Morgunblaðið - 07.06.2016, Blaðsíða 14
frídagar voru af skornum skammti
og sumt fólk vann svo vikum skipti
án frídags. Samhliða þurfti þetta
starfsfólk að vinna að öðrum verk-
efnum, m.a. viðbúnaði vegna Ebó-
lufaraldursins, skipsstrandi og
fleiru. Því hefur reynst nauðsyn-
legt að fá liðsstyrk í upplýsinga-
miðlunina á slíkum álagstíma.“
Spenna við Holuhraun
Bergþóra gerði eigindlega við-
talsrannsókn á reynslu opinberra
upplýsingafulltrúa, sérfræðinga,
talsmanna og viðbragðsstjórnenda
auk fréttamanna sem unnu að upp-
lýsingamiðlun vegna jarðskjálfta-
virkni í Bárðarbungu og eldgoss í
Holuhrauni frá ágúst 2014 til febr-
úar 2015. Hún leiddi í ljós níu atriði
sem talin eru mikilvæg og
árangursrík í upplýsingamiðlun
opinberra aðila vegna nýlegra eld-
gosa á Íslandi og skilgreina má
sem bestu starfsvenjur við slíkar
aðstæður. Þar er meðal annars
fjallað um samskipti þeirra sem
stóðu að upplýsingamiðluninni fyr-
ir hönd stofnana og hins vegar
fréttamanna, innlendra og er-
lendra.
Fram kom í fjölmiðlum á sínum
tíma að nokkur pirringur var meðal
fréttamanna sem áttu að flytja
fréttir til landsmanna af stöðu mála
við Holuhraun og kvörtuðu þeir yf-
ir skertu aðgengi, samráðsleysi og
aðgangshindrunum sem virtust
ekki ná til vísindafólks. Samskipta-
leysi var gagnrýnt en ágreiningur-
inn leystist á farsælan máta. Spurð
um þetta segir Bergþóra ákveðna
spennu hafa verið í tengslum við
aðgangshindranirnar en rannsókn-
in hafi leitt í ljós að almennt hafi
samskipti milli fjölmiðla og starfs-
fólks stofnana gengið vel og upp-
lýsingaflæðið þótt gott. „En vissu-
lega var spenna vegna þessara
aðgangshindrana og því er brýnt
að tryggja sameiginlegan skilning
viðbragðsaðila og fréttafólks á
þessu atriði, svo að annars góðu
sambandi sé ekki stefnt í hættu.“
BAKSVIÐ
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
Ný rannsókn Bergþóru Njálu Guð-
mundsdóttur um hvaða aðferðir hafa
reynst vel og hvað mætti fara betur í
opinberri upplýsingagjöf fyrir, eftir
og meðan á eldgosum stendur á Ís-
landi leiddi í ljós níu atriði sem talin
eru mikilvæg og/eða árangursrík í
upplýsingamiðlun opinberra aðila og
skilgreina má sem bestu starfs-
venjur við slíkar aðstæður. Rann-
sóknin dregur fram að taka verður
tillit til sérstakra aðstæðna í upplýs-
ingamiðlun í hættuástandi á Íslandi.
Bergþóra flytur fyrirlestur um verk-
efni sitt til meistaraprófs í umhverf-
is- og auðlindafræði í dag, en heiti
verkefnisins er Upplýsingamiðlun í
eldgosum á Íslandi: Þegar heims-
pressan og heimamenn kalla.
Samkvæmt rannsókninni ein-
kennist upplýsingamiðlun í eld-
gosum á Íslandi m.a. af mikilli eld-
virkni, smáum stofnunum með
takmarkað fjármagn og skort á
starfsfólki; þörf á sveigjanleika og
spuna við upplýsingamiðlunina;
miklum áhuga erlendra fjölmiðla;
persónulegu sambandi og góðu að-
gengi að íslenskum fjölmiðlum; mik-
illi nálægð við almenning; og mik-
ilvægi samvinnu mismunandi
stofnana.
Glundroðinn við Eyjafjallajökul
„Rannsóknin mín gekk út á að
finna sem bestu viðmið, bestu starfs-
venjur við upplýsingamiðlun í eld-
gosum á Íslandi, en slík viðmið hafa
verið skilgreind víða erlendis. Þetta
sprettur upp úr þessum eldgosum á
sem hér hafa verið á undanförnum
árum og hafa kallað á mikla athygli
erlendu heimspressunnar,“ segir
Bergþóra.
Gosið í Eyjafjallajökli vakti heims-
athygli og kom Íslandi á kortið enda
urðu fjölmargir strandaglópar vegna
gossins á flugvöllum víða um heim.
Töluverður glundroði myndaðist
enda heimspressan á hinni línunni.
„Ég var að skoða hvort aðrar starfs-
venjur væru hér á Íslandi en mælt er
með erlendis.
Hér eru öðruvísi aðstæður, hér er
mikil eldvirkni sem er að færast í
aukana samkvæmt rannsóknum. Við
erum fámennt, 330 þúsund manna,
þjóðfélag og hér er strjálbýlt. Á
sama tíma fjölgar ferðamönnum og
spáð er að um 1,5 milljónir manna
komi hingað á þessu ári. Á hinn
bóginn erum við með stofnan-
aumhverfi sem einkennist af
fáum starfsmönnum og tak-
mörkuðum úrræðum á sviði
upplýsingamiðlunar.“ Bergþóra
nefnir einnig mikið álag starfs-
manna í þessu sambandi.
„Starfsmenn unnu langar
vaktir, fengu lítinn svefn,
Skortur á fé og starfsfólki
Níu atriði eru talin mikilvæg og/eða árangursrík í upplýsingamiðlun opinberra aðila vegna nýlegra
eldgosa samkvæmt nýrri rannsókn Mikill áhugi erlendra fjölmiðla þegar eldgos hefst á Íslandi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Við Holuhraun Ljósmyndarar Morgunblaðsins komust ekki nálægt Holuhrauni á sínum tíma nema um borð í flug-
vél. Á sama tíma máttu jarðfræðinemar valsa um svæðið að vild og keyra eins nálægt og þeim sýndist án hindrana.
Meðal þess sem stóð uppúr í rannsókn Bergþóru var jákvæð reynsla
af notkun samfélagsmiðla í upplýsingamiðlun vegna Holuhraunsgoss-
ins. „Samfélagsmiðlarnir reyndust gríðarlega vel og nýttust við
að koma fram upplýsingum, gjarnan áður en fjölmiðlar köll-
uðu eftir þeim og það létti álagið verulega,“ segir hún.
Þá hafi rannsóknin sýnt að náið samband er milli
starfsfólks stofnana og fréttamanna hér á landi. „Frétta-
menn eru yfirleitt með farsímanúmer hjá sérfræðingum
og viðbragðsaðilum og geta hringt nánast hvenær sóla-
hringsins sem er. Á sama hátt hafa viðbragðsaðilar og
sérfræðingar afar gott aðgengi að fjölmiðlum hér á landi,
sem er ómetanlegt í náttúruhamförum á borð við eld-
gos.“
Hraðar og öruggar upplýsingar
SAMFÉLAGSMIÐLAR VIRKUÐU VEL Í SÍÐASTA GOSI
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2016
Íslensku flugfélögin, Icelandair og
WOW air, fluttu samtals yfir
420.000 farþega til og frá landinu í
síðasta mánuði. Fjöldi farþega hjá
WOW air jókst um 115% frá sama
mánuði í fyrra og hjá Icelandair
nam aukningin 20%.
Þetta kemur fram í tilkynningum
sem félögin tvö sendu frá sér.
WOW air flutti 106 þúsund far-
þega og farþegar með Icelandair
voru 320.000. Sætanýting var meiri
hjá WOW air, þar sem hún var 85%,
hjá Icelandair var hún 71,6%.
Framboð á svokölluðum sæt-
iskílómetrum jókst um 109% hjá
WOW air og hjá Icelandair var
þessi aukning 25%. Sætiskílómetrar
eru fundir út með því að margfalda
sætafjölda í hverri ferð með heild-
arvegalengd ferðarinnar. Farþegar
í innanlands- og Grænlandsflugi
Icelandair voru 25.000 í maí sem er
aukning um 2% á milli ára. Þá juk-
ust fraktflutningar á vegum félags-
ins um 9% frá síðasta ári.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Leifsstöð Umferð um hana hefur aukist talsvert undanfarin ár. Í síðasta
mánuði fluttu íslensku flugfélögin 426.000 farþega til og frá landinu.
Aukning hjá Ice-
landair og WOW
426.000 með íslensku félögunum
www.smyrilline.is
Stangarhyl 1 · 110 Reykjavík
Sími: 570-8600 · info@smyril-line.is
Fjarðargötu 8 · 710 Seyðisfjörður
Sími: 472-1111 · austfar@smyril-line.is
Taktu
bílinn með
til Færeyja og Danmerkur 2016
Færeyjar
2 fullorðnir með fólksbíl
Netverð
á mann frá 34.500
Danmörk
2 fullorðnir með fólksbíl
Netverð
á mann frá 74.500
Bókaðu
núna!
Bókaðu
snemma til aðtryggja þér pláss.Þegar orðið fullt ísumar ferðir
í sumar.
Bergþóra Njála