Morgunblaðið - 17.06.2016, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.06.2016, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. JÚNÍ 2016 Börkur Gunnarsson borkur@mbl.is „Rökstuðningur okkar fyrir að velja Skúla er sá að hann er fagmaður og snillingur á sitt hljóðfæri en svo er hann líka tónsmiður og persónuleg nálgun hans auðþekkjanleg. Hug- sjónamaður, brautryðjandi og vel- gjörðarmaður annars tónlistarfólks,“ segir Þórarinn Eldjárn, formaður stjórnar Minningarsjóðs Kristjáns Eldjárn gítarleikara sem í gær valdi Skúla Sverrisson bassaleikara til að hljóta úthlutun úr sjóðnum. Kristján lést ungur Minningarsjóður Kristjáns Eld- járn gítarleikara var stofnaður af ættingjum hans, vinum og samstarfs- mönnum eftir að hann lést 22. apríl 2002, tæplega þrítugur að aldri, eftir nær tveggja ára erfið veikindi. Sjóðn- um er ætlað að verðlauna fram- úrskarandi tónlistarmenn. 16. júní 2007, þegar Kristján hefði orðið 35 ára, voru í fyrsta skipti veitt verðlaun úr minningarsjóðnum og hlaut þau Kristinn H. Árnason gítarleikari. Árið 2009 hlaut verðlaunin Daníel Bjarnason, hljómsveitarstjóri, tón- skáld og píanóleikari. 2011 hlaut þau Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir, harmonikuleikari, 2012 Ari Bragi Kárason, trompet- og flygilhornleik- ari, og loks 2014 Sunna Gunnlaugs- dóttir, píanóleikari og tónskáld. Hefur leikið á yfir 100 plötum Skúli Sverrisson hóf atvinnuferil sem bassaleikari aðeins 14 ára gamall og lék á örfáum árum inn á fjölda vin- sælla íslenskra hljómplatna áður en hann hélt til náms í Berklee School of Music í Boston, en eftir nám sitt þar fluttist hann til New York. Síðustu tvo áratugi hefur Skúli byggt upp ein- stakan feril sem samanstendur af tónsmíðum og flutningi á eigin tónlist annars vegar en hins vegar marg- breytilegu samstarfi við breiðan hóp alþjóðlegra listamanna. Skúli hefur komið fram á yfir 100 hljómplötum og leikið vítt og breitt um heiminn með hópi listamanna. Hann hefur unnið sjö sinnum til Ís- lensku tónlistarverðlaunanna, til að mynda fyrir plötu ársins (2006) fyrir Seriu I og djassplötu ársins (2012) fyrir The Box Tree. En hann var einnig tilnefndur til Tónlistarverð- launa Norðurlandaráðs árin 2001 og 2011. Fyrir aðdáendur kvikmynda er við hæfi að benda á einleik hans í tónlist Jóhanns Jóhannssonar fyrir kvik- myndina Sicario og aðkomu hans sem meðhöfundur að verkinu Glacier sem var hluti af tónlist Ruichi Sakamoto í kvikmyndinni The Revenant. „Stjórn sjóðsins er skipuð ætt- ingjum og vinum Kristjáns,“ segir Þórarinn Eldjárn. „Ég er formaður stjórnarinnar og þetta hefur verið sama stjórnin frá upphafi. Við höfum haft það þannig að við ræðum hug- myndir að listamönnum fram og til baka. Það hafa komið allskonar til- lögur. Frekar en að hafa sjóð sem tekur á móti umsóknum þá ákveðum við þetta okkar á milli. Þegar maður úthlutar úr sjóði þar sem ekki er sótt um, þá gleður maður einn. En ef hundrað manns hefðu sótt um og einn fengið úthlutun þá væri maður að spæla marga. En viðmiðin eru ýmiskonar. Það var ákveðið frá upphafi að hafa þetta fjölbreytilegt. Ekki endilega bundið við að þetta sé efnilegur nemandi. Stundum er það þannig en stundum einhver gamalreyndur. Eitthvert árið gæti það verið 95 ára gamall tónlist- arstjóri. Þetta hefur verið leiðarljósið og verður það áfram. Það er í anda Kristjáns en fyrir honum var músík annaðhvort góð eða vond. Ekki að einhver tegund mús- íkur væri slæm, það er hægt að gera allt vel eða illa. Hann var jöfnum höndum í djassi, rokki og klassík.“ Nú fer úthlutunin fram í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar og hefur alltaf verið þar, er einhver sérstök ástæða fyrir því? „Það var þar sem hann Kristján hélt sína debut-tónleika eftir að hann kláraði nám sitt í Finnlandi þannig að það á vel við,“ segir Þórarinn. Morgunblaðið/Þórður Frá úthlutun Skúli Sverrisson er búinn að koma víða við á ferli sínum. Hann hefur komið fram á yfir 100 hljómplötum og leikið vítt og breitt um heiminn. Hóf atvinnuferil 14 ára  Skúli Sverrisson fékk úthlutun úr Minningarsjóði Kristjáns Eldjárn  Margir þekktir listamenn fengið úthlutað á undanförnum árum  Skúli hefur leikið með heimsþekktum tónlistarmönnum Meðvirkni nefnist ný sýningaröð undir stjórn Hildigunnar Birgis- dóttur sem hefst í dag kl. 17 í Har- binger, sýningarýminu við Freyju- götu 1, með opnun samsýningar þeirra Ásgerðar Birnu Björns- dóttur og Gylfa Freeland Sigurðs- sonar. Samstarfið nefna þau Gerðu það! „Meðvirkni er samsýning undir margföldunaráhrifum sem ætlar sér að þenja út sýningaformið og ljá því tilfinningalega spennu. Sýn- endum fjölgar eftir því sem líður á sýningartímann, þar sem lista- mennirnir vinna eftir ströngu kerfi; efnistök eru frjáls en samfélags- kvaðirnar miklar,“ segir í tilkynn- ingu frá Harbinger. Þar kemur fram að sýning- arröðin sé tilraunaverkefni Harbin- ger, Hildigunnar sýningastjóra og 20 listamanna. „Meðvirkni hagar sér eins og óþolandi keðjubréf sem bannað er að slíta. Sýningar opna á viku fresti og hver hópur verður að koma að sýningunni sem fyrir er og vinna hana áfram.“ Næstu fimm föstudaga opnar nú sýning. Sýn- ingin er opin frá föstudegi til mið- vikudags milli kl. 14-17 og eftir samkomulagi. Keðja 20 listamenn eru með í röðinni sem byggð er upp eins og keðjubréf. Sýningaformið þanið á Meðvirkni í Harbinger Baðaðu þig í gæðunum Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is • tengi@tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.