Víkurfréttir - 08.05.2003, Blaðsíða 31
JA
VDURKJORDÆMI
Alþingiskosningar 2003
VÖNDUM VALIÐ - SUÐURNESJAMENN
s
Alaugardag veljum við á ný
forystu í landsmálum til
næstu íjögurra ára. Óvenju
miklar breytingar hafa orðið frá
síðustu kosningum og langt síðan
að jafnt mjótt hefur verið á mun-
um milli stjórnar og stjórnarand-
stöðu. Hvert einasta atkvæði skipt-
ir því miklu máli.
Á að skerða lífeyrisréttindin
Aldrei fyrr hefur stjómarandstaðan
komið fram með jafn óvægnar og
ósanngjamar tillögur gagnvart sjávar-
útvegsfyrirtækjum landsins eins og
.nú. Á það við um Fijálslynda flokk-
inn, Samfylkinguna og Vinstri-græna.
Fymingarleið veiðiheimilda er eigna-
upptaka hins opinbera sem
setja mun ijölda fyrirtækja
á vonarvöl og um leið
skapa ótrúlega óvissu og
ójafnvægi í undirstöðuat-
vinnugrein þjóðarinnar. Á
ársfundi Vinnslustöðvar-
innar í Vestmannaeyjum
kom fram hjá endurskoð-
unarfyrirtækinu Deloitte &
touche hf. að aðeins örfá ár
munu líða þar til fyrirtæk-
ið verður gjaldþrota ef fymingarleiðin
verður farin. Jaíhframt kom fram í
sömu skýrslu að hlutabréf fyrirtækis-
ins yrðu verðlaus á fyrsta degi ef
stjórnarandstaðan kemst að. Hið
sama á við um mjög mörg sambæri-
leg fyrirtæki innan greinarinnar. Rétt
er að benda á að lífeyrissjóðimir okk-
ar hafa á undanfomum ámm fjárfest
verulega í þessum fyrirtækjum.
Komist stjórnarandstaðan til valda
emm við að grafa undan okkar eigin
lífeyrissjóðum og okkar eigin velferð
á komandi árum.
Hendum ekki atkvæöinu
Sjaldan hefur verið jafn mikilvægt að
Sjálfstæðisflokkurinn komi sterkur út
úr kosningum. Eitt atkvæði getur
ráðið úrslitum hvaða einstaklingar
fari á þing og einn þingmaður getur
ráðið úrslitum hvaða flokkar verða
við völd næstu fjögur árin. Nokkrar
skoðanakannanir síðustu daga hafa
sýnt að 3-4% atkvæða í Suðurkjör-
dæmi muni lenda hjá T-lista Kristjáns
Pálssonar. Ég hef þá trú að mikill
hluti þeirra atkvæða séu komin frá
stuðningsmönnum Sjálf-
stæðisflokksins. Engu að
síður eru möguleikar
Kristjáns engir enda þarf
9-10% atkvæða til þess
að ná inn manni.
Þar sem ljóst er að at-
kvæði greidd T-listanum
falla dauð og ógild hvet
ég fólk til þess að henda
ekki atkvæði sínu og
íhuga það sem mestu
máli skiptir - það er að ríkisstjómin
haldi velli í þessum kosningum.
Óvissa Frjálslyndra
Fylgi Fijálslynda flokksins er að hluta
til frá fyrrum Sjálfstæðismönnum
sem telja að engar breytingar verði
gerðar á núverandi fiskveiðistjómun-
arkerfi. Sú skoðun er einfaldlega
röng. Sjálfstæðisflokkurinn er tilbú-
inn að skoða breytingar á núverandi
kerfi sem verða munu til góðs fyrir
greinina og landsmenn alla en er ekki
tilbúinn að kollsteypa því kerfi og um
leið setja fyrirtækin í gjaldþrot og
störfin í uppnám. Tillögur Frjáls-
lynda flokksins em nánast eingöngu
hugsaðar út ffá veiðum en ekki út frá
vinnslu eða sölu afurða. Yfirlýsingar
oddvita Frjálslynda flokksins í kjör-
dæminu um það magn sem hægt er
að veiða árlega er dæmi um óábyrgar
og hugsunarlausar tillögur sem ekkert
stendur á bak við.
Alþingi og Suðurnes
Fjölmörg mál hafa verið tekin föstum
tökum í bæjarstjóm Reykjanesbæjar
frá síðustu kosningum. Margt er í
farvatninu bæði sveitarfélaginu svo
og á Suðurnesjum öllum. Má þar
nefna Reykjanesbrautina sem dæmi.
Til þess að vinna þeim málum fylgi
þarf í mörgum tilfellum gott samstarf
bæjarstjóma og ríkisstjómar. Því er
mikilvægt að málsvarar okkar í sveit-
arstjómum séu í góðum tengslum við
þingmenn og ríkisstjóm. Þau tengsl
getum við tryggt með því að velja
Sjálfstæðisflokkinn til forystu.
Atkvæði greidd öðrum flokkum er
stuðningur við stjórnarandstöðuna.
X-D
Böðvar Jónsson
skipar 5. sæti á lista
Sj álfstæðisflokksins
í Suðurkjördæmi.
ÚTBOÐ
Eftirtalið útboð er til sýnis og sölu á
skrifstofum Hitaveitu Suðurnesja hf.,
Brekkustíg 36, Reykjanesbæ og
Bæjarhrauni 14, Hafnarfirði.
Miðlunargeymar á Fitjum
og flugvelli - málun
Verkið fellst í málun miðlunargeyma á Fitjum
í Njarðvík og á Keflavíkurflugvelli.
Helstu magntölur: Háþrýstiþvottur,
sandblástur og málun: 1950 m2.
Verkinu skal að fullu lokið 15. ágúst 2003.
Opnun fer fram kl. 11 þriðjudaginn 20. maí
2003 á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja hf.,
Brekkustíg 26, Reykjanesbæ.
Gögn verða seld á
kr. 2.490,- m/VSK.
Hitaveita Suðurnesja hf
Brekkustíg 36, 260 Njarðvík,
Reykjanesbæ
Sími: 422 5200, bréfasími: 421 4727
Orð í efndir
Suðurnesjamenn þekkja hversu miklu skiptir að velja samhentan hóp til þess að starfa í umboði kjósenda.
Nú er komið að því að velja fulltrúa okkar á þjóðþingið.
Þar er ekki síður mikilvægt að velja til forystu fólk sem lætur verkin tala
og sinnir hagsmunum Suðurnesja á Alþingi.
Við skorum á þig að kjósa Sjálfstæðisflokkinn
VlKURFRÉTTIR 19. TÖLUBLAÐ FIMMTUDAGUR 8. MAl 2003 31