Morgunblaðið - 07.06.2016, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 07.06.2016, Qupperneq 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. JÚNÍ 2016 » Einn ástsælasti tón-listarmaður Íslands, Bubbi Morthens, átti stórafmæli í gær, varð 60 ára og af því tilefni hélt hann tónleika í Eld- borgarsal Hörpu. Bubbi hélt eftirminnilega tón- leika í Laugardalshöll þegar hann varð fimm- tugur og hafa þessir ef- laust ekki verið síður eftirminnilegir. Auk af- mælisbarnsins komu í gær fram fjölmargir tónlistarmenn úr ólíkum áttum og fluttu lög Bubba, hver með sínum hætti. Bubbi Morthens varð sextugur í gær og fagnaði með tónleikum í Eldborg Flottur Afmælistónleikarnir voru flottir og ekki síður eftirminnilegir en þeir sem hann hélt á fimmtugsafmæli sínu. Á sviði Auk Bubba komu fram margir tónlistarmenn. Fín Henríetta Otradóttir og Birgir Rúnar Benediktsson. Saman Elín Aðalsteinsdóttir og Bergþór Morthens, bróðir Bubba. Morgunblaðið/Freyja Gylfa Mættar Aníka Rós Pálsdóttir og Ása Björg Ásgeirsdóttir. Enska leikskáld- ið og handrits- höfundurinn Pet- er Shaffer er er látinn, 90 ára að aldri. Shaffer hlaut í tvígang bandarísku leik- listarverðlaunin Tony fyrir besta leikritið en fyrsta verkið eftir hann sem frum- sýnt var á Broadway var Five Fin- ger Exercise, árið 1959 en flest leikrita hans voru frumsýnd í Bret- landi áður en þau voru sýnd í Bandaríkjunum. Hann hlaut Ósk- arsverðlaun árið 1985 fyrir hand- ritið að Amadeus. Peter Shaffer látinn Peter Shaffer Stiklur með tökum á hasarmynd- inni Fast 8, þeirri áttundu í The Fast and the Furious-syrpunni, hafa verið birtar á ýmsum erlend- um vefsíðum, m.a. Carscoops, og má þar m.a. sjá tökur sem fóru fram á Mývatni í vetur. Sjást þar hraðskreiðir bílar þjóta eftir ísi- lögðu vatninu og miklar spreng- ingar í bakgrunni. Einnig er á vefn- um myndband sem sýnir bíla falla af fjórðu og fimmtu hæð bílastæða- húss í Cleveland í Ohio og springa í loft upp þegar þeir lenda á götunni. Var það tekið af íbúa í fjölbýlishúsi gegnt bílastæðahúsinu og því ekki um tölvuteiknaðar brellur að ræða. Kvikmyndatökurnar á Mývatni voru afar umfangsmiklar og stóðu þær yfir í um átta vikur. Meðal öku- tækja sem notuð voru í þeim voru fjölmargir litlir skriðdrekar, bryn- varðir Dogde-pallbílar og sportbíll- inn Lamborghini Murcielago. Mest- allt gistirými í Mývatnssveit var uppbókað vegna myndarinnar og öryggisþjónustan Securitas vaktaði tökusvæðið, að því er fram kom í umfjöllun Morgunblaðsins 5. mars síðastliðinn. Kvikmyndin er sú fyrsta í nýjum þrileik í syrpunni og er ráð gert fyrir því að hún verði frumsýnd 14. apríl á næsta ári. Hamagangur Sportbílar á fleygiferð á ísi lögðu Mývatni með sprengingar í bakgrunni í stiklu frá tökum á hasarmyndinni Fast 8. Sprengingar á Mývatni WARCRAFT 5:30, 8, 10:30(P) TMNT 2 5:30 TMNT 2 3D 8 MONEY MONSTER 10:10 X-MEN APOCALYPSE 3D 10:20 ANGRY BIRDS ÍSL.TAL 5:30 BAD NEIGHBORS 2 8 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar POWERSÝNING KL. 22:30 ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ ÞRIÐJUDAGSTILBOÐ TÆKIFÆRIÐ ER NÚNA „ “ Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður í knattspyrnu. ÞETTA Á EKKI AÐ VERA AUÐVELT. EN ÞAÐ ER ÞESS VIRÐI LEYNIVOPN ÞJÓÐARINNAR LEYNIVOPN.IS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.