Morgunblaðið - 07.06.2016, Side 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2016
Tímamótin leggjast bara ágætlega í mig,“ segir Berta GerðurGuðmundsdóttir, viðskiptafræðingur og kennari í Verzlunar-skóla Íslands.
„Ég hélt stóra veislu þegar ég varð fertug en ég ætla að sleppa
því núna. Saumaklúbburinn kemur til mín í dag og svo ætla ég að
hóa saman systkinunum en það verður ekki meira um hátíðarhöld.
Ég er líka nýbúin að halda veislu, en dóttir mín var að útskrifast úr
Versló 28. maí.“ Berta á tvö börn, Sigrúnu sem er tvítug og Einar
Pál, sem er 18 ára og er nemandi í Flensborgarskólanum.
„Nú er ég komin í frí úr vinnunni og þá er það bara garðurinn
sem tekur við. Svo er ég að fara í Aðalvík á Hornströndum, í Þver-
dal, en þar ólst afi minn upp. Við afkomendurnir höfum haldið hús-
inu við og reynum að fara þangað eins oft og við getum. Það er
mikil fyrirhöfn að komast þangað. Við þurfum að fara í bát og taka
með okkur allar vistir svo ætli ég fari ekki svona á þriggja ára
fresti þangað og er í kringum viku á staðnum. Svo ætla ég að
skreppa til vinkonu minnar sem er nýflutt til Svíþjóðar og býr rétt
hjá Stokkhólmi.“
Berta hefur mjög gaman af því að fara á skíði og svo fer hún oft
í sund. „Það er langt síðan ég hef farið til útlanda á skíði en fer oft
í Bláfjöllin. Svo bý ég rétt hjá sundlauginni í Hafnarfirði og ég er
dugleg að nýta mér það.“
Útskrift Berta ásamt börnunum, Sigrúnu nýstúdent og Einari Páli.
Á leið í ættaróðalið
í Aðalvík á Ströndum
Berta Guðmundsdóttir er fimmtug í dag
M
agnús fæddist á
Lindargötu 11 í
Reykjavík 7.6. 1946
og ólst þar upp í
stórum systkina-
hópi: „Ég er næstelstur sjö systkina
en auk foreldra okkar bjuggu móð-
urafi og amma í húsinu sem var því
stórfjölskylduhús og dæmigert fyrir
gömlu timburhúsin frá fyrsta áratug
síðustu aldar. Afi keypti það 1907 og
lengdi þá húsið og hækkaði. Við
seldum það í fyrra svo nú verður það
aftur stækkað, því breytt í hótel, en
heldur yfirbragði sínu að mestu.
Skuggahverfið var fjölbreytt, með
gömlum steinbæjum og timburhús-
um og fjölda steinhúsa af öllu tagi.
Við íbúðarhúsin voru port, trjágarð-
ar, kartöflugarðar, hjallar, snúr-
ustaurar, geymsluskúrar, hrútakof-
ar, hestagarður og hesthús. Þarna
var fjöldi trésmíðaverkstæða, prent-
smiðjur, sælgætisgerðin Freyja og
gosdrykkjaverksmiðjan Sanitas. Við
krakkarnir fylgdumst með allri
þessari framleiðslu. Það fyrsta sem
maður lærði að lesa var: „Óviðkom-
andi bannaður aðgangur“ sem stóð á
skiltum á öllum verkstæðishurðum.
Textinn var auðlesinn en óskiljan-
legur. Við gengum því um alla þessa
vinnustaði, reynslunni ríkari.“
Magnús var í Miðbæjarskólanum,
lauk gagnfræðaprófi frá Reykholti,
prófi frá VÍ, var í enskunámi í Lond-
on 1966 þar sem hann fylgdist ekki
síður með frægustu rokkurum þess
tíma, Eric Clapton, The Who, Steve
Winwood og The Rolling Stones svo
einhverjir séu nefndir. Hann lauk
einkaflugmannsprófi 1970, bóklegu
atvinnuflugmannsprófi 1971 og prófi
frá Ferðamálaskóla Íslands 2003.
Magnús Rúnar Kjartansson leiðsögumaður – 70 ára
Fjölskyldan Magnús og Jóhanna með börnum, tengdabörnum og barnabörnum í Doylestown í Pennsylvaníu í
Bandaríkjunum í fyrradag. Á myndina vantar Baltasar Leví og Sigurð Ragnar sem ekki voru mættir á staðinn.
Úr leigubílaakstri í leið-
sögn fyrir ferðamenn
Leyndó Magnús Rúnar og Jóhanna
Björk á sínum uppáhalds stað sem
þau gefa ekki upp.
Þórey María Hauksdóttir, Lilja Ísabel Garðarsdóttir, Katla Dögg Vilhjálmsdóttir
og Kolfinna Arnarsdóttir héldu tombólu og seldu kaffi fyrir framan Fiskbúðina á
Gullteigi og við 10/11 Laugalæk. Þær stóðu sig einstaklega vel og söfnuðu 22.691
kr. sem þær gáfu Rauða krossinum.
Hlutavelta
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinumynd af nýjum borgara eðamynd af brúðhjónum fá fría áskrift
að Morgunblaðinu í einnmánuð.
Hægt er að sendamynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón
Viðurkennd gæðateppi, slitsterk, ofnæmisprófuð
og samþykkt af Mannvirkjastofnun.
Óhreinindavörn sem lengir líftíma teppanna
og léttir þrif.
Stigahúsateppi
Mikið úrval!
Mælum og gerum tilboð
án skuldbindinga og kostnaðar
Ármúli 32, 108 Reykjavík
Sími 568 1888
www.parketoggolf.is
Sérverslun með teppi og parket