Morgunblaðið - 17.06.2016, Blaðsíða 23
23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2016
Hvíld Það er meira en að segja það að hjóla hringveginn og eðlilega þurfa keppendur í WOW Cyclothon að hvíla sig á milli leggja. Öxi upp af Berufirði er ákjósanlegur staður til þess.
Eggert
„Sú var tíð, segir í
bókum, að íslenska
þjóðin átti aðeins eina
sameign, sem metin
varð til fjár. Það var
klukka. Þessi klukka
hékk fyrir gafli Lög-
réttuhússins á Þing-
völlum við Öxará, fest
við bjálka uppí kverk-
inni. Henni var hringt
til dóma og á undan af-
tökum.“
Upphaf Íslandsklukkunnar er
áminning þeirri þjóð er nú heldur
upp á sjálfstæði sitt. Þessi eina sam-
eign virtist hafa það notagilda eitt að
áminna þjóðina um refsinguna, ár-
angursríkasta og skilvirkasta refs-
ingin var aftaka, því samfélagið hafði
ekki efni á að halda uppi delikvent-
um í refsivist. Efni þess sem á eftir
kom í sögunni var að sönnu einnig
refsing, húðstrýking fyrir þann
mikla glæp að stela snæri. Snærið er
í sögunni tákn frelsisins, því með
snærinu má róa til fiskjar, en með
því að róa til fiskjar gat leiguliðinn
bætt afkomu sína til að losna undan
bændaánauðinni. En eins og skáldið
sagði: „feitur þjónn er ekki mikill
maður. Barinn þræll er mikill mað-
ur, því í hans brjósti á frelsið heima“.
Það er einmitt frelsið sem hefur lifað
í brjóstum okkar frá örófi alda, sem
hefur haldið lífi í þjóðinni.
Sögusvið Íslandsklukkunnar er
tímabil stöðnunar í íslenskri þjóð-
arsögu. Í kjölfar stöðnunarinnar
koma hnignunartímabil í kjölfar
Skaftárelda þar sem var mann-
fækkun af hallærum sem á eftir
fylgdu. Það kann að vera að hnign-
unin hafi orðið mest þegar þinghaldi
á Þingvöllum við Öxará lauk 1798.
Síðasta þinghaldið virðist ekki hafa
verið algerlega gagnslaust því enn
er í gildi tilskipun um áritun afborg-
unar af skuldabréfum frá 9. febrúar
1798. Þó má vera að tilskipunin hafi
verið konungsverk eingöngu. Það
sem á eftir fylgdi var
að stjórnsýslan, sem
var á biskupsstólum í
Skálholti og á Hólum,
flutti til Reykjavíkur
biskups.
Hnignun Alþingis
hins forna
Það er vert að rifja
upp hvernig hnignun
Alþingis, sem lesa má
hér í upphafi, frá að-
eins einni sameign,
sem var klukka til að
hringja á undan aftökum, og til þess
tíma er Alþingi verður löggjaf-
arsamkoma, sem ekki fer með dóms-
vald, eins og hið gamla Alþingi gerði
og með hvaða hætti hugmyndir nú-
tímans koma til framkvæmda. Jafn
einfaldur hlutur og að aðskilja lög-
gjafarvald og dómsvald virðist koma
með skynsemishyggju nítjándu ald-
ar. Hvernig hugmyndin um sjálf-
stæði mótast með þjóðernishyggju í
upphafi nítjándu aldar. Jafnvel æv-
intýri og bábiljur verða að verðmæt-
um þegar hugmyndir um þjóðerni
mótast. Söfnun Jóns Árnasonar og
Magnúsar Grímssonar á íslenskum
sjóðsögum og ævintýrum er dæmi
um það.
Sjálfsæðishetjan Jón Sigurðsson
barðist ekki með vopnum eins og
margar sjálfstæðis- og frelsishetjur
gerðu. Baráttutæki hans var sagan
og þekkingin. Alexander Jóhann-
esson, þá rektor Háskóla Íslands,
sagði í ræðu árið 1941: „Samn-
ingamenn við erlendar þjóðir í versl-
un, í viðskiptum, í utanríkismálum
verða að standa jafnfætis að þekk-
ingu þeim mönnum, er þeir eiga að
semja við, og – ef vel á að vera að
vera, öllu framar. Úrslit samninga
jafnrétthárra aðila eru ætíð að veru-
legu leyti komin undir þekkingu
samningsaðila, og þekkingin ber að
lokum sigur úr býtum.“ Stundum
finnst greinarhöfundi þessi orð eins
og að Jón Sigurðsson hafi getað sagt
þetta í baráttu sinni fyrir frelsi og
sjálfstæð íslensku þjóðarinnar.
Endurreisn Alþingis
Alþingi var endurreist árið 1845.
Þá þegar var Jón Sigurðsson kosinn
á þing fyrir Ísafjarðarsýslu.
Endurreisn Alþingis sem ráðgjaf-
arþings var einungs upphaf að rúm-
lega aldarlangri baráttu þar sem
áfangarnir eru nokkrir. Hinn mis-
heppnaði þjóðfundur 1851 var
áfangi, þó misheppnaður væri.
Fundurinn var stjórnarskrárþing en
engin kom stjórnarskrá það sinnið.
Þegar haldið var upp á 1000 ára
byggð í landinu 1874 heiðraði kon-
ungur þegna sína með nærveru sinni
og færði landinu stjórnarskrá. Það
að Ísland fékk sérstaka stjórnarskrá
var nokkur viðurkenning á sjálf-
stæði innan danska konungsríkisins.
Heimastjórnin árið 1904 var ann-
ar áfangi. Það að Ísland átti sinn
ráðherra með búsetu í landinu var
mikil viðurkenning. Áður þurfti að
fara með mál fyrir Íslandsráðherra í
Kaupmannahöfn. Í kjölfar heima-
stjórnar fylgdi stofnun Háskóla Ís-
lands þar sem gamlir embættis-
mannaskólar voru sameinaðir en að
auki var hafin kennsla í íslenskum
og norrænum fræðum í heim-
spekideild. Stofnun Háskóla Íslands
á aldarafmæli Jóns Sigurðssonar er
vísbending um að fæðingardagur
Jóns Sigurðssonar skyldi verða
þjóðhátíðardagur lýðveldisins þegar
það yrði stofnað. Spurningin var
ekki hvort heldur hvenær.
Heimastjórn
Svo bar við í upphafi heima-
stjórnar að konungur Danmerkur og
Íslands kom í heimsókn. Hápunktur
heimsóknar konungs var ferðalag
konungs austur í sveitir. Að ferð lok-
inni, við komu í bæinn, sagði vor sæli
konungur, sennilega ekki með öllu
ódrukkinn: „ríkin mín tvö“, en það
töldu Íslendingar staðfestingu þess
að sjálfstæði væri eigi langt undan.
Það er talið að konungur vor hafi
mælt þessi fögru orð í brekkunni
fyrir ofan Stjórnarráðið, þar sem
verið var að ljúka við byggingu á
Safnahúsinu. Það lá vissulega vel á
kóngi í þessari Íslandsferð. Má vera
að hann hafi orðið músíkalskur í
ferðinni, jafnvel hitt Maurice Ravel
á Þingvöllum! Það er nefnilega til
póstkort frá tónskáldinu frá svip-
uðum tíma, ritað á Þingvöllum.
Sambandslagasamningurinn sem
gerður var við Dani árið 1918 var
viðurkenning á fullveldi Íslands, þar
sem aðeins var eftir konungs-
samband við Dani. Það var því eðli-
legt framhald sambandslagasamn-
ingsins frá 1918 að stofna lýðveldi
við fyrsta tækifæri, þegar samning-
urinn væri úr gildi fallinn. Vissulega
var svo komið þá að Íslendingum
þótti frelsið meira virði en lofthæð í
húsum sínum þegar hér var komið
sögu. Stofnun lýðveldis á Þingvöll-
um 1944 var eðlilegt og rökrétt
sögulegt framhald af sambandslaga-
sáttmálanum. Fyrir það gat kon-
ungur vor ekki þrætt, þó að sárt
væri í hernuminni Danmörku.
Viðurkenning umheimsins
Viðurkenning stórvelda þess tíma
var jafnframt forsenda þess að lýð-
veldi yrði stofnað. Bandaríkin, Sov-
étríkin, Bretland og útlagastjórnir
Frakklands og Noregs í London
sendu fulltrúa sína til að vera við-
staddir stofnun lýðveldis á Þingvöll-
um. Í því fólst viðurkenning. Ráða-
menn á þeim tíma notuðu sjálfstæði
landsins til þess að gerast aðilar að
alþjóðastofnunum þegar árið 1944.
Það að fá að vera við borðið var við-
urkenning á tilvist Lýðveldisins Ís-
land.
Þó var það svo að fjárhagslegt
sjálfstæði lýðveldisins hefur oft ver-
ið brothætt. Á það var þjóðin ræki-
lega minnt árið 2008 þegar misind-
ismenn höfðu vélað um eignir
fjármálastofnana þannig að Íslend-
ingar urðu um sinn bónbjarg-
armenn. Fátækt og misskipting hef-
ur aldrei verið liðin. Fátækt og
misskipting á sér rætur í atvinnu-
leysi. Þá var um tíma atvinnuleysi
verið notað sem hagstjórnartæki, Ís-
land verður aldrei sjálfbært með
10% atvinnuleysi.
Það voru ekki aðeins viðurkenn-
ingar annarra þjóða sem skiptu máli.
Þær viðurkenningar sem íslenskum
einstaklingum hlotnuðust voru við-
urkenningar til þjóðarinnar. Nób-
elsverðlaun til handa Halldóri Kiljan
Laxness og stórmeistaraáfangi
Friðriks Ólafssonar voru okkar sigr-
ar. Og einnig þegar Guðmundur Sig-
urjónsson varð stórmeistari. Þá áttu
Íslendingar tvo stórmeistara í skák
en Danir bara einn. Og nú stöndum
við Portúgölum jafnfætis í fótbolta.
Frelsi, fullveldi,
sjálfstæði og hinn þétti leir
Á tímamótum þegar frelsi, full-
veldi og sjálfstæði er til umræðu þá
er vert að hugleiða orð Skáldsins
þegar Skáldið veitti viðtöku þeirri
æðstu viðurkenningu sem hægt er
að veita skáldi: „Ég spurði mig þetta
umrædda kvöld: hvað má frægð og
frami veita skáldi? Vissulega vel-
sælu af því tagi sem fylgir hinum
þétta leir. En ef íslenskt skáld
gleymir upphafi sínu í þjóðdjúpinu
þar sem sagan býr; ef hann missir
samband sitt og skyldu við það líf
sem er aðþreingt, það líf sem hún
amma mín gamla kendi mér að búa
öndvegi í huga mér – þá er frægð
næsta lítils virði; og svo það ham-
íngjulán sem hlýst af fé.“
Þrátt fyrir viðurkenningu og hinn
þétta leir þá þarf að hugleiða önnur
og gömul gildi til að lifa og vera mað-
ur. Saga, bókmenntir og tunga rétt-
lætir tilveru okkar sem þjóðar meðal
þjóða.
Gleðilega þjóðhátíð!
Eftir Vilhjálm
Bjarnason » Þrátt fyrir viður-
kenningu og hinn
þétta leir þá þarf að
hugleiða önnur og göm-
ul gildi til að lifa og vera
maður.
Vilhjálmur Bjarnason
Höfundur er alþingismaður.
Sjálfstæðis syng ég brag