Morgunblaðið - 07.06.2016, Side 31

Morgunblaðið - 07.06.2016, Side 31
Umræðu um flóttamenn oghælisleitendur ber einnahæst í Evrópu um þessarmundir og glæpasagan Kólibrímorðin eftir Kati Hiekkap- elto frá Finnlandi fellur vel inn í þá umræðu. Lögregluteymi sögunnar er með tvö mál til meðferðar. Annars vegar morð á hlaupastíg og hins vegar fjöl- skylduvandamál Kúrda á sögusvæð- inu, svonefnt heiðursofbeldi. Samfara vinnu við málið beinist athyglin að lög- reglumönnunum, vandamálum þeirra og göllum. Með réttu eða röngu hefur verið sagt að þungt sé yfir Finnum og Finnlandi, þó sá sem hér hamrar á lyklaborðið hafi langt því frá kynnst þeirri hlið. Sagan er öll í þá veru, þar sem áfengis- drykkja, þunglyndi, einelti og framhjáhald stytta fólki stundir en lítð sem ekkert ber á björtu hliðum lífsins. Í öðru lagi, og það er það sem mál- ið snýst fyrst og fremst um, er aug- um beint að vandamálum, sem inn- flytjendur í Finnlandi eiga við að stríða. Samkvæmt sögunni skiptir engu máli hvort útlendingur elst upp í landinu eða kemur þangað sem flóttamaður síðar á lífsleiðinni. Hann er alltaf litinn hornauga. Rannsóknarlögreglumennirnir Anna Fekete og Esko Niemi eru í aðalhlutverkum. Lýsingar á þeim eru góðar og lesandinn getur ekki annað en sett sig í spor þeirra. Eins og í góðum glæpasögum fara þau ekki hefðbundnar leiðir, en í starfinu er það árangurinn sem skiptir öllu máli, ekki leiðin að honum. Söguþráðurinn er ágætlega upp- byggður og sagan spennandi á köfl- um, en lausnirnar eru ekki allar keyptar sömu verði. Það er eins og vanti að kítta aðeins betur upp í göt- in, ekki síst með trúverðugleikann í huga, en höfundur gerir samt vel í að upplýsa um drauga fortíðarinnar og ríkjandi vandamál. Göt „Það er eins og vanti að kítta aðeins betur upp í götin,“ segir m.a í gagnrýni um glæpasögu Kati Hiekkapelto, Kólibrímorðin. Glæpasaga Kólibrímorðin bbbnn Eftir Kati Hiekkapelto. Sigurður Karlsson þýddi. Kilja. 372 bls. Skrudda 2016. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR Svarthausar úr afturenda andskotans MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2016 Dansarar og tónlistarmenn sýning- arinnar Flamenco hoy, eða Flam- enkó í dag, hlutu mikið lof gesta að lokinni sýningu í Eldborg sl. föstu- dag. Flamenco hoy er dans- og tón- listarsýning runnin undan rifjum spænska kvikmyndaleikstjórans Carlos Saura og hefur verið sýnd í fjölmörgum löndum við góðan orð- stír. Sýningin er byggð á þríleik Saura, kvikmyndunum Sevillanas, Flamenco og Tango og í henni kem- ur fram fjöldi listamanna: söngv- arar, hljóðfæraleikarar og dans- arar og tónlistarstjóri hennar er Chano Dominguez, en hann er margfaldur Grammy-verðlauna- hafi. Sýningin í Eldborg var bæði sjónræn og tónlistarleg veisla, sam- sett úr fjölda atriða sem byggð eru á ólíkum stíl í tónlist og dansi, m.a. sevillanas og flamenkó. Dansarar sýndu bæði mikla fimi og þokka á sviði og mátti litlu muna að kvikn- aði í skóm þeirra þegar atgang- urinn var hvað mestur í flamenkó- dansinum. Þá var söngurinn ekki síðri, íðilfagur og tregafullur í anda flamenkósins og hljóðfæraleikarar slógu hvergi feilnótu. Að sýningu lokinni var ljóst að gestir, sem risu úr sætum sínum og klöppuðu ákaft og flautuðu, vildu gjarnan sjá og heyra meira og steig þá einn hljóðfæraleikara óvænt dans við fögnuð gesta jafnt sem samstarfsmanna. Ekki voru til- þrifin jafnglæsileg hjá honum og dönsurunum en viljinn sannarlega tekinn fyrir verkið. helgisnaer@mbl.is Morgunblaðið/Ófeigur Samstilltir Dansarar Flamenco hoy í einu atriða sýningarinnar í Eldborg sem fékk afar góðar viðtökur gesta. Flamenkó-veisla Þokki Kraftmikill limaburður dans- ara heillaði gesti Eldborgar. Listráð hafa verið skipuð í Menn- ingarhúsum Kópavogs, annars- vegar listráð Gerðarsafns og hins- vegar listráð Salarins. Tilgangur listráðanna er að veita ráðgjöf og styrkja enn frekar faglegt starf í menningarhúsum Kópavogs, að því er fram kemur í tilkynningu. Í listráði Gerðarsafns sitja mynd- listarmennirnir Bjarni Sigurbjörns- son, Ólöf Nordal og Sirra Sigrún Sigurðardóttir auk Kristínar Dag- marar Jóhannesdóttur, listræns stjórnanda Gerðarsafns. Tónlistarmennirnir Bjarni Frí- mann Bjarnason, Erpur Eyvind- arson og Guðrún Birgisdóttir skipa listráð Salarins auk forstöðumanns- ins Aino Freyju Jarvela. „Þetta er í fyrsta sinn sem slík ráð eru skipuð í menningarstarfi í Kópavogi. Stjórnendur Gerðar- safns og Salarins völdu listamenn í ráðin með það í huga að þeir hefðu ólíkan bakgrunn og að sérfræði- þekking þeirra endurspeglaði breitt svið. Listræn ábyrgð er þó sem fyrr í höndum stjórnenda Gerðarsafns og Salarins en lista- og menningarráð Kópavogs er jafn- framt áfram í stjórn Gerðarsafns og Salarins,“ segir í tilkynningu og að eftir ár muni forstöðumaður menningarmála í Kópavogi, Arna Schram, og stjórnendur Salarins og Gerðarsafns meta árangur þessa tilraunaverkefnis sem listráðin séu og taka ákvörðun um framhaldið. Morgunblaðið/Eggert Í listráði Erpur Eyvindarson er í listráði Salarins í Kópavogi. Hér sést hann í ógnarstuði á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í Laugardal í fyrra. Listráð skipuð fyrir Gerðarsafn og Salinn 5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið) Lau 11/6 kl. 15:00 aukasýn Lau 11/6 kl. 19:30 Lokasýn Sun 12/6 kl. 15:00 aukasýn Sýningum lýkur í vor! Mugison (Kassinn) Fim 9/6 kl. 20:30 Fös 17/6 kl. 20:30 Fös 24/6 kl. 20:30 Fös 10/6 kl. 20:30 Lau 18/6 kl. 20:30 Lau 25/6 kl. 20:30 Sun 12/6 kl. 20:30 Sun 19/6 kl. 20:30 Sun 26/6 kl. 20:30 Fim 16/6 kl. 20:30 Fim 23/6 kl. 20:30 Miðasala á mugison.com DAVID FARR MAMMA MIA – „Stórkostlegt“ HA Kastljós. AUGLÝSING ÁRSINS – ★★★★ – M.G. Fbl. MAMMA MIA! (Stóra sviðið) Þri 7/6 kl. 20:00 Sun 19/6 kl. 20:00 Sun 11/9 kl. 20:00 Mið 8/6 kl. 20:00 Þri 21/6 kl. 20:00 Fös 16/9 kl. 20:00 Fim 9/6 kl. 20:00 Mið 22/6 kl. 20:00 Lau 17/9 kl. 20:00 Fös 10/6 kl. 20:00 Fim 23/6 kl. 20:00 Sun 18/9 kl. 20:00 Lau 11/6 kl. 20:00 Fös 24/6 kl. 20:00 Fös 23/9 kl. 20:00 Sun 12/6 kl. 20:00 Lau 25/6 kl. 20:00 Lau 24/9 kl. 20:00 Mið 15/6 kl. 20:00 Sun 26/6 kl. 20:00 Sun 25/9 kl. 20:00 Fim 16/6 kl. 20:00 Fös 9/9 kl. 20:00 Fös 30/9 kl. 20:00 Lau 18/6 kl. 20:00 Lau 10/9 kl. 20:00 Uppselt út leikárið! Sýningar haustsins komnar í sölu. Njála (Stóra sviðið) Fim 29/9 kl. 20:00 Mið 5/10 kl. 20:00 Mið 12/10 kl. 20:00 Ingibjörg Guðjónsdóttir sópran- söngkona og Ástríður Alda Sig- urðardóttir píanóleikari halda tónleika í hádegistónleikaröð Ís- lensku óperunnar, Kúnstpásu, í dag kl. 12.15 í Norðurljósasal Hörpu. Efnisskráin mun saman- standa af ítölskum sönglögum og aríum, aðallega frá rómantíska tímabilinu og þá m.a. eftir Puccini og Rossini. Almennt miðaverð er kr. 1.500 en frítt inn fyrir eldri borgara, öryrkja og námsmenn. Miðasala fer fram á vef Hörpu, harpa.is. Ítölsk sönglög og aríur Í Kúnstpásu Ingibjörg og Ástríður Alda halda tónleika í hádegistón- leikaröð Íslensku óperunnar í dag.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.