Víkurfréttir - 08.05.2003, Blaðsíða 22
Blað þetta er gefið út af stuðningsmönnum Hjálman Amasonar sem vilja að hann
sitji áfram á þingi fyrir Suðurnesin. Við höfum tekið saman nokkur dæmi af verkefnum sem
hann hefur unnið að í þágu Suðurnesja. Við vitum líka að fjölmargir einstaklingar kunna vel
að meta störf Hjálmars og vilja hans til að sinna málum fyrir íbúa á Suðurnesjum. Þess vegna
gefum við út þetta blað - til að sýna dæmi um verk sem hann hefur komið að - einn eða með
öðrum. Hjálmar Árnason lætur verkin tala - þess vegna verðum við að tryggja hann áfram inn
á þing. X-B.
Fyrirspurnir:
Um vegtengingu frá Stafnesi
til Hafna, Ósabotnaveg.
Um takmarkanir á notkun
nagladekkja.
Um sjálvirkan sleppibúnað á skipum.
Um kerfisbundið eftirlit með almennri
heilsu tiltekinna aldurshópa.
Umförgun mómoldar
og húsdýraáburðar.
Um reiðvegi fyrir hestafólk.
Um losun koldíoxíðs í andrúmsloft.
Um kaup á kvikmyndum
Óskars Císlasonar.
Um breytingará skattalögum.
Um starfsumhverfi og framtíðar-
möguleika fiskvinnslunnar.
Um heilsugaeslu ískólum.
Um útboð á hafrannsóknarskipi.
Umgjaldþrot einstaklinga
að kröfu hins opinbera.
Um fjarkennslu Verkmennta-
skólans á Akureyri.
Um prófun á vímuefnaneyslu nem-
enda í skólum.
Um tengsl umferðarslysa og neyslu
ávana og fíkniefna.
Um eignir og skuldir heimila.
Um aðgerðir vegna starfsþjálfunar.
Um flutning nemenda grunnskóla milli
bekkja eða skóla.
Um tekjur ríkissjóðs af slökkvi- og
björgunarbúnaði.
Um fjölda slysa á helstu
ferðamannastöðum.
Um samanburð á launakjörum
iðnaðarmanna.
Um akstur lögreglu-, sjúkraflutninga-
og slökkviliðsbifreiða.
Um flutning ríkisstofnana út á land.
Um löndun undirmálsfisks.
Um sjóvarnargarða í Hafnarfirði.
Um flutning höfuðstöðva Landhelgis-
gæslunnartil Suðurnesja.
Um rekstrarskilyrði smáfyrirtækja.
Umvarnirgegn landbroti.
Um ferjuflug um Keflavíkurflugvöll.
Um stofnun sérskóla á vegum ríkisins.
Um samkeppnisskilyrði
við skoðun ökutækja.
Um kærurvegna iðnlagabrota.
Um afnám vísitölubindingar lána.
flokksþingi Framsóknar að flokkurinn beiti sér fyrir því
að línuívilnun fyrir báta, sem beita í landi, verði tekin
upp að nýju.
Vetnið:
Hjálmar hefur verið einn forsvarsmanna vetnisvæðingar.
Málið er nú orðið að veruleika og fyrsta vetnisstöðin
opnuð þann 24. apríl. Þrír strætisvagnar koma til
landsins í haust, skip er í undirbúningi, útflutningur
vetnis og fjölmörg önnur atriði. ísland er leiðandi á
þessu sviði. Hjálmar var valinn til að sitja í 20 manna
nefnd (High Level Group) til að skila tillögum um
vetnisvæðingu Evrópu.
Lánasjóður íslenskra námsmanna:
Hjálmar var í nefnd um LÍN. Aðalabaráttumál
Framsóknarmanna var að fá endurgreiðslu námsmanna
lækkaða úr 7% af brutto-launum. Hlutfallið náðist niður í
4,75% og vilja Framsóknarmenn lækka það niður í 5,75%.
Kemur sér einkar vel fyrir ungt fólk sem lokið hefur námi
og er að stofna til fjölskyldu.
Háskólanám á Suðurnesjum:
Ásamt Friðjóni Einarssyni náði
Hjálmar samningi við Háskólann á
Akureyri um háskólanám á Suð-
urnesjum. Fjölmargir hafa nýtt sér
það. Framsóknarflokkurinn vill
auka þá möguleika enn frekar í
samstarfi við innlenda og erlenda háskóla.
Brúin milli heimsálfa:
Ásamt góðum félögum stóð Hjálmar fyrir því að
hugmynd Johans D. Johannssonar um brú milli
heimsálfa varð að veruleika. Vinsæll ferðamannastaður.
Atvinna:
Sem fyrrum skólameistari stóð
Hjálmar fyrir því að hópur nú-
verandi ogfyrrverandi Suður-
nesjamanna kom saman og skilaði
hugmyndum að nýsköpun í
atvinnumálum á Suðurnesjum.
Hugmyndunum var komið til hagsmunaaðila á svæðinu.
Þorskeldi:
Hjálmar fékk samþykkt á Alþingi tillögu um 500 tonna
kvóta vegna tilrauna með áframeldi á þorski.
Blái herinn:
Hjálmar hefur frá upphafi verið
einn af verndurum Bláa hersins,
hins frábæra átaks Tómasar
Knútssonar við að hreinsa hafnir
landsins.
Flugvallarskattur
Hjálmar flutti frumvarp um að afnema flugvallarskatt á
Keflavíkurflugvelli í því skyni að auka ferðamanna-
strauminntil landsins.
Númer á staurum:
Hjálmar óskaði eftir því að Ijósastaurar við Reykjanes-
braut væru númeraðir svo ókunnir gætu látið vita hvar
þeir væru staddir ef óhapp kæmi fyrir. Það var gert
fljótlega eftir lýsingu.
4
AUGLÝSING FRÁ STUÐNINGSMÖNNUM HJÁLMARS ÁRNASONAR
Hönnun: Hönnunardeild Víkurfrétta ehf. / Prentun: Oddi hf.