Fréttablaðið - 23.01.2017, Síða 13
sport
Þjálfararnir
Íslensku þjálfararnir á HM
Guðmundur Guðmundsson
Á heimleið
Eftir að hafa unnið
alla leikina í riðla-
keppninni féllu Danir
úr leik í 16-liða úr-
slitum eftir 27-25 tap
fyrir Ungverjum. Þetta
var síðasti leikur danska liðsins undir
stjórn Guðmundar á stórmóti.
Kristján Andrésson
Áfram eftir risasigur
Strákarnir hans
Kristjáns rústuðu
Hvít-Rússum, 22-41,
og eru komnir í 8-liða
úrslit þar sem þeir
mæta heimsmeisturum
og heimamönnum Frakka. Leikurinn
fer fram í Lille annað kvöld.
Dagur Sigurðsson
Engin vandamál
Eins og á síðasta
heimsmeistaramóti
sló Katar Þýskaland
úr leik. Katarar unnu
leikinn 20-21. Þetta var
væntanlega ekki óska-
endirinn hjá Degi Sigurðssyni sem er
að hætta með þýska liðið.
Henry B. Gunnarsson
henry@frettabladid.is
Handbolti Geir Sveinsson lands-
liðsþjálfari var svekktur en yfirveg-
aður eftir að íslenska landsliðið lauk
keppni á HM eftir tap, 31-25, gegn
Frökkum fyrir framan 28 þúsund
áhorfendur í Lille. Ótrúleg umgjörð
og þvílík reynsla fyrir okkar lið að fá
að taka þátt í þessum leik.
„Það er alltaf sama tilfinningin
eftir tapleik. Þá er maður svekktur.
Maður fer strax að hugsa um þenn-
an litla kafla í upphafi seinni hálf-
leiks. Af hverju, því ég hafði góða
tilfinningu fyrir þessu eftir hálfleik-
inn. Það er verið að dæma á okkur
hluti sem mér finnst ekki vera réttir.
Eins og skrefin á Óla Guðmunds.
Þetta er líka það öflugt og gott lið að
okkur er refsað um leið,“ segir Geir
en hann var þó ánægður með við-
horf sinna manna eins og nokkrum
sinnum áður á þessu móti.
„Við hættum aldrei sem var
jákvætt því ég hafði pínu áhyggjur
um tíma að menn hefðu misst trú
á verkefninu og því sem við vorum
að gera. Við náðum að gíra okkur
aftur inn og komum mjög flottir í
lokakaflann. Ég taldi að við hefð-
um getað labbað í burtu með 2-3
marka tap. Það var fullt af jákvæðu.
Ég hamraði mikið á því að menn
myndu skilja allt eftir á gólfinu.
Ekki sjá eftir neinu er menn löbb-
uðu af þessum frábæra velli. Ég
er stoltur af drengjunum, stoltur
af viljanum og stoltur af frammi-
stöðunni.“
Geir lagði upp með margt á þessu
móti. Meðal annars að breikka hóp-
inn og gefa yngri, sem og reynslu-
minni mönnum tækifæri. Leyfa
þeim að spila og gera sín mistök.
Það sé nauðsynlegt til þess að þeir
verði betri.
„Okkur hefur tekist að breikka
hópinn og fjölga leikmönnum í
landsliðinu. Menn sem voru í minni
hlutverkum eru farnir að stíga upp
og ég tala ekki um alla þá sem hafa
aldrei farið á stórmót. Þetta var
kærkomið. Ég fékk fullt af svörum
líka í þessu móti,“ segir Geir en hann
var ekki alveg viss um að hann fengi
öll þessi svör eftir undirbúningsleik-
ina í Danmörku.
„Þá voru sumir hlutir ekki 100
prósent og við vorum ekki vissir um
að sumir hlutir myndu smella sem
gerðu það. Ég er auðvitað gríðar-
lega ánægður með varnarleikinn
heilt yfir á þessu móti. Ég vil meina
að við höfum byggt upp virkilega
massífa vörn. Vörnin í fyrri hálfleik
í kvöld var stórkostleg. Sjáðu hverjir
spiluðu fyrir Frakka. Þeir gátu aldrei
leyft sér að slaka á. Markmiðið var
að leggja inn fyrir framtíðinni og
það hefur verið flottur stígandi. Við
eigum kafla í hverjum einasta leik
sem hefur kostað okkur eitthvað en
það er fórnarkostnaðurinn. Hlut-
irnir koma með reynslunni.“
Það er ekki bara að Geir sé búinn
að stækka hópinn heldur á liðið inni
einn besta handboltamann heims í
Aroni Pálmarssyni.
„Það skemmir auðvitað ekki fyrir.
Samt sem áður held ég að margir
hafi stigið meira upp af því að Aron
var ekki með okkur. Það þjappaði
hópnum saman. Á sama tíma og við
söknuðum hans var það áskorun
fyrir drengina að spila án hans. Það
skilaði klárlega miklu fyrir liðið,“
segir Geir en hann ætlar að halda
áfram að þjálfa liðið og er bjartsýnn
á framtíðina.
„Það má líka koma fram að and-
inn í þessari ferð hefur verið ein-
stakur. Þetta eru ofboðslega flottir
drengir og það eru forréttindi að fá
að vinna með þeim.“
Þetta eru ofboðslega flottir drengir
Þó svo landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson sé svekktur að vera á leið heim þá er hann mjög ánægður með margt hjá íslenska liðinu á
HM. Hann lítur björtum augum til framtíðarinnar með drengjum sem hann er afar stoltur af. Breiddin í landsliðinu er orðin meiri.
Geir Sveinsson segir mönnum til á hliðarlínunni. nordicpHotoS/GEtty
Ekki góður dagur fyrir íslensku gullþjálfarana frá 2016
Kveðjuleikurinn Dagur Sigurðsson gengur niðurlútur af velli eftir að Evrópumeistarar Þýskalands töpuðu fyrir Katar, 20-21, í 16-liða úrslitum á HM í Frakklandi í gær. Þetta var síðasti
leikur Dags með þýska liðið en hann er sem kunnugt er að fara að taka við japanska landsliðinu. Ólympíumeistararnir hans Guðmundar Guðmundssonar féllu einnig óvænt úr leik í gær.
Danir töpuðu 27-25 fyrir Ungverjum í síðasta leik Guðmundar með danska liðið á stórmóti. Svíar, undir stjórn Kristjáns Andréssonar, eru hins vegar komnir áfram. nordicpHotoS/GEtty
2
3
-0
1
-2
0
1
7
0
4
:5
7
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
C
0
4
-4
3
7
C
1
C
0
4
-4
2
4
0
1
C
0
4
-4
1
0
4
1
C
0
4
-3
F
C
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
4
8
s
_
2
2
_
1
_
2
0
1
7
C
M
Y
K