Morgunblaðið - 07.06.2016, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 07.06.2016, Qupperneq 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2016 Vertu upplýstur! blattafram.is FELST AÐGERÐALEYSI ÞITT Í AÐ SAMÞYKKJA KYNFERÐISOFBELDI? Bæjarlind 6, sími 554 7030 Við erum á facebook Túnikur Kr. 5.900 Str. S-XXL • 2 litir Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ekki er ljóst hvort það tekst að bæta úr skorti á salernisaðstöðu fyrir ferðamenn við þjóðvegi lands- ins í sumar. Til eru langir vegar- kaflar sem eru án hreinlætis- aðstöðu fyrir þá sem eiga þar leið um. Alþingi samþykkti 2. júní sl. að vísa þingsályktunartillögu Svandís- ar Svavarsdóttur o.fl. um uppbygg- ingu áningarstaða Vegagerðarinnar við þjóðvegi til ríkisstjórnarinnar. Í tillögunni var lagt til að innanríkis- ráðherra skipaði starfshóp um án- ingarstaðina sem gerði „tillögu um uppbyggingu, hlutverk og þróun áningarstaða Vegagerðarinnar við þjóðvegi landsins, m.a. með tilliti til salernisaðstöðu“. Salerni við 27 áningarstaði Í nefndaráliti umhverfis- og sam- göngunefndar um tillöguna kemur fram að útskot og áningarstaðir Vegagerðarinnar séu 469 víðs veg- ar um landið og að við 27 þeirra sé salernisaðstaða. Salernin eru yf- irleitt ekki rekin af Vegagerðinni heldur tengjast áningarstaðirnir einhverri annarri starfsemi. Á þremur þessara staða eru sér- stök salerni, tvö rekin af sveit- arfélögum og eitt af Vegagerðinni. Í umsögn um tillöguna frá í febr- úar sagði Vegagerðin að yrði ákveðið að hafa snyrtiaðstöðu á fleirum þessara staða þyrfti að koma til þess fjármagn annars staðar frá. Þetta rúmaðist ekki inn- an lögbundinna verkefna Vega- gerðarinnar eða fjárveitinga til hennar. Hreinn Haraldsson vegamála- stjóri upplýsti á fundi með um- hverfis- og samgöngunefnd í vor að Vegagerðin hefði gert áætlun um að koma upp bráðabirgðasalernis- aðstöðu á um það bil 30 stöðum. Nefndin taldi að bregðast yrði við ástandinu og lagði til að málinu yrði vísað til ríkisstjórnarinnar. Einnig að verkefnið yrði hluti af vinnu að öryggismálum á vegum Stjórnstöðvar ferðamála með það að markmiði að bráðabirgðaað- stöðu yrði komið upp í sumar. „Við vorum með ákveðnar hug- myndir um bráðabirgðaaðstöðu og ræddum þær við Stjórnstöð ferða- mála og í umhverfis- og samgöngu- nefnd,“ sagði Hreinn í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að nú væri það í höndum þeirra sem ynnu að mál- efnum ferðaþjónustunnar að ákveða hvort og þá hvað yrði gert í sumar. Hreinn sagði að miðað hefði verið við bráðabirgðaaðstöðu á um 30 stöðum ef nægur tími hefði gefist til að undirbúa og framkvæma. Hann sagði að málið hefði ekki verið uppi á borðum Vegagerðarinnar í 6-8 vikur og því spurning hvort eitthvað gerðist í þessum málum í sumar. „Við vilj- um gjarnan fá umræðu um þessa áningarstaði. Þeir eru mikið sóttir og mikið álag á þeim, meðal annars vegna skorts á salernum,“ sagði Hreinn. Huga að gerð myndaútskota Hann sagði marga hafa viðdvöl á þessum stöðum til að borða nestið sitt. Því þyrfti að halda þeim við en einnig þyrfti að skoða hreinlætismálin. Nestið skilaði sér á endanum og því þyrfti að gera ráð fyrir því í uppbyggingu aðstöð- unnar. Hreinn sagði að ekki hefði verið til fjármagn til að opna nýja áningarstaði við þjóðvegina eftir hrun, nema á örfáum stöðum í tengslum við nýframkvæmdir. „Við erum meira að skoða nú hvort ekki þurfi að útbúa myndatökuútskot við vegina vegna umferðaröryggis. Við þurfum að kortleggja hvar menn stoppa helst til að taka myndir og gera þar útskot til þess að þeir stoppi ekki á miðjum vegi og skapi þannig hættu,“ sagði Hreinn. Ferðamennirnir víða í spreng  Skortur er á salernisaðstöðu fyrir ferðamenn við þjóðvegina  Vegagerðin var með hugmyndir um að setja upp bráðabirgðasalerni á um 30 stöðum  Óvíst er hvað hægt verður að gera í sumar Morgunblaðið/Arnaldur Ferðamenn í spreng Skortur er á hreinlætisaðstöðu fyrir ferðafólk víða um land. Á löngum köflum getur fólk ekki létt á sér nema úti í náttúrunni. Rætt er um hvernig bæta megi úr skortinum á hreinlætisaðstöðu fyrir ferðafólk. Salernismálin greind » Stjórnstöð ferðamála fékk EFLU verkfræðistofu til að greina þörfina fyrir salerni fyrir ferðamenn. Áfangaskýrsla kom út í maí sl. » Vegna aðstöðuleysis og fjölda gesta er talið nauðsyn- legt að ráðast í úrbætur við Jökulsárlón, Goðafoss, Detti- foss, Seljalandsfoss, Grábrók, Látrabjarg, Hjálparfoss, Dyr- hólaey og Kerið. » Áformað er að bæta aðstöð- una í sumar við Hjálparfoss og Dyrhólaey. Sveitarfélagið og Skógræktin setja upp heilsárs salernisaðstöðu við Hjálpar- foss. Sjálfsafgreiðslusalerni verða sett upp við Dyrhólaey. Formaður landeigendafélagsins Bjargtanga á Látrabjargi telur að langflestir landeigendur séu hlynnt- ir friðlýsingu bjargsins. Hann segir að átroðningur ferðafólks sé orðinn allt of mikill og sér ekki aðra leið en friðlýsingu til að koma böndum á hana. Umhverfisstofnun hefur hætt undirbúningi að friðlýsingu Látra- bjargs og nágrennis vegna þess að ekki hefur tekist að ná samstöðu allra landeigenda um áframhaldandi vinnu við það. Sveinn Pétursson, for- maður landeigendafélagsins, segir að rúmlega hundrað eigendur séu að landi Látra og Keflavíkur sem eiga hluta af bjarginu. Skilst honum að ekki hafi tekist að fá undirskriftir um 10 einstaklinga undir skjal sem heimilar Umhverfisstofnun að halda áfram undirbúningi. Gefur hann þær skýringar að sumir þeirra eigi ekki aðild að félaginu og ekki náist til fólks sem búsett sé erlendis. Vissu- lega séu enn einhverjir stífir á móti. Segist hann hafa eytt miklum tíma í að skýra málin út fyrir fólki og marg- ir séu nú jákvæðir sem áður voru á móti. Fólk fái að njóta Sveinn segir það rangt sem fram kom í frétt Morgunblaðsins fyrir helgi að andstæðingar friðlýsingar hafi náð völdum í félaginu á nýlegum aðalfundi. Tveir nýir menn komu inn í sex manna stjórn. Sveinn var annar þeirra en hann starfaði áður með fé- laginu sem varamaður. Sveinn segir að mikið sé í húfi. Vernda þurfi fuglavarpið í Látra- bjargi en það hefur alþjóðlegt vernd- argildi. Hann lýsir þeirri skoðun sinni að stýra þurfi fjölda ferðafólks um svæðið og tímanum sem það fær að vera. Nefnir hann að loka þyrfti bjarginu fyrir umferð á nóttunni yfir varptímann. Sveinn segir að landeig- endur vilji ekki hindra fólk í að njóta þessarar náttúruperlu en þeir geti ekki borið á herðum sér að veita þá þjónustu sem þurfi að vera. helgi@mbl.is Flestir eigendur hlynntir friðlýs- ingu Látrabjargs  Telja að stýra þurfi umferð ferðafólks Ljósmynd/Áskell Þórisson Látrabjarg Unnið er að lagfæringu stíga og ekki er vanþörf á. Fram kom í texta með mynd á bls 17 í Morgunblaðinu í gær að Guðrún Karls Helgudóttir hefði verið vígð til sóknarprests við Grafarvogskirkju á sunnudaginn. Það er ekki rétt því Guðrún hefur verið prestur við kirkjuna frá árinu 2008, heldur var um innsetningu hennar í embættið að ræða. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTTING Innsetning, ekki vígsla - með morgunkaffinu Landamærastofa Evrópu, Frontex, hefur veitt aðal- hundaþjálfara tollstjóra, Ingi- björgu Ylfu Ólafsdóttur, full réttindi til að kenna og meta leitarhundaþjálf- un á vegum Fron- tex og uppfyllir hún allar kröfur sem stofnunin gerir til hundaþjálfara. Ingibjörg, ásamt leitarhundi tollstjóraembættisins, Kötu, lauk ítarlegu prófi með fram- úrskarandi einkunn til að fá rétt- indin en áður hafði hún lokið leið- beinandanámi hjá stofnuninni. Hún fer því á 22 manna útkallslista hjá Frontex en hún er eini Íslending- urinn með þessi réttindi á listanum. Á undanförnum árum hefur gengið erfiðlega að skipa hunda- teymi í samstarfsverkefni milli landa vegna mismunar í þjálfun hundanna. Því hefur verið gert átak til að samræma kröfur sem gerðar eru til hundateyma sem starfa á landamærum Schengen- og Evrópu- sambandsins. Nýr staðall hefur ver- ið unninn og Ingibjörg segir rétt- indin vera gæðavottun á hundateymum tollstjóra sem muni auðvelda samstarf við alþjóðlegar stofnanir. Ingibjörg Ylfa Ólafsdóttir Íslendingur settur á útkallslista Frontex Fundað um loðnusamning í Álasundi Samningafundur Íslendinga, Græn- lendinga og Norðmanna um fyrir- komulag og stjórnun loðnuveiða verður haldinn í Álasundi í Noregi 22. og 23. júní næstkomandi. Þar verður kynnt skýrsla vís- indamanna um útbreiðslusvæði og lífsferil loðnunnar, að sögn Jó- hanns Guðmundssonar, skrif- stofustjóra í sjávarútvegsráðuneyt- inu og formanns samninga- nefndarinnar. Vísbendingar hafa verið um að loðnan hafi í auknum mæli haldið sig í grænlenskri lög- sögu síðustu ár og að sama skapi hafi hennar minna orðið vart í norskri lögsögu. Í fyrra var gert samkomulag til eins árs með sérstakri bókun. Þar var aflaregla m.a. tekin upp í loðnuveiðum, Grænlendingar fengu auknar heimildir í vinnslukvóta í ís- lenskri lögsögu og Norðmenn fengu aukið aðgengi. aij@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.