Morgunblaðið - 07.06.2016, Qupperneq 19
19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2016
Gulur Bústnir og gulir stokkandarungar svömluðu á Tjörninni í blíðunni og speglaðist guli liturinn á höfði þeirra og af heiðgulri fíflabreiðu sem vex við bakkann skemmtilega á vatnsyfirborðinu.
Ómar
Hvað sem líður
tískustraumum og loft-
fimleikum, þá er það
staðreynd, að leikritun
á Vesturlöndum stend-
ur ekki með neinum
sérstökum blóma um
þessar mundir. Ofan-
greindar og líkar til-
raunir til að endurnýja
leikhúsnálgun – ýmist
með góðum eða ekki
góðum árangri – eru í
því ljósi ekki óeðlilegar og jafnvel
oft frjóar. Hins vegar er mörgum
sem þykir sem nú megi fara að
bjóða leikskáldinu aftur inn í leik-
húsið. Hér hjá okkur hefur ekki
verið beinlínis hlaðið undir hæfi-
leikaríkleikskáld eins og Hrafnhildi
Hagalín Guðmundsdóttur og Bjarna
Jónsson – svo aðeins séu tvö nefnd
– og eldri skáldum, t.d. Birgi Sig-
urðsson og Ólaf Hauk, ekki verið
haldið fram sem skyldi. Hins vegar
verður að minna á, að leikgerðir af
vel auglýstum skáldsögum koma
aldrei í sama stað og sú frumvinna
sem vinna þarf í leikhúsinu; þar eru
reyndar til undantekningar, þar
sem leikgerðin tekur skáldsögunni
fram eins og t.d. í verki Auðar Jóns-
dóttur, Fólkið í kjallaranum.
Reyndar hefur vitnast að í haust sé
von á nýju verki frá Bjarna og er
það vel.
Í fyrra beindust augu leikhúsunn-
enda fyrst og fremst að nýju verki
Birgis Sigurðssonar, sem bar hæfni
og þroska skáldsins fallegt vitni. Í
vetur beindust augun hins vegar
einkum að þremur verkum, sem öll
voru á sviði Borgarleikhússins. Hið
fyrsta, sem var sam-
starfsverkefni Óska-
barna ógæfunnar,
nefndist Illska og
byggðist á skáldsögu
Eiríks Norðdahl. Sú
saga er upp á einar 500
blaðsíður, svo að þar
varð heldur betur að
velja og hafna, ekki
síst í ljósi þess, að
þarna er, ólíkt því sem
oftast er íslenskur
veruleiki settur í lofs-
verð tengsl við póli-
tískan veruleika um-
heimsins. Hinum efnilega leikstjóra,
Vigni Valþórssyni, tókst að ná utan
um efnið með athyglisverðum hætti,
annars vegar samviskuspurning-
arnar, hins vegar óræði ástarinnar,
og lét allt gerast í Piscatortröppu.
Helst mátti finna að því að pólitíkin
gerðist meira eða minna öll í hljóð-
nema, en ástarþríhyrningurinn í
tröppuganginum, sem sagt full-
aðskilið.
Mesta eftirvæntingu vakti atlaga
Þorleifs Arnarssonar sem brugðið
hafði á loft Englum alheimsins með
spennandi og nútímalegum hætti –
að sjálfri Njálu. Það hnussaði í ýms-
um, sú bók er mörgum heilög.
Meira að segja hefur mörgum þótt
sjálfum Jóhanni Sigurjónssyni mis-
takast að vinna úr efni hennar fyrir
leiksvið. En það er nú svo með hin
stóru verk, að þau standast alla
storma. Mér er minnisstæður
hörmulegur söngleikur sem nefnd-
ist Man of La Mancha og sótti efni í
Don Kíkóta Cervantesar sem óð um
öll leiksvið fyrir nokkrum áratug-
um. Hann er í dag gleymdur, en Kí-
kóti lifir sínu góða lífi.
Það er ekkert lögmál sem segir
að ekki megi túlka efni Njálu á
margvíslegan hátt á leiksviði. Enda
fór það svo, að skopfærslan var sá
þáttur sem best tókst og fram eftir
sýningunni spunnust fram mörg
mjög svo kostuleg atriði – í anda
karnivals, að manni er sagt. Um
miðbik sýningarinnar komu tvö
dansasmíðaratriði – bardagi fyrir
hlé og að því er manni skildist
kristnitaka í upphafi síðari hluta,
ansi langdregin, og þessi atriði og
dansflokkurinn lentu einhvern veg-
inn utanborðs í sýningunni, þó að
atriðið um hár Hallgerðar væri
ágætt. Er á leið, burtséð frá
sprenghlægilegri Njálsbrennu, var
frásögnin – að ekki sé sagt end-
ursögnin – of bundin sögunni sjálfri
og þá vantaði einhvern veginn leik-
lega innistæðu í persónuframsetn-
ingunni og úr varð gamaldags de-
klamasjón.
Þrátt fyrir bráðskemmtilega
spretti vantaði þannig herslumun-
inn á þessa sýningu, kannski var
listræn stefna hennar reikul og ekki
alveg skýrt hvað hún átti að segja
manni. En margir létu sér skemmt-
unina eina nægja.
Vonir voru líka bundnar við nýtt
verk eins efnilegasta leikskálds okk-
ar af yngstu kynslóð, Tyrfings Tyrf-
ingssonar. Hér er sem sagt um leik-
rit að ræða og ekki afbyggingu eða
útleggingu á epískri sögu, leikrit
sem ort er fyrir leiksvið og nefnist
Auglýsing ársins. Heitið segir til um
efnið og hugmyndin er snjöll og
tímabær ádrepa á þeim tíma auglýs-
ingaglyss sem við lifum.
Ég býst við að þetta verk sé
margslungið og við fyrstu kynni
komst varla allt til skila sem fyrir
skáldinu vakir, hvort sem það er
vegna þess að mörgum hugmyndum
var ekki nógu markvisst fylgt eftir –
af hverju er Mary Poppins til dæm-
is að spígspora þarna, af hverju er
kúnninn haltur, skilja einhverjir
aðrir en auglýsingabransinn samlík-
inguna við Babelsturninn? – Of mik-
ið þurftum við áhorfendur að geta
okkur til án þess að von væri að
botn fengist í það. Einhverra hluta
vegna kom ég mjög ófullnægður af
sýningunni og velti því mikið fyrir
mér hvers vegna, því að þarna var
spennandi verk á ferð, að ég held.
Eftir miklar vangaveltur hvarflar að
mér, að uppsetningin sjálf hafi verið
of áþreifanleg, að afstæðari túlkun,
jafnvel stílfærðari, hefði hæft leikn-
um betur og leyst hann betur úr
læðingi en ekki það hálfraunsæi
sem valið var. Mið tekið af myndlist.
En vel á minnst. Það er orðinn
plagsiður í leikhúsunum að starfs-
menn þeirra rjúki upp til handa og
fóta af hrifningu við hverja einustu
sýningu áður en aðrir áhorfendur
hafa einu sinni náð að lyfta lófunum.
Víðast hvar hjá siðmenntuðum þjóð-
um er ekki staðið upp nema um sé
að ræða einstaka viðburði – á
heimsmælikvarða, hvort sem er á
tónleikum eða leiksýningum. Þetta
er hér orðið eins og sú ofnotkun há-
stigs lýsingarorða, sem auglýsendur
hafa tamið sér. Og ýlfrið á betur við
á popptónleikum unglinga.
Eftir Svein
Einarsson » Leikritun á Vestur-
löndum stendur ekki
með neinum sérstökum
blóma um þessar
mundir.
Sveinn
Einarsson
Höfundur er leikstjóri.
Enn um íslensk leikrit
Áhrifamikið Flóð er nýtt íslenskt heimildaverk um mikilvægi þess að varð-
veita söguna, um samstöðu og samheldni og það sem skiptir máli í lífinu.