Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.07.2016, Page 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.07.2016, Page 10
ALÞÝÐUHETJA 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.7. 2016 Þykir það kraftaverki líkasthvernig bláfátæk fótalausstúlka, foreldralaus og alls- laus, varð síðar á ævinni bóndi, smið- ur og jarðareigandi. Hún fæddist ár- ið 1770 í Bjarnarfirði í Kaldrananes- hreppi á Ströndum. Rakel Valgeirsdóttir þjóðfræð- ingur segir sögu Guðrúnar einstaka hvort sem horft er á hana út frá stöðu kvenna eða fatlaðra á hennar tíma. „Hún bjó fyrstu árin með for- eldrum sínum og tveim systkinum í Bjarnarfirði. Fjölskyldan fluttist svo í Kollafjörð á Ströndum en fljótlega eftir það dundu móðuharðindin yfir. Foreldrar hennar misstu allan bú- fénað og ekki var lengur hægt að búa á jörðinni. Þau misstu aleigu sína og einnig yngsta barnið sitt. Þau ákváðu að skipta liði og fer Guð- rún með móður sinni, þá 15 ára göm- ul, en bróðir hennar með föður þeirra. Þær ætluðu að ganga yfir Steina- dalsheiði sem liggur upp af Kolla- firðinum til að komast yfir í Breiða- fjörðinn en lenda í vonskuveðri á heiðinni sem endar með því að móðir hennar verður úti og deyr en Guð- rúnu tekst að komast að bænum Brekku í Gilsfirði, þá búin að vera þrjá sólarhringa á heiðinni. Hún þurfti að skríða langa leið að bænum því hún var kalin á fótum. Þurfti því að taka þá af við ökkla,“ segir Rakel. Kvenhetja 18. aldar Þann 19. júní síðastliðinn var opnuð sýning og afhjúpaður minnisvarði um ,,Gunnu fótalausu“, eins og hún var alltaf kölluð eftir að hún missti fæturna, í minjasafninu Kört. Val- geir Benediktsson og Hrefna Þor- valdsdóttir bændur í Árnesi 2 í Tré- kyllisvík á Ströndum eiga safnið sem stendur á jörð þeirra. Rakel Val- geirsdóttir er dóttir Valgeirs og Hrefnu. Hún er starfsmaður safns- ins og sá meðal annars um að setja sýninguna upp. Varð að þekktum bátasmið Ekkert er vitað um afdrif Gunnu næstu 10-15 árin að sögn Rakelar en segja menn að hún hafi þurft að segja sig til sveitar eins og þá var kallað. Hún hafi sennilega verið send í Kaldrananeshrepp þar sem hún ólst upp. Næstu ritaðar heim- ildir eru af henni þegar hún er orðin ung kona og býr hjá bróður sínum Guðmundi Bjarnasyni að Finn- bogastöðum í Trékyllisvík. Víkin er í Árneshreppi norðan við Reykj- arfjörð og Gjögur á Ströndum. Þar var áður miðstöð sveitarinnar sem kölluð var Víkursveit eftir Trékyll- isvík. „Bróðir hennar átti að hafa frétt af henni og látið sækja hana. Sam- kvæmt heimildum átti hún að hafa lært smíðar sennilega á Finn- bogastöðum og smíðaði hún báta allt upp í sexæringa,“ segir Rakel. Rekaviðurinn sé auðsækjanlegur í fjörunni í Víkinni og því var mikið um smíðar í sveitinni. Sennilega hafi systkinin þótt mjög dugleg og kjark- mikil því bæði voru þau af fátæku fólki komin. „Guðrún giftist bónda í sveitinni og kaupa þau jörðina Munaðarnes í sömu sveit. Þau eignuðust aldrei börn. Hún verður ekkja eftir 10 ára hjónaband en heldur áfram búskap. Hún réði til sín vinnumann og varð seinna hluti af hans fjölskyldu, þá orðin gömul kona. Guðrún vann alla tíð fyrir sér og þótti vel auðug á þessum tíma,“ segir Rakel. Merkilegar heimildir Að sögn Rakelar er stórmerkilegt að það skuli vera til heimildir af alþýðu- stúlku frá þessum tíma en það þótti ekki sagna vert að rita eitthvað um alþýðuna í þá daga hvað þá fatlaða konu. Finnur á Kjörseyri er elsti heimildamaðurinn svo vitað sé sem ritaði sögu hennar. Jón Helgason rekur einnig sögu hennar í bókinni Íslenskt mannlíf. Steinkola og galdrasteinar Valgeir Faðir Rakelar hefur safnað gömlum hlutum í gegnum tíðina og það var svo árið 1997 sem safnið Kört var formlega opnað. Árið 2007 var það svo stækkað um helming. Aðspurð um hluti safnsins, segir Rakel að elsti hluturinn sé nytja- hluturinn steinkola sem er elsta ljós- færið sem þekkist. Þar megi einnig finna rekaviðasagir, galdrasteina og minnisvarða um menn sem brenndir voru á báli fyrir galdra árið 1654. Fyrir utan safnið sé risastór járn- pottur sem notaður var til að bræða hákarlalýsi í en potturinn er frá Kú- víkum við Reykjarfjörð. Lýsið var selt til Evrópu og notað til að lýsa upp strætin í borgum þar fyrir tíma rafmagnsins. Rakel mælir eindregið með ferð í Víkina og þar sé margt að sjá og náttúrufegurðin mikil. „Við seljum kaffi og súkkulaði en svo er ekki nema 10 mín. akstur frá okkur í Norðurfjörð en þar er kaffihús og verslun. Svo er stutt í sundlaugina í Krossnesi sem er staðsett í fjörunni á einstaklega fallegum stað,“ segir hún að lokum. Minnisvarðinn um Gunnu fótalausu er staðsettur í minjasafninu Kört í Trékyllisvík. Gunna fóta- lausa var bóndi, bátsmiður og kvenhetja Guðrún Bjarnadóttir var alþýðuhetja sem sigldi á móti straumnum þegar það hefði átt að vera vonlaust. Hún missti báða fætur við ökkla í miklum raunum aðeins 15 ára gömul. Bergþóra Jónsdóttir bj@mbl.is Rakel Valgeirsdóttir þjóðfræðingur segir sögu Guðrúnar einstaka. Ævi Guðrúnar og störfum eru gerð skil í minjasafninu Kört sem staðsett er í Trékyllisvík. Safnið er opið alla daga í sumar.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.