Fréttablaðið - 23.01.2017, Síða 38

Fréttablaðið - 23.01.2017, Síða 38
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Anna Þórarinsdóttir Kastalagerði 6 Kópavogi, lést á Hjúkrunarheimilinu Eir 19. janúar 2017. Útförin fer fram í Kópavogskirkju föstudaginn 27. janúar kl 15:00 Haukur Steingrímsson Tómas Hauksson Alda María Magnúsdóttir Steingrímur Hauksson Guðrún Jónsdóttir Hjörtur Þór Hauksson Dagný Guðmundsdóttir Sverrir Davíð Hauksson Birna Guðmundsóttir Einar Kristinn Hauksson Eyrún Anna Felixdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Herdís Jónsdóttir Lundi Fnjóskadal, lést á dvalarheimilinu Hlíð 18. janúar. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju Innilegar þakkir til starfsfólks á Eini- og Grenihlíð fyrir góða ummönnun. Þórólfur Guðnason Guðni Þórólfsson Aðalheiður Pétursdóttir Aðalbjörg Þórólfsdóttir Guðlaugur Óli Þorláksson Ólafur Haukur Þórólfsson Sigríður Þórólfsdóttir Pétur Ringsted Jón Þórólfsson Hólmfríður Rúnarsdóttir ömmubörn og langömmubarn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Einar Brynjólfsson rennismiður, Fróðengi 5, áður Rjúpufelli 21, Reykjavík, sem lést miðvikudaginn 11. janúar sl. á Land- spítalanum, verður jarðsettur frá Fella- og Hólakirkju mánudaginn 23. janúar nk. klukkan 13.00. Kristinn Þór Einarsson Margrét K. Daníelsdóttir Linda Björk Hávarðardóttir Brynjar Einarsson Steinunn Björg Ingvarsdóttir Brynjólfur Einarsson Valdimar Einarsson Fanný Erlingsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. 1907 Jón forseti kom til landsins. Hann var fyrsti togarinn sem smíðaður var fyrir Íslendinga. 1942 Sighvatur Björgvinsson, fyrrverandi ráðherra, fæddist. 1943 Duke Ellington spilaði í fyrsta sinn í Carnegie Hall. 1952 Valgeir Guðjónsson, íslenskur tónlistarmaður, kom í heiminn. 1954 Guðný Halldórsdóttir leikstjóri fæddist. 1957 Ólafur Ólafsson kaupsýslumaður fæddist. 1978 Svíþjóð bannaði notkun á gasi í þrýstihylkjum, sem talið er að skaði ósonlagið. 1979 Fyrsti reyklausi dagurinn á Íslandi. 2005 Viktor Júsjenkó tók við embætti sem þriðji forseti Úkraínu. 2007 Ríkisútvarpinu var breytt í opinbert hlutafélag. Merkisatburðir Einn ástsælasti tónlistarmaður lands- ins, stuðmaðurinn Valgeir Guðjónsson, er fæddur 23. janúar 1952 og er því 65 ára í dag. Hann ætlar ekki að halda upp á daginn. „Ég mun taka við árnaðaróskum á Facebook eins og gjarnan er gert núna. Það er þar sem maður fær að vita að það eru ekki allir búnir að gleyma manni.“ Hann segir að sextugsafmælið sé honum enn ferskt í minni. Eftirminni- legasta afmælið hafi þó ekki verið hans afmæli, heldur fimmtugsafmæli konunnar hans, en þau eru jafnaldrar. „Þá giftum við okkur, við Ásta Kristrún, eftir 28 ára tilhugalíf. Og við fórum alla leið upp í Borgarfjörð til þess,“ segir Val- geir. Þetta hafi verið ágæt veisla sem hafi komið mörgum að óvörum. „Við vorum gefin saman á ekki ómerk- ari stað en Borg á Mýrum,“ segir Valgeir og minnir á að sjálfur Egill Skallagríms- son og kynstofn hans hafi gert þann stað sögufrægan. „Síðan var það nú þannig að prófasturinn á Borg á Mýrum var mikill vinur okkar frá gömlu og nýju. Og hann hafði einmitt verið með okkur þegar við kynntumst fyrir alvöru, þegar hann og við og lítill hópur fólks gekk Leggja- brjót,“ segir Valgeir. Þetta var árið 1975, en Valgeir og Ásta Kristrún hittust þó fyrst rétt eftir að Stuðmenn höfðu gefið út Sumar á Sýrlandi. Valgeir segist hafa nóg fyrir stafni í tónlistinni um þessar mundir. „Og er að undirbúa verkefni sem ég segi frá þegar að því kemur,“ segir hann. Það sé mikil vinna að baki þessu verkefni og þá komi sér vel að búa ekki í erli höfuð- borgarinnar. „Heldur að vera á því sem ég kalla á Flóarívíerunni,“ segir Valgeir en hann hefur búið á Eyrarbakka í meira en tvö ár. „Þar er næði til ýmislegs sem myndi fara forgörðum í hamaganginum. Ég mæli með því við alla að leita á rólegri mið. Það gerir okkur gott,“ segir hann. jonhakon@frettabladid.is Man best eftir fimmtugs- afmæli eiginkonunnar Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður er 65 ára. Hann segir eftirminnilegasta afmælisdaginn hafa verið fimmtugsafmæli konunnar sinnar. Valgeir vinnur að stóru verkefni í tónlistinni. Eldgos hófst í Heimaey aðfaranótt 23. janúar 1973. Í Vísi þennan sama dag var skrifað að brunalúðrar hefðu vakið Eyja- menn af værum blundi um klukkan tvö um nóttina. Kona ein hafði orðið vör við eldbjarma í nánd við hús sitt og hringt í slökkviliðið. „Við eftirgrennslan reyndist þarna um meira en venjulega elda að ræða. Jörðin logaði á löngum kafla og eldur og eimyrja vall upp úr nær tveggja kílómetra langri eldgjá sem lá frá Kirkjubæ að Skarfatanga í sjó fram. Af 5.500 íbúum eyjarinnar voru um 4.000 fluttir burt um nóttina, aðallega með skipum. Einn maður dó í gosinu af völdum koldíoxíðseitrunar. Gosinu í Heimaey lauk 3. júlí árið 1973. – jhh Þ EttA G E r ð i St 2 3 . JA n úA r 1 9 7 3 Byrjaði að gjósa í Vestmannaeyjum Valgeir Guðjónsson hélt tónleika í Hörpu á sextugsafmælinu. Fréttablaðið/GVa Ég mun taka við árnað- aróskum á Facebook eins og gjarnan er gert núna. Valgeir Guðjónsson, afmælisbarn 2 3 . j a n ú a r 2 0 1 7 M Á n U D a G U r18 t í M a M ó t ∙ F r É t t a B L a ð i ð tímamót 2 3 -0 1 -2 0 1 7 0 4 :5 7 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 C 0 4 -3 E 8 C 1 C 0 4 -3 D 5 0 1 C 0 4 -3 C 1 4 1 C 0 4 -3 A D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 2 2 _ 1 _ 2 0 1 7 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.