Morgunblaðið - 07.06.2016, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 07.06.2016, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2016 Héðinn Skarp- héðinsson, félagi okkar í Lionsklúbbi Keflavíkur, er látinn. Héðinn gekk í Lions- klúbb Keflavíkur árið 1978. Hann gegndi ýmsum embættum fyrir klúbbinn okkar. Hann var m.a. stallari klúbbsins í allmörg ár. Þá var hann gjaldkeri veturinn 1984 – 1985. Loks var hann formaður klúbbsins veturinn 1996 – 1997. Héðinn var einstaklega góður félagi og vinur. Hann var oft skemmtilegur og lagði alla tíð gott til málanna. Við söknum vinar í stað. Ég minnist þess þegar við fé- lagar í klúbbnum gengum í hús og seldum ljósaperur en féð var nýtt til góðgerðarmála. Þar var Héðinn drjúgur sölumaður og lét sig aldr- ei vanta. Síðar breyttust áherslur okkar en alltaf tók Héðinn fullan þátt í öllu starfi klúbbsins. Héðinn fæddist á Dalvík en ólst upp á Siglufirði. Hann gekk í Gagnfræðaskólann á Siglufirði og útskrifaðist þaðan árið 1951. Þá hóf hann nokkru síðar nám í tré- smíði og útskrifaðist frá Iðnskóla Keflavíkur árið 1957. Árið 1960 stofnaði hann ásamt Hreini Óskarssyni trésmíðaverk- stæði í Ytri–Njarðvík. Síðar keypti hann Hrein út úr félaginu Héðinn Skarphéðinsson ✝ Héðinn Skarp-héðinsson fæddist 21. apríl 1934. Hann lést 30. maí 2016. Útför Héðins fór fram 3. júní 2016. og rak það síðan alla tíð einn undir nafn- inu Trésmíðaverk- stæði Héðins. Hann var þekktur fyrir að smíða fallegar inn- réttingar í hús en hann sérhæfði sig í því. Hann þótti afar góður smiður. Héðinn dvaldi í Bandaríkjunum árin 1974 og 1975 og var þar verkstjóri á trésmíðaverk- stæði. Eiginkona Héðins var Berg- þóra Guðlaug Bergsteinsdóttir. Þau hjón eignuðust þrjú börn en þau eru Kristjana Birna, Aðal- heiður og Skarphéðinn Sveinn. Síðasti fundur Lionsklúbbs Keflavíkur á þessu starfsári var haldinn þann 4. maí. Þá var farin árleg vorferð klúbbsins um Suður- land. Héðinn og eiginkona hans voru með í för. Þá sá ég á Héðni að nokkuð var af honum dregið. Nokkru eftir það lagðist hann á Sjúkrahúsið í Keflavík (HSS) og lést þar 30. maí. En svona er lífsins gangur. Við eigum öll eftir okkar för um dalinn dimma. Ef til vill er vitundin um það eitt af því sem gerir okkur mannleg. Við erum í fylgd hins ei- lífa samtímamanns allra manna á öllum tímum. Ég votta fjölskyldu Héðins ein- læga samúð mína, börnum hans og fjölskyldum þeirra og alveg sérstaklega Bergþóru eiginkonu hans. F.h. Lionsklúbbs Keflavíkur, Gylfi Guðmundsson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, MARGRÉT ÁSGEIRSDÓTTIR, Sóltúni 2, lést þann 29. maí síðastliðinn. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. . Áslaug Ösp Aðalsteinsd Kári J. Halldórsson Guðný Þöll Aðalsteinsd Óttar Felix Hauksson Steingrímur Laurentz Steingrímss Jón Jón Steingrímsson Halldóra M. M. Steingrímsdóttir Snorri Ingvarsson börn og barnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍNAR KRISTJÁNSDÓTTUR. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á skilunar- deild Landspítala og starfsfólk Ölduhrauns, Hrafnistu í Hafnarfirði, fyrir frábæra umhyggju og umönnun. . Sigrún Ragnarsdóttir Jörgen Albrechtsen Skúli Ragnarsson Efemía Gísladóttir Guðrún H. Steingrímsdóttir Snorri Ágústsson barnabörn og langömmubörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu, langömmu og systur, JÓNU GUNNARSDÓTTUR, Baugholti 12, Reykjanesbæ. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu í Reykjanesbæ, HSS og Selsins, sem sinntu henni af einstakri hlýju og alúð í veikindum hennar. Minning hennar er ljósið í lífi okkar. . Gunnar V. Kristjánsson, G. Hulda Gunnarsdóttir, Thor Sverrisson, Einar P. Gunnarsson, Þorbjörg Óskarsdóttir, D. Linda Gunnarsdóttir, Jón Kr. Magnússon, barnabörn, barnabarnabörn, Óskar Gunnarsson og Sólrún Mary Vest Joensen. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, LILLIAN KRISTÍN ANDRÉSSON, Bakkatjörn 3, Selfossi, lést föstudaginn 3. júní. Útförin fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 10. júní klukkan 11. . Sverrir Andrésson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRARINN SNÆLAND HALLDÓRSSON, fyrrverandi sláturhússtjóri, Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, sem lést 1. júní, verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 15. júní klukkan 13.30. . Elín Jónsdóttir, Aníta L. Þórarinsdóttir, Jón Helgi Þórarinsson, Erna Þórarinsdóttir, Ingibjörg S. Siglaugsdóttir og fjölskyldur. Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi, ARNFINNUR UNNAR JÓNSSON, fyrrverandi skólastjóri, Stóragerði 10, Reykjavík, andaðist 3. júní á líknardeild Land- spítalans. Jarðarförin verður frá Seljakirkju 13. júní klukkan 13. . Jón Ragnar Jónsson, Birna Þorvaldsdóttir, Ingólfur Jónsson, Dagný Guðmundsdóttir, Friðrik J. Klausen, Aðalheiður Gréta Guðmundsdóttir og aðrir aðstandendur. Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, SKÚLI HALLDÓRSSON framhaldsskólakennari, Baugstjörn 21, Selfossi, varð bráðkvaddur 31. maí. Útförin fer fram frá Selfosskirkju fimmtudaginn 9. júní klukkan 14. . Magnea Kristmundsdóttir, Geir Guðjónsson, Margrét Rúnarsdóttir, Stefnir Skúlason, Margrét Hauksdóttir, Halldór Skúlason, Sigþrúður Loftsdóttir, Ingi Skúlason, Erla Huld Viðarsdóttir og barnabörn. ✝ Laufey Páls-dóttir, sauma- kona, fæddist á Siglufirði 2. ágúst 1921. Hún lést á Droplaugarstöðum 25. maí 2016. Foreldrar henn- ar voru hjónin Guð- finna Ágústa Jóns- dóttir húsmóðir og Páll Björnsson sjó- maður. Laufey var yngst þriggja systkina, þau voru Dagbjört Jóna Pálsdóttir og Gestur Pálsson. Laufey ólst upp á Siglufirði og vann þar við ýmiskonar störf, að- allega sem saumakona, en einnig við síldarsöltun. Hún bjó á Siglu- firði til 1960, fluttist þá til Reykja- víkur. Maður hennar var Sigur- björn K. Stefánsson, skósmiður og skáld, f. 5. maí 1917, d. 28. jan- úar 1970. Laufey eignaðist fimm börn. Börn hennar eru: 1) Ólafur Z. Ólafsson, f. 1944, maki hans er Þórunn Halldórsdóttir og börn þeirra eru Halldór Örn Ólafsson og Þór- arinn Arnar Ólafs- son, 2) Gunndís Gunnarsdóttir, f. 1947, maki hennar er Ragnar M. Eng- ilbertsson og börn þeirra eru Jóna Björk Ragnarsdóttir, Laufey Dís Ragn- arsdóttir og Ingi Gauti Ragnarsson, 3) Ása Dagbjört Sigurbjörnsdóttir, f. 1954, maki hennar er Georg Schaloske og börn þeirra eru Linda Georgsdóttir og Tina Georgsdóttir, 4) Ásta Pálína Sig- urbjörnsdóttir, f. 1957, börn hennar eru Ásgeir Eiríksson og Sigurður Karl Benediktsson Blöndal, 5) Ágústa Guðný Sigur- björnsdóttir, f. 1963, maki hennar er Rögnvaldur Pálmason og börn hennar eru Róbert Gerald Jóns- son og Valdimar Óli Bergstað. Útförin fer fram frá Áskirkju í dag, 7. júní 2016, kl. 15. Laufey Páls, tengdamóðir mín, er látin. Það eru í kringum 50 ár síðan ég kom í fjölskylduna og fór alltaf einstaklega vel á með okk- ur, hún var lítrík kona og fór ekki troðnar slóðir. Fyrir fimmtán mánuðum datt hún og brotnaði og náði sér ekki eftir það, fallið var mikið áfall fyr- ir hana. Áður var hún mikið á ferðinni í hvaða veðri sem var, fór í strætó um alla borg og gantaðist oft með það að hún væri alltaf velkomin í strætó. Hún hafði yndi af ferðalögum hvort sem var innan lands eða ut- an, fór margar ferðir til Spánar og Mallorca elskaði hún. Til Sví- þjóðar fór hún oft til dóttur sinn- ar og fjölskyldu sem býr í Malmö. Þá var gjarnan farið til Kaup- mannahafnar. Hafði hún mikla ánægju af því að labba Strikið og fara í fínu búðirnar þar. Til Västerås fór hún oft til að heimsækja barnabarn sitt og fjöl- skyldu, t.d mætti hún í stúdents- veislur orðin níræð. Hún elskaði veislur og naut þess vel að vera í margmenni. Þá fór hún til Stokk- hólms, skoðaði konungshöllina því hún fylgdist vel með öllu kóngafólkinu. Það var hennar áhugasvið og í gegnum sænsku og dönsku blöðin fylgdist hún vel með fjölgun þar á bæ. Mikil sorg var þegar hún missti mann sinn, Sigurbjörn K. Stefánsson, skósmið og skáld, langt um aldur fram frá ungum dætrum. Laufey var saumakona og mikil hannyrðakona og eru miklar hannyrðir til eftir hana. Barnabörnin áttu sérstakan sess í hjarta hennar og voru þau mjög náin henni og mikið fannst henni gaman þegar þau komu í mat og ég tala nú ekki um allar búðarferðirnar með þeim bæði hér heima og erlendis. Laufey var starfandi innan kvennadeildar Slysavarnafélags Íslands og veitti það henni mikla ánægju. Þakka þér samfylgdina. Guð geymi þig, Laufey mín. Ragnar Engilbertsson. Elsku amma Laufey, takk fyr- ir allt sem þú hefur gefið okkur og gert fyrir okkur. Þú varst sér- stök amma sem við vorum stolt af og gátum með stolti og gleði talað um við alla. Já, amma Laufey fór sínar eigin leiðir í lífinu og var svona „kúl“ amma eins og sumir vinir okkar sögðu við okkur. Þeg- ar við vorum lítil dansaði hún við okkur, sat myrkranna á milli og saumaði föt sem mann langaði í og svo sagði hún okkur sögur frá „den tid“ á Siglufirði. Amma Laufey fór í ferðalög til útlanda og fór í búðir til að skemmta sér. Það var ekki ósjaldan sem maður fór í búðir með ömmu og þá var úthald ömmu miklu meira en okkar, hún gat alltaf farið í eina búð í viðbót. Ömmu fannst gaman að vera í kringum fólk og spjallaði iðulega við alla hvort sem hún þekkti við- komandi eða ekki. Oft gat manni fundist það neyðarlegt, sérstak- lega þegar maður var yngri, en þegar maður varð eldri kunni maður betur að meta þennan eig- inleika ömmu og hafa gaman af honum. Við lærðum margt af ömmu Laufeyju og græddum mikið á því að hafa fengið að hafa hana svona lengi hjá okkur. Margt sem við lærðum hefur nýst okkur vel í lífinu nú þegar og mun svo sann- arlega nýtast okkur áfram, sem dæmi veigraði hún sér ekki við að fara ein til útlanda ef hana lang- aði að fara. Við barnabörnin og barna- barnabörnin vorum allt í hennar augum og hún hældi okkur stundum of mikið fannst okkur, en það fannst henni ekki því við vorum best í hennar augum. Guð geymi þig, elsku amma Laufey, Jóna Björk Ragnarsdóttir, Laufey Dís Ragnarsdóttir, Ingi Gauti Ragnarsson. Frá því að við vorum litlar hef- ur okkar litríka amma Laufey heimsótt okkur í Malmö og minn- ingarnar eru kærar. Amma elsk- aði að fara í búðir, að labba um meðal fólks og að drekka kaffi niðri í bæ. Og það var einmitt það sem við gerðum þegar hún kíkti í heimsókn. Amma var ætíð ástrík við barnabörnin sín. Við vorum alltaf velkomin heim til hennar í góðan mat og til að spjalla, lengi, þar til við sofnuðum saman fyrir framan sjónvarpið. Ef við vildum gera eitthvað gátum við alltaf treyst á ömmu, hún hafði alltaf tíma fyrir okkur. Við eigum eftir að minnast ömmu okkar sem stórkostlegrar manneskju, með mikinn vilja og mikinn karakter. Og við gleym- um aldrei öllum þeim gleðistund- um og notalegum dögum sem við áttum saman á Íslandi, í Dan- mörku og í Svíþjóð. Í síðasta sinn sem við heim- sóttum ömmu lásum við fyrir hana úr tímariti um Elísabetu Bretadrottningu og barnabörnin hennar átta. Þá sagði amma „Ég á ellefu barnabörn. Ég er ríkari en Elísabet drottning!“ Elsku amma, við söknum þín. Tina og Linda. Þann 25. maí dó yndislega langamma mín, eða amma Lauf- ey eins og ég kalla hana. Þú náðir 94 ára aldri. Ég hef aldrei hitt manneskju sem hafði svo mikinn vilja eins og þú hafðir. Þú gerðir það sem þú vildir, sagðir það sem þú vildir og lést engan stoppa þig. Þú varst ótrúlegur persónuleiki sem ég lærði mikið af. Ég lærði t.d. að menn eiga að vera feitir, að það er gott að borða kartöfluflög- ur með jarðarberjajógúrti og að ég verð einhvern tíma að prófa að dýfa frönskum kartöflum í kaffi. En eitt sem ég virkilega hef lært af þér, elsku amma Laufey, er að maður verður aldrei of gamall til að fara í búðir og versla. Ég gleymi þér aldrei. Sandra Håkansdóttir Hamberg. Laufey Pálsdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.