Víkurfréttir - 08.05.2003, Blaðsíða 16
Alþingiskosningar
10. maí 2003
Kjördeild er í Gerðaskóla. Kjósendur
eru minntir á að hafa með sér
persónuskilríki. Kjörstaður opnar
kl. 10 og lokar kl. 22.
Á kjördag mun yfirkjörstjórn hafa
aðsetur í Gerðaskóla og í
síma 422 7020.
Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu
Gerðahrepps að Melhraut 3.
Kjósendur eru hvattir til að kynna sér
hvort nöfn þeirra séu á kjörskrá.
Athugasemdum við kjörskrá skal
beint til sveitastjóra.
Kjörstjórn Gerðahrepps.
Alþingiskosningar
10. maí 2003
Kjördeild er í Grunnskólanum í Sandgerði.
Kjósendur eru minntir á að hafa með
sér persónuskilríki.
Kjörfundur hefst kl. 8.
Kjörstaður opnar kl. 9 og lokar kl. 22.
Á kjördag mun yfirkjörstjórn hafa aðsetur
í Grunnskólanum í Sandgerði, einnig í síma
423 7439 og 899 2739.
Kjörskrá liggur frammi á skrifstofu
Sandgerðisbæjar, Tjarnargötu 4.
Kjósendur eru hvattir til að kynna sér
hvort nöfn þeirra séu á
kjörskrá. Athugasemdum við kjörskrá
skal beint til bæjarstjórnar.
Kjörstjórn Sandgerðisbæjar.
15 SANDGERÐISBÆR
„Open Mic“ hjá Samfylkingunni
Ungir jafnaðarmcnn á Suöurncsjum buðu ungum kjósend-
um að láta ljós sitt skína laugardagskvöldið 27. apríl á
kosningarskrifstofu tlokksins að Hafnargötu 25. Kvöldið
var undir yfirskriftinni „Open Mic“ þar sem margt var um
manninn og virðist sem nokkuð margir af yngri kjósendum ætli
að kjósa Samfylkinguna. Þar var öllum gestum boðið að taka
hijóðnema í hönd og láta Ijós sitt skína; flytja Ijóð, spila á gítar,
syngja eða bara segja það sem því lá á hjarta. Kvöldið heppnaðist
með eindæmum vel, margir nýttu tækifærið og tóku lagið og fleira
í fleira í þeim dúr. Mikia athygli vakti að einn af þeim sem nýtti sé
tækifærið og sté á stokk sló skeiðar í takt við mikla kátínu gesta.
Óvissuferð hjá Heimi
Heimir, félag ungra sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ bauð
ungum íbúum í Reykjanesbæ í óvissuferð sl. laugardag. í
upphafi var komið saman á Café Heimir, þar sem Kristján
Baldursson plötusnúður spilaði. Síðan náði rúta í hópinn og var
haldið til Grindavíkur með stoppi í Bláa lóninu þar sem móttök-
urnar voru ekki af verri endanum. Frá Bláa lóninu var haldið í
Saltfisksctrið þar sem var grillað. Böðvar Jónsson frambjóðandi
ávarpaði hópinn og fagnaði öflugu starfi Heimis. Böðvar hvatti
ungt fólk til að leggja starfinu lið því samheldni skili árangri. Dag-
bjartur Einarsson útgerðarmaður í Grindavík var heiðursgestur
og leiddi hann hópinn í gegnum setrið. Frá setrinu var haidið í Sól-
brekku þar sem Rúnar Júlíusson rokkari stökk undan einni trjá-
greininni með gítarinn og hélt uppi fjörinu ásamt Dagbjarti sem
stjórnaði hópsöng af mikilli festu. Þegar líða fór að miðnættí var
haldið aftur til Reykjanesbæjar þar sem slegið var upp dansleik á
Café Heimir.
Skemmtisigling hjá Framsókn
Ungir framsóknarmenn á Suðurnesjum buðu yngri kjósend-
um flokksins í skemmtísiglingu sl. laugardag á hvalaskoð-
unarbátnum Moby Dick. Áður en farið var hittust
„sægarparnir“ á kosningaskrifstofu Framsóknar. Þaðan var svo
haldið af stað með rútu til Grindavíkur þar sem farið var úr höfn
um kl. 23:00. Rúmlega 70 manns voru um borð þar sem boðið var
upp á léttar veitingar og sá hljómsveitin Flugan um að halda
mönnum í góðu stuði. Mikil stemning var í fólkinu og voru llestír
úti á dekki enda var gott veður þrátt fyrir smá kulda. Fáir urðu
sjóveikir en nokkrar ungar snótír urðu þó veikar um leið og stigið
var í bátinn enda ekki vanar slíkum ferðum. Menn komu harka-
lega að landi og hafði einn gestanna það á orði að nú hefði bátur-
inn örugglega siglt í strand. Svo var þó ekki og allir fóru glaðir á
Kaífi-Duus þar sem tjörinu var haldið áfram fram eftír nóttu.
Sjálfstæðisflokkurinn í
Suðurkjördæmi er með vef-
slóðina wwvv.kosning.is og
þar eru ýmsar upplýsingar
um flokkinn í kjördæminu.
Töluvert er af greinum og
öðru efni tengdu fiokknum
á vefsíðunni. Sjálfstæðis-
flokkurinn er með nokkrar
kosningaskrifstofur á Suð-
urnesjum. f Reykjanesbæ
er aðaiskrifstofan að Hafn-
argötu 90, en ungir Sjálf-
stæðismenn eru með kosn-
ingaskrifstofu og kafFihús
við hliðina á Subway. Ungir
Sjálfstæðismenn í Reykja-
nesbæ eru einnig með vef-
síðu á sióðinni
www.homer.is. Kosninga-
stjóri Sjálfstæðistlokksins í
Reykjanesbæ er Georg
Brynjarsson.
Frjálslyndi flokkurinn er
með vefsíðu á slóðinni
www.xf.is og þar er að
Finna upplýsingar um starf
flokksins á landsvísu. Kosn-
ingaskrifstofa flokksins á
Suðurnesjum er að Hafnar-
götu 18.Verkefnisstjóri
Frjálslynda flokksins í
Reykjanesbæ er Baldvin
Nielsen.
VinstrihreyFingin Grænt
Framboð er með upplýs-
ingar um flokkinn á vef-
slóðinni www.xu.is þar sem
hægt er að komast í upplýs-
ingar um Suðurkjördæmi.
KosningaskrifstofaVG í
Keflavík er að Hafnargötu
54 og kosningastjóri kjör-
dæmisins er Þorsteinn
Ólafsson.
Á vefslóðinni www.xs.is
hýsir Samfylkingin allar
sínar upplýsingar og þar
eru upplýsingar um hvert
kjördæmi fyrir sig. Flokk-
urinn er með eina kosn-
ingaskrifstofu á Suðurnesj-
um sem staðsett er að
Hafnargötu 25 og starfs-
menn skrifstofunnar eru
Aðalheiöur Frantzdóttir og
Eysteinn Eyjólfsson. Kosn-
ingastjóri Samfylkingar-
innar er Þröstur Emilsson.
Nýtt afl er með vefsíðu á
slóðinni www.nu.is og er
þar að Finna greinar frá
frambjóðendum. Nýtt afl er
ekki með neina kosninga-
skrifstofu á Suðumesjum.
16
VÍKURFRÉTTIR A NETINU www.vf.is LESTU NÝJUSTU FRÉTTIR DAGLEGA!