Morgunblaðið - 17.06.2016, Page 38

Morgunblaðið - 17.06.2016, Page 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2016 Aleks er 14 ára, hann hefurásamt foreldrum sínum ogsystur þurft að flýjaheimaland sitt vegna borgarastyrjaldar og býr nú í flótta- mannabúðum í sænskum smábæ. Dvölin í búðunum reynist fólkinu miserfið; t.d. finnst sumum þeirra full- orðnu þeir vera einskis nýtir þar sem þeir eru ekki á vinnumarkaði og hafa takmörkuð tækifæri til að taka þátt í samfélaginu. Tilfinningar fólks- ins eru blendnar; þau eru fegin að hafa komist úr þessum aðstæðum en á sama tíma hafa þau samviskubit vegna þess að enn eru vinir þeirra og ættingjar á heimaslóðum. En þessi lífsreynsla er ekki síður þungbær fyrir börnin sem hafa verið svipt öllu því öryggi sem þau áður þekktu og hafa lítið um ör- lög sín að segja. Þegar góðviljaður starfsmaður flóttamannabúðanna lánar Aleks reiðhjól opnast fyrir honum nýr heimur. Á hjólinu fer hann um ná- grennið, kynnist fólki á ýmsum aldri, eignast vini, verður fyrir barðinu á hrekkjusvínum og byrjar að fóta sig í nýju samfélagi. Óhugnanlegar minningar úr stríðinu heima fyrir eru þó aldrei langt undan og framan af reynist honum erfitt að samsama þær hinu nýja lífi sínu. Frásögnin er einföld og látlaus, en þó býsna sterk og lesandinn fær góða innsýn í hugarheim hins unga Aleks. Þetta er þroskasaga, þar sem pilturinn er margs vísari í bókarlok og hann er farinn að geta glaðst yfir því að vera á þeim stað sem hann er staddur á í lífinu. Vel má taka undir það sem segir á bókarkápu að bókin sé vel til þess fallin að opna umræðuna um málefni flóttafólks og hún gæti alveg örugg- lega nýst vel í kennslu og öðru starfi með börnum. Höfundurinn Håkan Lindquist. Að feta veginn á nýjum slóðum Barna- og unglingabók Annað land bbbnn Eftir Håkan Lindquist. Salka, 2016. 156 blaðsíður ANNA LILJA ÞÓRISDÓTTIR BÆKUR Ljósmynd/Peter Shorely Annað árið í röð verður blásið til hljómsveitakeppni í Bæjarbíói á þjóðhátíðardaginn. Keppnin, sem hefst kl. 14 í dag, er að sögn skipu- leggjenda hugsuð sem vettvangur til að koma sér á framfæri og stíga út úr bílskúrnum, en allir geta þó tekið þátt enda eru allar tónlistarstefnur velkomnar til þátttöku. Hljómsveitir mæta með eigin hljóð- færi fyrir utan trommur sem verða á staðnum auk magnara og míkrófóna. Samkvæmt upplýsingum skipu- leggjenda munu sigurvegararnir frá í fyrra, A.K.A. Sinfonían, koma fram í Bæjarbíói í dag. Keppnin er haldin á vegum íþrótta og tómstundaráðs Hafnarfjarðar og Menningar og lista- félags Hafnarfjarðar. Aðgangur er ókeypis. Hljómsveitakeppni haldin í Bæjarbíói Morgunblaðið/Eggert Bæjarband Leitin að bæjarbandi Hafnarfjarðar fer fram í Bæjarbíói. Hljómsveitin Salon Islandus kemur fram á hátíðartónleikum í Garðabæ í kvöld kl. 20 í tilefni af þjóðhátíð- ardeginum og er aðgangur ókeypis. Tónleikarnir eru haldnir í Kirkju- hvoli, safnaðarheimili Vídal- ínskirkju. Einsöngvari með hljómsveitinni að þessu sinni er sópransöngkonan Fjóla Kristín Nikulásdóttir sem syngur nokkrar af helstu aríum óperettubókmenntanna. „Á efnisskránni er hressileg Vín- artónlist, marsar, valsar, polkar en einnig lög úr smiðju Leonards Bernstein. Að sjálfsögðu verður sólónúmer konsertmeistarans á sín- um stað en hann er í þetta sinn Ni- cola Lolli, konsertmeistari Sinfón- íuhljómsveitar Íslands,“ segir í tilkynningu frá Garðabæ. Þar kemur fram að hljómsveitin Salon Islandus komi fram á tón- leikum víða um land og hafi reglu- lega undanfarin ár leikið á hátíð- artónleikum í Garðabæ 17. júní. „Forverar þessarar átta manna hljómsveitar eru tríó og síðar kvartett sem allt frá níunda áratug síðustu aldar héldu reglulega Vín- ar- og aðra skemmtitónleika og hafa margir frábærir söngvarar komið fram með hljómsveitunum í gegnum tíðina. Með hljómsveitinni leika að þessu sinni Nicola Lolli og Sigurlaug Eðvaldsdóttir á fiðlur, Júlía Mogensen á selló, Páll Hann- esson á kontrabassa, Martial Nar- deau á flautu, Sigurður Ingvi Snorrason á klarinettu, Anna Guðný Guðmundsdóttir á píanó og Frank Aarnink á slagverk.“ Sópran Fjóla Kristín Nikulásdóttir Hátíðartónleikar í Kirkjuhvoli Uppselt er orðið á aukatónleika norsku sópr- ansöngkonunnar Sissel Kyrkjebø sem fram fara sunnudaginn 11. desember kl. 18. „Það varð svo gott sem uppselt á fyrstu tón- leikana í forsölu svo við brugðum á það ráð að slá upp aukatónleikum sama dag; sala á þá hófst fyrir nokkrum dögum og nú er sem sagt uppselt á þá líka,“ segir í tilkynningu frá tónleikahöldurum, en fyrri tón- leikarnir verða sama dag kl. 20.30. Á efnisskrá tónleikanna verða sál- arskotin dægurlög og klassísk jóla- lög, en meðal þeirra sem fram koma með Kyrkjebø eru Wayne Hern- andez, sem unnið hefur með m.a. Tinu Turner, Sam White, sem hefur starfað með Duran Duran og Annie Lennox, og Phebe Edwards sem hefur leikið með Adele. Uppselt á aukatónleika Kyrkjebø Sissel Kyrkjebø Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 plankaparket Verðdæmi: 190 mm Eik Rustik burstuð mattlökkuð 6.990.- m2 SÖLUAÐILAR Reykjavík: Gullbúðin Bankastræti 6 s:551-8588 | Gullúrið Mjódd s: 587-410 | Meba Kringlunni s: 553-1199 Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711 | Michelsen Úrsmiðir Kringlunni s: 511-1900 Michelsen Úrsmiðir Laugavegi 15 s: 511-1900 | Rhodium Kringlunni s: 553-1150 Hafnarfjörður: Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666 Keflavík: Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757 | Akureyri: Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509 Akranes: Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458 | Egilsstaðir: Klassík Selási 1 s:471-1886 Selfoss: Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433 | Vestmannaeyjar: Geisli Hilmisgötu 4 s: 481-3333

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.