Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.07.2016, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.7. 2016
VETTVANGUR
Tuttugasta öldin var mestaframfaraskeið mannkynssög-unnar. Framfarirnar náðu
vissulega ekki til allra jarðarbúa,
fjarri því. Og hvergi var öldin galla-
laus. Þetta var öld styrjalda, alræð-
iskerfa, yfirgangs fjármagns og of-
beldis í margvíslegri mynd. En
aðgangur að síbatnandi heilbrigð-
isþjónustu, menntun, húsnæði, vatni
og rafmagni, sem og framfarir í sam-
göngum, tryggðu almenningi stór-
bætt lífskjör. Sama gildir um fram-
farir í framleiðslutækni sem gerði
erfiðsvinnu auðveldari.
Tilfinningin var sú að mannkynið
væri á framfarabraut. Þetta var hið
almenna viðhorf í okkar heimshluta
eftir miðbik tuttugustu aldar og
fram á þennan dag; að mannkynið
væri í sókn. Morgundagurinn yrði
örugglega betri en gærdagurinn.
Ekki bara meiri lífsgæði, heldur líka
meira lýðræði og meira frelsi.
Nú læðast, hygg ég, efasemdir að
okkur mörgum, um að leiðin liggi öll
til framfara enda víkur umburðar-
lyndi fyrir þröngsýni, jöfnuður fyrir
ójöfnuði og öryggi fyrir óöryggi.
Þarna er rétt að staldra við. Fátt
þráir fólk eins heitt og að búa við ör-
yggi. Trygga lífsafkomu og
sprengjulausar borgir.
Stjórnmálamenn sem segjast geta
losað okkur við allar ógnir – á hnef-
anum – eru farnir að ná eyrum fólks
beggja vegna Atlantsála. Með illu
skal illt út reka, er viðkvæðið, og að
tilgangurinn helgi meðalið. Við þetta
ættu að klingja viðvörunarbjöllur
því nákvæmlega svona er upp-
skriftin að alræðisstjórnarfari.
Frelsisbarátta mannsandans hef-
ur tekið þúsund ár. Og var enn önn-
ur þúsund ár í undirbúningi. Og þau
ár áttu líka sinn aðdraganda. Við er-
um að tala um langa þrautagöngu
sem má aldrei láta lokið. Því frelsið
mun aldrei koma áreynslulaust.
Og þá aftur að örygginu; hvernig
veitum við fólki öryggi? Kannski
getum við lært af okkar eigin sögu;
hversu mikilvægt það var fyrir ís-
lensku vesturfarana hve vel þeim
var tekið í Kanada og Bandaríkjum
Norður-Ameríku þegar þeir komu
þangað hraktir og allslausir. Þeirra
beið flestra erfitt líf en það sem mest
var um vert, fordómalaust samfélag
sem tók þeim opnum örmum.
Fordómaleysi og vinsemd gerðu
Vestur-Íslendingana að góðum Kan-
adamönnum og Bandaríkjamönnum.
Íslendingarnir héldu lengi tryggð
við sína gömlu heimahaga, lögðu
rækt við menningararf sinn og
tungu, jafnframt því sem þeir löguðu
sig að nýju samfélagi. Tengingin við
gamla landið var þeim styrkur þegar
þeir stigu inn í nýja heiminn.
Þetta er ekkert séríslenskt. Þetta
er sammannlegt. Kunningi minn,
smíðakennari, sagði mér hjartnæma
en um leið lærdómsríka sögu. Í ein-
um barnaskólabekknum, sem hann
kenndi, veitti hann því athygli að
einn nemandinn hafði á fyrsta degi
kennslunnar litast um í smíðastof-
unni svolítið ráðvilltur en gengið síð-
an að steðja einum miklum í einu
horni hennar, strokið honum var-
færnislega, gott ef ekki faðmað hann
að sér. Þetta átti eftir að margend-
urtaka sig.
Kunningi minn sagði að þetta
hefði vakið forvitni sína og hefði
hann grandskoðað steðjann, sem
naut svo mikillar ástúðar hins unga
drengs. Um síðir rann skýringin upp
fyrir kennaranum. Steðjinn var
framleiddur í Póllandi og í hann var
greypt letur á pólsku. Þarna var
fundinn samnefnarinn. Báðir voru
frá Póllandi, drengurinn og steðjinn.
Og það fylgdi sögunni að báðum
liði nú vel á Íslandi, orðnir ramm-
íslenskir, bæði drengurinn og steðj-
inn.
Drengurinn og steðjinn
’Stjórnmálamenn sem segjast geta losað okkur viðallar ógnir – á hnefanum – eru farnir að ná eyrumfólks beggja vegna Atlantsála. Með illu skal illt út reka,er viðkvæðið, og að tilgangurinn helgi meðalið.
Úr ólíkum
áttum
Ögmundur Jónasson
ogmundur@althingi.is
AFP
Samfélagsmiðlar eru undirlagðir af
skrifum um Þjóðhátíð í Eyjum en 7
hljómsveitir sem bókaðar voru á
tónleika gáfu út yfirlýsingu á
fimmtudaginn um að þær myndu
draga sig út úr dagskrá Þjóðhátíðar
nema skýr stefnubreyting kæmi frá
bæjaryfirvöldum í Vestmannaeyjum
vegna orðræðu og verklags lög-
reglustjórans, Páleyjar Borgþórs-
dóttur, undanfarna daga í tengslum
við upplýsingagjöf um fjölda kyn-
ferðisbrota á Þjóðhátíð.
Jón Viðar
Jónsson var
hæstánægður
með ákvörðun
hljómsveitanna
og einn fjöl-
margra sem
lýstu yfir ánægju sinni með hana:
„Þetta er virkilega gott hjá ykkur,
strákar!! Þið missið tekjur, en takið
ykkur stöðu með réttlætinu gegn
ruglinu. Þið eigið heiður skilið,“
skrifaði leiklistargagnrýnandinn á
Facebook.
Hannes
Hólmsteinn
Gissurarson
prófessor skrif-
aði á Facebook:
„Reykjavík síð-
degis spyr: „Ertu
sammála ákvörðun lögreglustjór-
ans í Vestmannaeyjum um að til-
kynna ekki jafnóðum um kynferð-
isbrot sem upp kunna að koma á
Þjóðhátíð?“ Ég lærði í íslensku hér
áður fyrr, að menn séu sammála
öðrum mönnum, en samþykki eða
taki undir skoðun. Það er þó minna
mál en hitt, að kynferðisbrot eru
ekki kynferðisbrot, fyrr en þau
sannast. Ásökun nægir ekki. Hún
er ekki sönnun. Spurningin hefði
átt að vera: „Ertu samþykk(ur)
ákvörðun lögreglustjórans í Vest-
mannaeyjum um að tilkynna ekki
jafnóðum um ásakanir, sem upp
kunna að koma um kynferðisbrot á
Þjóðhátíð“?
Samfylkingin á
Akranesi aug-
lýsti eftir fram-
boðum til
flokksvals Sam-
fylkingarinnar í
Norðvest-
urkjördæmi fyrir komandi alþing-
iskosningar. Katrín Júlíusdóttir,
fráfarandi þingmaður flokksins,
skrifar á Facebook af því tilefni:
„Starf þingmannsins er mikilvægt
og krefjandi en umfram allt fjöl-
breytt og skemmtilegt. Megnið af
því fer fram í ró og spekt. Þegar
uppúr sýður (sem er nú ekki oft
m.v. fjölda mála sem við afgreiðum)
er það vegna þess að við höfum
ólíka sýn á stór mál, rétt eins og
kjósendur, og ekkert að því.
Sumir óttast að maður missi
einkalífið sitt. Eins og í öðrum
krefjandi störfum er maður vissu-
lega alltaf á vaktinni en það venst.
Ég hef gaman af því að hitta fólk
sem hefur skoðun á þinginu þar
sem ég er á ferðinni með familí-
unni. Og kommentakerfin eru ekki
eins slæm og um er rætt.“
Og leikkonan
Saga Garðars-
dóttir er í sum-
arfríi og segir á
Twitter: „Er á
lúxushóteli á
Krít með fetaost
í öllum vitum. Eina sem skyggir á
upplifunina er að það er ekki neinn
andskotans pókeimon í nágrenn-
inu.“
AF NETINU