Morgunblaðið - 07.06.2016, Side 1
Þ R I Ð J U D A G U R 7. J Ú N Í 2 0 1 6
Stofnað 1913 131. tölublað 104. árgangur
GERIR FJÖL-
SKYLDAN ÞIG
GREINDARI?
LEIKSÝNING-
AR Á ENSKU
Í RIFI
„OKKUR LANGAR
AÐ VINNA OG
VINNA STÓRT“
NÝTT LEIKÁR 30 EM-SÆTI? ÍÞRÓTTIREKKI FORHEIMSKAST 12
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Plæging Kalið tún plægt fyrir sáningu.
Verulegt kal er í túnum bænda á
Norður- og Norðausturlandi. Fram-
kvæmdastjóri Búnaðarsambands
Eyjafjarðar telur þetta næstmesta
kalárið frá aldamótum, næst á eftir
kalárinu mikla 2013. Mikið kal er á
mörgum jörðum í Hörgárdal og
Öxnadal, einnig í Höfðahverfi.
Slæmt kal er á nokkrum bæjum í
Aðaldal og almennt kal í Þistilfirði.
Vitað er um kal austan vatna í
Skagafirði og á Ströndum. Þá eru
kalblettir í túnum víða um land, til
ódrýginda við fóðuröflun. »4
Næstmesta kalárið
frá aldamótum
Seinkanir
» Um 20 þúsund farþegar
hafa ekki komist ferða sinna
vegna seinkana samkvæmt
upplýsingum frá SAF.
» Ekki hefur verið boðað til
nýs samningafundar í deilunni.
Viðar Guðjónsson
Andri Steinn Hilmarsson
Ómar Friðriksson
Yfirvinnubann flugumferðastjóra
hefur valdið seinkunum um 1.200
flugferða í heild, að sögn Guðjóns
Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa
Icelandair. „Það þýðir að um 200 þús-
und farþegar Icelandair hafa lent í
þessum töfum,“ segir hann.
Er þá ótalið hversu margir farþeg-
ar hjá WOW air hafa orðið fyrir þess-
um seinkunum. Ljóst er þó að um
þúsundir sé að ræða að sögn Svan-
hvítar Friðriksdóttur, upplýsingafull-
trúa WOW air.
Þorsteinn Víglundsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins,
segir að deila samninganefnda flug-
umferðarstjóra og SA sé í hnút og hafi
verið það um þó nokkurt skeið. „Það
er töluvert síðan við spiluðum út því
sem við gátum miðað við þá línu sem
mótuð var í SALEK-samkomulaginu.
Flugumferðarstjórum hefur staðið til
boða að taka þeim hækkunum. En
þeir hafa staðið fastir á sínu og ég held
að það sé óhætt að segja að það séu
tvöfalt meiri hækkanir en aðrir hópar
hafa fengið,“ segir Þorsteinn.
Gríðarleg áhrif og allt í hnút
Um 200 þúsund manns hafa orðið fyrir seinkunum vegna yfirvinnubanns flug-
umferðarstjóra Vilja tvöfalt á við það sem er í boði, segir framkvæmdastjóri SA
MSeinka 1.200 ferðum »6
Morgunblaðið/Ómar
Ferðamenn Skortur er á salernum
víða við þjóðvegi landsins.
Ekki er ljóst hvort það tekst að bæta
úr skorti á salernisaðstöðu fyrir
ferðamenn við þjóðvegi landsins í
sumar. Alþingi samþykkti nýverið
að senda þingsályktunartillögu um
uppbyggingu áningastaða Vega-
gerðarinnar við þjóðvegi til ríkis-
stjórnarinnar. Hreinn Haraldsson
vegamálastjóri sagði að á fundi með
umhverfis- og samgöngunefnd hefði
Vegagerðin gert áætlun um að setja
upp bráðabirgðasalerni á um 30
stöðum.
Stjórnstöð ferðamála fékk EFLU
verkfræðistofu til að greina þörfina
fyrir salerni fyrir ferðamenn. Í
þeirri greiningu kom m.a. fram að
vegna aðstöðuleysis og fjölda gesta
væri talið nauðsynlegt að ráðast í úr-
bætur við Jökulsárlón, Goðafoss,
Dettifoss, Seljalandsfoss, Grábrók,
Látrabjarg, Hjálparfoss, Dyrhólaey
og Kerið.
Áformað er að bæta aðstöðuna í
sumar við Hjálparfoss og Dyrhóla-
ey. Sveitarfélagið og Skógræktin
setja upp heilsárs salernisaðstöðu
við Hjálparfoss. Sjálfsafgreiðslu-
salerni verða sett upp við Dyrhóla-
ey. »11
Óvissa um salerni í sumar
Ríkisstjórnin komin með málið Þarfagreining liggur fyrir
Lars Lagerbäck stýrði í gærkvöldi íslenska
karlalandsliðinu í knattspyrnu í síðasta skipti á
Laugardalsvellinum, en hann hættir sem kunn-
ugt er störfum eftir Evrópukeppnina í Frakk-
landi. Lars var hylltur vel og lengi af áhorf-
endum og leikmönnum eftir sigur Íslands á
Liechtenstein, 4:0, en í dag fer íslenska liðið til
Annecy í Frakklandi. Eiður Smári, sem skoraði í
leiknum, slær á létta strengi með Lars. » Íþróttir
Lars Lagerbäck kvaddur á Laugardalsvellinum
Morgunblaðið/Eggert
Öruggur sigur í síðasta leiknum fyrir Evrópumótið í Frakklandi
Fjöldi bíla-
leigubíla hér-
lendis hefur
margfaldast á
undanförnum ár-
um og telur flot-
inn nú 22 þúsund
bíla sem stöðugt
þarf að endur-
nýja. Sala
bílanna getur haft áhrif á verð not-
aðra bíla. Ekki er þó talið raunhæft
að selja bíla þessa úr landi. »16
20 þúsund bíla-
leigubílar í umferð
Þungaðar konur sem áður hafa
misst fóstur virðast mun líklegri til
að greinast með heilsukvíða en þær
konur sem ekki eiga sögu um fóstur-
missi. Þetta eru niðurstöður nýrrar
rannsóknar sem Guðrún Soffía
Gísladóttir vann sem lokaverkefni í
meistaranámi í klínískri sálfræði við
Háskólann í Reykjavík.
Í niðurstöðunum kemur enn frem-
ur fram að þungaðar konur sem upp-
lifað hafa fósturmissi upplifa meiri
kvíða og depurð á fyrri hluta með-
göngu og um miðbik hennar en þær
konur sem ekki hafa misst fóstur.
Einstaklingar sem upplifa heilsu-
kvíða hafa mjög miklar og alvar-
legar áhyggjur af eigin heilsu, að
sögn Guðrúnar.
„Þessi kvíði byrjar oft í kjölfar
þess að einhver nákominn veikist
eða eftir að eitthvað kemur upp í
sambandi við heilsu viðkomandi. Og
fólk verður mjög upptekið af öllum
líkamlegum einkennum og óttinn
gagntekur það,“ segir Guðrún og
bendir á að óléttar konur með
heilsukvíða breyti gjarnan hegðun
sinni og hætti að þora að gera þá
hluti sem þær gerðu áður. »18
Kvíði eftir fósturmissi
á síðari meðgöngu
Samstaða er um nýtt fyrirkomu-
lag á krabbameinseftirliti þar sem
hjúkrunarfræðingar koma að í
auknum mæli. Breytingarnar koma
til vegna fækkunar krabbameins-
lækna hér á landi, en mikill biðtími
hefur einkennt eftirlitið.
„Ég tel breytingarnar vera af
hinu góða og alveg í takt við það
sem er að gerast í kringum okkur,“
segir Brynja Björk Gunnarsdóttir,
formaður Brjóstaheilla. »4
Góðar breytingar á
krabbameinseftirliti