Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.07.2016, Síða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.07.2016, Síða 12
VIÐTAL 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.7. 2016 F yrir tuttugu árum komu ungir menn saman í skúr í vesturbænum til að gera tilraunir í tónlist. Annar þeirra var búinn að gefast upp á rokkinu en hinn á kafi í hiphopi og raf- tónlist. Þrátt fyrir ólíkan bakgrunn náðu þeir vel saman og hringdu í þann þriðja sem sungið hafði með ýmsum rokksveitum. Úr þessu sam- starfi spratt hljómsveitin Quarashi sem átti eftir að verða vinsælasta hljómsveit Íslands til margra ára og vakti athygli langt út fyrir land- steinana. Félagarnir tveir sem hrintu öllu af stað eru þeir Sölvi Blöndal, sem spilað hafði með SSSpan, 2001 og Stjörnukisa, og Steinar Orri Fjeldsted, sem kynnst hafði hiphopi og skeit- menningu vestan hafs og var staddur hér á landi í sumarheimsókn. Steinar segir að þeir Sölvi hafi kynnst um sumarið og farið að ræða tónlist, „hann var að gera takta og ég rímur, nýfluttur frá Bandaríkjunum og ætlaði bara að vera sumarið. Eitt af því sem við töluðum um var hve íslensk tónlist væri leiðinleg og það varð til þess að ég mætti út í skúr og við förum að taka upp grunna.“ Eins og getið er var Sölvi hættur í rokkinu, hætti í Stjörnukisa eftir sigur þeirrar sveitar í Músíktilraunum 1996. „Ég hafði misst áhug- ann á að vera trommuleikari, hafði uppgötvað tölvutæknina og var að búa til takta. Einhvern veginn þróaðist það svo að ég fór að hanga meira með Steina og með skeiturunum svo þetta var líka breyting fyrir mig persónulega, ég var að skipta um umhverfi. Það er gaman þegar maður lokar einum dyrum og þá opnast oft aðrar, en mig óraði ekki fyrir því hvað þetta myndi hafa mikil áhrif.“ Steini: „Þetta var góður hópur af strákum úr vesturbænum og krúið hans Sölva, blanda af indíi og hiphopi. Ég hlustaði rosa mikið á raftónlist á þessum tíma og geri enn, hlustaði meira á hana en hiphop, og vissi eiginlega ekk- ert hvað rokk og ról var. Það var Sölvi sem kynnti mig fyrir rokkinu.“ Sölvi: „Umfram allt þá var þetta bara góður fílingur. Steini kemur með raftónlistargen inn í þetta og skeitið. Bigbeatið og Ninja Tunes og Prodigy, ég var að hlusta á þetta allt og það hafði mikil áhrif á mig, en við náðum best sam- an í kringum hiphopið þannig að Quarashi varð blanda af allskonar áhrifum, ekki beint hiphop, ekki beint bigbeat ekki beint rokk, hafði sitt eigið sánd.“ Steini: „Við hlustuðum gríðarlega mikið á tónlist, Ég átti heima á Hverfisgötu og það var partípleis, bjó þar með félaga mínum og þar vorum við að djamma og spáðum í tónlist allt sumarið þangað til um haustið þá formlega vorum við orðnir hljómsveit án þess þó að hafa sest niður og sagt: eigum við að stofna hljóm- sveit?“ Sölvi: „Ég hringdi í Hössa, Höskuld Ólafs- son, vegna þess að ég þekkti hann, við vorum saman í MR. Hann var eiginlega eini gaurinn sem ég þekkti sem kunni að syngja, eins fárán- legt og það er, og líka svona rokktýpa. Hann tók svo upp á því sjálfur að rappa textana, þannig að það var eiginlega tilviljun líka, hann bara kom og sagði: má ég ekki prófa að rappa þennan texta? Það fannst okkur geðveikt. Steini: „Ég man eftir því þegar Hössi labb- aði inn í skúrinn í leðurjakka með lubbann og í bol sem á stóð Rock ’n’ Roll. Ég hugsaði: hvaða steik er þetta? Svo sagði hann: Ég hef aldrei rappað áður, má ég prófa?“ Grunnarnir urðu fleiri og svo voru komin fimm lög og þeir félagar ákváðu að gefa þau út og þá gera það sjálfir. Þegar hér var komið sögu voru þeir orðnir fjórir, Richard Oddur Hauksson sá um að skráma plötur. Það var bara hlegið að okkur „Það vildi náttúrlega enginn gefa þetta út,“ segir Steini. „Íslenskt rapp! Það var bara hleg- ið að okkur.“ Steini: „Þegar Switchstance kom svo loks út eftir smá basl þá vildi enginn sjá þetta né selja. Samt fór platan á rosalegt flug, seldist upp á nokkrum dögum og við fórum að spila á fullu. Við áttum samt ekki nema þessi fjögur eða fimm lög en spiluðum þau bara þrisvar eða fjórum sinnum á hverjum tón- leikum.“ Sölvi: „Ég verð nú að viðurkenna að ég hafði ekki upplifað mig sem neitt success í tónlist fram að því, þannig að fyrir mér var þetta eitt- hvað alveg nýtt. Bara það að dagblað eins og Mogginn skuli skrifa um okkur var mikið mál í mínum augum, mynd af mér í blaðinu og ein- hver að skrifa um það sem ég var að gera, ég ætlaði ekki að trúa því.“ Steini: „Ég hafði verið í tónlist og gert ein- hver lög, en ég vissi ekki að það væri hægt að vera frægur eða vinsæll á Íslandi og þegar unglingar fóru að hlaupa á eftir manni eða rífa í jakkann manns, ég var bara hræddur, ég vissi ekki hvað var í gangi.“ Sölvi: „Ég verð nú að viðurkenna það að ég hafði viljað þetta lengi, en þegar það loksins kom fannst mér það ekkert þægilegt.“ Steini: „Furðulegt, maður fór Hverfisgöt- una í stað Laugavegarins til að hitta engan. Þetta gerðist of hratt.“ Sölvi: „Kannski aðeins of hratt.“ Steini: „En við tókum fullan þátt í því, vor- um mjög virkir og hraðir á þeim tíma, vorum að spila fimm sinnum í viku og taka upp Eggið á nóttunni. Og síðan kom Eggið út og hún gerði góða hluti,“ en Eggið er fyrsta breiðskífa sveitarinnar sem hét einfaldlega Quarashi. Sölvi: „Eggið tók alveg þrjá eða fjóra mán- uði. Hún var furðuleg plata í vinnslu af því við vorum alltaf að læra skrefin jafnóðum, hvernig sándið okkar ætti að vera. Ég vissi ekkert hvernig ætti að gera plötu, hvað ættu að vera mörg lög á henni, 12, 15, 16? Ég var lengi óánægður með Eggið eftirá, var súr yfir því að hún var ekki alveg eins og ég vildi að hún væri og hlustaði ekki á hana í fimmtán ár. Samt hitti ég oft fólk sem fannst hún frábær og skildi ekki hvernig við fórum að því að gera þessa plötu á þessum tíma þegar við vorum ekki með tölvur til að taka upp. Í dag finnst mér Eggið frábær plata, hún er mjög skapandi, það er mikið af hugmyndum á henni.“ Steini: „Mér finnst Eggið æðisleg plata og mér hefur alltaf fundist hún frábær af því að mér finnst hún svo frjó – það er svo mikið af Quarashi lokar hringnum Fyrir tuttugu árum varð hljómsveitin Quarashi til nánast fyrir tilviljun þar sem saman runnu rokk, rapp og raftónlist. Hljómsveitin sú átti eftir að verða vinsælasta hljómsveit Íslands til margra ára og var við það að slá í gegn víða um heim þegar henni þvarr örendi. Nú hafa Quarashi-félagar tekið saman aftur og hyggjast loka hringnum, eins og þeir kalla það, ætla að spila á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og gefa út smáskífu. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Quarashi-liðar í árdaga, myndin er tekin í skúrnum í nóvember 1996. Sölvi Blöndal, Steinar Orri Fjeldsted og Höskuldur Ólafsson. Morgunblaðið/Árni Sæberg Quarashi plötur Fimm laga platan Switchstance kom út 29. nóv- ember 1996 og seldist upp á viku. Fyrsta breiðskífan kom út 1997. Hét einfaldlega Quar- ashi, en er yfirleitt kölluð Eggið. Jinx kom út um all- an heim 2002. Byggð á Xeneizes að miklu leyti. Xeneizes kom út 1999 og á henni var kynntur til sögunnar nýr liðsmaður, Ómar „Swarez“ Hauksson. Á plötunni Kristnihald undir Jökli, sem kom út 2001, var tónlist við leikrit. Guerilla Disco kom út 2004 eftir að Höskuldur hætti í hljómsveitinni. Anthology kom út 2011. Safnplata með tveimur disk- um af tónlist, tals- vert óútgefið, og DVD-diski.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.