Morgunblaðið - 17.06.2016, Page 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2016
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Þetta er lífsspursmál fyrir okkur,
eitt stærsta málið fyrir sveit-
arfélögin í dag. Ljósleiðari eykur
samkeppnishæfni okkar og almenn
lífsgæði,“ segir Árni Pétur Hilm-
arsson, grafískur hönnuður í Nesi í
Aðaldal og fulltrúi í sveitarstjórn
Þingeyjarsveitar.
250 heimili tengd
Sveitarstjórnin hefur allt kjör-
tímabilið unnið að undirbúningi ljós-
leiðaravæðingar þessa víðfeðma
sveitarfélags, í samvinnu við Póst-
og fjarskiptastofnun. Nú er komið
að framkvæmdum. Eftir útboð á
lagningu ljósleiðara að öllum heim-
ilum sveitarfélagsins var ákveðið að
semja við Tengi hf. um verkefnið.
Það verður unnið samkvæmt þriggja
ára áætlun. Byrjað verður í ágúst og
fyrstu 150 heimilin tengd á þessu
ári. Þau 100 heimili sem eftir eru
verða tengd á næstu árum.
Árni segir að netsamband í sveit-
arfélaginu sé óstöðugt með þeim ör-
bylgjusendum sem nú eru notaðir.
Hann segist stundum hafa lent í því
að verða netsambandslaus lang-
tímum saman. Markaðssvæðið sé
svo lítið að viljinn til að þjóna því
þegar eitthvað fer úrskeiðis sé tak-
markaður. Þetta veldur marg-
víslegum vandræðum. Árni nefnir
dæmi af sjálfum sér. Hann rekur
veiðihús og hefur lent í því að geta
ekki tekið við greiðslum frá hópi
gesta sem var að fara vegna þess að
posinn virkaði ekki þar sem netsam-
band lá niðri.
Hann bætir því við að netsamband
sé eitt af þeim atriðum sem fólk
horfir til þegar það velur sér búsetu.
Mörg störf sé hægt að vinna að
heiman og það geri nokkrir íbúar nú
þegar þótt það sé á mörkunum að
það sé hægt vegna slæms netsam-
bands.
Ekki hægt að bíða lengur
Afar kostnaðarsamt er að leggja
ljósleiðara í dreifbýli og í raun ekki
hlutverk sveitarstjórnar að standa í
slíku. Eins og mörg sveitarfélög mat
sveitarstjórn Þingeyjarsveitar verk-
efnið svo mikilvægt að ekki væri
hægt að bíða lengur eftir að mark-
aðurinn eða ríkið kæmu til skjal-
anna.
Sveitarfélagið fær styrk úr fjar-
skiptasjóði út á hverja styrkhæfa
tengingu og það gerði sveitarfé-
laginu kleift að fara af stað. Tengi hf.
bauðst til að leggja ljósleiðarann fyr-
ir um 180 milljónir króna. Sveitarfé-
lagið greiðir þessa fjárhæð en fær
styrk úr fjarskiptasjóði. Kostnaður
við ljósleiðarann er mun meiri en
fyrirtækið leggur sjálft til hluta
kostnaðarins gegn því að reka ljós-
leiðarann sjálft. Áætlað er að tengi-
kostnaður á hvert heimili verði um
200 þúsund krónur. Reiknað er með
að kostnaður sveitarfélagsins sjálfs
verði 50 til 60 milljónir króna vegna
þeirra 250 heimila sem eru talin
styrkhæf. Í sveitarfélaginu er fjöldi
eyðibýla og sumarhúsa og verður
þeim boðin tenging, án styrks sveit-
arfélagsins.
Fýsilegra til búsetu
„Það breytist meira en fólk grun-
ar,“ segir Árni Pétur um kosti þess
fyrir íbúa að fá ljósleiðara. Hann
nefnir að sveitarfélagið sé að verða
betri búsetukostur, meðal annars
með tilkomu Vaðlaheiðarganga og
húsnæðisskorts á Húsavík vegna at-
vinnuuppbyggingar þar. Ljósleið-
arinn sé lóð á þá vogarskál. „Þetta
stóra svæði verður eitt atvinnu-
svæði. Ég held að menn hafi ekki
gert sér grein fyrir því hvað þetta
þýðir. Þingeyjarsveit verður fýsi-
legri búsetukostur og eins verður
fýsilegra að setja hér upp fyrirtæki.
Fjarlægðirnar eru svo litlar að þeg-
ar samgöngur verða orðnar öruggar
allt árið með Vaðlaheiðargöngum
verður auðvelt að flytja sig á milli,“
segir Árni Pétur.
Eykur samkeppnishæfni og lífsgæði
Þingeyjarsveit stendur fyrir ljós-
leiðaravæðingu í sveitarfélaginu
Netsamband hefur verið óstöðugt
Morgunblaðið/Einar Falur
Laugar Reykjadalur er eitt af fjölmörgum byggðarlögum í Þingeyjarsveit sem er í Suður-Þingeyjarsýslu.
Hæstiréttur Íslands hefur staðfest
dóm Héraðsdóms Norðurlands
vestra yfir karlmanni sem fundinn
var sekur um að hafa ekið bifreið
undir áhrifum áfengis. Fyrir rétti
krafðist maðurinn þess að máli hans
yrði vísað frá þar, en hann taldi það
ekki standast lög að lögreglumaður
sá sem hefði haft afskipti af honum
vegna brotsins og rannsakaði málið
mætti einnig annast saksókn fyrir
dómi sem fulltrúi ákæruvalds.
Hæstiréttur taldi lögreglumanninn
ekki vanhæfan og var hinn ákærði
því dæmdur í 30 daga fangelsi og
sviptur ökuréttindum ævilangt.
Sviptur ökurétt-
indum ævilangt
mbl.is
Vertu upplýstur!
blattafram.is
FELST
AÐGERÐALEYSI ÞITT
Í AÐ SAMÞYKKJA
KYNFERÐISOFBELDI?
Klútar
3.995,-
Belti
Frá 6.995,-
Kápa
10.995,-
Blússa
7.995,-
Buxur
10.995,-
Kringlunni 4c – Sími 568 4900
Fylgist með okkur á facebook Við höfum lækkað vöruverð
Töskur
Frá 6.995,-
Gallajakki
9.995,-
SMART Í
SUMAR
Myndstef auglýsir eftir umsóknum um verkefnastyrki
og ferða- og menntunarstyrki á vegum samtakanna
fyrir verkefni sem unnin eru á árinu 2016.
Rétt til þess að sækja um styrki Myndstefs hafa
einstaklingar sem starfa sem myndhöfundar.
Sérstök umsóknareyðublöð eru á vef samtakanna
www.myndstef.is og þar eru einnig nánar skilgreind þau atriði
sem þurfa að koma fram í umsókninni ásamt reglum um
úthlutun styrkjanna. Umsóknarfrestur rennur út 16. ágúst 2016.
Umsóknir sem berast eftir þann tíma fá ekki afgreiðslu. Tekið
skal fram að póststimpill gildir á innsendum umsóknum.
Umsóknir skulu berast til skrifstofu Myndstefs, Hafnarstræti 16,
p.o.box 1187, 121 Reykjavík fyrir ofangreindan tíma.
Vakin er athygli á að þeir sem sent hafa inn umsóknir um styrki
fyrir birtingu þessarar auglýsingar verða að endurnýja þær
umsóknir.
Allar nánari upplýsingar gefur Ólöf Pálsdóttir á opnunartíma
skrifstofunnar, 10:00 – 14:00 alla virka daga. Einnig er hægt
að senda fyrirspurnir á netfangið myndstef@myndstef.is
Vakin er athygli á því að Myndstef áskilur sér rétt til að birta
á heimasíðu sinni texta og myndir um viðkomandi verkefni
í samráði við höfund þess.
Stjórn Myndstefs
Verkefnastyrkir og
ferða- og menntunarstyrkir
Myndstefs 2016