Víkurfréttir - 08.05.2003, Blaðsíða 14
Líflegt
kosninga-
sjónvarp á
Stöð 2
Kosningavaka Stöðvar
2 hefst formlega
klukkan 20:30 á laug-
ardag. I raun má segja að
kosningavakan hefjist með
fréttum klukkan 18:30 því
bein útsending verður frá
myndveri Stöðvar 2 frá upp-
hafi fréttatímans. Beinar út-
sendingar verða frá kjör-
stöðum um allt land og sam-
tímis frá kosningahátíðum
allra flokka.
Páll Ketilsson mun fylgjast
með talningu á Selfossi fyrir
Stöð 2 og Bylgjuna þar sem
atkvæði greidd í Suðurkjör-
dæmi verða talin. Fjölbreytt
skemmtidagskrá verður á dag-
skrá og munu hijómsveitimar
írafár, I svörtum fotum, Land
og synir, Hundur í óskilum og
Þrjár systur koma fram.
Einnig munu strákarnir úr
Popptíví vera með uppákomu.
Kosningasjónvarpið mun vara
fram eftir nóttu. Þór Jónsson
varafréttastjóri fréttastofu
Stöðvar 2 er umsjónarmaður
kosningavöku Stöðvarinnar
og sagði hann í samtali við
Víkurfréttir að fréttamenn
stöðvarinnar yrðu mjög hreyf-
anlegir. „Við leggjum áherslu
á að þetta verði skemmtilegt
og ekki síður fróðlegt. Við
munum nota þá möguleika
sem myndræn framsetning
bíður upp á til hins ýtrasta og
birta súlurit og aðrar myndir
varðandi möguleika um
stjómarsamstarf og fleira. Það
verður gestkvæmt hjá okkur
og við munum spá í spilin
með þingmönnum, formönn-
um flokkanna og fleiri aðil-
um.“ Kosningavaka Stöðvar 2
verður sjónvarpað í gegnum
gervihnött og gefur þar með
25 þúsund íslendingum bú-
settum erlendis tækifæri á að
fylgjast með kosninganóttinni
á Islandi.
Miklu, miklu meira
á Netinu! www.vf.is
W 7
i r
uiHRKjoimmii
Aiþingiskosningar 2003
nda
Dagbók Jóns Gunnarssonar hjá Samfylkingunni
Miðvikudagurinn 30. apríl
Sæeyru til Japans og launaútreíkningur um nótt.
Varð að sleppafm skrifborðinu fyrir kl. 09:30
Vaknaði kl. 05:00 og var kominn til
starfa í Sæbýli kl 05:30, en það lágu
fyrir nokkuð mörg verkefni á skrif-
borðinu sem þurfti að sinna áður en farið
yrði á vinnustaöi til fundar við kjósendur.
Um nóttina höfðu komið inn nokkrir
tölvu-póstar frá Japan þar sem verið var
að panta sæeyru og spumingar um mögu-
Iegan útflutning næsta hálfa mánuöinn.
Ég sá að ég varð að forgangsraða verkefn-
um ef mér ætti að takast að sleppa frá
skrifborðinu til að mæta í Njarðvíkurskóla
kl. 09:30 eins og búið var að lofa. Ég byrj-
aði á að reikna út laun starfsmanna fyrir
apríl mánuð því það gat alls ekki beðið
betri tíma, þau yrði að borga út hvað sem
tautaði og raulaði með kosningabaráttu.
Starfsmenn mættu í vinnu kl. 07:00 og
hálftíma notuðum ég og stöðvarstjórinn í
Sæbýli, til að fara yfir stöðu og verkefni
dagsins. Búinn að Ijúka þvi allra nauðsyn-
legasta kl. 08:00 og mættí á kosningaskrif-
stofu Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ tíl
fundar við kosningastjórann og Brynju
Magnúsdóttir þar sem við fórum yfir
vinnustaða heimsóknir dagsins.
I Njarðvíkurskóla var vel tekið á móti okkur
og áttum við góðan fund með starfsfólki þar
og fórum síðan í Sparisjóðinn í Njarðvík þar
sem við settumst í kaffi með starfsfólki og
spjölluðum um átakalínurnar í pólitíkinni.
Litum síðan inn á VíkurfTéttir og þræddum
smærri vinnustaði til kl. 12:00. Þegar þama
var komið sögu voru garnirnar farnar að
gaula og skelltum við okkur í mat til meist-
arakokkanna í Matarlyst og notuðum tækifær-
ið til að hitta talsverðan fjölda sem þar snæðir
hádegismat.
Of langt mál yrði að telja upp alla þá vinnu-
staði sem við heimsóttum eftir hádegið en
allsstaðar var vel tekið á móti okkur og auð-
séð að fólk hafði mikla þörf fýrir að spyrja út
í fjölda mála í aðdraganda kosninganna.
Helst var talað um ástandið í heilsugæslu,
skattamál, kolvitlaust kvótakerfi og þá stað-
reynd að kominn væri tími til þess að til yrði
raunverulegur valkostur við Sjálfstæðisflokk-
inn í íslenskum stjórnmálum. Ótryggt at-
vinnuástand og jafnrétti kynjanna var líka
talsvert í umræðunni.
Vinnustaða heimsóknum lauk um kl 17:00 og
settumst við þá á fiind með starfsfólki kosn-
ingabráttunnar þar sem farið var yfir næstu
daga. Komst heim í kvöldmat um kl. 19:00
og gleypti í mig yfir fréttunum. Enginn fund-
ur var planaður um kvöldið og því komst ég í
vinnuna aflur um kl: 20:00 þar sem ég gekk
frá útflutningspappírum vegna næstu send-
inga af sæeyrum og sandhverfu til kaupenda
eriendis og svaraði flölda skilaboða sem lágu
fýrir.
Heim var ég kominn um kl. 22:00 og gat boð-
ið dótturinni góða nótt fýrir svefhinn ásamt
því að svara fjölda fólks sem sent hafði mér
tölvupóst heim. Ég þurfti einnig að sinna
greinaskrifum í næstu blöð og var fljótur að
því þar sem vinnustaða fundirnir fyrr urn
daginn höfðu gefið mér ýmislegt til að skrifa
um.
Það var góð tilfinning að setjast niður með
blöðin og kaffibolla, vitandi að þennan dag
höfðum við Brynja örugglega náð í einhver
atkvæði til viðbótar og einnig var það
ánægjulegt hvað margir tóku undir málflutn-
ing okkar um nauðsyn þess að gera breyting-
ar til batnaðar í þjóðfélaginu.
I rúmið komst ég um kl 00:30 og var örugg-
lega sofhaður fimm mínutum síðar.
Laugardagurinn 3.maí
Dagbók Kristjáns Pálssonar hjá framboði óháðra:
Heldur Sjálfstœðisflokkurinn uppi
njósnum um mig? Þannig var unnið í Sovét.
Klukkan 06:00 Vaknaði upp syngj-
andi, fannst að við Árni Brynjólfur
værum að syngja „kjósum öll T-
lista“ sem við sungum í Island í bítíð í gær-
morgun á Stöð2. Það var góð tilfinning.
Farið með frúnni yfir daginn í gær en þá
var kosningafundur í Vestmannaeyjum á
Fjölsýn sem er kapalsjónvarp þeirra Eyja-
manna..
Heimsókn frá vinafólki í Starmóanum í
morgunsárið og farið yfir auglýsingar og
kosningamálin. Ljóst að skoðanakannanir eru
að skemma fýrir okkur og þó við mælumst al-
veg við mörkin þá heldur áróðurinn áfram
sem aldrei fýrr um að atkvæði gefið okkur sé
atkvæði kastaða á glæ. Ótrúlega erfiður áróð-
ur en samt ekki sá versti. Fólk áttar sig ekki á
því að flestar kannanimar eru á landsvísu og
eru alls ekki að mæla fýlgið við T-listann sem
býður ffarn í einu kjördæmi af sex og mælist
því ekki á landsvísu.
Hringdi nokkur simtöl og öðrum svarað. Jón
kosningastjóri kom skömmu seinna og var
farið yfir auglýsingamar og dagskrá dagsins.
Kl. 10:00 Kosningaskrifstofan opnuð og var
strax rennirí og bollaleggingar um hvernig
gengi.
Sjónvarpið hringdi og vildi taka upp nokkur
atriði úr kosningabaráttunni og birta í fféttum.
Kl. 12:00 Farið yfir auglýsingamyndir í sjón-
varpi heima í Kjarrmóa með nokkrum ung-
um og áhugasömum og tók Sjónvarpið það
upp.
Kl. 14:00 Bikarleikur í knattspymu UMFN-
HK á Njarðvíkurvelli. Mínir menn unnu að
sjálfsögðu 3-1. Þetta lið er greinilega vel und-
irbúið fýrir sumarið og til alls líklegt. Ég spái
því að þeir fari upp.
Kl. 16:00 Fór á skrifstofuna og hitta nokkra
velunnara sem ekki vilja láta nafns síns getið.
Fékk hringingu ffá einum góðkunningja mín-
um sem hafði komið í tvígang heim til mín í
dag en hann hafði fengið upphringingu ffá
Sjálfstæðiflokknum í Reykjanesbæ og hann
spurður hvort hann væri farinn að styðja
Kristján Pálsson eða hvað!! Þetta er ekki
fýrsta upphringingin sem þessi maður vissi
um. Starfsmannastjóri i mjög stóru fýrirtæki
hér í bæ, sem jafnframt er ábyrgðarmaður
Sjálfstæðisflokksins hefur verið að hringja í
fólk sem hefur stutt mig en starfar hjá honum.
Hann hefur spurt starfsmenn sína hvort þeir
geri sér grein fýrir því hvað það gæti þýtt fýr-
ir þá persónulega ef þeir styddu Kristján Páls-
son!!!
Þessi maður sagði með ólíkindum hvernig
Sjálfstæðisflokkurinn hefur ráðist að mínu
stuðningsfólki og haldið upp njósnum um
mig og það fólk sem kemur til mín. Svona var
unnið í Sovét sagði þessi ágæti maður. Er það
þetta sem við viljum spurði hann?
Kl. 18:00 Fór að versla inn fýrir grillveislu
sem á að taka upp fýrir sjónvarpið.
Kl. 18:30 Grillathöfnin hófst og borðhald
með sex í mat.
Kl. 20:15 Fór 1 studio Rúnars Júl. að taka upp
„Settu x við T-lista“.
Kl. 21:00 Farið á kosningaskrifstofu hringt og
málin rædd.
Kl. 23:00 Kosningaskrifstofu lokað.
Kl. 24:00 Farið að lúlla.
14
VlKURFRÉTTIR Á NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!