Morgunblaðið - Sunnudagur - 24.07.2016, Qupperneq 22
pítur, 1-2 á mann
afgangur af lambi, salati
og sósunni
Opnið pítubrauð og ristið.
Skerið kjötið niður í þunnar
sneiðar og léttsteikið á
pönnu. Setjið eina msk. af
dressingunni inn í pítu-
brauðið og 50-60 g af
lambakjötinu. Setjið næst
salatið og í lokin smá
dressingu yfir.
Grísk
lambapíta
MATUR Þegar gera á smjördeig er gott ráð að frysta smjörið og rífa það meðrifjárni út í þurrefnin. Þá er auðveldara að hnoða deigið í höndunum
og kakan, bakan eða bollurnar verða mýkri og betri.
Ráð fyrir smjördeig
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24.7. 2016
1 dós niðursoðnir tómatar
afgangur af grísku lambi
afgangur af kartöflum
afgangur af salati
Setjið út á pönnu eina dós af
niðursoðnum söxuðum tóm-
ötum og látið suðuna koma
upp. Skerið lambið í litla bita
og bætið út í. Skerið kartöfl-
urnar niður smátt og bætið út
í. Þegar þetta hefur verið soð-
ið í u.þ.b. 1 mín þá er salatinu
bætt út og látið malla í ½ til 1
mín. Passa þarf að ragúið
ofeldist ekki því við eigum að
finna fyrir salatinu. Borðið
með nýbökuðu brauði.
Grískt
lambaragú
Bragðlauk-arnir fara ífrí til
Grikklands að
þessu sinni í þætti
vikunnar af Kort-
er í kvöldmat.
Óskar sýnir okkur
taktana og galdrar
fram eðal-
lambalæri sem
tekur skamman
tíma að undirbúa.
„Fáir gera lamba-
læri jafn vel og
Grikkir, og ég
ætla að sýna ykk-
ur eina ótrúlega
einfalda uppskrift. Þetta verður eins
grískt og það getur orðið,“ segir Óskar.
Með lærinu ber Óskar fram stökka kart-
öflubáta, sumarlega sósu og að sjálfsögðu
grískt salat.
Til að nýta afgangana mælir hann með
góðum pottrétti en einnig má setja þá í
pítu sem er vinsæl á mörgum heimilum.
Eins grískt og það getur orðið
ÞESSA RÉTTI ER HÆGT AÐ BÚA TIL ÚR AFGÖNGUNUM
1 lítið lambalæri
4 stórar kartöflur
1 græn paprika
1 rauðlaukur
1 askja kokteiltómatar
½ gúrka
1 krukka fetaostur
1 lítil krukka steinlausar svartar ólífur
1 dós sýrður rjómi
1 tsk. Dijon-sinnep
4-6 tsk. hunang
edik
salt og pipar
Setjið lærið í fat og veltið því upp úr 3
msk. af olíu af fetaosti og 2 msk. af safa úr
ólífukrukku. Kryddið með salti og pipar.
Stráið smá hunangi yfir og setjið lærið inn
í ofn við 180°C í 1 klst. og 20 mínútur.
Með þessu eru bornir fram stökkir kart-
öflubátar. Fyrst þarf að skola kartöflubát-
ana og ná úr þeim sterkjunnni. Næst eru
þeir þerraðir og velt upp úr olíu, settir í
ofnfast mót og inn í ofn með lærinu þar
sem þeir bakast næstu 45 mínúturnar.
Búin er til einföld sósa með þessu. Í henni
er ein dós af sýrðum rjóma, 2-3 msk. olía
af fetaosti, 1 tsk. af Dijon-sinnepi, pipar og
smá hunang og er öllu blandað vel saman
í skál. Einnig er gott að hafa með grískt
salat. Skerið og blandið saman í skál einni
papriku, einum lauki, nokkrum kirsu-
berjatómötum og hálfri flysjaðri gúrku og
blandið saman með fetaosti, smá olíu af
ostinum og 1 tsk. af ediki.
Grískt
lambalæri
Óskar Finnsson eldar
að þessu sinni dýrindis
lamb á grískan máta,
kartöflubáta og salat.
Tvo girnilega og ein-
falda rétti má gera úr
afgöngunum.
Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is
Í þessari viku er grískt
þema hjá Óskari.
Morgunblaðið/Ásdís
Þú færð öll hráefnin
úr þáttunum hjá okkur