. Um bann við flutningi jarð- efnaeldsneytis eftir Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi. Um mörkun stefnu um vistvænt eldsneyti á íslandi. Um að fundargerðir stjórna og ráða á vegum ríkisvaldsins verði vistaðar á heimasíðum þeirra stofnana er undir þær heyra. Um samstarf björgunarsveita og Landhelgisgæslunnar, Fiskistofu og Siglingastofnunar. Um tilraunir með brennsluhvata. Um hættu af völdum bensín- og olíu- flutninga um Reykjanesbraut. Um öryggi á miðhálendi íslands. Um kaup á kvikmyndum Óskars Gislasonar. Um stefnumótun stofnana í eigu ríkisins varðandi vistvæn ökutæki. Umskipan nefndartilað auka aga í skólum landsins. Um styrktarsjóð námsmanna. Um stofnun Menningarráðs fslands. Um notkun rafknúinna farartækja á íslandi. Um notkun vetnis í vélum fiskiskipaflotans. Um endurskoðun kennsluhátta. Um bætta skattheimtu ogtengsleignamyndunar við tekjuskatt og útsvar. Um opinberan stuðning við starfsþjálfun ífyrirtækjum. Um könnun á nýtingu Krýsuvíkursvæðis. Um breytta starfshætti Alþingis. Byrgið: Hjálmar er einn verndara Byrgisins. Hann hefur staðið við bakið á þeim hvað varðar húsnæði, afgreiðslu á Alþingi og sitthvað fleira. í Byrginu ferfram ómetanleg aðstoð við einstaklinga sem orðið hafa fyrir barðinu á ofneyslu fíkniefna og áfengis. Nú er búið að tryggja Byrginu varanlegt húsnæði að Efri-Brú og rekstrarsamningvið ríkið. Undri: Eitt af merkilegri nýsköpunarfyrirtækjum landsins er Undri í Njarðvík sem Sigurður Hólm og Eygló byggðu upp. Hreinsiefni unnið úr mör -skilar afar góðum árangri og er algjörlega vistvænt. Útflutningur er hafinn. Plastmótun: Fyrirtækið Plastmótun að Læk í Ölfusi er einstakt í sinni röð. Þar er plast endurunnið með vistvænum orku- gjöfum og framleiddirýmsir nytjahlutir úr þeim í stað þess að brenna plastinu með þeim umhverfisáhrifum sem slíkt hefur. Að Læk er nú farið að endurvinna plast frá Færeyjum og nágrannalöndum. Byggingakubbarfrá Plastgerð Suðurnesja sækja hráefni að Læk. Plastverk: Ein af byltingum í skipasmíði hefur litið dagsins Ijós í Sandgerði með þrístefna bátum frá Plastverki Gústafs Ólafssonar. Hönnun þessa báts gjörbreytir öllum hreyfingum skipsins til hægðarauka fyrir sjómenn. Hér kann að rísa upp öflug framleiðsla fyrir innlenda sem erlendan markað. Vatn í Flugstöð Leifs Eiríkssonar: Svo einkennilega sem það hljómar þá hefur FLE ekki haft hreint drykkjarvatn upp á að bjóða heldur klórblandað. Kemur það sér illa fyrir starfsfólk að ekki sé minnst á ferðamenn sem skilja ekkert í "hreina og íslenska vatni". Hjálmar tók málið upp á þingi og hefur fylgt því eftir síðan. Nú hefur stjórn FLE ákveðið að sjá til þess að hreint drykkjarvatn verði lagt í FLE og næsta nágrenni. Nikkel: Hjálmar tók skil á Nikkel-svæðinu upp á Alþingi og hefur lagt mikla vinnu í að fylgja því eftir ásamt öðrum - ekki sístGuðmundi Péturssyni. íbúum Reykjanesbæjartil mikillar ánægju hafa þessi skil farið fram. Ósabotnavegur: Hjálmar Árnason og Guðmundur Pétursson hafa lagt mikla vinnu í að gera Ósabotnaveg að veruleika. Samningar hafa tekist við Varnarliðið, Utanríkisráðuneytið og Vegagerðina. Ósabotnavegur verður lagður ekki síðar en árið 2004. Opnast þá loks langþráð ferðamannaleið milli Hafna og Sandgerðis. Flugminjasafn Suðurnesja: Hjálmar er formaður undirbúningshóps að Flug- og söguminnjasafni Suðurnesja. Ætlunin erað koma upp öflugu og lifandi safni um sögu flugsins í samstarfi við Arngrím Jóhannsson, Flugleiðir, Varnarliðið, Flugvirkja- félagið, Reykjanesbæ og fjölmarga aðra aðila. Hér getur orðið öflugt safn sem dregur marga gesti að. Barnaspítali Hringsins: Eftir áralanga baráttu var loksins lokið við að byggja sérstaklega fyrir Barnaspítala Hringsins. Hjálmar varformaður bygginganefndar. Viðbygging FS: Fyrir rúmum 10 árum stýrði Hjálmar viðbyggingu að FS. Farin var ný leið í opinberum framkvæmdum en verkinu lauk með góðri byggingu og verulegum sparnaði fyrir sveitarfélögin. Því var aftur leitað til Hjálmars fyrir þremur árum um að stýra bygginganefnd næstu við- byggingar. Samningar hafa tekist við ríkið og hefur verkið verið boðið út. Áætluð vígsla 2.800 fermetra byggingar er áætluð í lok árs 2004. Sjómannalög: Hjálmar flutti frumvarp og fékk samþykkt á Alþingi þess efnis að sjómenn, sem lenda í sjóskaða, tapa ekki laun- um samtímis ef þeir eru svo lánsamir að bjargast. Tilefn- ið var hörmulegur sjóskaði skips af Suðurnesjum og kom í Ijós að gömlu lögin gerðu ráð fyrir þessu óréttláta ákvæði. Frumvarpið er orðið að lögum og er mikil bót fyrir sjómenn. 2 AUGLÝSING FRÁ STUÐNINGSMÖNNUM HJÁLMARS ÁRNASONAR

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.