Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.05.2003, Blaðsíða 35

Víkurfréttir - 08.05.2003, Blaðsíða 35
SUÐURNESJAMENN! NÝTUM OKKAR HEIMA- MIÐ OG SETJUM X VIÐ F Kvótakerfið er ekki fisk- veiðikerfi með þjóðar- hagsmuni í fyrirrúmi. Heldur hagsmunakerfi fyrir fáa útvalda. Við í Frjálslynda flokknum viljum af- nema það í áfóngum. Frjáislyndi flokkur- inn vill byrja á strandveiðiflotanum setja hann á sóknar- stýringu með veiði- færastýringu. Fyrst í smábátaflotan- um og stærri dagróðra- báta. Það er fyrsta að- gerð til að komast út úr kvóta- braskinu. Þá fer að færast líf í hafnir og bryggjur á Suðumesj- um. Þetta skaðræðiskerfi sem kvótakerfið er veldur hruni byggða fækkun íbúa, minni at- vinnu sem skerðir tekjur sveitafé- lagana til að standa við skyldur sínar. Nýjasta dæmið um hvað kvóta- kerfið er skaðlegt, er hvað gerst hefur í Sandgerði nú síðustu misseri með bræðsluna sem ný- búið var að endurbyggja fyrir 700 milljónir. Sandgerðingar í framhaldinu hófu að dýpka höfhina og gera viðlegukant til að stærri loðnu- skip gætu landað í nýrri og betri höfn. Þessar ffamkvæmdir hafa kostað hundruði milljóna sem Sand- gerðingar hafa skuldbundið sig til, því það var horft til ffamtíðar með blóm í haga. A einni nóttu var þessi sýn að martröð, því að ein af stór út- gerðunum úti á landi kaupir bræðsluna á síð- asta ári, síðan þá hefiir ekki verið landað einni einustu loðnu á síðustu vertíð. Nýjustu fféttir em þær að nú er verið að rífa niður bræðsluna í nafni svokallaðar hagræð- ingar hinna fáu út- völdu. Það mun hafa þau áhrif t.d. að loðnu og hrogna ffysting hverfiir af svæðinu. Sandgerðingar sitja eftir með ótímabæra fjárfestingu sem greiðast skal með sköttum borg- arana. Hjá þessu litla byggðalagi sem gæti reynst þungt í ljósi þess að auki heflir 90% af kvótanum farið burt úr byggðarlaginu síð- ustu 5 árin. Ekki er minni vá þar sem kvót- inn er ennþá eins og í Grindavík þar sem ein stærsta útgerð lands- ins söðlar um í stærsta sjávarút- vegsfýrirtækinu í byggðarlaginu í nafhi „hagræðingar”. Fijálslyndi Flokkurinn vill stoppa þessa þróun og snúa henni við, byggðunum og fólkinu til handa. Taktu afstöðu ! X-F á kjördag. Baidvin Nielsen KEFLAVIKURFLUGVOLLUR Mjög lítið hefur verið fjallað í kosningar- baráttunni um mikil- vægi varnarliðsins og Kefla- víkurflugvallar í atvinnulegu tilliti. Eins og mörg- um er kunnugt hafa staðið yfir um all- langt skeið viðræður milli íslenskra og Bandarískra stjórn- valda um framtíð varnarliðsins og með hvaða hætti vamar- samningurinn verði uppfylltur. Mörgum frambjóðendum vinstriflokkanna finnst at- vinna á Keflavíkurflugvelli og þeirra sem þar starfa lítils eða einskis virði og verða þeirri stund fegnastir ef þeir fá tækifæri til að loka varnar- stöðinni og það sem fyrst. Það er nú einu sinni svo að starfssemi varnarliðsins og verktaka sem vinna fyrir það skiptir sveitarfélögin á Suður- nesjum og íbúa þeirra gífurlega miklu máli, ekki eingöngu þá sem vinna beint hjá vamarlið- inu heldur einnig fjölda starf- manna þjónustu fyrirtækja, sér- staklega í Reykjanesbæ. Ljóst er að framundan em mjög við- kvæmir og erfiðir samningar og skiptir miklu máli hveijir leiða samningaviðræðurn- ar af okkar hálfu. Sterkar Hkur em fyrir að niðurstaða fáist í sumar. Nú er komið að þér kjósandi góð- ur, hvernig ætlar þú að veija atkvæði þínu á kjördag? Hér er ekkert gamanmál á ferðinni, þú ákvarðar með atkvæði þinu hverjir stýri ferðinni. Það er engum til framdráttar að kjósa flokka eða sérframboð sem em á móti veru vamarliðsins eða það skiptir þá engu máli, at- kvæðum sem eytt er á þá er á glæ kastað. Ég vil biðja þig kjósandi góður að íhuga þessi mál vandlega og ég er viss um að sameiginleg niðurstaða okk- ar er að kjósa Sjálfstæðisflokk- inn og velja X D á kjördag lO.maí nk. Ellert Eiríksson FALLEINKUNN GEORGS Kemur ekki á óvart því þegar sjálfstæðismenn þurfa að reikna eitthvað sjálflr koma upp erflðleikar. Þeir hafa ekki þroska til að takast á við vandamálin þó þeim sé boðið hjálpar- hönd. Oft er það þan- nig ef nemandi lendir í erfiðleikum þá leitar hann aðstoðar kenn- ara. Svindlaði á prófinu Þegar nemandi þarf að leysa dæmi í stærð- fræðiprófi boðar það ekki gott að koma með fallbeyg- ingar á frönskum sögnum. Það dugar ekki heldur að kenna því um að prófspurningarnar hafi verið of erfiðar eða ekki fengið þær spumingar sem væm honum efst á óskalista. Nemandi getur heldur ekki sleppt þeim spurningum sem hann er ósáttur við og samið aðrar í stað- inn sem að henta honum betur. Það er ekki gott veganesti út í líf- ið að menn haldi að þeír komist upp með svona lagað allavega komast menn ekki langt á því til lengri tíma litið. Áherslur Sjálfstæðis- manna Þegar ríkisstjórn Þor- steins Pálssonar sem þá var formaður Sjálf- stæðisflokkisns sprakk í beinni útsendingu vegna þess að hún réði ekki við efnahagsmálin kom það í hlut ríkis- stjórnar Steingríms Hermannssonar að taka á þeim málum. Það þurfti að skera niður á flestum sviðum m.a. var vísi- tölutenging persónuafsláttar af- numin. Það reiknuðu allir með að þegar ástandið skánaði yrði þetta lagfært á ný. Því miður hefur stjórn Davíðs Oddssonar ekki nýtt betri stöðu til að skila láglaunafólki afturþví sem af því var tekið, því meiri áhersla var lögð á það að lækka skattprósent- una, sem kemur hálaunafólki mest til góða og eignaskatt sem kemur því fólki sem á miklar eignir best. Þess vegna hefur bil- ið breikkað milli ríkra og fá- tækra, í stað þess að að tryggja þegnum þjóðarinnar ásættanleg kjör. Skattbyrgði hefur aukist Það er sama hvað þú Gerorg minn reynir til að slá ryki í augu fólks með því að velja allskyns skattabreytingar þá hefur skatt- byrgði sé miðað við hlutfall af landsframleiðslu aukist. Prófess- or Þorvaldur Gylfason segir t.d. í erindi sem hann flutti á aðalfundi Samtaka iðnaðaðarins 14. mars s.l. „ Skattbyrgðin hefur þyngst meira hér á Islandi en annars staðar í OECD ríkjunum" Steinþór Geirdal Jóhannsson, varaformaður ungra jafnaðar- manna á Suðurnesjum VlKURFRÉTTIR 19.TÖLUBLAÐ FIMMTUDAGUR 8. MAl 2003 35

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.