Víkurfréttir - 08.05.2003, Blaðsíða 25
I kjolfar lokunar
Reykjanesbrautar var
ákveðið að efna til
borgarafundar í Stapa.
Steinþór Jónsson var
skipaður talsmaður
Áhugahóps um örugga
Reykjanesbraut.
Með vöskum hópi góðs fólks
var borgarafundur vel
undirbúinn og skipulagður.
Áhugahópur um örugga Reykjanesbraut verður til þegar jWíkrir áhugasamir
Suðurnesjamenn taka sig til og loka Reykjanesbrautinni í þrjár klukkustundir I kjölfar
hörmulegra banaslysa. Fólk fjölmennti og smellti brautinni í lás með því að leggja bilum
sínum á veginn. Umræða um tvöföldun brautarinnar kemst aftur í hámæli.
Frábær þátttaka á
borgarafundi I Stapa 11.
janúar. Um eitt þúsund manns
mættu til að styðja mál
málanna; að tvöföldun
Reykjanesbrautar verði flýtt.
Samgönguráðherra mætti á
fundinn og var jákvæður,
þingmenn líka. Ráðherra fékk
afhenta krómaða skóflu til að
taka fyrstu skóflustunguna
við tvöföldunina.
Áhugahópur um örugga Reykjanesbraut óskar Suðurnesjamönnum gleóilegs
sumars og til hamingju með árangurinn. Treystum verðandi þingmönnum
til að fylgja eftir góðu fordæmi núverandi ríkisstjórnar og klára málið!
Forráóamenn áhugahópsins funduðu með
Sturlu Böðvarssyni, samgönguráðherra og
afhentu honum og Sólveigu Pétursdóttur,
dómsmálaráðherra bílabænina fyrir framan
Alþingishúsið. Samgönguráðherra sagði að
lögð væri áhersla á að útboð á fyrstu
framkvæmdum við tvöföldun Reykjanesbrautar
yrði ekki síðar en í ársbyrjun 2002.
Leggjum áherslu á góðan og öruggan akstur á Reykjanesbrautinni
sem og öðrum vegum í sumar.
Áhugahópurinn mun vinna áfram að málum til að gera Reykja-
nesbrautina öruggari og betri og halda áfram að fylgjast með
framgangi tvöföldunarinnar.
Áhugahópurinn leggur áherslu á:
• að ákvörðun um lokaframkvæmdir liggi fyrir á þessu ári.
• að framkvæmdum við tvöföldunina Ijúki á næstu 2 árum.
Sólveig Pétursdóttir dómsmálaráðherra, boðaði
áhugahópinn á fund með sér og fleiri aðilum til
að ræða framtíð Reykjanesbrautarinnar. Sólveig
ráðherra lofaði störf áhugahópsins og vonaðist
til að geta átt gott samstarf við hann.
Sturla Böðvarsson samgönguráðherra tók
fyrstu skóflustungu að tvöföldun Reykjanesbrautar
þann 11. janúar sl. en þá voru slétt tvö ár síðan
borgarafundurinn í Stapa var haldinn. í síðasta
mánuði tók ríkisstjórnin ákvörðun um að lengja
fyrsta áfanga verksins úr 8 km í 11,5 km eða
sem nemur helmingi framkvæmdarinnar.
Kærar kveðjur,
Áhugahópur um málefni Reykjanesbrautar
-alltaf á ferðinni!