Morgunblaðið - 07.06.2016, Page 22

Morgunblaðið - 07.06.2016, Page 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2016 Ég vil minnast tengdamóður minn- ar, Helgu, í fáum orðum. Nú þegar komið er að leiðarlokum er margs að minnast, en leiðir okkar Helgu lágu saman fyrir rúmum 42 árum þegar hún, sem formaður Kvenfélagsins á Seyðisfirði, tók á móti mér, nýút- skrifaðri fóstru, komin austur til að reka leikskóla yfir sumarmán- uðina. Við urðum strax vinkonur. Henni hefur eflaust fundist hún bera ábyrgð á fóstrunni sem Her- dís Karlsdóttir, forstöðukona í Brákarborg, æskuvinkona henn- ar, hafði ráðið til starfans. Þetta sumar var ég tíður gestur hjá Helgu og fannst mér hún skemmtileg og var það gagn- kvæmt Eftir að ég varð tengdadóttir hennar varð engin breyting á okkar vináttu og hef ég oft gant- ast með að best sé að kynnast tengdamóðurinni fyrst, þar sem þær geta jú verið erfiðar. Helga bauð mér oft í mat og dekraði við mig á allan hátt þetta sumar. Hún vildi jú endilega að ég kynntist sonum hennar sem henni fannst að mættu alveg fara að festa ráð sitt. Og höfum við oft hlegið að því. Helga var kona augnabliksins, hún naut þess að setja upp að- Helga Torfadóttir ✝ Helga Torfa-dóttir fæddist á Siglufirði 26. febr- úar 1926. Hún lést 31. maí 2016. Útför Helgu fer fram frá Fossvogs- kapellu í dag, 7. júní 2016, klukkan 13. stæður til að skemmta sér og öðrum. Hún flutti oft á milli staða vegna atvinnu eig- inmannsins. Þau bjuggu í Reykjavík, á Seyðisfirði og á Akureyri. Helga þurfti því að koma sér inn í samfélagið á hverjum stað og átti hún auðvelt með það, enda var hún fjörkálfur, sagði sögur, dansaði og söng og vildi hafa skemmtilegt fólk í kringum sig og eignaðist hún vini hvar sem hún fór. Helga var Siglfirðingur með stóru s-i. Ekkert var fallegra en sólaruppkoman þar. Hún var óþreytandi að segja frá lífinu á Siglufirði og allri rómantíkinni sem fylgdi síldarárunum og eftir að hún settist að í Reykjavík fór hún norður á Siglufjörð til móður sinnar með eldri drengina sína þrjá til að fara í síld. Hún unni umhverfinu, átti sína staði víða um landið þar sem hún áði á leið sinni um það. Litlar lautir með lækjarnið voru hennar uppáhaldsstaðir til að borða nesti. Þegar hún byggði sér sumarhús austur á Héraði hugsaði hún fyrst og síðast um að hann stæði hátt svo að útsýni væri sem mest. Helga eignaðist fjóra stráka og þrjá með þriggja ára millibili og sagði hún mér að oft hefði verið fjörugt á heimilinu. Einnig eign- aðist hún dóttur sem hún missti í vöggudauða þá nokkurra mán- aða. Í þá daga var ekki til áfalla- hjálp og talið best að gleyma sorgum sínum sem fyrst og sagði hún mér að í minningunni hefði enginn talað við hana um sorgina utan ein nágrannakona. Helga var gæfukona, hún gift- ist Matthíasi Guðmundssyni, f. 1922, d. 1992, og seinna fékk hún lottóvinning eins og hún sagði þegar hún hitti Garðar Guð- mundsson frá Ólafsfirði, f. 1930, eftir að hún var búin að vera ekkja í nokkur ár og með honum átti hún 19 ára samleið, en hann lést fyrir rúmu ári. Ég vil þakka fjölskyldu Garðars fyrir alla gæskuna sem þau hafa sýnt Helgu, ekki síst í veikindum hennar. Með þessu ljóði, sem Helga hélt mikið upp á, kveð ég mína kæru vinkonu: Yfir flúðir auðnu og meins elfur lífsins streymir. Sjaldan verður ósinn eins og uppsprettuna dreymir. (Sigurður Nordal) Anna Ólöf Sigurðardóttir. Elsku amma, núna er komið að leiðarlokum. Þegar við lítum til baka koma upp ótal minningar. Þar ber hæst sumarbústaðaferð- irnar fyrir austan, en þar gátum við eytt heilu dögunum úti, sull- andi í ánni, í gönguferðum, skoð- andi blóm og fugla. En toppurinn var alltaf þegar þú færðir okkur heitt kakó og lummur upp í rúm fyrir svefninn og last fyrir okkur ævintýri. Við vorum svo lánsamar að alast upp á Akureyri fram að ung- lingsárum og gátum því reglulega kíkt í heimsókn til þín og afa í Þórunnarstræti. Þar munum við eftir að hafa hjálpað þér að gera bestu franskar sem hægt var að fá og einnig voru bestu vöfflur í heimi oft á boðstólum. Þú sagðir okkur alltaf skemmtilegar sögur og sérstaklega frá síldarárunum á Siglufirði. Þegar við fluttum suður hitt- umst við sjaldnar en skrifuðumst á eða töluðum saman í síma. Þú lagðir alltaf mikla áherslu á að halda sambandi og hafðir mikinn áhuga á því hvað við tókum okkur fyrir hendur. Eftir að við stofnuðum fjöl- skyldur þá þótti okkur alltaf nota- legt að koma í heimsókn til þín og Garðars, fyrst á Akureyri og síð- ar á Hornbrekku. Það eru ótal minningar sem við eigum saman og munu aldrei gleymast. Það var dýrmætt að við gátum kvatt þig nokkrum dögum áður en þú fórst, kysst þig góða nótt og beðið að heilsa afa. Takk fyrir all- ar minningarnar elsku amma Ég leitaði blárra blóma að binda þér dálítinn sveig, en fölleit kom nóttin og frostið kalt á fegurstu blöðin hneig. Og ég gat ei handsamað heldur þá hljóma, sem flögruðu um mig, því það voru allt saman orðlausir draumar um ástina, vorið og þig. En bráðum fer sumar að sunnan og syngur þér öll þau ljóð, sem ég hefði kosið að kveða þér einn um kvöldin sólbjört og hljóð. Það varpar á veg þinn rósum og vakir við rúmið þitt, og leggur hóglátt að hjarta þínu hvítasta blómið sitt. Ég veit ég öfunda vorið, sem vekur þig sérhvern dag, sem syngur þér kvæði og kveður þig með kossi hvert sólarlag. Þó get ég ei annað en glaðzt við hvern geisla, er á veg þinn skín, og óskað, að söngur, ástir og rósir, sé alla tíð saga þín. (Tómas Guðmundsson) Þínar, Helga og Harpa Torfadætur. Helga Torfadóttir var kona pabba, hans Garðars Guðmunds- sonar, í hátt í tvo áratugi. Það var beggja gæfa að þau rugluðu sam- an reytum sínum því þau áttu margt sameiginlegt. Þau kynntust í sólarlandaferð og því engin furða að þau fóru saman í fjölmargar slíkar. Minn- isstætt er að þegar pabbi varð sjötugur var afmælishóf í Tjarn- arborg og þar dönsuðu þau sam- an við Suður um höfin að sól- gylltri strönd. Söngur og dans var þeirra yndi og gleðin einlæg. En Helga kom líka inn í líf okk- ar Rjómafjölskyldunnar í Ólafs- firði, afkomenda Garðars og við- hengja og að ógleymdum Halldóri frænda. Tók hún virkan þátt í samverustundum okkar. Hún naut þeirra, jólaboða, af- mæla, jeppaferða með Staðar- hólsfjölskyldunni og fleiri og fleiri. Sjálf hafði hún margt til málanna að leggja enda vön að vera í þeirri stöðu að draga vagn- inn frekar en að setjast bara upp í og bíða eftir að aðrir puði. Í Félagi eldri borgara á Akur- eyri var Helga ötul ásamt Bellu að skipuleggja og stjórna við- burðum í formi ferða og skemmt- ana. Þá var hún líka í góðum fé- lagsskap nokkurra kvenna sem voru einstaklega uppátækjasam- ar og lífsglaðar. Dísa og Bella voru þar og hélt þeirra trausti vinskapur allt til enda. Þegar sporin fóru að þyngjast hjá Helgu yljaði hún sér við að draga fram myndaalbúm úr þessu fé- lagsstarfi og eins myndabókina sem Muggur og fjölskylda sendu henni eftir Íslandsheimsókn þeirra. Lýsingar hennar voru leiftrandi og glampi kom í augun. Við Helga áttum það sameig- inlegt að vera skátar. Hún hafði verið í kraftmiklu skátastarfi í Siglufirði sem ung hnáta og var alveg ljóst að það veganesti fylgdi henni alla tíð. Um nokkurt skeið fór ég til vinnu til Ólafsfjarðar og borðaði ég í hádeginu hjá Helgu og pabba. Helga var ánægð með það því þá gat hún af og til leyft sér að fara stundum út fyrir hefð- bundinn íslenskan kost sem hæfði matarsmekk pabba. Halldóra og Maron, Ólöf og Barði og Guðmundur og Þura, systkini mín og mágfólk reyndust pabba og Helgu vel og hvort held- ur sem var í Ólafsfirði eða á Ak- ureyri gættu þau að velferð þeirra á ævikvöldi þeirra. Þegar Steinunn, kona mín, og Helga spjölluðu var það ósjaldan um sameiginlegt áhugamál þeirra, bækur. Helga hafði áhuga á fólki og til viðbótar við samskipti við samborgara sína fann hún í bók- unum farveg fyrir samkennd sína. Eitt af því sem trónir í minn- ingasafninu er dálæti Helgu á rósum og færði hún gjarnan þeim sem henni þótti vænt um rós. Síð- asta kvöldið sem hún lifði sat ég í þögninni hjá henni á Hornbrekku og minningarnar streymdu um góðar stundir. Mér varð starsýnt á heklað teppi sem breitt var ofan á sængina hennar og tók ég eftir því að dúllurnar 96 voru hver annarri frábrugðnar með þriggja lita rósum. Teppi þetta mun al- nafna hennar og sonardóttir hafa heklað og sent ömmu sinni og var hún gjarnan með það ofan á sér. Fyrir mér voru þessar rósir tákn- rænar fyrir líf Helgu þar sem þær mynduðu eina litríka heild þar sem hver rós var sérstök en einstakasta rósin sem ég horfði þó á var hún sjálf, Helga Torfa- dóttir. Hannes Garðarsson. Nú er elsku Helga frænka mín horfin úr þessum heimi södd líf- daga. Hún var hrókur alls fagnaðar hvar sem hún kom. Ég var svo heppin að eiga tvær sérstakar frænkur sem mér þótt afskaplega vænt um og voru mér sem systur, það voru þær Helga og Dísa. Ég var litla frænkan sem þær fengu lánaða til að fara með í göngutúra um götur Siglufjarðar á síldarár- unum. Þær voru ungar dömur þegar ég var enn barn að aldri og höfðu þær gaman af að spóka sig með litlu frænkuna. Helga og Dísa voru góðar vinkonur. Ég minnist þess þegar Helga þurfti að liggja á spítala um tíma að hafa farið og sungið fyrir hana og fengið eina krónu að launum. Helga frænka var hugmynda- rík og uppátækjasöm á yngri ár- um. Hún sagði mér frá því að eitt kvöld sem oftar var ball í bænum og langaði hana mikið að fara en hún átti enga silkisokka, sem lágu ekki á lausu í þá daga, en Helga dó ekki ráðalaus. Hún hafði séð silkisokka hanga úti á snúru skammt frá. Hún fékk þá lánaða, fór á ballið og skilaði þeim aftur á snúruna á leiðinni heim. Helga fluttist til Reykjavíkur þegar ég var enn lítil og man ég hvað mér þótti gaman þegar hún kom í heimsókn. Það var eins og allt lifnaði við með kátínu hennar og persónuleika. Helga var bæði falleg og skemmtileg kona. Hún giftist Matthíasi Guðmundssyni, banka- manni og síðar bankastjóra á Seyðisfirði og Akureyri, glæsileg- um og skemmtilegum manni. Þau eignuðust fjóra drengi og eina dóttur, sem lést á fyrsta ári og var það þeim erfið reynsla. Helga var mikill Siglfirðingur og dvaldi nokkur sumur þar á síldarárunum með syni sína hjá mömmu sinni og vann í síldinni. Þegar ég fór suður í nám átti ég alltaf athvarf hjá þessum ynd- islegu frænkum mínum sem ég nýtti mér óspart. Þegar Helga og Matti fluttu til Seyðisfjarðar áttu þau sumarbú- stað uppi á Héraði sem þau dvöldu í löngum stundum. Eitt sumarið buðu þau mér og fjöl- skyldu að dvelja í bústaðnum um tíma. Það vildi ekki betur til en svo að á leiðinni austur veiktist annar sonur okkar af mislingum þannig að þau hjónin sátu uppi með okk- ur og veikan drenginn í lengri tíma en til stóð, en það var ekki vandamál, við vorum alltaf vel- komin. Þegar Helga og Matti fluttu til Akureyrar vann Helga hjá Fé- lagsmálastofnun og fór oft í ferðir sem leiðsögumaður með eldri borgara. Hafði hún mikla ánægju af því og sagði mér síðar að hún hefði gjarnan vilja gerast leið- sögumaður. Mér er minnisstæð ferð okkar norður í land á slóðir forfeðranna í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu með Tótu systur, sem komin var frá Kaliforníu, og Dísu frænku. Sú ferð var okkur öllum ógleyman- leg. Mikið var sungið, hlegið og sagðar sögur, enda líflegar konur á ferð. Eftir að Matthías lést flutti Helga suður en flutti aftur norður nokkrum árum síðar til Ólafs- fjarðar og síðar til Akureyrar með sambýlismanni sínum, Garðari Guðmundssyni útgerðar- manni, ljúfum og góðum manni, sem lést fyrir um ári. Helga og Garðar áttu mörg góð ár saman og bjuggu síðustu árin á Hornbrekku í Ólafsfirði, þar sem þeim leið vel. Helga sagði mér oft hve starfsfólkið væri yndislegt og gott á Horn- brekku. Við Helga áttum margar góðar stundir saman eftir að hún fluttist aftur norður og er ég mjög þakk- lát fyrir að hafa náð að kveðja hana áður en hún lést. Helga var frábær frænka og mun ég sakna hennar en er um leið þakklát fyrir að hafa átt hana að. Fyrir hönd okkar hjóna og sona vil ég senda sonum og fjöl- skyldum Helgu okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hvíl í friði, elsku Helga mín. Sveinbjörg frænka. Við fráfall Helgu Torfadóttur, okkar kæru vinkonu, streyma fram minningar frá liðinni tíð. Minningar fullar af hlýju og gleði. Á síðustu öld stofnuðum við nokkrar hressar konur göngu-, menningar- og ferðaklúbb á Ak- ureyri og kölluðum við okkur Bæjarins-bestu. Leiðir okkar flestra lágu saman í Málfreyjun- um. Við fórum í margar gönguferð- ir um Akureyri og nágrenni. Svo kom að því að við fórum að ferðast um landið okkar. Þessar ferðir voru menningar- og skemmtiferðir. Lífskraftur Helgu og gamansemi varð í öllum okkur ferðum að leiðarljósi. Ein ferð stendur upp úr öllum okkar ferðum, það var þegar við heim- sóttum forseta Íslands, frú Vig- dísi Finnbogadóttur að Bessa- stöðum, konuna sem við allar dáðum. Að morgni dags fór hún með okkur í gönguferð um nesið og tókum við nokkrar teygjuæf- ingar að lokinni göngu. Þessi ferð var alla tíð efst í huga Helgu. Nú þegar Helga hefur hafið sína hinstu ferð stöndum við eftir full- ar þakklætis fyrir alla þá hlýju og þann kærleika sem hún gaf okk- ur. Við sendum fjölskyldu Helgu innilegar samúðarkveðjur og biðjum þeim allrar blessunar. Fyrir hönd gönguklúbbsins, Björg Þórðardóttir, Ásdís Árnadóttir og Jóna Fjalldal. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Í dag kveð ég mína kæru vin- konu sem ég er þakklát fyrir að hafa átt samfylgd með í leik og starfi í áratugi. Helga átti stórt hjarta og var trygglyndi hennar og vinátta við mig og fjölskyldu mína mér ómetanleg. Hvíl í friði, elsku vinkona. Guðbjörg. ✝ Guðrún Sig-urðardóttir fæddist í Vatns- dalshólum í Aust- ur-Húnavatnssýslu 1. október 1941. Hún lést á hjarta- deild Landspítalans 20. maí 2016. Foreldrar henn- ar voru Hólmfríður Halldóra Magnús- dóttir, húsfreyja/ bóndi, f. 23. nóv. 1915 í Húna- vatnssýslu, d. 24. mars 1995, og Sigurður Halldórsson bóndi á Efri-Þverá, f. 12. sept. 1915 á Neðri-Þverá í V-Húnavatns- sýslu, d. 21. júlí 1980. Guðrún var í Vatnsdalshólum til tveggja ára aldurs en flutti þá með for- eldrum sínum að Efri-Þverá í Vesturhópi. Þar ólst hún upp son, f. 7.12. 1963. 3) Hólmfríður Karlsdóttir, f. 6.2. 1965, börn hennar eru Hugrún Torfadótt- ir, f. 1983, Stefán Hlynur Karls- son, f. 1992, Guðmundur Egg- ert Þórðarson, f. 1994. 4) Hrefna Hrund Eronsdóttir, f. 1.7. 1967, börn hennar eru Óm- ar Valur Erlingsson, f. 14.5. 1984, Guðrún Inga Erlings- dóttir, f. 4.6. 1986, og Aðal- steinn Guðmundsson, f. 3.10. 1990. 5) Arnar Þór Jónsson, f. 25.11. 1969, börn hans eru Sindri Rafn, f. 1990, Eydís Hlín, f. 1992, Andri Jón, f. 1994, Ólöf María, f. 1999, Arna Ósk, f. 2003, og Elvar Þór, f. 2013. 6) Guðrún Inga Vigfúsdóttir, f. 19.8. 1971, börn hennar eru Jó- hann Ari Einarsson, f. 1989, Elsa Karen Einarsdóttir, f. 1991, Díana Lind Sigurðardótt- ir, f. 1995, og Emil Ingi Guð- laugsson, f. 2005. Langömmubörn Guðrúnar eru orðin 11 talsins. Útför Guðrúnar fer fram frá Seljakirkju í dag, 7. júní 2016, kl. 13. ásamt systkinum sínum, en hún var næstelst átta systk- ina. Systkini henn- ar eru: Ingibjörg, f. 1939, d. 2008, Guð- laug Pálína, f. 1947, Kristján, f. 1949, Maggý Stella, f. 1951, Halldór Pétur, f. 1954, Jón- ína, f. 1956, og Sverrir, f. 1960. Börn Guðrúnar eru: 1) Bertha Sigríður Eronsdóttir, f. 11.4. 1962, börn hennar eru Hrefna Díana Viðarsdóttir, f. 1978, Kristinn Gunnar Garðars- son, f. 1984, og Ögmundur Eron Ögmundsson, f. 1989. Eigin- maður hennar er Garðar Gunnarsson. 2) Sigurður Hreinn Erons- Guðrún, eða Bíbí eins og hún var alltaf kölluð, var snemma farin að vinna fyrir sér. Á ung- lingsaldri fór hún í sauðburð á næstu bæjum og starfaði á hót- eli á Blönduósi. Hún sinnti hinum ýmsu sölu- störfum yfir ævina og lá það vel fyrir sölukonu eins og henni, en það vissu þeir sem til hennar þekktu. Bíbí var dugmikil í vinnu en í síldarsöltuninni í Eyjum var handahraði hennar slíkur að hann þykir enn eftirminnilegur. Þessi dugnaður hennar landaði henni bæði vinnu sem háseti og kokkur til sjós í Eyjum og víð- ar. Sveitasælan kallaði oft á Bíbí. Hún hlýddi þá kallinu og réð sig sem ráðskonu út á landi þar sem hún nærði sál sína í ná- vígi við náttúruna og dýrin. Líf hennar og yndi voru hestarnir hennar, allt frá því hún reið fyrst bertbakt fyrir norðan og allt til hinsta dags. Þennan áhuga fyrir hestamennsku reyndi hún að vekja hjá börn- unum sínum, barnabörnum og loks langömmubörnunum sín- um. Enda hafa flest okkar átt hest hjá Bíbí. Bíbí var dugnaðarforkur og óhrædd við að æða út í óviss- una. Aldrei gafst hún upp, alltaf viss í sinni sök, að framundan væri bjartara. Vertu sæl, elskan mín. Bertha, Hrefna H., Guðrún og Hrefna D. Þá er kjarnakonan og dugn- aðarforkurinn Bíbí fallin í val- inn. Ég sem hélt að hún hefði betur í baráttunni við karlinn með ljáinn. Bíbí var búin að berjast lengi við erfið veikindi en stóð alltaf upp aftur. Ég kynntist henni fyrir um fimmtíu árum og öll árin hefur verið eitthvað samband á milli okkar. Hringdum í hvort annað en hittumst sjaldan seinni árin. Alltaf var hún hressari en all- ar hinar kerlingarnar. Hún hafði mikinn áhuga á hrossum og átti mörg og fór stundum of- fari í þeim efnum sem öðrum. Á yngri árum var Bíbí gullfalleg kona og flestir karlar bálskotnir í henni en konurnar sendu henni þá jafnvel hornauga. Hún gat verið mjög hvöss ef henni fannst á sig eða sína hallað og mátti þá líkja látunum við ham- farir. Hin hliðin á Bíbí var að vera ljúf, góð og hjálpsöm. Eins þarf að geta þess að fyrir mörgum árum slasaðist Sigurður, sonur hennar, og varð sjúklingur eftir það. Bíbí sinnti honum alla tíð á einstakan hátt og hans missir er mikill. Að lokum kveð ég þessa vinkonu mína og vona að börn- um og barnabörnum hennar vegni sem best, enda held ég að það hafi verið hennar heitasta ósk. Sigurþór Sigurðsson. Guðrún Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.