Morgunblaðið - 17.06.2016, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2016
og öllu vel fyrir komið þar inni,“
sagði dagblaðið Vísir eftir flutning-
inn.
Óx og dafnaði
Viðskiptavinir Ellingsen voru um
allt land, enda var fyrirtækið rekið
bæði sem smásala og heildsala. Þá
þjónaði það erlendum fiskiskipum
ekkert síður en íslenskum. Voru til
dæmis mjög traust viðskipti við
Færeyinga á fyrstu árunum.
Á sjötta áratugnum varð enn þörf
fyrir stærra verslunarrými og var
þá byggt nýtt hús undir verslunina
á horni Pósthússtrætis og Tryggva-
götu og veiðarfæra- og vinnufata-
deildin flutt þangað. Árið 1974 flutti
Ellingsen svo í nýtt húsnæði í Ána-
naustum við Grandagarð og þar var
hún þar til núverandi húsnæði við
Fiskislóð var tekið í notkun árið
2006.
Othar Ellingsen var orðlagður
fyrir þá alúð og samviskusemi sem
hann lagði í rekstur verslunar sinn-
ar. Öryggi sjómanna og góður að-
búnaður var honum ofarlega í huga.
Hann vandaði til innkaupa, leitaði
tilboða víða, fylgdist með nýjungum
og vildi aðeins bjóða upp á vörur
sem stæðust gæðakröfur. Á fyrstu
starfsárum verslunarinnar komu
flestar vörur hingað frá Danmörku.
Ellingsen keypti hins vegar einnig
vörur frá Noregi og Englandi og
braut í blað þegar hann beindi við-
skiptum vestur um haf. Varð hann
einna fyrstur til að flytja hingað til
lands frá Ameríku bensín-bátavélar
sem þá voru algjör nýjung á mark-
aðnum.
Að Ellingsen látnum árið 1935
var stofnað hlutafélag um rekstur
verslunarinnar og stýrði því sonur
hans og alnafni. Hann átti eftir að
marka djúp spor í sögu fyrirtæk-
isins því alls var hann við stjórnvöl-
inn í 58 ár, fram til 1992. Sjö árum
seinna seldu synir hans Olíuverslun
Íslands reksturinn. Nýir eigendur
endurskipulögðu reksturinn, skildu
útgerðarþjónustuna frá versluninni
og færðu heildsölustarfsemi á út-
gerðarvörum yfir á sölusvið Olís.
Aftur á móti var áherslan lögð á
hvers kyns útivistarvörur og keypt-
ur rekstur fyrirtækja á því sviði,
Evró, Sjóbúðarinnar og J. Vil-
hjálmsson, og sameinaður versl-
uninni. Stutt er síðan núverandi
eigendur, hjónin Helga Sverr-
isdóttir og Bjarni Ármannsson,
keyptu félagið. Að sögn Helgu
stefna þau að því að gera Ellingsen
að alhliða útivistarverslun allrar
fjölskyldunnar.
Með gott orðspor alla tíð
Verslunin Ellingsen í Reykjavík fagnar 100 ára afmæli Ein elsta verslun landsins Seldi upp-
haflega veiðarfæri fyrir vaxandi fiskiflota landsmanna Er nú útivistarbúð allrar fjölskyldunnar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Verslunin Undanfarinn áratug hefur Ellingsen verið í rúmgóðu húsnæði á Fiskislóð. Þar er hátt til lofts og vítt til
veggja og veitir ekki af þar sem sumar vörurnar þurfa talsvert pláss, svo sem reiðhjólin og vélsleðarnir.
Ljósmynd/Verslunin Ellingsen.
Í miðbænum Ellingsen var lengst af á horni Hafnarstrætis og Póst-
hússtrætis. Þá var steinbryggjan gamla þar sem nú er komin uppfylling.
SVIÐSLJÓS
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Verslunin Ellingsen í Reykjavík
fagnaði 100 ára afmæli sínu í gær,
stofnuð 16. júní 1916. Hún er með
elstu verslunum landsins sem enn
starfa, ein hin þekktasta og hefur
notið góðs orðspors alla tíð. Ell-
ingsen var upphaflega stofnuð sem
veiðarfæraverslun en er nú alhliða
útivistarverslun. Höfuðstöðvarnar
eru á Fiskislóð 1, en að auki er rek-
in verslun á Tryggvabraut á Ak-
ureyri.
Ellingsen heitir í höfuðið á stofn-
andanum, Norðmanninum Othar
Ellingsen skipasmið (1875-1936).
Hann flutti hingað með fjölskylduna
28 ára gamall árið 1903 til að taka
við starfi framkvæmdastjóra Slipp-
félagsins í Reykjavík sem þá var
nýlega tekið til starfa. Starfsemi fé-
lagsins stýrði hann af röggsemi og
festu í tólf ár og fjölskyldan festi á
þeim tíma rætur á Íslandi.
Seldi útgerðarvörur
Ellingsen veitti því athygli að hér
skorti sérverslun til að þjóna vax-
andi fiskiskipaflota landsmanna.
Hann trúði því að grundvöllur væri
fyrir verslun með veiðarfæri og út-
gerðarvörur af ýmsu tagi. Slíka
verslun opnaði hann í Kolasundi við
Lækjartorg sumarið 1916 og hafði
að auki á boðstólum málning-
arvörur, verkfæri og ýmsan annan
varning. Verslunin fékk góðar við-
tökur og hálfu öðru ári seinna hafði
hún sprengt utan af sér starfsemina
og flutti þá í nýtt húsnæði við Hafn-
arstræti 15, beint upp af stein-
bryggjunni gömlu, þar sem var eitt
aðalathafnasvæði hafnarinnar og
miðbæjarins. Þar er nú veitinga-
staðurinn Hornið. „Hefir Ellíngsen
leigt vesturenda hússins niðri og
vita stórir og fallegir búðargluggar
með nafni hans skrautletruðu á rúð-
unum út að Pósthússtræti. Búðin
sjálf er rúmgóð og hátt undir loft
Upphaflega
kom Othar
Ellingsen til
Íslands til að
stjórna
skipa-
viðgerðum í
Slippnum.
Hann hafði
ungur hrifist
af Íslandi við
lestur forn-
sagna. Hann greip því tækifærið
til að koma hingað þegar það
bauðst í byrjun síðustu aldar og
hafði fjölskylduna með. Sem að-
komumaður hafði hann næmt
auga fyrir því sem vantaði hér.
Fiskveiðar voru að verða helsta
atvinnugreinin, en skorti sér-
hæfða verslun og faglega þjón-
ustu. Þetta varð kveikjan að því
að hann opnaði sumarið 1916
verslunina Ellingsen sem sér-
hæfði sig í útgerðarvörum. Fyr-
irtækið hefur alla tíð haft gott
orðspor og notið vinsælda.
Hreifst af
fornköppum
KOM TIL ÍSLANDS 28 ÁRA
Othar Ellingsen
eldri.
„Þetta eru búin að vera alveg skín-
andi ár,“ segir Kristján Ág. Bald-
ursson, aðstoðarverslunarstjóri
Ellingsen. Um síðustu mánaðamót
voru 45 ár liðin frá því að hann
kom til starfa í versluninni. Hún
var þá til húsa á horni Hafn-
arstrætis og Pósthússtrætis, þar
sem veitingahúsið Hornið er núna.
Kristján fylgdi versluninni síðan
yfir í Tryggvagötu, Ánanaust og
loks á Fiskislóð þar sem hún er nú.
Kristján var verslunarstjóri Ell-
ingsen frá 1986 til 2008 og á góð-
ar endurminningar um samskiptin
við fyrrverandi eigendur. Hann
kynntist annarri og þriðju kynslóð
Ellingsena, en ættfaðirinn og
stofnandinn var látinn þegar Krist-
ján kom til starfa.
Við störf hjá Ellingsen í 45 ár
„ALVEG SKÍNANDI ÁR“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Langur tími Kristján Ág. Baldursson á að baki langan starfsaldur hjá Ellingsen.
Hámarkaðu árangur þinn
Á milli þín og keppinauta þinna, þarf að jafna metin. Að brjóta tímamúra.
Kepptu við þá bestu með Edge 520, GPS reiðhjólatölva sem gefur þér færi á
að keppa við Strava tímakafla í rauntíma og þú sérð um leið árangurinn á skjánum.
Æfingin skapar
meistarann
Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogur, sími 577 6000, garmin.is