Morgunblaðið - 07.06.2016, Side 20

Morgunblaðið - 07.06.2016, Side 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2016 Hluti vísindasam- félagsins aflar nú fylgis við þá hugmynd að því verði leyft að erfðabreyta mönnum í því skyni að uppræta sjúkdóma. Þótt þeir sömu vísindamenn við- urkenni að þörf sé á „umræðu“ um siðferði erfðabreytinga á mönnum hafa þeir sýnu minni áhuga á umræðu um áreiðanleika vísindanna og öryggi tækninnar sem þeir munu nota til þess arna. Það er rétt að nýjar tækniaðferðir (e: gene editing, t.d. TALEN, ZFN og CRISPR-Cas9) sem beitt er við erfðabreytingar gera vísindamönnum kleift að koma framandi genum fyrir í mönnum með meiri nákvæmni, svo og að stökkbreyta eða slökkva á genum í genamengi mannsins. En felast hættur í þessum nýju aðferðum, líkt og fyrri aðferðum við erfðabreyt- ingar? Vinsælust þessara aðferða er CRISPR sem beitir ensímum til að klippa sundur báða DNA-þræðina á tilteknum stöðum og gerir kleift að stýra því hvar á DNA-keðjunni erfðabreytingar eru gerðar. Þessar aðferðir (gene editing) gera vísinda- mönnum kleift að velja genainnskoti stað sem þeir álíta öruggan, en inn- skotið getur engu að síður haft margvísleg óvænt áhrif, t.d. truflun á genatjáningu eða hlutverki pró- teina sem genin framleiða. Rann- sóknir hafa þegar sýnt að þessar nýju aðferðir skortir þá nákvæmni sem fullyrt var að þær hefðu. Fjór- ar rannsóknir sýna að ZFN, TA- LEN og CRISPR valdi stökkbreyt- ingum og endurröðun á svæðum sem ekki var ætlunin að hreyfa við. Tvær aðrar rannsóknir komust að þeirri niðurstöðu að í spendýrum valdi CRISPR mikilli röskun slíkra svæða. Erfðabreytingar á mönnum verða ekki einvörðungu réttlættar með því að tækninýjungar geri þær ódýrari, auðveldari eða jafnvel öruggari í framkvæmd. Hversu mjög sem erfðatæknin batnar verður hún aldrei öruggari en vísindin sem hún hvílir á. Vita vísindamenn nógu mik- ið um hlutverk gena til að flytja þau til, slökkva á þeim eða stökkbreyta þeim á öruggan máta? Svarið er enn sem komið er neikvætt. Þeir geta e.t.v. slegið tölu á gen í gena- mengjum tegunda, en hafa ekki við- hlítandi skilning á flóknum tengslum milli gena, eða áhrifum efnafræði- legs umhverfis innan eða utan frumunnar (sem hýsir genin) á hlutverk og hegðun gena. Það má ekki van- meta hve hlutverka- skipan gena er gríð- arlega flókin. Til dæmis er talið að mað- urinn hafi 21 þúsund gen en maísplantan ríf- lega tvöfalt fleiri. Mað- urinn er flóknari lífvera en maís- plantan og því má ætla að gen okkar gegni mun fleiri hlutverkum en þau 50 þúsund gen sem maís- plantan hýsir. Talið er að 60% gena mannsins gegni fjölþættum hlut- verkum. Slökkvi vísindamenn á geni sem veldur sjúkdómi er hugsanlegt að það valdi meira tjóni en bótum ef genið gegnir einnig öðrum og já- kvæðari hlutverkum. Þar til okkur er orðið fullljóst hvernig gen starfa getum við ekki metið af skynsemi langtímaáhættu af meðhöndlun þeirra. Ef við erfðabreytum lífveru án vísindaþekkingar sem tryggi nægi- legt öryggi, þá verðum við að setja strangar reglur, eftirlit og merking- ar þess sem er erfðabreytt, rétt eins og við neyðumst til að gera við erfðabreytt matvæli. Munum við merkja erfðabreytta menn svo rekja megi framtíðarvandamál til uppruna síns og til þess að fólk, sem hyggst eignast börn, geti tekið upplýstar ákvarðanir? Erfðabreyttar nytjaplöntur brugðust helstu fyrirheitum sem um þær voru gefin; það minnir okkur á að skrum kemur ekki í stað traustra vísinda. Líkast til er skynsamlegast að leysa gátur erfðavísindanna, halda áfram að bæta erfðatæknina, og þegar við höfum byggt upp trú- verðugan vísindagrunn sem hægt er að nota við mat á áhættu, þá getum við efnt til „samræðu“ um siðferði þess að erfðabreyta manninum. Eftir Söndru B. Jónsdóttur »Munum við merkja erfðabreytta menn svo rekja megi framtíð- arvandamál til uppruna síns svo fólk, sem hyggst eignast börn, geti tekið upplýstar ákvarðanir? Sandra B. Jónsdóttir Höfundur er sjálfstæður ráðgjafi. Þurfum að eiga samræðu um erfða- breytingu mannsins Með því að virkja 26. gr. stjórnarskrárinnar hefur Ólafur Ragnar Grímsson forseti gert forsetaembættið póli- tískt. Ég var í byrjun ekki sáttur við breyting- una en með frammistöð- u forsetans í bankahruninu hef ég breytti skoðun minni á eðli forsetaembættisins. Í dag er ég sáttur við breytingar Ólafs Ragnars og okkur er nauðsyn að hafa þennan öryggisventil til staðar þegar annað fjármálahrun eða önnur vá kemur upp. Ég tel að þeir sem skrif- uðu stjórnarskrána okkar 1944 hafi einmitt haft þennan öryggisventil í huga. Líklega hugsað til Bandaríkj- anna, sem á þeim tíma voru áhrifa- mesta og sterkasta þjóð heimsins með valdamikinn og þjóðkjörinn forseta. Ég tel ekki þurfa að setja inn ákvæði í stjórnarskrána um einhvern fjölda áskorenda til að forsetinn megi vísa umdeildum málum til þjóðarinnar, það myndi aðeins flækja málið. Það að for- setinn þurfi að sækja umboð sitt til þjóðarinnar á fjögurra ára fresti er okkur nóg. Með þessa túlkun í huga gefur það auga leið að forsetaframbjóðendur þurfa helst að vera reyndir stjórn- málamenn. Ég óttast ekki að það finn- ist ekki hæfir menn í öllum stjórnmálaflokkum sem gætu tekið að sér embættið. En þeir þurfa að hafa reynslu, það er ekki hægt að lesa um og læra reynslu – þú verður að upplifa hana. Við skul- um taka flugið sem dæmi en þar þekki ég til. Frá fyrsta degi er gert að halda til bókar verklegri reynslu, það er að halda bókahald um hverja einustu mínútu sem viðkomandi er að stjórna flugvél. Til að geta flogið er ekki nóg að hafa lært allt um flug, flugvélar, flugsöguna og allar aðstæð- ur sem geta komið upp í einni flugferð, þú verður að hafa upplifað þær, það er reynsla. Þetta á í raun við hvaða starf sem er. Umræðan eftir bankahrunið hefur einkennst af fullyrðingum um að ríkis- stjórn Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar, sem stóðu vaktina, hafi brugðist, að hún hefði getað á ein- hvern óútskýrðan hátt getað komið í veg fyrir bankahrunið hér uppi á litla Íslandi. Þrátt fyrir að bankahrunið hafi átt upptök sín í Bandaríkjunum og geisað um allan heim með hrikaleg- um afleiðingum fyrir margar þjóðir. Við getum þá eins sagt að eldgosið í Eyjafjallajökli hafi verið ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Stein- grími Sigfússyni að kenna, jú, þau stóðu vaktina þegar gosið hófst. Sann- leikurinn er sá að ríkisstjórn Geirs og Ingibjargar stóð sannarlega vaktina og með öflugum stuðningi Seðlabanka Íslands undir forustu Davíðs Odds- sonar var gripið til aðgerða sem komu okkur í skjól og lögðu grunninn að endurreisn landsins. Í umræðunni kemur oft fram að stjórnmálamenn eigi ekki og geti ekki verið forsetar þar sem þeir myndu alltaf draga taum síns stjórnmála- flokks. En hver er reynsla okkar? Ólafur Ragnar, sem ég tel frekar vinstrisinnaðan, hefur þrisvar beitt 26. gr. stjórnarskrárinnar. Einu sinni á hægri stjórn Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar en tvisvar á vinstristjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms Sigfússonar. Kæri lesandi, ég kýs Davíð vegna þess að hann er að mínum dómi fremstur meðal jafninga hjá frambjóð- endum í þessum forsetakosningum vegna stjórnmálareynslu sinnar sem er algert lykilatriði fyrir næsta forseta sem tekur við af Ólafi Ragnari Gríms- syni. Ég hvet alla til að fara inn á vef Alþingis og fletta upp Davíð Oddssyni og lesa æviágrip hans, sem er stór- kostleg lesning. Þið sem eruð komin á efri ár og eruð ekki tölvuvædd fáið barnabörnin ykkar til að aðstoða ykkur. Af hverju kýs ég Davíð Oddsson forseta? Eftir Rúnar Guðbjartsson » Við getum þá eins sagt að eldgosið í Eyjafjallajökli hafi verið ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingrími Sigfússyni að kenna. Rúnar Guðbjartsson Höfundur er sálfræðingur og fyrrverandi flugstjóri. Í áratugi hefur Seðlabanki Íslands (SÍ) knúið verðbólgu- hjólið með háum stýri- vöxtum, sem seðla- bankastjóri segir sporna gegn verð- bólgu, en getur ekki að vaxtamunur við útlönd dregur að gjaldeyri í formi jöklabréfa eða hvað það nú heitir. Það gerðist fyrir hrun og nú safnast enn milljarðar í snjóhengjuna. Spurning hversu langt er í næsta hrunadans. Afleiðingarnar verða skelfilegri en 2008, því fjárfestarnir hafa lært af fyrri reynslu og munu fljótar bregð- ast til varna. Vaxtamunurinn hefur í för með sér aukinn kostnað fyrir SÍ, sem verður að halda stýrivöxtum háum til að standa undir rekstri bankans. Í byrjun hruns hækkaði SÍ stýri- vexti úr 12% í 18%, en aðrar þjóðir lækkuðu stýrivexti í 1% til að halda atvinnulífinu gangandi. Stýrivaxtahækkun SÍ í upphafi hruns var náðarhögg margra heim- ila og fyrirtækja, sem löskuðust í hruninu og voru gerð upp. Verktak- ar misstu tæki sín til lánardrottna, sem reiknuðu þau niður og „eig- endur“ voru áfram jafn skuldugir. Tækin voru flutt út þrátt fyrir höft- in og seld á hærra verði. Gjaldeyrir streymdi út og kom að hluta til baka á innstreymisgengi SÍ í einskonar svikamylluhringrás. Öll framleiðslufyrirtæki verða að fjárfesta í nýjum vélbúnaði til að vera samkeppnishæf, en geta ekki vegna hávaxtastefnu SÍ. Undanfarið hefur landbúnaður mikið verið í um- ræðunni og sagður klyfjar á neyt- endur. Horft er framhjá að garð- yrkjubændur, kjötvinnslur, eins og öll iðnfyrirtæki, borga tífalt hærri vexti af nýjum tækjum en hliðstæð fyrirtæki í nágrannalöndunum. Okurvextir SÍ hafa flæmt frumkvöðlafyr- irtæki úr landi og er krónunni ranglega kennt um. Það sem gerist er að frum- kvöðul sem kominn er upp á hnén vantar oft smá stuðning til að standa upp, en þá er vaxtakostnaður hér margfalt hærri en í öðrum löndum. Bankar eru oft orðnir stórir hluthafar út á hung- urlús, sem þeir í byrjun lögðu í púkkið og vilja fá framlag sitt til baka. Fyrirtækin sem áttu að stuðla að meiri hagvexti í landinu eru seld úr landi og frumkvöðlarnir með. Það er kallast góð ávöxtun á banka- máli. Stjórnvöld gáfu bönkum veiðileyfi á almenning og fyrirtæki, sem síðan hafa staðið undir stórgróða bank- anna. Skjaldborgin um heimilin var í raun skjaldborg um fjármálastofn- anir. Það kom fram í því að þeir sem voru með lánsveð voru ekki gjald- gengir í 110% leiðina. Úr þeim mátti kreista nokkra dropa í viðbót. Hinir sem áttu minna en ekki neitt fengu verðtryggð lán svo þeir gætu haldið áfram að borga, sem oft endaði með að okrararnir hirtu allt af þeim. Þetta fína lífeyrissjóðakerfi, sem sumir segja það besta í heimi, var síst skást. Þeir hefðu getað tekið yf- ir íbúðir sjóðsfélaga og leigt þeim, en völdu uppboðsleiðina. Lífeyrissjóðir og Seðlabanki braska enn í dag með góssið. Í stað þess að selja eignasafn SÍ í opnu ferli er útvöldum selt á undirverði. Stórir kaupendur eru lífeyrissjóðir, sem nú eru stærstu eigendur fast- eignafélaga, sem hafa grætt millj- arða á skömmum tíma. Rannsóknarnefnd skoðaði árin fyrir hrun. Ekki er síður þörf á að skoða eignatilfærslur eftir hrun. Hvað skyldu þau vera mörg Borg- unar- og Eyrar-málin? Vitleysisverkið heldur áfram Seðlabankastjóri sá í hillingum verðbólgu á næstu árum, sem afleið- ingu þess að lægstu laun hækkuðu upp undir þrjú hundruð þúsund krónur á mánuði! Hann hækkaði stýrivexti og bankar hækkuðu strax sína vexti. Við það hækkaði allur kostnaður í landinu. Framleiðslufyr- irtæki eiga engan kost annan en velta auknum kostnaði út í verðlag- ið, sem eykur enn meir á verðbólgu. Greiðslubyrði verðtryggðra lána eykst og óverðtryggðir vextir hækka uns krónan gefur eftir. Þannig hafa SÍ og lífeyrissjóðir markvisst fellt gengi krónunnar. Svo monta lífeyrissjóðir sig af mik- illi ávöxtun af verðbréfabraski í út- löndum. Ávöxtun sem í raun er gengishagnaður og ekki ávöxtun. Lífeyrissjóðir kæmu mikið betur út með því að kaupa gjaldeyri og eiga í myntkörfu hjá SÍ. Engin áhætta og allir lífeyrisþegar ættu gengis- tryggðan lífeyrissjóð líkt og þeir sem greiða í t.d. Alliance, Wintertur og aðra álíka í útlöndum. SÍ hefur barist gegn of háum kaupmætti með stýrivaxtahækk- unum og ætlar nú að losa um gjald- eyrishöft svo lífeyrissjóðir geti farið með gjaldeyri úr landi. Miðað við reynsluna fyrir hrun er það líkt og að láta brennuvarg fá eldspýtur. Ég er ekki hagfræðingur en velti fyrir mér, hvort ekki væri þjóðhagslega betra að hafa fjármagn sjóðanna í vinnu hér heima? Jón Baldvin líkir nú inngöngu í ESB við að fara inn í brennandi hús. Mikið væri óskandi að Seðla- bankinn sæi líka villu síns vegar og rétti af kúrsinn í baráttunni við verðbólguna. Steindræpi hana með vaxtalækkunum. Verðbólguvaldurinn Seðlabanki Eftir Sigurð Oddsson »Rannsóknarnefnd skoðaði árin fyrir hrun. Ekki er síður þörf á að skoða eignatil- færslur eftir hrun. Hvað skyldu þau vera mörg Borgunar- og Eyrar- málin? Sigurður Oddsson Höfundur er verkfræðingur. Suðurhrauni 4, Garðabæ | Furuvellir 3, Akureyri | Sími 575 800 | samhentir.is Heildarlausnir í umbúðum og öðrum rekstrarvörum fyrir sjó- og landvinnslu ◆ KASSAR ◆ ÖSKJUR ◆ ARKIR ◆ POKAR ◆ FILMUR ◆ VETLINGAR ◆ HANSKAR ◆ SKÓR ◆ STÍGVÉL ◆ HNÍFAR ◆ BRÝNI ◆ BAKKAR ◆ EINNOTA VÖRUR ◆ HREINGERNINGAVÖRUR Allt á einum stað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.