Morgunblaðið - 17.06.2016, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2016
SVIÐSLJÓS
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Heyskapur er hafinn víða um land.
Nokkrir bændur eru komnir vel
áleiðs með fyrri slátt. Spretta er
ágæt, þar sem skúrir hafa bleytt
svörð en víða hefur þó sprottið illa
vegna þurrka. Spáð er rigningu
næstu daga og binda menn vonir við
að grösin taki við sér en óttast um
leið að ekki verði heyskaparveður á
næstunni og grösin spretti úr sér.
Vantar upp á magnið
Sláttur er hafinn víða í Eyjafjarð-
arsveit og á Svalbarðsströnd. „Upp-
skeran hjá mér er í lakari kantinum
vegna þurrka. Það hefur verið ansi
þurrt,“ segir Guðmundur S. Ósk-
arsson, bóndi á Hríshóli. Hann áætl-
ar að 10-15% vanti upp á fulla upp-
skeru. „Það eru ekki miklar
skemmdir í túnum en vantar upp á
magnið. Það getur vel ræst úr ef við
fáum vætu núna. Þá fáum við góðan
seinni slátt,“ segir Guðmundur.
Bændur á Hríshóli slógu 30 hekt-
ara og hafa lokið við að setja í eina
stæðu. „Við eigum eftir að setja í
aðra, gerum það væntanlega eftir
helgina,“ segir hann. Reiknar hann
með að sett verði í alls fjórar stæður
í sumar.
Aðalsteinn Hallgrímsson, bóndi í
Garði 2 í Eyjafjarðarsveit, byrjaði að
slá í kringum húsin í gær. Hann er
með stæðuheyskap og hefur verið að
hinkra eftir sprettunni. Reiknar
hann með að setja í fyrstu stæðuna
um miðja næstu viku. „Ég hef verið
heppinn, fékk tvær góðar dembur
fyrir viku.
Komið í fyrstu gryfjuna
Pétur Guðmundsson, bóndi í
Stóru-Hildisey I í Landeyjum, segir
að margir bændur þar um slóðir hafi
byrjað slátt í þessari viku. Sumt
væri vel sprottið en annað miður.
Hann telur að menn séu að reyna að
ná einhverju strax ef eitthvert rosa-
tímabil tæki nú við.
Hildur Ragnarsdóttir, bóndi á
Stóru-Hildisey II, segir að þau hjón-
in hafi lokið við að slá 25 hektara og
sett í gryfju. Það er um helmingur
túnanna. Hún segir að góð uppskera
hafi verið af þeim túnum sem búið er
að slá en minna sé á þeim túnum
sem eftir eru. „Við megum ekki
missta þau í mikla vætu, þá fara þau
að spretta úr sér,“ segir Hildur.
Fer að skríða of snemma
Sigurgeir B. Hreinsson, fram-
kvæmdastjóri Búnaðarsambands
Eyjafjarðar, segir að bændur séu
farnir að hafa áhyggjur af þurrkum.
Þegar þrengi að fari plantan að
skríða, mynda fræ, fyrr en ella. Seg-
ir Sigurgeir að það kunni að koma
niður á gæðum heyjanna.
Ljósmynd/Hildur Ragnarsdóttir
Sláttur Vel var sprottið á nýræktinni hjá Jóhanni Nikulássyni og Hildi Ragnarsdóttur í Stóru-Hildisey í Landeyjum.
Uppskera af túnum
í lakari kantinum
Sláttur víða hafinn Vonast eftir sprettu eftir rigninguna
Ljósmynd/Guðrún Svana Sigurjónsdóttir
Brunnið Bestu túnin í Holti í Álftaveri eru gulflekkótt eftir þurrka í sumar
og vor. Bóndi hefur tekið á leigu tún í Mýrdal til að reyna að bjarga sér.
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Sambærilegur fjöldi rúma verður
ekki í notkun á Landspítalanum í
sumar og á síðasta ári, en sum-
arlokun spítalans er árviss við-
burður í starfseminni. Á síðasta ári
voru um 19% rúmanna lokuð þegar
samdrátturinn náði hámarki en í
sumar verður hlutfallið 20% og nær
lokunin hámarki í lok júlí.
Fleiri rúmum verður lokað á lyf-
lækningasviði nú en í fyrra en
ástæðan fyrir því er að ekki hefur
tekist að manna stöður hjúkr-
unarfræðinga til að leysa þá af sem
fara í sumarleyfi.
Ferðamenn áhrifaþáttur
Að sögn Lovísu Agnesar Jóns-
dóttur, deildarstjóra flæðisdeildar
Landspítalans, er gert ráð fyrir
auknu álagi á Landspítala vegna lok-
ananna sem og vegna þess að
sjúkrahús í nágrannabyggðum dragi
einnig saman. „Það þýðir að hugs-
anlega verði fólki vísað til okkar sem
annars hefði leitað annað. Við fáum
einnig til okkar fjölda ferðamanna
sem ekki er óeðlilegt miðað við þann
fjölda sem streymir til landsins.
Flestir koma á bráðamóttökurnar og
hluti þeirra þarfnast innlagnar,“
segir hún, á sjúkrahúsinu séu einnig
margir aldraðir sjúklingar sem hafi
lokið meðferð en skortur á rýmum á
hjúkrunarheimilum setji strik í
reikninginn.
Lovísa segir að valkvæð þjónusta
dragist saman til að mæta minni
starfsemi. „Almennu skurðdeild-
irnar draga saman og bæklunar-
aðgerðum fækkar. Þetta dregur úr
fjölda valkvæðra aðgerða en þeim er
ekki hætt. Öllum bráðatilvikum er
ávallt sinnt,“ segir hún.
20% rúma ekki í
notkun í júlílok
Sumarlokun verður sambærileg og á
síðasta ári Mest á lyflækningadeild
Morgunblaðið/Ómar
Sumarlokun Fleiri rúm verða ekki í
notkun á lyflækningasviði en í fyrra.
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Mikil fjölgun hefur orðið á sérútbún-
um húsbifreiðum síðustu misseri, en
svo virðist sem nýr hópur erlendra
ferðamanna komi til landsins í þeim
tilgangi að ferðast um landið og leigi
sér slíkar bifreiðar til að njóta ís-
lenskrar náttúru í meira návígi. Bif-
reiðarnar eru keyptar til landsins og
sumum þeirra breytt úr hefðbundn-
um sendibílum í húsbifreiðar.
Talið er að alls séu í umferð um
600-800 bifreiðar af þessum toga og
sérhæfð fyrirtæki, sem bjóða upp á
þessa þjónustu, hafa sprottið upp og
eru nú um tíu talsins. Almennar bíla-
leigur bjóða einnig svipaða kosti, allt
frá tjaldvögnum til húsbíla.
Til samanburðar við fjölda hinna
óhefðbundnu húsbíla, eru á landinu
rúmlega 20.000 bílaleigubifreiðar.
Nýtt „vídeóleiguævintýri“
Sverrir Þorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Happy Campers, segir
mjög hafa bæst í hóp fyrirtækjanna á
stuttum tíma.
„Það er í þessu eins og öðru. Ef
einhver sér eitthvað sem gengur vel,
þá gerir hann eins, ætlar að hafa
minna fyrir því og græða meira.
Þetta er eins og gamla vídeóleiguæv-
intýrið,“ segir hann.
Happy Campers var fyrsta fyrir-
tækið á markaðnum árið og hefur
bætt hægt og bítandi í bílaflotann frá
því það var stofnað árið 2009, þá með
fimm bifreiðar til leigu.
„Við byrjuðum fyrst með þetta og
svo hefur fyrirtækið vaxið og dafnað.
Þrátt fyrir mikinn vöxt höfum við
lagt áherslu á að vanda okkur og gera
hlutina rétt. Við höfum frekar fjár-
fest í innviðum, bakvinnslu og bak-
grunni fyrirtækisins en í fjölda bíla,“
segir hann.
Dregur ekki úr hótelbókunum
Að sögn Steinars Lár, fram-
kvæmdastjóra Kúkú Campers, er
þessi atvinnugrein sístækkandi þó að
hún sé lítill hluti bílaleigumarkaðar-
ins.
„Við erum nokkuð lukkulegir með
okkar hlut. Við þjónustum kannski
um 5.000 manns á ári, um 0,2% þeirra
sem koma til landsins. Við höfum
vaxið um ca. 20% frá því á síðasta
ári,“ segir hann, en Kúkú Campers
gerir nú út um 190 bíla.
Spurður hvort hinir nýju húsbílar
hafi dregið úr eftirspurn eftir hótel-
gistingu segir Steinar svo ekki vera.
„Nýting hótelherbergja er öllu
meiri en nýting húsbíla. Fjölgun út-
lendinga sem hingað koma er svo
langt umfram þau herbergi sem eru í
boði þannig það er erfitt að leiða lík-
um að því að það séu mörg tóm her-
bergi,“ segir hann og segir að í raun
sé um tvo ólíka hópa að ræða. Sumir
vilji uppábúin hótelherbergi og aðrir
kjósi að sofa og ferðast í húsbílum.
Fleiri gista í
sérútbúnum
sendibílum
Ný gerð gistiplássa ryður sér til rúms
Morgunblaðið/Þórður
Húsbílar Kúkú Campers hefur um
190 húsbíla til útleigu í sumar.
Kæli- og frystibúnaður
í allar gerðir sendi- og flutningabíla
Funahöfða 7, 110 Reykjavík, s. 577 6666
Hæstiréttur Ís-
lands hefur stað-
fest dóm Héraðs-
dóms Reykja-
víkur yfir konu
sem fundin var
sek um fjárdrátt í
opinberu starfi,
en hún vann sem
verkstjóri í mat-
sal Landspítalans í Fossvogi.
Konan dró sér samtals 841.572
krónur sem voru afrakstur sölu
matvara í matsalnum og greiddar
höfðu verið með peningum sem
henni bar að skila í öryggishólf hjá
öryggisvörðum spítalans.
Var refsing konunnar ákveðin
fangelsi í fjóra mánuði en fullnustu
refsingarinnar frestað skilorðs-
bundið í tvö ár. Þá var henni gert
að greiða skaðabætur sem svöruðu
til fyrrgreindrar fjárhæðar.
Dró sér fé á
spítalanum
Spítali Konan vann
hjá LSH í Fossvogi.