Morgunblaðið - 17.06.2016, Síða 19
FRÉTTIR 19Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2016
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu mun á næstu
dögum taka fyrir aðfararbeiðni Kaffitárs sem fyr-
irtækið lagði fram og tengist kröfu þess um að Isavia
afhendi því gögn er varða samkeppni sem efnt var til
í tengslum við útboð á húsnæði til útleigu í Leifsstöð.
Þetta staðfestir Þuríður Árnadóttir, staðgengill Þór-
ólfs Halldórssonar sýslumanns, í samtali við Morg-
unblaðið.
„Við reynum að bregðast skjótt við í málum af
þessu tagi en það ræðst nokkuð af aðstæðum hversu
fljótt það gengur fyrir sig. Fyrirtökudagur liggur
ekki fyrir vegna mála sem komu inn í gær en al-
mennt er boðað til fyrirtöku í svona málum tiltölu-
lega fljótt og til að byrja með á skrifstofu embættis-
ins. Þar könnum við afstöðu gerðarþola og hvort
viðkomandi hafi í hyggju að láta af háttsemi þeirri
sem innsetningin snýr að. Verði það ekki niðurstaðan
er farið í aðför eða aðgerðir gagnvart gerðarþola eftir
þeim reglum sem um þetta gilda“ segir Þuríður.
Forsvarsmenn Isavia hafa ekki tekið afstöðu til að-
fararbeiðninnar að sögn Guðna Sigurðssonar, upp-
lýsingafulltrúa fyrirtækisins. Hann segir að fyrir-
tækið muni taka afstöðu til framhaldsins þegar
fyrirtaka verði í málinu hjá sýslumanni.
„Málið snýst um viðkvæm viðskiptagögn þátttak-
enda í forvali um verslunar- og veitingarými í Flug-
stöð Leifs Eiríkssonar. Gögnin eru ekki viðkvæm
fyrir Isavia en að mati félagsins gæti verið óæskilegt
að þau dreifist á milli samkeppnisaðila, þar sem hluti
gagnanna er viðskiptaáætlanir, verðstefna og önnur
viðkvæm viðskiptagögn. Í forvalsgögnum sem allir
þátttakendur samþykktu kom einnig fram að gögnin
yrðu ekki birt öðrum. Því var málinu áfrýjað til
Hæstaréttar.“
Líkt og fram kom í Morgunblaðinu í gær mun
kæra Isavia til Hæstaréttar á niðurstöðu héraðs-
dóms um aðfarargerðina ekki fresta réttaráhrifum
hennar og því mun aðförin að öllu óbreyttu fara fram
áður en til kasta Hæstaréttar kemur.
Bíður fyrirtöku sýslumannsins
Isavia telur enn mikilvægt að fá álit Hæstaréttar á aðfararbeiðni Kaffitárs
Morgunblaðið/Rósa Braga
Gögn Forsvarsmenn Kaffitárs vilja
aðgang að gögnunum frá Isavia.
Heildarskuldir sveitarfélaganna
námu 578 milljörðum á árinu 2015.
Það jafngildir því að hver lands-
maður skuldi rúmlega 1,7 milljónir.
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu
greiningardeildar Íslandsbanka um
fjármál sveitarfélaga. Tekjur A- og
B-hluta sveitarfélaga námu 338
milljörðum og höfðu aukist um 4% á
milli ára. Gjöld jukust hinsvegar um
9%. Þannig verður samdráttur í
rekstrarniðurstöðu (EBITDA)
þeirra. Í skýrslunni kemur fram að
rekstur sveitarfélaganna litast nokk-
uð af hækkandi launakostnaði og líf-
eyrisskuldbindingum. 12 milljarða
aukning varð á lífeyrisskuldbind-
ingum eða 136% og launakostnaður
hækkaði um 11,5 milljarða. Fram
kemur að rekstur sveitarfélaga sé
nokkuð traustur og þau standi flest
undir núverandi skuldsetningu.
Hámarksútsvar er 14,52%.
Reykjanesbær leggur þó hærra út-
svar á íbúa sína, eða 15,05% á grund-
velli undanþáguheimildar. Lægst er
útsvarið hjá sveitarfélögunum Ása-
hreppi, Skorradalshreppi og Gríms-
nes- og Grafningshreppi. Þar er það
12,44%.
jonth@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Íslandsbanki Fjárhagur sveitarfé-
laga er almennt talinn traustur.
Taprekst-
ur sveitar-
félaga
Launakostnaður
jókst um 8% milli ára
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Gengisskráning 17. júní 2016
Kaup Sala Mið
DOLLARI 123,22 123,8 123,51
STERLINGSPUND 174,95 175,81 175,38
KANADADOLLARI 95,92 96,48 96,2
DÖNSK KRÓNA 18,59 18,698 18,644
NORSK KRÓNA 14,785 14,873 14,829
SÆNSK KRÓNA 14,807 14,893 14,85
SVISSN. FRANKI 127,65 128,37 128,01
JAPANSKT JEN 1,1588 1,1656 1,1622
SDR 173,17 174,21 173,69
EVRA 138,24 139,02 138,63
MEÐALGENGI/VIÐSKIPTAVOG ÞRÖNG 172,2703
Heimild: Seðlabanki Íslands
6 tíma örugg
sólarvörn
Þróuð fyrir viðkvæma
húð þolir sjó, sund og
íþróttir
Sölustaðir | Öll apótek, Nettó, Hagkaup, Fjarðarkaup, Fríhöfnin | www.proderm.is
SÓLARVÖRNIN SEM HÚÐLÆKNAR MÆLA MEÐ
Grunnformúlan er læknisfræðilega skráð
Yfir 90% UVA vörn, gegn sólskaða og hrukkum
Mjúk rakafyllt
sólbrún húð
Létt að bera á,
engin fituáferð
Engin paraben, engin nanótækni, ilmefnalaust
Berið oft og ríkulega á og stillið sólböðum í hóf